Tíminn - 10.07.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.07.1996, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 10. júlí 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánaöaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Breytingar í orkumálum Verulegar breytingar eru aö verba í orkumálum lands- manna. Eftir áralanga stöðnun er farið að rofa til. Um tíma stóð heilt orkuver næstum ónotað, en nú em hugmyndir um virkjanaframkvæmdir fyrir allt að fimm milljarða króna á borðum Landsvirkjunar. Þessar framkvæmdir, sem miða að því að auka orkugetu raforkukerfisins um allt að 665 gígawattstundir á ári, em til komnar vegna samnings- ins um stækkun álversins í Straumsvík, sem gerður var á síðasta ári. Stærstu framkvæmdirnar, sem ráðist verður í eru bygging fimmta áfanga Kvíslarveitu, hækkun Blöndul- óns um fjóra metra og að ljúka byggingu Kröfluvirkjunar sem verið hefur í biðstöðu um langt skeið. Á undanförnum árum hefur mikib starf verið unnið á vegum Markaðsskrifstofu Ibnaðarráðuneytisins og Lands- virkjunar við að kynna ísland sem æskilegan kost til fjár- festinga í stóriðju. Þetta starf hefur ekki skilað sér til þessa, vegna aðstæðna á fjármálamörkuðum heimsins. Nú eru ab verða breytingar í þeim efnum, því stóriðnrekendur eru farnir að leita eftir hagkvæmum kostum til þess að endur- nýja iðjuver eða auka við starfsemi sína með nýjum fram- leiðslueiningum. Vegna þessa kynningarstarfs beina nú fleiri sjónum hingað til lands, þegar þeir huga að staðsetn- ingu nýrra stóriðjufyrirtækja. Af þeim sökum standa nú yfir viðræður við nokkra er- lenda aðila um byggingu stóriðju hér á landi. Má þar með- al annars nefna stækkun Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, hugmyndir um byggingu álvers á sama stað og endurnýjaðan áhuga Atlantsálshópsins svonefnda, sem haft hefur augastað á Keilisnesi á Reykjanesströnd, fyrir byggingu álbræðslu. Þá hafa kínverskir aðilar einnig sýnt áhuga á íslandi til stóriðjuframkvæmda. Verði þær hugmyndir, sem nú eru til umræðu milli er- lendra stóriðjufyrirtækja og íslenskra stjórnvalda, að veru- leika, munu þær krefjast mikilla virkjanaframkvæmda til viðbótar þeim sem þegar er unnið að af hálfu Landsvirkj- unar. Jafnvel gæti farið svo að orku muni skorta, þar sem yfirleitt tekur lengri tíma að byggja virkjanir en að reisa iðjuver. Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra hefur lagt áherslu á að fiþna þurfi leiðir til þess að bygging virkjan- anna geti halcist í hendur við byggingartíma iðjuvera, þannig að ekki purfi til þess að koma að vísa verði stóriðju frá vegna skortsjá raforku. Vissulega mál færa rök fyrir því að sveiflur varðandi áhuga á fjárfestingum erlendra aðila til stóriðju hér á landi eru ekki að öllu leyti heppilegar. Mun betra væri að eftir- spurn eftir raforku bærist með jafnara móti. En þar er um aðstæöur að ræða sem við ráðum ekki við, því þær byggj- ast á viðskiptum á heimsmarkaði frá einum tíma til ann- ars. Þrátt fyrir að eftirspurn eftir raforku byggist á heims- markaði og berist okkur með sveiflukenndum hætti, þá mega þær hættur, sem skapast geta af mikilli þenslu, ekki fæla okkur frá því að semja við þá aðila sem sýna orku- kaupum raunverulegan áhuga. Það hafa löng stöðnunar- tímabil kennt og nægir að minna á að ekkert hefur í raun gerst á þessum vettvangi frá því byggingu Járnblendiverk- smiðjunnar á Grundartanga lauk. Meb nýjum virkjana- framkvæmdum og frekari uppbyggingu stóriðju er verið að auka fjölbreytni atvinnulífsins og treysta það til fram- búðar. Það hlýtur þjóð, sem að undanförnu hefur búið við nokkurt atvinnuleysi, ab skilja. Það er merkileg þróun sem á sér stað í henni veröld, ekki síst í bíla- veröldinni. Eins og Tíminn sagði frá í frétt á þriðju síðu í gær hafa þrjátíu og fimm þúsund fólksbílar fariö í ruslib hjá íslendingum á fimm ámm, bílarnir eru ekki bara í rusli, heldur hefur þeim beinlínis verið hent á haugana. Það er ekki laust við ab Garra verði hugsaö til mslapokans undir vaskinum — illa lítur út þar í dag, hvað þá ef allt svona msl væri komið þar líka. Annars er þetta merkilegt með bíl- ana. Garri nær eiginlega ekki öll- um þessum fjölda — þrjátíu og fimm þúsund bílar í ruslið. Fleygt, svona rétt eins og Garri fleygir tómri nibursuðudós í ruslið. Allt skal nýtt og engu henda Garri var nú alinn upp við það frá blautu barns- beini ab allir hlutir skyldu nýttir, hvert einasta snitti og ekki mátti henda nokkurri örbu nema að vand- lega íhugubu máli. Það urbu reyndar svolítil vand- ræði þegar foreldrar Garra fluttu í minna húsnæði, þá komust þau eiginlega ekki fyrir vegna ýmissa hluta, en það er önnur saga. Garri hefur hlúð vel og vendilega að þessari innrætingu og tínir gjarnan uppúr mslafötunni þegar fjölskyldan er búin að fleygja einhverjum verðmætum sem gætu komið ab gagni einhvern góban veðurdag. Enda hefur það oft- ar en ekki komið í ljós að hægt hefur verið að nota einn og einn nagla og eina og eina skrúfu. Skrúfu-, nagla- og festingasafn Garra telur nú hvorki meira né minna en 45 stórar kmkkur af verömætum sem margir aðrir hefðu hent. Sumt fellur til á heimilinu, annað hingað og þangað. Ruslagámar hjá verktök- um hafa oft reynst hinar mestu gullnámur. Sumt af þessu er meira að segja sáralítið ryðgað eba skemmt. GARRI Bílskúrinn of lítill Garra rennur þab því til rifja að sjá hvernig lands- menn fara með bílaflotann og alveg ljóst að svona færi hann aldrei með fjölskyldubílana, enda sanna dæmin það. Það versta er að Garri á svo lítinn bílskúr ab hann er fyrir margt löngu orðinn yfirfullur. Þar kennir nú líka ýmissa grasa: leifarnar af Moskvít ár- gerð 1960, tveir Datsunar, partar úr nokkmm volvo- um, þrjár þvottavélar, tvær uppþvottavélar, slangur af allskyns timbri og ýmis önnur verðmæti. Þvotta- vélarnar hafa nú t.d. aldeilis komið sér vel einusinni, þegar slanga fór í heimilisþvottavélinni. Hefði slang- an ekki veriö til í bílskúrnum hefði Garri orðið að kaupa hana rándýrt úti á verkstæði. Svona er nú hægt að stórgræða á því að halda uppá gamla hluti í stað þess að fleygja öllu sem nöfnum tjáir að nefna á haugana. Þab er verst að Garri á í mestu baráttu vib aðra fjölskyldumeðlimi í þeirri viöleitni sinni að halda uppá gömul verðmæti og hefur margoft orðið að hlaupa á eftir ruslaköllun- um til að koma í veg fyrir ófyrirgefanlega eybilegg- ingu verðmæta. Garri Hvaða jafnvægi? A víbavangi Jafnvægi í byggð landsins er mikið baráttumál stjórnmálamanna og stefnumál allra stjórnmála- flokka. Stofnanir, nefndir og stjórnardeildir eiga að sjá um að viðhalda og efla jafnvægið og endalaust er deilt um hvort þessi eba hin ákvörðunin sé í anda byggðastefnu og þess jafnvægis sem sagður er grund- völlur hennar. En það er eins gott að enginn spyrji hvert sé það jafnvægi sem svo erfiðlega gengur að ná og viðhalda. Það er nefnilega hætt við ab þeir sem leika jafnvægis- listirnar meb misjöfnum árangri vefjist tunga um tönn ef svara ætti svo einfaldri spurningu. Aldrei fæst upplýst hvenær jafnvægi ríkti í byggð landsins. Kannski fyrir upphaf vesturferða og fólksflótta á ofanverðri öldinni sem leið. Einhverjum kann ab finnast að ákjósanlegt jafnvægi hafi verið á milli heimsstríða en fráleitt ér að jafnvægisvogin hafi verið rétt stillt eftir síðari ffeimssyrjöld þegar fækka tók í dreifbýli og þéttbýlio að eflast að sama skapi. Eðlilegt afturhvarf Fróðlegt væri ab fá einhvers konar skilgreiningu á því hvað , telst eblilegt afturhvarf til ab ná æskilegu jafnvægi |í byggb landsins. Á ab hverfa til byggba- mynstursjheimastjórnarinnar eba lýbveldisstofnun- arinnar epa einhvers annars tímabils í íslandssög- unni? Eigi ab vera eitthvert vit í byggbastefnu verbur hún ab eiga sér markmib sem hægt er ab útskýra af skynsamlegu viti en byggir ekki á tilfinningavabli einum saman eba þröngum eiginhagsmunum odd- vita einstakra byggbarlaga. Búsetuþróun byggist á miklu flóknari ferli og ab- stæbum en þeim sem óskhyggja og stjórnvaldstil- skipanir rába vib ab breyta. En þar meb er ekki sagt ab ekki sé hægt ab hafa einhver áhrif á búsetu meb því ab beina fjármagni og mannafla til staba þar sem uppdráttarsýki gætir. Flutningur Landmælinga íslands frá Reykjvík upp á Skaga veldur talsverbum taugatitringi og er rábist á umhverfisrábherra úr mörgum áttum fyrir þá ráb- stöfun. Mikib er úr því gert að starfsfólkib er ekki spurt ráöa um flutning á vinnustaönum. En fátt bendir til annars en að stofnunin verði nákvæmlega eins vel starfhæf á Akranesi og við Laugaveginn. Og nóg kvað vera rýmið í stjórnsýsluhúsinu á Akranesi til að taka við ríkisstofnunum. Minna fjaðrafok verður þegar verib er ab selja skip og kvóta milli landshluta sem veldur margfallt meiri röskun á lífi miklu fleiri fjölskyldna en þótt til- tölulega lítil ríkistofnun sé færb um set. Sala á togara meb kvóta getur komib á slíku ójafnvægi milli byggabarlaga ab þab jabrar á við náttúru- hamfarir. En þab er aldrei neitt mál og eng- um þótti ástæba til ab grípa í taumana þegar stóa' mjólkurbúi var lokab í Borgarnesi og starfsemin flutt til Reykjavíkur. Kannski mætti bæta Borgnesingum missir- inn meb því ab láta þá fá Áfengis- verslunina til sín. Svefnstabur eða vinnustaður Bent var á þ^b í þessu horni um daginn ab sjálfspgt væri ab flytja skrifstofu forseta íslands til Bessast; ba í stab þess að verja stórfé til að flytja hana um ;et innan Reykjavíkur. Þab ætti ab stubla ab jafnvæj i í byggb Innnesja, því eblilega mun allt stafslib en b- ættisins flytja á Álftanes. Ab minnsta kosti í vinrju- tímanum. Ágætur lögfræbingur og vandabur stjórnmála- mabur meb góba yfirsýn lét þess getib í grein í DV í gær, ab samkvæmt sjórnarskrá skuli skrifstofa forseta vera í Reykjavík. Um þab má deila. 12. grein segir: Forseti lýbveldisins hefur absetur í Reykjavík eba ná- grenni. 13. grein: Forsetinn lætur rábherra fram- kvæma vald sitt. Rábuneytib hefur absetur í Reykjavík. Þar sem forsetinn starfar ekki í rábuneytinu hlýtur hann ab mega ganga til daglegra starfa sinna í ná- grenni Reykjvíkur og skal endurtekib ab á Bessastöb- um er meira en nóg rými fyrir kontóra forsetaemb- ættisins. Er yfirvöldunum enn bent á ab spara nú og stubla ab flutningi stofnana út á land og láta forseta- setrið duga fyrir embættib. Og svo má spyrja, án þess ab búast vib svari: Hvernig stendur á ab þeir sem eiga landið og mibin skuli þurfa sérstakar byggbastefnur til ab lenda ekki allir á mölinni? OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.