Tíminn - 03.07.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.07.1996, Blaðsíða 7
Mibvikudagur 3. júlí 1996 7 íslenskir febgar urbu fyrir stórskaba vegna gallabrar vöru frá SH. Þorbjörn Fríbriksson: Þessi venjulegi brútal íslenski bjánaháttur Þorbjörn Friðriksson telur víst oð einhverjir hjá SH hafi vitaö aö síld sem hann og sonur hans keyptu til útflutn- ings til Kína hafi veriö full af átu. En átan olli því aö síldin var óhæf til sölu á þá markaöi sem til stóö upphaflega. Þorbjörn Fribriksson átti fyrir rúmu ári mikil sóknarfæri með síld á markaö í Anhui fylki í Kína. Hann, ásamt syni sínum, Steingrími Þorbjörnssyni, lagði geysilega vinnu í að undirbúa jarðveginn og ganga frá öllum formsatriðum til að útflutn- ingur væri mögulegur. Þegar allt var til reiöu keyptu þeir sextíu tonn af síld hjá Sölu- mibstöb Hrabfrystihúsanna (SH) og fluttu til Kína. Þegar til kom reyndist síldin full af átu og nánast ónýt vara sem mannamatur eftir því sem Þor- bjöm segir. Fyrir vikið er mikil vinna og markabsmöguleikar jafnvel fyrir gýg, auk stórfellds fjárhagstjóns sem þeir feðgar hafa orðið fyrir. Þorbjöm ligg- ur ekki á því áliti sínu að SH beri mikla ábyrgð á því hvem- ig komið sé, en Tíminn ræddi vib hann til ab kynnast hans hlið málsins. Þorbjörn segir að nú stefni í málaferli milli fyrirtækis þeirra feðga, Kínís, og SH þar sem síld- in hafi ekki ennþá verið greidd, en að sjálfsögðu ætli SH að krefja þá um greiðslu þrátt fyrir að þeim feðgum gangi eðlilega illa að fá ónýta síld greidda hjá kaupendum sínum. En var þetta sú vara sem þeir töldu sig vera að kaupa á sínum tíma? Enginn mundi viljandi kaupa síld fulla af átu sem mannamat „Ég held að enginn mundi kaupa síld fulla af átu sem mannamat. Það mundi nú sjálf- sagt enginn gera viljandi. Síldin setti okkur náttúrulega í ægilega stöðu sem við erum ekki búnir að brjótast út úr énnþá. Við þurftum að ákvarða hvað við gerðum og við gátum komið henni út á mjög lágu verði á markaði sem við höfðum aldrei ætlað okkur að fara inná. Síðan skapaði þetta hver vandræöin á fætur öðrum og nokkurn veginn skaut margra ára þróunarstarf og vinnu í kaf, stoppaði okkur alveg í bili. Viö vitum ekki hvort það eyðileggur fyrir fullt og fast en mikið tjón hefur þetta unnið okkur. Én við getum lítið gert við því, því maður hefur ekki sakarafl við svo stóra aðila sem SH." Vorum tilbúnir ab ganga til samstarfs „Við höfðum gefið SH mjög greinargóðar upplýsingar um hvað við værum að fara útí og hvað við værum að fara að gera og hvaða aðstöðu okkur hafði verið boðið uppá þarna úti og lögðum það alveg hreint á borð- ið. Okkur var boðin þarna mjög óvenjuleg innkoma og mögu- leikar sem ekki koma utanað vegna óvenjulegra fjölskyldu- tengsla. Við vissum það náttúru- lega fyrir að þó við gætum notað okkur þetta til að koma þarna upp fyrirtæki og hafa eitthvað út úr því sjálfir, þó kannski ekki mikið, þá var ennþá meira að hafa út úr þessu með því að fleiri og sterkari aðilar kæmu inní dæmið. Og við vorum alveg til- búnir að ganga til samstarfs. í byrjun urðum við að stofna fyrirtæki úti í Kína sjálfir og ein- ir, með Kínverjum. Við höfðum þá lítið fyrirtæki hér sem hafði umboð fyrir þetta fyrirtæki úti og það ætluðum við svo að nota sem stökkpall til þess að aðrir og sterkari aðilar gætu komið inní þegar ísinn væri brotinn. Þetta lögðum við fyrir SH og vorum í góðri trú að þeir hefðu áhuga á frekara samstarfi. Og ég ætlaði þeim nú ekki annað en gera þetta alveg heiðarlega. Svo var það ákveðið að það væru send út þarna sextíu tonn af síld og tutt- ugu tonn af karfa og það var gert og við komum þessu gegnum allt kerfið. Þetta er heilmikið bras og flókið mál þarna úti." Neybaróp úr öllum áttum „Það var búinn að vera nokk- urra ára undirúningur að þessu hjá okkur og kúnnar okkar biðu þama. Við ætluðum að selja þetta fyrst og fremst á hágæða- markaðinn, í veitingahús og hótel og annað slíkt. Svo send- um við í allar áttir sýnishorn af þessu. Þetta leit afskaplega vel út, öll skilríki í lagi og fínerí. Svo næsta dag og næstu daga komu bara neyöaróp úr öllum áttum. Þegar síldin var opnuð þá vom öll innyfli í mauki og sá á búk- himnunum. Ef hún var þýdd upp þá, eftir kannski tvo tíma, voru dottin göt á kviðinn. Það er ekki gott að missa and- litið í Austurlöndum. Við höfð- um enga góða kosti. Einn var náttúrulega bara að pakka öllu draslinu inn aftur í gáma og senda það til föðurhúsana. Það er ekkert auðvelt, langt inni í Kína að gera það, og andlitið er farið hvernig sem mabur veltist. Svoleiðis að vib héldum fundi með ráðgjöfum. Rákum mikiö neyðaróp hingað heim. Stefán Guðsteinsson sem var með okk- ur, hann hélt fundi með þeim SH mönnum til þess að ráðgast um hvað gera skyldi og þeir sendu okkur ítarlegar leibbein- ingar um hvernig ætti að þýða síldina upp svo hún entist nú sem best og svo framvegis. Sonur minn samdi nákvæmar leiðbein- ingar á Kínversku og síðan fund- uðum við með okkar samstarfs- aðilum og reyndar fengum inn í fyrirtækið okkar það sem er kall- ab fyrsti ráðgjafi, eða æðsti ráð- gjafi, hann er náttúrulega reynd- ar meira stjórnandi, fyrrverandi vatnamálaráðherra Anui- fylkis. Þab var svo hægt að bjarga því þannig að það var hægt að pranga þessu út." Best ab henda þessu bara í fljótib „Best hefði verið ab henda þessu bara í fljótið eða gefa það. En maður vissi ekki hvaða kost maður átti ab velja og engir voru góðir. Þetta var á endanum selt með þessum fororðum auðvitað, vandlega útlistað fyrir kúnnun- um að þetta væri ekki hundrað prósent og það yrði ab fara svona og svona með það og við urðum að selja það inná „low grade" markað og fengum náttúrulega mjög lítið fyrir það. Það sem verra var að þetta sló öll vopn úr höndum okkar með markaðssetningu og við erum ennþá að líða undir því. Svo líka hitt að fyrirtækin sem keyptu af okkur lentu í miklu meiri vand- ræðum heldur en þau höfðu bú- ist við og þá náttúrulega eru þau ekkert fús að borga. Þannig að við sitjum uppi með mestu vandræði, málaferli úti í Kína og starfslið sem auðvitað verður aldrei til gagns vegna þess að þeir eru eins og barbir hundar eftir að reyna að pranga út vondri vöru." -Stldin sem um rœöir kom til Kína í febrúar í fyrra, en finnstÞor- bimi að einhverjir hjá SH hafi gert þetta með vitund og vilja? Þessi venjuiegi brútal ís- lenski bjánaháttur ab allt sé nógu gott í hel- vítis Kínverjann „Sko, það er útilokað annab en einhverjir hjá þeim hafi vitab al- veg nákvæmlega hvað þeir voru að senda út. Vera má að þetta hafi bara verið þessi venjulegi brútal íslenski bjánaháttur ab það sé allt nógu gott í helvítis Kínverjann, hann hafi hvort eð er ekkert efni á því að éta neitt almennilegt og þetta sé bara nógu gott. Þetta er eins og þegar menn migu yfir skreiðina og sögðu að þetta væri nógu gott í kjaftinn á negranum, sem ég sjálfur sá menn gera. Vafalaust höfum við verið of hrekklausir. Það var nú búið að vara okkur við að við mættum aldrei treysta neinu svona og segja okkur ýmsar sögur og ekki fagrar af íslenskum útflutnings- fyrirtækjum. Sko, ég er nú þann- ig gerður að ég ætla mönnum yf- irleitt ekki illt fyrr en ég reyni það. En eftir að ég kom hérna heim þá reyndi ég mánubum saman að koma á viðræðum við þá. Það gekk aldrei, þab var aldr- ei neinn vib. Ég gerbi mér þab ab reglu að hringja alltaf á fimmtu- dögum rétt eftir hádegið og gafst upp eftir margra mánaba til- raunir. Þá bara gafst ég upp og beið eftir að sjá hvaö þeir gerðu því við höfum ekki getað borgað neitt. Vib fengum norska síld sem bjargaði okkur nokkuð, hún var reyndar prýðileg. Ég hef sjálfur orðið að borga hana. Það eru þrjár milljónir og ég stend nú ekkert jafnréttur eftir það." jafnvel yfirvöld í Kína geta ekki bjargab þeim sem ekki koma meb al- mennilega vöru „Sendiherrann úti veit alveg mætavel hvað átti að gera því Anhui-fylki bauð honum á mikla utanríkisverslunarráð- stefnu sem þeir héldu í fyrra og þar voru okkar mál rædd af yfir- völdum fylkisins alveg upp í topp. Það var sjálfur ritari flokks- ins m.a. sem ræddi við sendi- herrann, þannig að sendiherr- ann veit alveg nákvæmlega um hvað yfirvöldin í Anhui-fylki ætluðu að gera. En jafnvel yfir- völd í Kína geta ekki bjargað þeim sem ekki koma með al- mennilega vöm. Þau geta haldið og halda hlífiskildi yfir okkur vegna þeirrar abstöðu sem við höfum en þab er erfitt að bakka upp aðila sem allt er gert fyrir og hann kemur síðan með vöru sem ekki er frambærileg. Vafalaust er þetta mjög lítið mál fyrir SH en þeir vita ná- kvæmlega hvers konar geigvæn- legur markaður þetta er sem þarna var verið ab opna en ég skil ekki alveg móralinn í þessu hjá þeim vegna þess að í raun og vem vorum við að bjóba þeim til samstarfs algjörlega opiö." Þorbjörn segir þá feðga hafa verið ákaflega varnarlausa þarna úti en hann hefbi lagt áherslu á það við sína menn hér heima að senda aldrei vöm út til Kína nema vera búnir að skoba hana sjálfir og éta hana. En var þá eft- irlitinu ábótavant í þessu tilviki, skoðuðu þeirra menn ekki vör- una? Treystu of mikib á ab þeir pappírar frá SH væru hundrab prósent réttir „Alla vega gerðu þeir ekki nóg í því. Þeir treystu of mikið á að þeir pappírar sem þeir fengu hjá SH væru allir hundrað prósent réttir." -Voru pappíramir ekki réttir hjá SH? „Þeir gátu ekkert um það að síldin væri full af átu. En síld sem er fryst full af átu hún er ekki mannamatur í nokkm til- felli því það er nánast ekki hægt að þýða hana upp án þess að hún verði ónýt." Aleigan okkar farin í þetta gersamlega Þorbjörn segir erfitt að meta heildartjónið sem þetta hefur skapað þeim feögum, en beint tjón hjá þeim er a.m.k. milli 15 og 20 milljónir króna. „Þab er al- eigan okkar farin í þetta gersam- lega, það er alveg tilfellið. Við höfbum ekki meira. Við gátum brotið ísinn svona af eigin rammleik. Þetta er svo gífurlega stórt, á Jangtse-svæðinu þar sem við vorum búa um 400 milljónir manna. Þetta er í rauninni á bak við dyrnar að Shanghai svæðinu. Shanghai-svæðið ræður við- skiptum þarna og yfirvöldin þarna vom í raun og veru að færa okkur alveg spes tækifæri til að koma innfyrir þennan múr- vegg sem stóm inn- og útflutn- ingsfyrirtækin niður við strönd- ina mynda. Anhui-fylki er það fylki sem núna síðast hefur opn- að. Borgin sem vib störfum í var ein af fjórum hrísgrjónadreifing- armiðstöðvum um aldir, þannig ab hún hefur a.m.k. tvöþúsund ára hefb í matvæladreifingu og er efsta hafskipahöfn vib Jangtse-fljót. Stundum höfum við viljað kalla hana litlu Shanghai svona upp á framtíð- ina. Tengdadóttir mín er frá þeirri borg." Þorbjörn segir þá feðga hafa staðið ákaflega vel til höggsins hjá SH. „Þeir vissu það þegar þeir fóm af stað að hvernig sem færi þá mundu þeir ná sínum pen- ingum aftur. Það gera þeir ósköp einfaldlega meb því að ná af mér þessum húseignum sem ég á. Þó þær nægi ekki fyrir nafnverðinu, þá munu þær ömgglega nægja fyrir kostnabi." Þorbjörn hyggst verja sig sjálf- ur þegar SH sækir kröfu sína fyr- ir dómi. Hann segir engan ein- stakling eins og sig koma til með að vinna mál gegn kolkrabban- um og því sé ástæðulaust að eyða fé í háan og tilgangslítinn lögfræðikostnað. -ohr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.