Tíminn - 03.07.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.07.1996, Blaðsíða 4
4 Miövikudagur 3. júlí 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf. Mánaðaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk. Vinstri sveifla eða sjálfstæöi kjósenda Ýmsir álitsgjafar hafa verið spurðir um hvort af úr- slitum forsetakosninganna megi draga ályktanir um stefnur og strauma í stjórnmálum dagsins. Þær skoð- anir hafa verið látnar í ljós að hér sé um greinilega vinstri sveiflu að ræða í þjóðfélaginu og kosningarn- ar séu skilaboð til vinstri manna að sameinast. Með- al annars hafa forustumenn í Alþýðubandalaginu á borð við Svavar Gestsson talað í þessa veru og sagt úrslit forsetakosninganna vera stórpólitísk tíðindi. Úrslit kosninganna eru vissulega pólitísk tíðindi. Hins vegar fer því víðsfjarri að þau séu jafn mikil tíð- indi um stjórnmál dagsins og látið er í veðri vaka. Það er ljóst að þjóðin er sátt við að stjórnmálamaður gegni þessu embætti, en vill ekki að sá stjórnmála- maður sé tengdur stærsta stjórnmálaaflinu í landinu, Sjálfstæðisflokknum, né komi beint úr valdakerfi fyr- irtækja eða viðskipta. Þetta eru þau tíðindi sem draga má af kjöri Ólafs Ragnars Grímssonar, en það er frá- leitt að öðru leyti að halda því fram að kjör hans beri vott um vinstri sveiflu í þjóðfélaginu, eða sé einhver ábending kjósenda um sameiningu vinstri manna. Raunar er nýkjörnum forseta lítill greiði gerður með því að halda þessu fram, þegar hann þarf á því að halda að sameina þjóðina og vinna sér sess sem sam- einingartákn. Kjósendur Ólafs Ragnars Grímssonar komu úr öllum flokkum. Hann fékk umtalsvert fylgi kjósenda Sjálfstæðisflokksins, mjög mikið fylgi frá kjósendum Framsóknarflokksins og sömuleiðis frá kjósendum Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins. Skoðanakannanir hafa reynst það trúverðugar að það er engin ástæða til þess að rengja þær um þessi efni. Skoðanakannanir á fylgi stjórnmálaflokka og fylgi borgarstjórnarflokkanna í Reykjavík benda ekki til þess að það sé nein vinstri sveifla í þjóðfélaginu, og gengi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum fer ekki að neinu leyti saman við þann anda sem fannst í forsetakosningunum um að rétt væri að kjósa þann sem ekki væri bendlaðurl við flokkinn. Flokkurinn stendur mjög sterkt bæðiÚ skoðanakönnunum um landsmál og borgarmálefni. Það er dálítið einkennilegt þegar stjórnmálafor- ingjar, sem ekki hafa ávalli. verið í fararbroddi um sameiningu vinstri manna, koma nú fram á völlinn og reyna að túlka úrslit forsetakosninganna sem sér- I stakt innlegg í þessa sameirungu. Eins og áður segir er áframhald þessarar umraéðu einungis til þess að gera nýkjörnum forseta, sem' tekur við embætti um næstu mánaðamót, fyrstu sktefin í embætti erfiðari en ella. ! Afskipti stjórnmálaforingja af forsetakosningun- um voru ekki mikil opinberíega, þótt nokkrir lýstu fylgi við ákveðna frambjóðendur. Það er áreiðanlega að verða stjórnmálamönnum ljósara með hverjum slíkum kosningum að kjósendur lúta ekki leiðsögn þeirra í vali á forseta íslanqs. Fólkið í landinu vill hafa þessar kosningar fyrir sig, en kjör stjórnmála- manns nú í þetta embætti sýnir að það dæmir þá ekki úr leik. Veiðibráðir stjórnmálaforingjar verða nú að anda rólega og hverfa til sinnar hversdagslegu stjórnmála- baráttu, og blanda ekki embætti forseta íslands inn í þá umræðu. Brjálæbi og geðsveiflur Garri veröur aö taka ofan fyrir Alþýöublaöinu sem, þrátt fyrir smæö sína, ber höfuö og heröar yfir hina stærri fjölmiöla landsins, eins og t.d. Tímann, þegar kemur aö umfjöllun um viöbrögö einstaklinga viö forsetakjörinu. í Alþýöublaöinu í gær var sjálf miöopna blaösins lögö undir viðtöl við valinkunna einstaklinga úr flestöllum áttum sem ýmist voru sáttir eða ósáttir viö val þjóðar- innar á næsta forseta. Viðbrögðin eftirá Viöbrögöin eru sum hver athyglisverð og skemmtileg, þó sum séu líka fyrirsjáanleg og hefð- bundin eins og gengur. Andrés Magnússon segist t.d. vera brjálaður og hefur ekki fleiri orö um það. Möröur Árnason tjáöi sig í fleiri orðum og fullyrti m.a. að sá sem kjörin var hafi einfaldlega veriö hæfastur og sagöi geðsveiflur í skít- verkadeild Sjálfstæðisflokksins og í heilabúi nokk- urra fyrrverandi forstjóra ekki hafa breytt þeirri vissu þjóðarinnar. Hinir óháðu (eöa vammlausu eins og einhver röddin kallaði þá) sem auglýstu hvað kröftugast síöustu dagana fyrir kosningar keppast við að sverja af sér alla óvild eöa hatur í garö forsetans og Ómar Kristjánsson lýsir því yfir að hann hafi stutt pólitíska kosningabaráttu næsta forseta bæöi fyrir og eftir þau átök sem hann hafi átt viö hann sem fjármálaráðherra. Ámundi Ámundason þarf í fyrsta sinn að fara í Kirkjuhúsið til að kaupa sér sorgarbönd. Þjóðin kom Hallvaröi E. Þórssyni á óvart meö vali sínu því hann telur börn hvers nútíma leita fyllingar í áöurgeröum mistökum og viröa aö vettugi vitrar raddir samtímans. Þessi úrslit heföu veriö einu úr- slitin því maöurinn væri einfaldlega meö Royal straight í spaöa, frá ás og niöur í tíu, þegar litiö sé til þeirrar þekkingar og reynslu sem forseti íslands þurfi aö hafa. Bubbi Morthens lýsir undrun yfir því hversu mikið fylgi hinir frambjóðendurnir fengu, þ.e. þeir sem ekki voru kjörnir. Það skemmtilegasta Það sem Garra fannst hins vegar skemmtilegast í öllum þessum viðbrögðum viö forsetakjörinu var að sjálfsögðu hin ítarlega lýsing forsætisráð- herra á setningaskipan þeirra orða sem hann skal viðhafa er alþingismenn hrópa húrra í þingbyrjun. Sú uppákoma styöur þá kenningu sem sumar raddir hafa uppi um að landsmenn, margir hverjir a.m.k., hafi valið for- setaefnið mest uppá spaugiö til að fá að fylgjast með forsætisráðherra hafa yfir þessi orð og hrópa síðan húrra fyrir manninum sem hann sagðist aldrei mundu stofna til stjórnarsamstarfs með því hann ætlaði aldrei aö sitja í skjóli hans. Garri GARRI Oþarfi að forseti sæki vinnu til Reykjavíkur Stjórnarráðið gerði mikla leit að húsi sem hentar fyrir Reykjavíkurkontór forsetaembættisins, sem orðið er svo viöamikið að ekki er rúm fyrir það lengur í gamla stjórnar- ráðshúsinu við Lækjar- torg. Umsvif forsætisráð- herra aukast að sama skapi, en hann mun nú mun leggja skrifstofur forseta íslands undir sig. Nú er niöurstaðan kunn og ákvörðun tekin. Búið er að kaupa Staðar- stað við Sóleyjargötu og húsið verður innréttað fyrir skrifstofur og verður þar góð aðstaða til að fjölga enn starfsfólki embættisins. Sem alþjóð er kunnugt er búið að endurbyggja allan húsakost Bessastaða og m.a. reist veglegt íbúðarhús fyrir forsetann. Er þaö aðeins hluti bygginga staðarins. Það má glöggt sjá á kápu nýju símaskrárinnar. Hvað önnur hús og viðbygg- ---------------- ingar geyma og til hvers þau eru ætluð veit Bessastaðanefnd ein og nokkrir útvaldir. pn vel má --------------- geta sér til að þar eigjj að fara fram móttökur og samkvæmi með konufagbornu sniði. Góbar samgöngur En hvers vegna þarf forsetaembættið skrifstofur í Reykjavík? Samgöngux*, frá Álftanesi eru nokkuð góðar og hafa verið gerðar miklar vegabætur á leiðinni milli Bessastaða Ipg höfuðborgarinnar síð- an þrír fyrstu forsetarnir höföu herbergi í Alþing- ishúsinu til afnota þegar þeir brugðu sér í bæinn. En þá bjuggu þeir í Bessastaöastofu. Eftir þær gagngeru endúrbætur á forsetasetrinu sem skattborgarar þessa lánds standa undir ætti að vera hægt að koma skrifstofu forseta þar fyrir. Þaö er ekkert erfiðara fyrir starfsfólk hans að sækja vinnu út á Álftanes en 'hann sjálfan að aka til sinnar vinnu til Reykjaví cur. Dýrasti kosturinn bestur Einu sinni var nýkjörinn forseti mikill áhuga- maður um öfluga byggðastefnu og samdi mikla ---------------------- skýrslu um flutning ríkisstofnana A • út á land. Ef rétt er munað þykir ® IOðV3llyl upplagt í þeirri skýrslu að flytja Seðlabankann á Djúpavog og Ef þeir sem þurfa að ómakað sig út á Álftanes hitta forseta geta ekki il að ná fundi hans er er- indið varla brýnt. Og varla telja þeir eftir sér spor- in suður á Álftanes sem boðið er til móttöku í logagylltum sölum forsetasetursins. Engin skynsamleg rök, hvað þá hagræn, sýnast vera fyrir því að kaupa rándýrt hús sem endur- byggja þarf fyrir nýjar þarfir til aö hýsa Reykjavík- urkontór forsetaembættisins. En embættið á ann- að hús þarna skammt frá, við Laufásveginn, sem einnig á að vera dvalarstaður þjóðhöfðingjans í Reykj avíkurf erðum. fleira er þar í þeim dúr. Þegar forlögin stilla nú svo til að Ólafi Ragnari er fengin búseta á Bessastpðum, sem er í hans gamla kjördæmi, er honum gert að rækja störf sín í Reykjavík vegna þess að forsetasetrið er „úti á landi." Nú þarf að framkvæma gágngerar endurbætur á Staðarstað og fylla húsið af mublum og öðrum búnaði. Til þess verks verður að fá vana menn sem þekkja til þarfa embættis þjóðhöfðingja. Vonandi fer framkvæmdum á Bessastöðum senn aö ljúka og þá verður Bessastaðanefnd á lausu. Væri ráð að semja við hana að snúa sér nú að Sóleyjargötu 1 og koma því húsi í sómasamlegt horf fyrir smá- ræði úr ríkisjóði. Þarf þá aðeins að breyta nafninu og nefna hána Staðarstaðarnefnd. Ef vel gengur ætti nefndin aö vera búin að ljúka verkefninu á kjörtímabilinu svo að forseti þurfi ekki að kúldrast lengur í stjórnarráðshúsinu hans Davíðs. Enn betri kostur væri að framlengja líf Bessa- staðanefndar og biðja hana að breyta húsum suð- ur þar í þá veru að koma skrifstofu forsetans fyrir þar. Sá möguleiki er einnig fyrir hendi að byggja nýtt skrifstofuhús, því nóg er landrými hins gamla höfuðbóls. Vert er samt að hafa í huga að sjálfsagt er að velja þann kostinn sem dýrastur verður í framkvæmd. Verður öðrum ekki betur trúandi til þess en Bessastaðanefnd. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.