Tíminn - 10.07.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.07.1996, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 10. júlí 1996 Tíminn spyr... Hvab stendur helst í vegi sam- einingar á vinstri væng stjórn- málanna? Ásta R. Jóhannesdóttir alþingism.: Ég tel ab minna standi í vegi fyrir sameiningu en oft ábur. Krafan frá al- menningi er mjög sterk, hún er álíka og var hér í Reykjavík ábur en Reykja- víkurlistinn var stofnabur. En þab sem helst stendur í veginum er ab vinnan sem þarf ab vinna af forsvars- mönnum og fólkinu í flokkunum er ekki hafin sem skyldi. Þessir flokkar byggja allir á sömu hugsjónum, sem eru hugsjónir félagshyggjunnar. Ég tel heldur ekki aö þaö sé mikill ágreiningur um utanríkismál milli þessara flokka, ekki meiri en er innan Sjálfstæbisflokksins. Gunnar Helgi Kristinsson dósent í stjórnmálafræbi: Ég held aö þaö sé talsveröur málefna- ágreiningur milli Alþýöubandalags og Alþýöuflokks, og Kvennalistinn hefur líka ákveöna sérstöbu. Þab er ólík sýn og ólíkur fylgisgmndvöllur sem þarna greinir á milli. Ef viö töl- um um sameiningu Þjóbvaka, Al- þýöuflokks, hugsanlega Kvennalista og hluta Alþýöubandalagsins, þá er persónulegur krytur og klíkur ekki síöri þáttur en málefnaágreiningur. Menn hafa talaö um sameiningu svo langt aftur sem ég þekki til, þannig aö ég vil nú engu spá um það hvort þetta sé raunhæfur möguleiki nú. Ég hef hinsvegar á tilfinningunni að sameining heilla flokka veröi ekki mjög mikil. Hinsvegar er sameining í sjálfu sér ekki lausn á einu né neinu. Þaö sem skiptir máli, ef maður hefur einhvern áhuga á betri stjórnmála- umræöu, er málefnagrundvöllurinn og það sem á aö sameinast um. Lúbvík Bergvinsson alþingismabur: Ég held að í raun og veru hafi þessi umræða ekki rist mjög djúpt, og menn hafa aldrei sest niður til að ræða hvaö sameinar og hvaö sundrar. Þetta hefur verið meira í fyrirsagnastíl og leikur í fjölmiölum, án þess að fram hafi farið markviss efnisleg um- fjöllun. Ég held hinsvegar, sérstak- lega í ljósi breyttrar heimsmyndar, aö menn ættu aö fara aö ræöa þessi mál. -sh Margrét og Bessi í einhverju mesta kassastykki leikhúsanna á síöari árum, Á sama tíma ab ári. Mynd: /óhanna Ólafsdóttir. Bessi Bjarnason og Margrét Guömundsdóttir sem sýndu „Á sama tíma aö ári" 750 sinnum: Ætli viö læðumst ekki inn svo lítið ber á „Nei, vi& erum ekki búin aö sjá þessa nýju uppfærslu af verk- inu," sögðu þau Margrét Guð- mundsdóttir og Bessi Bjarna- son en þau gerðu leikritið „Á sama tíma að ári" víðfrægt hér á landi fyrir tæpum tveimur áratugum. Nú hefur Leikfélag- ið Loftur hafið sýningar á þessu vinsæla leikhúsverki í Loftkastalanum og eru þau Sigurður Sigurjónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir í hlut- verkum þeirra George og Dóru sem ákváðu að gefa hjóna- böndum sínum frí einn dag á ári og hittast á laun á sveita- hóteli. „Ætli við læðumst ekki inn eitthvert kvöldið svo lítið beri á þannig að við verðum ekki beöin um gagnrýni á verkiö," sagði Bessi af sínum alkunna húmor. Bessi sagði að þau hefðu sýnt verkið um 150 sinnum með til- heyrandi tekjum fyrir Þjóðleik- húsið. Fyrst hefði verið farið með það um landið en síðan sýnt fyrir fullu húsi í Reykjavík. „Við byrjuðum á Akranesi og þar sýndum við sex sinnum sem var aðsóknarmet því biðraðir voru þar lítið þekktar þótt leik- sýning væri á ferðinni og þarna var tónninn strax gefinn hvað aðstóknina varðar." Bessi sagði að létt og skemmtilegt verk og góðir leikarar á réttu augnabliki hefðu valdiö vinsældum sýn- inganna og einnig að ýmislegt spaugilegt hafi komið upp í leik- ferðum því aðstæður hafi verið mismunandi eftir stöðum. Sum sviðin hafi verið það lítil að ekki hafi verið hægt að nota alla leik- myndina og píanóatriði þar sem hann hafi spilað á píanó hafi stundum verið erfitt í fram- kvæmd. „Ég þurfti stundum að senda Margréti í símann á með- an ég fann rétta tóninn." Margrét sagði þetta hafa verið skemmtilegan tíma og tók und- ir með Bessa að stundum hafi þau orðiö að hafa hraðar hend- ur til að bjarga hlutum fyrir horn. „Ég var búin aö blaðra margt í símann á meðan hann var að leita að tóninum. Hún kvaðst hlakka til að sjá nýju uppfærsluna og hún myndi án efa minna þau á gamla tíma. En er þetta eitthvað til eftir- breytni fýrir fólk — að eiga við- hald sem maður hittir einu sinni að sama tíma að ári? „Ja, af hverju ekki," svaraði Bessi Bjarnason, leikari á sinn gaman- sama hátt. ÞI Sagt var... Vegalömb „Hér áöur fyrr vöktu smalar yfir völl- um bænda en nú er oröin þörf fyrir ab ráöa smala til aö vaka yfir vegum landsins." Segir Björn Pétursson, starfsmabur Fé- lags íslenskra bifreiðaeigenda um lausagöngu búfjár á þjóbvegum í DV í gær. Eínstaklingshyggja félagshyggj- unnar „Félagshyggjuöflin hafa hins vegar aldrei kosiö aö vinna saman sem ein heild og hafa misklíö og persónuleg- ar deilur veriö tilgangurinn sem helg- ar meöaliö." Segir í pallborbsgrein Hreins Hreins- sonar í Alþýbublabinu í gær. Uppruni timburmanna „Timbraöri eftir landadrykkju?" í baksíbugrein Moggans í gær segir ab sennilega megi rekja timburmenn öbru fremur til aukaefnis, fúsila, í áfengi. Þab ku vera meira magn af fúsilum í landa en gengur og gerist meb annab áfengi, fyrir utan koníak. „Tov li po" „"Tov li po", sagöi Bowie og allt ætl- aöi um koli ab keyra. Þetta er aö sjálfsögbu hebreska og þýbir: „Mér finnst gott að vera hér," eöa eitthvab í þeim dúr" DV segir af poppgobinu David Bowie, nýkomnum frá íslandi og þotnum til ísraels. Hér á landi sló hann líka um sig meb íslenskukunnáttu sinni. Svínarí! „Fá útsölusvín fóru til Eyja, eitt og hálft svín" Fyrirsögn í DV í gær. Vörn fyrir Vigdísi „Af einhverjum óskiljanlegum hvöt- um hefur málgagn míns flokks, Al- þýöublabið, haft að því frumkvæbi á libnum misserum aö vera meb aö- finnslur, ómálefnalega gagnrýni og allt aö því nibrandi skrif um Vigdísi Finnbogadóttur forseta," Segir Rannveig Gubmundsdóttir for- mabur þingflokks Alþýbuflokksins í málgagni sínu í gær. Hún setur ofan í vib Hrafn ritstjóra fyrir „meibandi" um- mæli um Vigdísi. í heita pottinum hafa menn skegg- rætt um hugsanlegar breytingar sem kunna að verba á ritstjórn Mogga þegar Matthías Johannes- sen lætur af störfum sökum aldurs, en hann verbur 67 ára í ársbyrjun á næsta ári. Helstu sérfræbingar í Moggafræbum telja næsta víst ab Þorsteinn Pálsson rábherra og fyrrverandi ritstjóri Vísis muni verba eftirmabur Matthísar, enda orbinn langþreyttur á Davíb og for- mennsku hans í flokknum. Sömu heimildir herma ab Fribrik Sop- husson sé einnig ab hugsa sér til hreyfings úr stjórninni og geti vel hugsab sér sendiherrastöbu í stab- inn ... • „Kratar á leib í hundana" varb ein- um á orbi í heita pottinum í gær þegar umræbur stóbu sem hæst um væntanlegt ferbalag krata allra flokka til Borgarfjarbar á laugardag, nánar til tekib í Paradísarlaut. Hvort þab er tilviljun eba ekki, þá hefjast hundadagar á þessum ferbadegi krata og því ab vonum þótt menn velti vöngum yfir því hvort samein- ingarhugmyndir krata muni verba jafn seinheppnar og samnefnt valdatímabil Jörundar á ísa land- inu hinu fagra ... • Sjómenn hafa löngum verib þekktir fyrir ab ræba hispurslaust um sig og sína og hefur engin breyting orbib á því á seinni tímum. í um- ræbum um lobnuvertíbina og löndunarbibina, varb einum þeirra á orbi í pottinum ab þab væri nú aldeilis fínt ab vera um borb í þess- um lobnubátum. í stoppinu á milli veibiferba gætu menn jafnvel skroppib heim til sín og gert vel vib sínar konur. Þab væru því ekki abeins skipin sem sigldu tóm á mibin, heldur væru flestir í áhöfn tómir og þurrausnir eftir farsæla heimreib ... Snarbrjálaöarályktamr EKKJ SKRVTJÐ /ÍÐ V/AtNA, P£(5/)R AJ/WLJK T/iP/JR J* e Bce6),

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.