Tíminn - 03.07.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.07.1996, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 3. júlí 1996 Fyrir 80 árum voru þessir gróbursœiu ásar og hœbir sundursprengt flag, þakib líkum og pörtum og tœtlum af líkum. Orrustan vi5 Somme 1. júlí 1916 varö einn mesti manndrápadag- ur fyrri hluta 20. aldar, a.m.k. þangaö til í síöari heimsstyrjöld Um þessar mundir er þess minnst í Vestur-Evrópu, eða a.m.k. í Bretlandi, ab 80 ár eru li&in frá bardögum þeim í heimsstyrjöldinni fyrri er kenndir eru vib Somme, fljót noröaustan til í Frakklandi. Sér- stakur áhugi Breta á vibureign þessari stafar líklega einkum af því, ab þetta var langmannskæb- asta orrusta sem þeir höfbu átt fram ab því í stríbi þessu. Enn eru á lífi fáeinir gamlir menn sem voru þar meö, sumir komnir yfir tírætt. Fréttamenn hafa snúið sér til þeirra af tilefni afmælisins og sumir þeirra heim- sækja vígvöllinn sinn gamla af sama tilefni. Ibnvædd fjölda- morb Orrusta þessi, ef hægt er að kalla þetta því nafni, var í raun iðnvætt fjöldamorð þar sem fjöldamorðingjarnir voru ekki síð- ur hershöfðingjar þeir, sem sendu herfylkingar fram til áhlaups, en óvinirnir sem áhlaupunum vörð- ust. Það á í stórum dráttum vib um hernaðinn á vesturvígstöðv- unum í fyrri heimsstyrjöld í heild sinni. Hætt er við aö allur sá við- bjóbur hafi skilið eftir sig grimmd, er komið hafi fram í síð- ari heimsstyrjöld, sem yfirleitt er talin hafa verið öllu grimmari en sú fyrri. Löngu fyrir fyrri heimsstyrjöld — þegar í bandaríska borgara- stríðinu — hafði sýnt sig að varn- arvopn voru orðin drjúgum skæð- ari en sóknarvopn, en eigi að síð- ur virðast evrópskir hershöfðingj- ar yfirleitt ekki hafa áttað sig á því, eða a.m.k. bar ekki mikið á því að annað kæmi í ljós stríbsár- BAKSVIÐ DAGUR ÞQRLEIFSSON in 1914-18. 1914 voru svo ab segja allir evrópskir herir þjálfaðir til sóknar, og varla neins annars. Það þýddi að herir sóttu fram og voru stráfelldir, einkum með vél- byssuskothríð. Eigi ab síður héldu hershöfðingjarnir — eða flestir þeirra, sérstaklega bandamanna megin.— fast við sóknarkenning- una, líklega helst af því að þeim datt ekkert annað í hug. Á vestur- vígstöövunum voru bandamenn — Bretar, Frakkar, Belgar og loks Bandaríkjamenn — yfirleitt miklu libfleiri en Þjóðverjar og töldu sér trú um að herjum þeirra síðar- nefndu myndi blæða út, ef stöð- ugt yrði sótt að þeim. í raun urðu sóknir Þjóðverja þar þeim frekar að falli en tjón sem þeir biöu í vörn. Fram til 1916 hafði stríðið á vesturvígstöðvunum mest mætt á Frökkum, hvað bandamönnum viðvék, þar eð Bretar höfðu, ólíkt flestum öðrum stríðsþjóbum, ekki herskyldu í upphafi stríðs og því tiltölulega fámennum landher á að skipa framan af. Til ab fjölga í honum reiddu breskir ráðamenn sig fyrstu stríðsárin á víga- og hugsjónaeldmóð þjóðar sinnar. Hann brást ekki, og þrjár milljón- ir manna buðu sig fram í herinn. Unglingar, sem ekki höfðu náö herskyldualdri, lugu til um aldur til að missa ekki af hlutdeild í æv- intýrum og frægbarverkum. Svartasti dagur breska hersins Menn úr sjálfboðaliði þessu vom í meirihluta í bandamannaher þeim, sem sendur var fram við Somme. Flestir þeirra höfðu aldrei áður í bardaga komið. Þeir höfðu verið þjálfaðir í hasti og að því skapi takmarkað, helst í því að sækja fram í skipulegum fylkingum og reiða sig á byssustinginn sem aðalvopn. Þjóðverjar höfðu víggirt þennan kafla varnarlínu sinnar rammlega og stóðu þar að auki betur að vígi, þar eð óvinir þeirra áttu upp bratta að sækja. Bretar hófu orrustuna með gríðarlegri stórskotahríð, sem stóð í fimm daga, í þeim tilgangi ab sundra varnarlínu óvinarins. Það var samkvæmt vana í stríði þessu, en bar ekki í þetta sinn frekar en oft áður tilætlaðan árangur. Þótt skot- hríðin ylli miklu tjóni, brast varnar- línan ekki og þar að auki varð skot- hríðin Þjóðverjum viðvömn. Þeir vissu nú á hverju var von og undir- bjuggu sig sem best þeir kunnu. Bretar fylgdu, eins og vaninn var, stórskotahríðinni eftir með áhlaup- um fótgönguliðs, sem hófust 1. júlí. Það gekk hægt, m.a. vegna þess að „einskismannslandið" milli víglín- anna var allt í gígum eftir stórskota- hríð Breta sjálfra. Þeirri hríð á fram- línu Þjóðverja var hætt er breska fótgönguliðið hóf áhlaup, svo að það yrði ekki fyrir sprengikúlum eigin liðsmanna. Það fékk jafnskjótt í fangið þétta vélbyssuskothríð frá þýsku varnarlínunni. Fyrsta röð sóknarliðsins riðaði og féll, síðan sú næsta o.s.frv. Þennan dag misstu Norman Edwards, breskur 102 ára öldungur sem særbist vib Somme. „Sunnudagsmorgun einn heyrbi ég tenórrödd úr skóginum [Þjóbverja megin]. Ég vissi ekki hvort þab var sálmur eba Deutschland uber Alles. En röddin var falleg. Ég hugsabi sem svo, ab kannski vœru Þjóbverjarnir ekki svo slœmir eftir allt saman." Bretar um 60.000 manns, þar af um 20.000 fallna, og var það mesta tjón, sem nokkur her beið á einum degi í því stríði. Dagar liðu áður en hljóöin í þeim særðu, sem lágu ósjálfbjarga á einskismannslandinu og ekki var hægt að ná til, þögnuðu að fullu. En Bretar héldu áhlaupun- um áfram og tóku nokkra kafla af skotgrafalínum Þjóbverja. Þjóðverj- ar þeir, sem þar vom enn uppi- standandi, gáfust upp, en vom eigi að síður drepnir með byssustingj- um. 1. júlí 1916 varð einn mesti manndrápadagurinn á fyrri hluta aldarinnar, a.m.k. fram að heims- styrjöldinni síðari. 1.250.000 fallnir, sær&ir, týndir Þannig hélt það áfram fram til 13. nóvember, er hershöfðingjar Vestur-Evrópuveldanna fyrirskip- uðu að áhlaupum skyldi hætt, enda vom þá haustrigningar byrjaðar og höfðu breytt vígvellinum í for. Að sögn breska sagnfræðingsins A.J.P. Taylor varð manntjón Breta í viöureign þessari um 420.000 manns, fallnir, særðir og týndir, og Frakka næstum 200.000. Sami sagn- fræðingur telur manntjón Þjóð- verja í Somme- orrustu hafa verið um 450.000 manns. Aðrir telja að breska heimsveldið eitt — auk Breta sjálfra börðust þar í her þess Ástralir o.fl. — hafi misst þar um 600.000 manns og að manntjónið á bábar hliðar í allri vibureigninni hafi ver- ið um 1.250.000 manns. Vígstaðan breyttist sáralítið. Nýtt vopn, skriðdrekinn sem var bresk uppfinning, kom í fýrsta sinn fram á vígvöll við Somme. En þess- um fyrstu skriðdrekum var miður skynsamlega beitt og þeir breyttu litlu um gang ormstunnar. Somme-orrusta er sögð hafa út- rýmt hugsjónaeldmóðnum úr breska hernum. En hann barðist áfram af seiglu, án tiltrúar í garð hershöfðingjanna. Þannig varð það um fleiri heri þessa stríðs, sem ekk- ert Evrópuveldanna vildi, en gátu þó ekki komið sér saman um að hætta við, þegar ljóst var orðið að það var eyðileggjandi fyrir þau öll. Þab bar helst þann árangur að ónýta möguleika vestanverðrar Evr- ópu á því að halda forystunni í heimsmálum. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.