Tíminn - 03.07.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.07.1996, Blaðsíða 10
10 Mi&vikudagur 3. júlí 1996 Dagskrá Fjórbungsmóts hestamanna 1996 Miövikudagur 3. júlí 1996 Aðalvöllur: 14.00 Mótssetning 14.30-19.00 Hæfileikadómar kyn- bótahrossa Hryssur 4 v. Hryssur 5 v. Fimmtudagur 4. júlí 1996 Abalvöllur: 09.00-12.00 Hæfileikadómar kyn- bótahrossa Hryssur 6 v. og e. 13.00-19.00 Hæfileikadómar kyn- bótahrossa Stóöhestar 4 v. Stóðhestar 5 v. Stóðhestar 6 v. og e. Brekkuvöllur: 09.00-12.00 Forkeppni — B-flokkur 13.00-16.00 Forkeppni — A-flokkur Barna- og unglingavöllur: 09.00-12.00 Forkeppni — Unglinga- flokkur 13.00-17.00 Forkeppni —- Barnaflokk- ur Forkeppni — Unglingaflokkur Frá landsmótinu á Gaddstaöaflötum 1994. íþróttavöllur: 20.00-22.30 Forkeppni úrvalstöltara Föstudagur 5. júlí 1996 Abalvöllur: 09.00-13.00 Yfirlitssýning kynbóta- hrossa Hryssur 4 v. Hryssur 5 v. Hryssur 6 v. og e. 14.00-16.00 Yfirlitssýning kynbóta- hrossa Stóðhestar 4 v. Stóðhestar 5 v. Stóðhestar 6 v. og e. 16.30- 17.30 Afkvæmasýndar hryssur 17.30- 19.00 Afkvæmasýndir hestar Allir hópar sýndir í röð eftir mótsskrá 20.00-23.00 Kappreiðar — undanrásir og úrslit 19.00 Sameiginlegur útreiðartúr 23.00 Dansleikur Laugardagur 6. júlí 1996 09.00-11.30 A-flokkur gæbinga — dómar 12.30- 15.00 B-flokkur gæðinga — dómar Bama- og ungiingavöllur: 09.00-11.30 Unglingaflokkur — dóm- ar Barnaflokkur — dómar 12.30- 15.00 Barnaflokkur — dómar, framhald Ungmennaflokkur — dómar Abalvöllur: 15.30- 19.00 Ræ ktunarbússýningar Sýning afkvæmahrossa Ræktunarbússýningar — framhald 20.30 Úrslit í úrvalstölti á íþróttavelli Kvöldvaka Dansleikur Sunnudagur 7. júlí 1996 Abalvöllur: 10.00-11.30 Hópreið, helgistund, ávörp 14.15- 15.30 Kynbótahross, verðlaun Hryssur 4 v. Hryssur 5'v. Hryssur 6 v. og e. 15.30- 17.00 Kynbótahross, verðlaun Stóðhestar 4 v. Stóðhestar 5 v. Stóðhestar 6 v. og e. Brekkuvöllur: 12.30- 14.00 tíarnaflokkur — Úrslit B-flokkur — úrsiit Ungmennaflokkur — úrslit 17.15- 18.30 Unglingaflokkur — úrslit A-flokkur — urslit 18.30 Mótsslit Stærsta hestamót sumarsins byrjar í dag Fjórðungsmót sunnlenskra hesta- manna hófst í dag. Þetta er stærsta hestamannamót sumars- ins. Hrossin sem þarna koma fram eru bæbi mörg og góð. Það er almennt álitið að styrkleiki keppnishrossanna sé ekki minni en ef um Iandsmót væri ab ræða. í þessum fjórbungi eru um 70% hestamanna sem eru í Landssam- bandi hestamannafélaga, en 16 félög standa að þessu móti. Á Suðurlandi og Stór-Reykjavíkur- svæbinu eru samankomnir marg- ir snjöllustu gæbingar landsins. Þeir munu etja kappi á þessu móti og fer ekki á milli mála ab þar koma menn til meb að sjá einstök tilþrif. Þessir hestar eru í höndum snjöllustu knapa lands- manna og mikill metnaður ein- stakra félaga, eigenda hestanna og knapa mun auka á spennuna sem alltaf fylgir svona keppni. Að þessu sinni er keppt eftir breyttum reglum í gæðingakeppni og sú breyting mest ab í forkeppni eru fimm hestar inn á í einu. Það eykur mjög á spennuna og gerir þá sýningu mun skemmtilegri fyrir áhorfendur. Fleiri stóðhestar en áð- ur hafa nú unnið sér rétt til þátt- töku í gæðingakeppni og mun það setja svip á mótið. í A-flokki verða þeir mjög sterkir Óður frá Brún, Seimur frá Víðivöllum fremri, Kol- finnur frá Kvíarhóli, Hjörvar frá Ketilsstöðum og Geysir frá Dals- mynni. Ekki má gleyma hryssun- um, en Lukka frá Víðidal, sem hlaut 8,95 fyrir hæfileika í kyn- bótadómi, mætir nú í keppni í A- flokki. Margir geldingar munu vafalaust veita þessum hrossum harða keppni. Frábærir klárhestar í harðri keppni í B-flokki verða líka stóðhestar í keppni, þó útlit sé fyrir að þar verði HE£TA- MOT KARI ARNORS- SON geldingarnir fyrirferðarmeiri. Þar má nefna Farsæl frá Arnarhóli, sem sigraði hjá Fáki, og Þyril frá Vatns- leysu, sem keppir fyrir Geysi. Þessir hestar, sem bábir eru geldingar, fóru hátt í dómum í vor, en þar eru líka stóðhestar eins og Hektor frá Akureyri og Stígandi frá Hvolsvelli. í flokki ungmenna, sem nú er nýr flokkur á fjórðungsmóti, er harðsnúinn hópur knapa sem gefa fullorönum ekkert eftir í reið- mennskunni. Þar má búast við harðri keppni. Má þar nefna sigur- sæla knapa eins og Guðmar Þór Pétursson frá Herði, Sigríði Pjeturs- dóttur og Ragnar Ágústsson frá Sörla, Kristínu Þórðardóttur frá Geysi og Þóru Brynjarsdóttur frá Mána. í unglingaflokki eru einnig mjög snjallir knapar með góða hesta, eins og Davíð Matthíasson frá Fáki, Magnea Rós Axelsdóttir frá Herði, Elvar Þormóðsson og Erlendur Yngvarsson frá Geysi og Sigfús B. Sigfússon frá Smára. Allt eru þetta knapar sem hafa orðið mikla keppnisreynslu og munu ekkert gefa eftir. í barnaflokki eru líka orðin mörg þekkt nöfn sem nú taka þátt í keppni og má þar m.a. nefna Sylv- íu Sigurbjörnsdóttur, Þórdísi Erlu Gunnarsdóttur og Viöar Ingólfsson hjá Fáki, Heiðar Þormóðsson hjá Geysi og Þórarin Orrason hjá And- vara. Mjög sterkir hestar í Óöur frá Brún keppir nú íA-flokki, en veröur ekki í kynbótadómi. Knapi Hinrik Bragason. Lukka var meö 8,95 fyrír hœfileika í forskoöun. Hún keppir nú íA-flokki. Knapi Steingrímur Sigurösson. töltkeppninni Töltkeppnin er það sem mörgum finnst hvaö mest gaman ab horfa á. Hún er opin öllum sem náð hafa 80 punktum og ekki er vafi á því að þar verða snjöllustu töltarar landsins samankomnir. Næla frá Bakkakoti er í fullu fjöri og mætir til leiks. Eins mun Oddur frá Blönduósi ekki gefa sitt eftir fyrir- hafnarlaust. Fleiri topptöltarar verða í þessari keppni, svo sem Þyt- ur frá Krossum, Þyrill frá Vatns-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.