Tíminn - 03.07.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.07.1996, Blaðsíða 6
6 Miövikudagur 3. júlí 1996 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Báta- og hesta- leiga á Hallorms- stab Fyrir skemmstu var opnuð báta- og hestaleiga á Hall- ormsstab. Bátaleigan er stað- sett í Atlavík og hestaleigan við Hússtjórnarskólann. Það eru Sigfús Grétarsson og Margrét Sigbjörnsdóttir sem standa að þessu fyrirtæki ásamt Friðriki Kjartanssyni og Védísi Þórðardóttur. Á báta- leigunni eru 2 árabátar, 2 hjólabátar og 1 kanó. Auk þess er þar staðsettur mótor- bátur í öryggisskyni. Bátarnir eru leigðir í hálftíma í senn og kostar það 600 krónur. Hestaleigan er staðsett við Hússtjórnarskólann, en einnig er meiningin að vera meb hesta í Atlavík um helgar, þá helst til að teyma undir ung- viðinu. Margrét segir að þarna séu hestar við allra hæfi, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Verðið er það sama og á bátaleigunni, 600 kr. hálf- tíminn eða 1200 kr. klukku- tíminn. Auk þessa er hug- myndin að hestamenn geti fengið að koma með hesta sína til Hallormsstaðar og geymt þá í girðingu hestaleig- unnar gegn vægu verði. Bátaleigan er opin frá 10-22, ef veöur leyfir, og hestaleigan frá 13-19 alla daga. KEFLAVÍK Ný staða í sameiningarmál- um í uppsveitum Ámes- sýslu: Vibræbur um sameiningu 8 hreppa? Hreppsnefnd Biskups- tungnahrepps hefur lagt fram tillögu til 7 hreppa í uppsveit- um Árnessýslu um að hrepp- arnir, auk Biskupstungna, verði sameinabir. Vænst er þess ab tekin verði afstaba í málinu fyrir septemberlok. Fyrirhuguðum kosningum um sameiningu Grímsnes- og Laugardalshrepps, sem halda átti jafnhliða forsetakosning- um, hefur verib frestað. Sveitarfélögin sem um ræbir eru Grafningshreppur, Gríms- neshreppur, Gnúpverjahrepp- ur, Hrunamannahreppur, Laugardalshreppur, Skeiða- hreppur og Þingvallahreppur auk Biskupstungnahrepps. Sameining sveitarfélaga í upp- sveitum Árnessýslu hefur löngum verið til umræbu, en nú fyrst hefur eitt sveitarfélag tekið af skarið og mælst til þess að máliö verði rætt í sveitarstjórnum viðkomandi hreppa í sumar og afstaða ligjgi fyrir í lok september. I tillögum Biskupstungna- hrepps til hinna sveitarfélag- anna er rætt um ab forsendur sameiningar séu bættar sam- göngur, skólamál og önnur mál er lúta ab stjórnsýslu. Böðvar Pálsson, oddviti Grímsneshrepps, segir að fyr- irhuguðum kosningum um Nú geta ferbamenn leigt sér bát eba hest til útreibar á Hallormsstab. sameiningu Grímsnes- og Laugardalshrepps hafi verið frestaö vegna þessarar nýju stöðu. Hitaveita Suðurnesja um orku til nýs álvers: Tveggja ára bib Það tekur minnst tvö ár að virkja 20-30 MW í Svartsengi. Markaðsskrifstofa Iönaðar- ráðuneytisins og Landsvirkj- unar sendi fyrir skömmu er- indi til Hitaveitu Suðurnesja þar sem spurt var hve langan tíma tæki að virkja viðbótar- orku í Svartsengi. Ástæðan fyrir fyrirspurninni eru þær hugmyndir sem komið hafa upp um byggingu nýs álvers á Suðurnesjum, álvers sem hugsanlega yrði til viðbótar við væntanlegt álver á Keilis- nesi. Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, sagði í samtali við Suðurnesjafréttir, að svar þeirra yrði það að bygging 20-30 MW viðbótar- virkjunar í Svartsengi tæki minnst tvö ár. Hitaveitan vildi þó hafa lengri tíma til verks- ins, þar sem slíkt yrði hag- kvæmara. Því styttri sem framkvæmdatíminn yrði, því Frú Vigdís Finnbogadóttir í hópi afmœlisgesta á útisamkomunni ab Áshildarmýri. dýrari verði framkvæmdin. Aðspurður sagði Júlíus að ný virkjun á Reykjanesi myndi taka mun lengri tíma í bygg- ingu. MIL mun hafa spurt hvort möguleiki væri á að viðbótar- virkjun yrði tilbúin á einu til einu og hálfu ári. Ljóst er að slíkur framkvæmdahraði er ekki mögulegur. Áshildarmýrar- samþykkt 500 ára Mikill fjöldi manna mætti fyrir skömmu á útisamkomu að Áshildarmýri á Skeiðum. Ástæðan var sú að 500 ár voru liðin síðan nokkrir bændur úr Árnessýslu komu saman á þessum stað þar sem þeir gerðu samþykkt um að mót- mæla ofríki og yfirgangi full- trúa konungs og kröfbust þess að forn réttindi landsmanna væru virt samkvæmt Gamla sáttmála. Þessi samþykkt, sem köllub er Áshildarmýrarsam- þykkt eftir fundarstabnum, þykir hin merkasta og ber skýran vott um kraft og sjálf- stæðisvilja meðal Árnesinga á þessum tíma. Á samkomunni fluttu þeir Gunnar Karlsson sagnfræðingur og Páll Lýðs- son bóndi í Litlu-Sandvík ávörp, auk þess sem boðið var upp á upplestur, söng og hljóðfæraleik. Meðal gesta var frú Vigdís Finnbogadóttir, for- seti íslands. Austurland NESKAUPSTA< Þessir voru ab hvíla sig eftir ferbina yfir Atlantshafib frá Skotlandi. Eig- andi þessarar glœsilegu skútu er einn af abaleigendum skosku viskí- verksmibjunnar, sem framleibir hib rómaba Crants og Clenfiddich viskí. Hann kom vib í Stúku Egils rauba um helgina og „baub á línuna" og skildi eftir hjá veitingastjóranum tvœr flöskur afþessu ebalvíni, útgáfur sem ekki sjást í íslenskum áfengisverslunum. Samkvœmt heimildum blabsins kostar snekkjan um 150 millur. Samningurinn um alfrœbidiskinn gerbur. Frá vinstri á myndinni eru Ásgeir Gubmundsson, Sigrún Gísladóttir formabur stjórnar Námsgagnastofnun- ar, Ásta Svavarsdóttir, frœbimabur vib Orbabók Háskólans, og Eiríkur Rögnvaldsson prófessor. Námsgagnastofnun hugar sífellt meira ab geisla- diskaútgáfu. Alfrœbiverk um íslenska tungu: Útgáfan kostar 16-18 milljónir Verkefnisstjóm Lýbveldissjóbs og Námsgagnastofnun hafa ákveðið að standa saman ab útgáfu geisladisks fyrir tölvur (CD- ROM), sem innihalda á alfræði- verk um íslenska tungu. Þar verð- ur að finna mikib safn upplýs- inga og fróbleiks, sem nýtast á jafnt grunnskólanemendum sem háskólanemum, heimilum sem skólum. Námsgagnastofnun, sem áður hefur gefið út íslandshandbókina á margmiðlunarformi, mun að þessu sinni nota efni frá höfundum, sér- staklega samiö fyrir þetta form og tilefni. Um leið verður lögð áhersla á að nota bæði myndir og hljóð til stuðnings við textann. Að sögn Heimis Pálssonar, ritstjóra verkefn- isins, hentar margmiðlunartæknin sérstaklega vel til útgáfu alfræöi- efnis og beinnar upplýsingaleitar. Kostnabur við útgáfu disksins, sem koma mun út á haustdögum 1999, er fyrirhugaður um 16-18 milljón- ir, sem að sögn Heimis telst ódýrt í samanburði við sambærilegar út- gáfur erlendis. Galdurinn þar á bak við er að efni disksins mun eiga að höfða til sem flestra og ná sem mestri útbreiðslu. -SH Heilbrigbisrábuneytib úthlutar úr Forvarnasjóbi sem stybur áfengisvarnir og bindindisstarf: 50 milljónir gegn óreglunni Fimmtíu milljónum króna af al- mannafé er varið til áfengisvarna og bindindismála af ýmsu tagi þetta árið. Forvarnasjóöur í um- sjá heilbrigbisráðherra ráðstafar nærri 29 milljónum, en fjárlaga- nefnd Alþingis 21 milljón. Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra, hefur staðfest tillögur stjórnar Forvarna- sjóðs um 25 styrki að upphæð 23,9 milljónir króna. Alls bárust 93 um- sóknir til Forvarnasjóðs, að upp- hæð 85,7 milljónir króna, en auk þess 20 aðrar umsóknir þar sem fjárhæðar var ekki getið. Hæsta styrk að þessu sinni fá íþróttasamband íslands og Ung- mennafélag íslands til tveggja ára verkefnis. Þau fá saman 4 milljónir. Jafningjafræðslan fær 2 milljónir, en Fræ fær samtals 3 milljónir til útgáfu bæklinga, fræðsluefnis og ráðgjafarstarfa. Vímulaus æska fá 1,5 milljónir í samvinnu við Barna- heill, en að auki 500 þúsund. Vímuvarnaskólinn fær 1,5 milljón- ir. Þrír starfsmenn Fangelsismála- stofnunar fá 400 þúsund króna styrk. Þórir Haraldsson, aðstoðar- maður heilbrigðisráðherra, er for- maöur Forvarnasjóðs. -JBP Lögreglan ræöst oftast á minnihlutahópa Ofbeldi af hálfu lögreglunnar í New York hefur aukist á síbustu árum og hefur í ríflega 2/3 tii- vika beinst ab einstaklingum úr hópum minnihluta. Þetta kemur fram í skýrslu mannréttindasam- takanna Amnesty International um lögregluofbeldi í New York, sem kom út á miövikudaginn var. í skýrslunni birta samtökin nið- urstöður rannsóknar sinnar á lög- regluofbeldi í New York. Rann- sóknin fólst m.a. í tveim vettvangs- rannsóknum og viðtölum út af málum tæplega 100 einstaklinga vegna meintrar misbeitingar lög- reglunnar á valdi sínu gagnvart þeim, frá því síðla árs 1980 til 1996. Sláandi mörg dæmi virðast vera um óréttlætanlega beitingu lögregl- unnar á skotvopnum og stór hluti þeirra, sem sætt hefur barsmíðum hennar, var ekki grunaður um glæpsamlegt athæfi, heldur hafði einungis dregið vald lögreglunnar í efa eða átt í minniháttar þrætum við hana. í þeim málum, sem lög- reglan hafði skotið á einstaklinga eða þeir látist í varðhaldi hennar, var næstum alltaf um fólk af afr- ísku, suður-amerísku eða asísku bergi brotið að ræða. Þó að lög- regluofbeldið takmarkist ekki við minnihlutahópa, þá segir í skýrsl- unni að svo virðist sem kynþáttur fórnarlambanna sé oftar en ekki ástæða ofbeldisins. -gos

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.