Tíminn - 03.07.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.07.1996, Blaðsíða 9
Mi&vikudagur 3. júlí 1996 VWHffliVI 9 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . Alþjóöleg vopnaviöskipti: Hlutur Bandaríkjanna æ stærri einkum þó útflutningi hátækni- vopna, þá er slíkt hægara sagt en gert þegar litiö er til innanlands- mála. Samdráttur í vopnaiðnað- inum hefur þegar verið verulegur, og atvinnuleysi víða fylgt í kjöl- farið. í mörgum bæjum og borg- um í Bandaríkjunum er vopna- framleiðsla ýmist eina iðngreinin sem þar er stunduð, eða sú veiga- mesta. Þegar vopnaverksmiðjum er lokað skapast því oft á tíðum alvarlegt atvinnuleysi í heilu byggðarlögunum, a.m.k. þegar til skemmri tíma er litið. Gervieftirspurn sköpub Kalifornía er eitt þeirra svæða í Bandaríkjunum sem hvað verst hafa fariö út úr samdrætti í vopnaiðnaðinum. Kalifornía get- ur hins vegar ráðið úrslitum í kosningunum um forsetaembætt- ið sem fara eiga fram í nóvember næstkomandi. Jafnvel þótt Clin- ton sé eins og er með mikla yfir- burði í skoðanakönnunum þorir hann vart að hætta á að taka ákvarðanir sem gætu ógnað þessu forskoti hans. Þetta er ekki síst ástæban fyrir því að Bill Clinton lætur banda- rísk stjórnvöld panta B-1 sprengjuflugvélar, þótt sérfræb- ingar séu að mestu leyti sammála um að ekki sé þörf fyrir fleiri vélar af því tagi. -gb/Politiken Teflt á tvær hættur Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, veit ekki íhvorn fótinn hann á ab stíga gagnvart vopnaframleibslu. Annars vegar blasir vib atvinnuleysi, hins vegar ógn- un ab utan frá þeim ríkjum sem bandarískir vopna- framleibendur selja afurbir sínar til. Bandaríkin hafa tvöfaldað hlut sinn í alþjóðlegum vopna- viðskiptum á aöeins níu árum, eða úr 25% í 52%. Almennt er reiknað með því aö hlutur þeirra verði kominn upp í 60% eft- ir örfá ár. Bandarískir vopnaframleiðendur leggja nú alla áherslu á að auka útflutning sinn eftir að stærsti viðskiptavin- ur þeirra, Pentagon, hefur skorið niður vopnakaup sín um 60 millj- arða dollara frá því kalda stríðinu lauk. Ljóst er þó að töluvert skort- ir upp á að útflutningurinn bæti þeim upp þennan niðurskurð, en útflutningur á hátæknivopnum frá Bandaríkjunum nemur nú 22 milljörðum dollara. Hættan sem þessu fylgir stafar af því að töluverður hluti vopna- útflutningsins fer til ríkja í Asíu hægt er að vísa til góðs hernaðar- árangurs sem náðist með þeim í Persaflóastríðinu. Auk þess er helsti keppinauturinn, Sovétrík- in, horfinn af markaðnum og arf- takar þeirra, aðallega Rússar, veita ekki neina alvarlega samkeppni lengur. Jafnframt þessu eru Bandaríkin í ákveðinni klípu. Þótt vilji sé í sjálfu sér fyrir því að setja vopna- útflutningnum takmörk í sam- ræmi við tillögur nefndarinnar, Reikna má með því að hlutur Bandaríkjanna í vopnasölu í heiminum muni aukast veru- lega á næstu árum, og um leiö muni háþróuð tæknivopn verða æ stærri liður í vopnaút- flutningi frá Bandaríkjunum. í skýrslu bandarískrar nefndar sem farið hefur ofan í saumana á alþjóðlegum viðskiptum með vopn kemur fram að þessi þróun geti ógnað öryggishagsmunum bæði Bandaríkjanna sjálfra sem og vinátturíkjum þeirra. Nefndin, sem skipuð var af Clinton Bandaríkjaforseta, leggur til að Bandaríkin breyti um stefnu og hafi forystu um aö takmarka útbreiðslu hátæknivopna í heim- inum. Jafnframt eigi Bandaríkin ab gera sitt ýtrasta til þess að vís- indi og tækni verði ekki misnotuð í hern- aðarlegum tilgangi, að því er segir í skýrsl- unni. og Austurlöndum nær, og þá ekki síst til þeirra ríkja sem búa við óstöðugt stjórnarfar og heims- fribnum gæti stafaö hætta af. Sem stendur er ekkert sem hindrar bandaríska vopnaframleiðendur í að selja afurðir sínar til þessara ríkja, en í framtíðinni gæti hæg- lega fariö svo að þessum sömu vopnum verði beitt til þess að beita Bandaríkin eða vinaþjóðir þeirra þrýstingi af ýmsu tagi, eða jafnvel notub til beinna hernað- arabgerða gegn þeim. Annab hvort fleiri vopn eba atvinnuleysi Bandarískir vopnaframleiðend- ur eiga aubvelt með að finna nýja viðskiptavini, m.a. vegna þess að Orkneyjar: Abeins einn nemandi í skólanum Kevin Pepper er niu ara drengur sem býr á Gra- emsay, sem er ein Orkneyja. Þar búa 29 manns, og aðeins einn þeirra er á skólaaldri, nefnilega Kevin. Á eyjunni er rekinn skóli og vib skól- ann starfa fjórir manns, þrír þeirra ab vísu í hlutastarfi. Eini nemandinn er Kevin og þab kostar breska skattgreib- endur 54.000 pund á ári ab sjá honum fyrir kennslu. Þetta er 27 sinnum hærri upphæb en mebaltalskostn- abur vib hvem nemanda á Bretlandi, og fjómm sinnum hærri upphæb en skólagjöld- in í einum dýrasta einka- skóla landsins, Eton skolan- um. í þessari viku á sveitarstjórnin á Orkneyjum hins vegar að kjósa um það hvort leggja eigi nibur skólann sem Kevin geng- ur í. Bæði er það af augljósum ástæðum talið of kostnaðar- samt, en ab auki er því haldið fram að það sé slæmt fyrir níu ára dreng vera einn í skóla. Betra væri að senda hann með ferju til nálægrar eyju þar sem fleiri börn ganga í skóla. Einn yfirkennari hefur abal- umsjón með kennslunni handa Kevin. Að auki er einn afleys- ingakennari sem kemur með ferju til eyjunnar að meðaltali Kevin Pepper ásamt abalkennara sínum, Irene Mathieson, fyrir utan skólann þar sem hann er eini nemandinn. einu sinni í viku. Þá em tveir ab- stoðarkennarar sem hvor um sig vinna í þrjá tíma á viku, og loks er húsvörður vib skólann. íbúar á eyjunni em allir sem einn andvígir því að skólanum verði lokaö. Þeir óttast ab þar meb minnki mjög möguleikar á því að barnafjölskyldur sjái sér hag í að flytja til eyjunnar. Skól- inn var stofnaður fyrir 120 ár- um og státabi af 60 nemendum þegar best lét. Kevin sjálfur segist einnig vilja hafa skólann áfram. „Ég skil ekki hvers vegna þeir þurfa að loka honum. Mér líkar mjög vel í honum og ég vil ekki þurfa að fara meö ferjunni á hverjum degi. Ég get leikið mér við Andrew bróður minn sem er þriggja ára og ég hef það bara gott." -gb/lndependent on Sunday

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.