Tíminn - 03.07.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.07.1996, Blaðsíða 5
Mi&vikudagur 3. júlí 1996 (BMXAMuScAáeAJr wwntnm 5 Siguröur Lárusson: Vei yður, hræsnarar! Þann 25. júní s.l. hófst prestastefnan í Reykja- vík. Hún hófst að venju meö ræðu biskupsins yfir Is- landi. Þar tilkynnti hann að hann hefði ákveðið að segja af sér biskupsembættinu eftir eitt og hálft ár. Þar með liggur fyr- ir að rógberarnir hafa að lok- um farið með sigur af hólmi. Það er hryggilegt að á en- daðri tuttugustu öldinni skuli stór hluti presta landsins standa að slíkri rógsherferð gegn yfirmanni sínum. Hvar er kærleiksboðskapur prest- anna? Læra þeir ekki um það í Háskólanum að trú, von og kærleikur sé það sem þjóð- kirkjan á að boða og kenna og að kærleikurinn sé þeirra mestur? Spyr sá sem ekki veit. Eru kannski einhver önnur sannindi sem meiri áhersla er lögð á þar? Mér finnst furðu- legt að allmargir prestar þjóð- kirkjunnar skuli hafa lagst svo lágt að hlaupa eftir hverskonar kjaftasögum og persónuníði um núverandi biskup. Ég fæ ekki betur séð en að takmark þessara manna, hvort sem það eru prestar, frétta- menn eða aðrir — t.d. Illugi Jökulsson, Guðrún Jónsdóttir eða aðrir sem notað hafa slíkt oröbragð um herra Ólaf Skúla- son — hafi fyrst og fremst ver- ið að reyna að hrekja hann úr embætti fyrr en efni stóðu til. Mig undrar mjög að prestarnir skuli vera þar fremstir í flokki, þar á meðal formaður Prestafé- lagsins og vígslubiskupinn í Skálholti. Ef ég man rétt, þá var hann í kjöri þegar Ólafur Skúlason var kosinn biskup. Getur verið að hann hafi aldr- ei getað sætt sig við að Ólafur vann þá kosningu? Hvar er þá kærleikurinn og umburðarlyndið, sem prest- arnir eru alltaf að predika fyrir almenningi? Mér finnst varla von að almenningur geti borið virðingu fyrir þeim prestum, sem geta lagst svo lágt að níð- ast þannig á æðsta manni kirkjunnar og brjóta þannig niður mannorð biskupsins og reyna að leggja heimili hans í rúst og líka hans nánustu skyldmenna og vina. Hvílíkir prestar! „Til að fyrirbyggja misskilning vil ég taka fram að margir ágœtis menn eru í prestastétt, en því miður hygg ég að þeim fari fjölgandi meðal yngri presta sem aðhyllast þröng- sýnar kreddukenn- ingar." Til að fyrirbyggja misskiln- ing vil ég taka fram að margir ágætis menn eru í prestastétt, en því miður hygg ég að þeim fari fjölgandi meðal yngri presta sem aðhyllast þröng- sýnar kreddukenningar. Ef svo er, þá er eitthvað meira en lít- ið að í kennslu í Guðfræði- deild Háskólans, og naumast hægt að tala um fullkomið trúfrelsi í landinu. Svo er það Langholtsdeilan. Þar koma sömu menn líka mikið við sögu, þ.e.a.s. for- maður Prestafélagsins og vígslubiskupinn í Skálholti. Þá fannst mér vígslubiskupinn í Hólastifti ekki sýna mikinn manndóm, þegar honum var falið að skera úr Langholtsdeil- unni. Mér fannst hann víkja sér liðlega undan því. En hver er raunverulegur upphafsmaöur að þessari ógeðfelldu aðför að biskupn- um? Það skyldi þó ekki vera maður sem heitir Flóki? Eða eru það konurnar tvær, Sigrún Pálína og Stefanía, sem fyrstar hófu rógsherferðina gegn bisk- upnum? Eða voru þær aðeins notaðar til skítverksins? Þetta er skrifað 27. júní. Skýrt var frá því í 10-fréttum ríkisútvarpsins rétt áðan, að um 20 konur hefðu staðið í röð við dyr hússins, sem prestastefnan fer fram í, og af- hent þeim prestum, sem vildu taka við því, áróðurspésa. Þar voru fremstar í flokki Sigrún Pálína og Stefanía Þorgríms- dóttir. Þetta finnst mér sanna að þarna stendur einhver klíka á bak við, ef til vill þó aðeins einn maður. Getur virkilega verið að það sé prestur? Þá er sannarlega mál að víkja hon- um úr embætti. Ef þessi hatursáróöur gengur ekki fram af öllu sæmilegu fólki, þá veit ég ekki hvar þjóð- in er stödd. Höfundur er fyrrum bóndi. Islenskt ævintýri fyrir erlenda feröamenn Mannlíf og að- stæður á ísafirði Út er komin bókin ísafjarðar- kver eftir Þorstein Antonsson. Um er að ræða uppgjörsrit við mannlíf og aðstæður í þeirri byggð sem nafnið vísar til. Bók- in er unnin upp úr blaðagrein- um og útvarpserindum frá síð- ustu árum, svo að myndar heild sem vísar til nútíðar og fortíðar ísafjarðarbæjar og nágranna- byggða. Lýst er reynslu höfund- ar af búsetu í bænum síðvetrar- leytið 1995, en í allt bjó höf- undur á ísafirði í fimm ár. í for- mála bókarinnar segir m.a.: „Kynni af vestfirskum aðstæð- um verða varla fengin með öðr- um hætti en dvöl í þeim byggð- um, ef áreiðanleg eiga að vera. Heimildir um líf í sjávarbyggð- um, fyrir vestan sem annars staðar, hafa verið bækur, en sú mynd sem skáldsögur og jafnvel heimildarit draga upp af þorps- búalífi á íslandi er einlit og löngu hætt aö koma heim og saman við nútímann. Þorpsbúa- lífið hefur verið málað dökkum litum af rithöfundum okkar gegnum tíðina, þeim hefur orð- ið tíðrætt um eignarhald fá- einna manna á öllum verðmæt- Þorsteinn Antonsson. Fréttir af bókum um, slor og svínarí, peninga- lykt, drykkju og framhjáhöld, en ekkert af þessu er ástæða til að eigna íbúum sjávarbæja landsins á líðandi tíð, alltjent ekki frekar en sjálfrar höfuð- borgarinnar." Bókin skiptist í þrjá hluta. í þeim fyrsta er gerður saman- burður á mannlífi í höfuðborg- inni og á ísafirði. í öðmm hluta eru gerðar tillögur til úrbóta á þeim gmnni sem lagöur hefur verið með lýsingum fyrsta hlut- ans. Fjallað er um sögu ísafjarð- arbæjar í ágripi og lýst staðhátt- um á líðandi stund. Loks er svo reynslusaga höfundar á per- sónulegri nótum, sem um leiö er tilraun til að lýsa inn í sálarlíf heimamanna. ísafjarðarkver er 126 bls. Út- gefandi er höfundur í samvinnu við prentsmiðjuna ísprent á ísa- firði. Dýralífssaga um lítinn lunda í Vigur í ísafjarðardjúpi er ný- komin út hjá Fjölva. Bókin er öll litprentuð með fjölda teikninga og þó nokkrum ljós- myndum. En það er til tíðinda að hún er gefin út samtímis á þrem tungumálum, en þau eru auk íslenskunnar enska og þýska. Virðist hún eina reglu- lega barnabókin á markaðnum á erlendum tungumálum og gerir Fjölvaútgáfan sér vonir um að erlendir ferðamenn hér á landi taki bókina heim með sér til minningar og til að gefa börnum sínum og barnabörn- um þegar heim kemur og geti Kristín Marti. KHtdn MmÓ Fréttir af bókum hún þannig orðið „lúmsk" landkynning. Höfundur þessarar nýstár- legu bókar er svissnesk stúlka, sem tekið hefur ástfóstri við ís- land. Hún heitir Kristín Marti og kom hingað fyrir fimm ár- um sem skiptinemi, fyrst á Dalvík og síðan í höfuðborg- inni. Hún hefur og verið leið- sögumaður fyrir þýskumæl- andi ferðamenn, sem höfðu mikinn áhuga á lundanum. Auk þess hefur hún eignast hér bæði eiginmann og barn, svo hún er orðin nátengd landinu sem hún heillaöist af. Kristín hefur frá unga aldri sýnt mikla teiknihæfni og lagt stund á þá grein í skóla. Kristín kallar bók sína á ís- lensku „Lúlli litli lundi" og á þýsku „Puff der kleine Papa- geientaucher". Enski mennta- skólakennarinn Terry Gunnell hjálpaði til við ensku útgáfuna sem kallast „Peeper, the Little Puffin". Fallegum litskreyttum teikn- ingum fylgir alláhrifamikil ævintýrasaga, þar sem skiptist á bjargarleysi og hörð lífsbar- átta. Þegar litli lundinn er al- veg að gefast upp, leitar hann ásjár hjá álfkonu í Álfaborg- inni efst á Vigur, sem er raun- verulegt örnefni og gerist þá óvænt smákraftaverk. Kristín hefur m.a. dvalist um skeið í eynni og er nú að vinna að annarri indælli bók um æð- arvarpið þar. Auk teikninga hennar birtast þar nokkrar ljósmyndir, er sýna daglegt líf heimafólksins í Vigur. Bækurnar á hinum ólíku tungumálum eru samhæfðar til að koma við tækni sam- prents, sem er alger nýjung hér á landi. Hver bók er 32 bls. í stóru broti. Filmugerð annað- ist PMS Súðarvogi, en prentun og band Prentsmiöjan Grafík. Verð á eintak er kr. 1,280.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.