Tíminn - 03.07.1996, Blaðsíða 11
Mi&vikudagur 3. júlí 1996
11
leysu, Óður frá Brún, Spuni frá
Syðra-Sköröugili og Demantur frá
Miökoti, svo eitthvað sé nefnt.
Þetta verður því mjög spennandi
keppni.
Mörg af bestu
kynbótahrossum
landsins
í röðum þeirra kynbótahrossa,
sem koma fram á fjórðungsmót-
inu, eru mörg af efnilegustu kyn-
bótahrossum landsins. Logi frá
Skarði og Víkingur frá Vobmúla-
stöðum mæta báðir til leiks, en
þessir tveir hestar hafa hæsta dóm í
forskoðun af stóbhestum í flokki
klárhesta með tölti. Logi fékk í að-
aleinkunn 8,40, sem er hæsta ein-
kunn sem klárhestur hefur hlotið,
og Víkingur fékk 8,32. Bábir þessir
hestar eru í flokki 6 v. og eldri. í
flokki alhliðahesta mæta þeir Sjóli
frá Hóli, sem fékk 8,32 í aðalein-
kunn, og Fjalar frá Bjargshóli sem
hlaut 8,21. Þá kemur Jór frá Kjart-
ansstöðum, sem fékk 8,30 í aðal-
einkunn, og Asi frá Kálfholti með
8,23. Margir fleiri góðir hestar
mæta í þessum flokki. Hjá 5 v.
hestunum var Skinfaxi frá Þóreyj-
arnúpi með efstu einkunn, 8,17, og
næstur Valberg frá Arnarstöðum
með 8,16 og Ásaþór frá Feti með
8,15. Margir fleiri upprennandi
gæðingar fylla þennan flokk. Af 4ra
v. hestum var efstur í forskoðun
Hamur frá Þóroddsstöðum með
8,23 í aðaleinkunn og hljóta marg-
ir að vera spenntir fyrir því að sjá
þennan hest. Næstur var Straumur
frá Hóli með 8,03 og síðan koma
þeir Eiður frá Oddhóli meb 7,97 og
Skorri frá Gunnarsholti með 7,95.
Meiri breidd í hryss-
unum en oftast ábur
í hópi hryssnanna er mjög mikið
úrval. Þar er hvert hrossið öðru
betra. Eydís frá Meðalfelli er efst
með 8,42 og næst kemur Randalín
frá Torfastöðum með 8,39. Hún er
með 8,40 fyrir byggingu. Lukka frá
Víðidal, sem fékk 8,38 í aðalein-
kunn, keppir nú í hópi gæðinga,
sem fyrr segir. Næst kemur svg
klárhryssan Kórína frá Tjarnarlandi
með 8,35. Þannig væri hægt lengi
upp að telja. í 5 v. flokknum var
efst Þöll frá Vorsabæ II með 8,17 í
aðaleinkunn, og næst kom svo Eld-
ing frá Víðidal með 8,14. Freisting
frá Kirkjubæ var svp næst með
8,11. í 4ra v. flokknum trónir Vig-
dís frá Feti með 8,07 í aðaleinkunn
og næst kemur Hrafntinna frá
Snæfelli meb 8,05 og þriðja hryss-
an var Birta frá Hvolsvelli með
8,03.
Af þessari stuttu upptalningu má
sjá að margt skemmtilegt verður að
sjá í kynbótasýningunni.
Margt til skemmtun-
ar á mótssvæöinu
Auk kynbótahrossanna verða 15
ræktunarbú með sýningar, og þab
er alltaf mjög gaman að fylgjast
með hvernig ræktunin gengur á
hverjum bæ. Núna gerist það að frá
einu ræktunarbúinu verða allir
knaparnir úr sömu fjölskyldunni,
hjón meb þrjá syni sína.
Kappreiðar verða á mótinu og er
þátttakan mest í skeiðinu og aldrei
að vita nema met verði slegið.
Þá verður margt til skemmtunar
á kvöldin og ekki má gleyma út-
reiðartúrnum, sem alltaf hefur tek-
ist vel á Gaddstaðaflötum.
Aðstaða fyrir stórmót er hvergi
betri en á Gaddstaðaflötum og
þjónustan sérlega góð. Það er ekki
ab efa að þetta fjórðungsmót verð-
ur mjög gott. Það spillir ekki að
veðurspáin er góð og þá mun flest
fengiö.
Mótið veröur sett í dag kl. 14:00
og hæfileikadómar kynbótahrossa
hefjast kl. 14:30. ■
Landssamband hesta-
mannafélaga lagt niöur
Fjórðungsmót Sunnlendinga, sem
hefst í dag, er ab öllum líkindum
síðasta fjórðungsmót í þessum
fjórbungi. Ákveðið hefur verið að
landsmót skuli vera árib 2000 á
Suðurlandi og af því afstöbnu
verði tekin ákvörðun um lands-
mót á tveggja ára fresti.
Þab er mikil gerjun í félagskerfi
hestamanna og framundan liggur
fyrir að taka afdrifaríkar ákvarðanir
varðandi framtíðarskipan. Á síðasta
þingi LH var kosin nefnd til að
semja drög að lögum fyrir hugsan-
lega nýtt samband hestamanna.
Málið hefur lengi verið í bígerð, þó
ekki hafi tekist að marka stefnuna
til lengri tíma. Tvö sambönd eru
starfandi á vegum hestamanna, þ.e.
Landssamband hestamannafélaga
(LH) og Hestaíþróttasamband ís-
lands (HÍS). HÍS er mun seinna til-
komið og þróaðist út úr LH, þar
sem hestaíþróttakeppnismönnum
þótti orðið of þröngt um sig innan
LH og töldu nauðsynlegt íþróttar-
innar vegna að tengjast ÍSÍ. Enginn
ágreiningur var um stofnun HÍS,
enda vann þáverandi forysta LH vel
að því máli.
Sú nefnd, sem unnið hefur í
„sameiningarmálinu" og skipuð var
bæði fulltrúum LH og HÍS, hefur nú
sent ffá sér drög að lögum fyrir nýtt
samband. Þessi drög verða kynnt fé-
lagsmönnum beggja núverandi sam-
banda á haustdögum og væntanlega
tekin fyrir á þingi LH í október. í
stuttu máli líta þessi drög þannig út
að þau eru algerlega sniðin ab lög-
um ÍSÍ, enda ætlunin að nýja sam-
bandiö verði innan raða þess. Fé-
lagsleg uppbygging hestamanna-
hreyfingarinnar verður í raun allt
önnur en verið hefur, þar sem ein-
ingarnar verða hluti af héraðssam-
böndum og sérráðum. LH hefur ver-
ið alveg sjálfstætt samband, sem
ráðið hefur sínum málum sjálft,
enda upphaflegur tilgangur að
vernda íslenska hestinn og gera
mönnum mögulegt að njóta hans.
Allir dómar
ársins 1994
Fyrir nokkru kom út á vegum
Bændasamtaka íslands annað
hefti af Hrossaræktinni 1994. Hér
er um ab ræða alla dóma þess árs,
svo og tölulegt yfirlit. Þá hafa
menn í höndum öll þrjú heftin af
Hrossaræktinni 1994 og hafa
þannig yfirlit yfir hvernig þessi
útgáfa kemur tii meb ab líta út.
Það er nokkub síban sú ákvörðun
var tekin að gefa Hrossaræktina
út í þremur heftum.
Fyrsta heftið fjallar um kynbóta-
matið (BLUPib) og eru þar birtar
töflur yfir mat á byggingu og hæfi-
leikum kynbótahrossa og reiknuð
út aðaleinkunn. Kynbótagildi
hrossanna er síban reiknað út eftir
þessu mati.
Sú útgáfa, sem Bændasamtökin
standa að vegna hrossaræktarinnar
í landinu, er talsvert umfangsmikil
og gefur mjög miklar upplýsingar. í
öðru heftinu eru birtir allir dómar
sem fram hafa farið á viðkomandi
ári. Það er breyting frá því sem áð-
ur var, því þá voru aðeins birtir
dómar yfir þau hross sem náð
höfðu ákveöinni lágmarkseinkunn.
Nú er hægt að sjá mun betur
hvernig afkvæmi einstakra stóð-
hesta dæmast, svo og afkvæmi
hryssna. Á dómunum er kynbóta-
matið m.a. byggt. Það eykur því
skilning manna á niðurstöðum og
breytingum á kynbótamati milli
ára, þegar þeir geta séð dóma yfir
öll hross sem dæmd hafa veriö.
Þriðja heftið er svo skýrslur og
greinar um liðið starfsár. Þetta er
orðið mikið lesefni, en ritið í heild
sinni er 619 blaðsíður. Þama gefur
að líta mikinn fróðleik.
í þessu síðasta hefti, sem heitir
eins og fyrr segir Dómar og tölulegt
yfirlit, er að finna auk dómanna
tölulega úttekt á dómunum og
línurit yfir tíbni einkunna á dóm-
um, þ.e. hve mörg hross eru á
hverju bili einkunna á ákveðnum
sýningum. Þannig sést t.d. hvernig
einkunnir fyrir höfuð hafa dreifst á
sýningu á Kjalarnesi 1994, svo
dæmi sé nefnt, eða hvernig ein-
kunn fyrir tölt hefur dreifst eða
einkunnir fyrir aðra eiginleika. Sé
þetta borið saman milli ára, sést
hver þróunin er og sé þetta síðan
borið saman við þau hross, sem
verið hafa á þessum sýningum, þá
er hægt að gera sér nokkra grein
fyrir hvernig einstaka stóðhestar
erfa frá sér ákveðna eiginleika,
hvort heldur er í sköpulagi eða
hæfileikum.
Þá eru hross flokkuð eftir aldri og
kyni í ákveðin einkunnabil og er
flokkunin gerð fyrir hverja sýningu
fyrir sig. Slík töluvinna er mjög
gagnleg til að fylgjast með þróun
ræktunarinnar og leiðbeiningar-
þjónustan geti gefið haldbæra leið-
sögn. Þá em í ritinu listar yfir nöfn,
uppruna, fæbingarnúmer og með-
al- og aðaleinkunnir kynbóta-
hrossa, sem ná ákveðnum ein-
kunnamörkum. Þetta er flokkað
eftir aldri og kyni. Fróðlegt er að
lesa þessar upplýsingar, ekki síst til
að átta sig á hvaöa hross eru með
góðar einkunnir fyrir bæði sköpu-
lag og hæfileika, en fá ekki ein-
göngu háa aðaleinkunn fyrir ann-
an þáttinn.
Til þess að þessar upplýsingar
nýtist sem best, þarf að stefna að
því að þær birtist sem fyrst. Ekki á
þetta síst við um kynbótamatið,
sem framkvæmt er árlega og tekur
alltaf talsverðum breytingum. En
ritið sem heild er verulega verð-
mætt tæki til ab undirbyggja
grundvöll ræktunar, alveg eins þó
menn hafi mismunandi markmið
varðandi einstaka þætti. ■
íþróttahreyfingin
yfirtekur félagskerfi
hestamanna
Mikib vatn hefur til sjávar runn-
ið síðan LH var stofnað og ekkert
óeðlilegt við að menn hugleiði
breytingar vegna breyttra tíma. En
þau drög að lögum, sem nú hafa
litið dagsins ljós, fela það í sér að
Landssambandið verður lagt niður
og íþróttahreyfingin yfirtekur fé-
lagslega starfsemi hestamanna.
Þó svo sé látið heita að bæði
samböndin verði lögð niður, þá er
það ekki svo í reynd. Það getur
hver maður séð, sem kynnir sér
þessi lagadrög. Landssambandið
spannaði alla þætti hestamennsk-
unnar, en það mun íþróttasam-
band hestamanna ekki gera. Með
þessu er enginn dómur á það lagð-
ur hvort þessi breyting sé til bóta
eba ekki. En á það er bent að menn
geri sér grein fyrir því hvernig þessi
breyting muni virka.
Hér að framan er á það minnst
að fjórðungsmót muni að líkind-
um leggjast af. Þar með er horfinn
veigamikill þáttur í félagskerfi
hestamanna. Fjölgun landsmóta
vegur það ekki upp, enda kveikjan
að þeirri hugsun fyrst og fremst
peningasjónarmið. Hinn almenni
félagsmaður hefur þar lítil áhrif.
En maður getur líka spurt sig
þeirrar spurningar hvort þessi þró-
un sé ekki þegar hafin og verði ekki
stöðvuð. Það er mjög líklegt ab svo
sé. Stórmótin markast nú þegar af
þessum viðhorfum og peningar
rába þar alfarið, eins og orðið er í
íþróttum. Atvinnumenn þjálfa og
sýna hrossin og innan tíðar verða
sett einkunnalágmörk til þess að
koma hrossi inn á landsmót. Þegar
slík vibhorf hafa tekið völdin, eins
og mér finnst vera, þá er ef til vill
réttast að landssamtökin verbi
íþróttasamband, þó svo tóm-
stundahestamennirnir kunni að
leita í annan farveg. Ræktunar-
mennirnir, sem verið hafa innan
LH og talið sig eiga þar samstöðu
með öðrum félagsmönnum, virðast
nú smám saman vera að eignast
sterkan bakhjarl þar sem eru upp-
rennandi Samtök hrossaræktenda.
Hin mikla breidd, sem LH hefur
spannaö, heldur varla lengur og
líklegt að greiningin verði meiri
vegna afmarkaðra sérsviða. Sú þró-
un þarf ekki að vera til baga, því
hún getur allt eins orðið til þess að
hver eining eflist þegar hún dreifir
kröftum sínum ekki um of. En á
það skal að lokum minnst að þó
einingarnar verði þrjár — hrossa-
ræktendur, keppnisfólk og almenn
hestamennska — þá geta þær haft
með sér samstarf, þó svo þær verði
ekki undir einu nafni.
ER BLAÐ
HESTAMANNSINS
FYLGIST MEÐ VIKULEGUM PISTLUM
KÁRA ARNÞÓRSSONAR í TÍMANUM
Á HVERJUM MIÐVIKUDEGI.
Allfr um Fjórðungsmótið á Hellu í Tímanum!
JA TAKK! ( )Ég vil gerqst áskrifandi að Tímanum.
Askriftargjald er kr.1.700 á mánuði.
Grei&sluform: ( ) Ég vil fá rukkun mánaðarlega.
( ) Ég vil greiða með greiðslukorti.
( )VISA ( )EURO Kortanúmer:
Gildistími:
Nafn:
Heimilisfang:
Sími: Kennitala:
Sendlst tll: TÍMINN, BRAUTARHOLTI1, 105 REYKJAVÍK.