Tíminn - 10.07.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.07.1996, Blaðsíða 1
cic—I EINARJ. SKÚLASON HF YVÍfflCJ Pað tekur aðehts í'iim w> etnn ¦ | ¦virkan dag aö koma póstinum ^^^J PÓITU þínum til sktla ^^^ 06 SÍN STOFNAÐUR1917 80. árgangur Miðvikudagur 10. júlí 128. tölublaö 1996 Nýr forseti hyggurekki á breytingar á starfsliöi: Líst alltaf vel á forsetann Samkvæmt heimildum Tímans mun vibtakandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, hafa sagt vib starfsfólk forsetaskrifstofu ab starfsmenn þyrftu ekki ab hafa áhyggjur þar sem hann mundi engar breytingar gera á starfslib- inu. „Ég get nú ekki alveg vitnab þab, en hann sagbi eitthvab á þá Ieib," svarabi Vilborg Kristjáns- dóttir deildarstjóri á forsetaskrif- stofu þegar ummælin voru borin undir hana. „Vib hittum hann á Bessastöðum fyrir nokkru þegar forsetinn sýndi staðinn. Þá fórum við fjögur sem störfum á skrifstofunni. Við höfum náttúrulega oft hitt hann þegar hann var hér í ríkisstjórn. En hann hefur ekkert komið hér á skrifstof- una." En hvernig ætli starfsfólki for- setaskrifstofu lítist á að skipta um yfirmann? „Okkur líst alltaf vel á forsetann. Ég verð nú að segja alveg eins og er ab maður er bjartsýnn og jákvæður yfir þessu öllu saman," svaraði Vil- borg. „Hér hefur alltaf ríkt mjög já- kvæður og skemmtilegur andi. Þetta hús er yndislegt og ekki síður þarna á Staðarstað. Við fáum nátt- úrulega margfalt betri vinnuað- stöðu, því við erum hér öll eins og í litlum geymslum. Bresk vinkona mín kom hingað í heimsókn til mín og kom inn í skrifstofuna mína og hún sagði: „Is this a storage room?" (Er þetta geymsluherbergi?)" -ohr Sjálfstœöar útgerbir lobnuskipa eiga á brattan aö sœkja í samskiptum sínum viö lobnuverk- smibjur. Sverrir Leósson útgerbarmabur Súlunnar EA: Verksmiöjur einráðar um sókn og verð á loðnu „Þeir stýra sókninni, verblagn- ingunni og þeir stjórna þessu frá a til ö, en vib ráðum engu," segir Sverrir Leósson útgerbar- inabur Súlunnar £A 400 um samskipti sjálfstæbra útgerba- manna vib stjórnendur lobnu- verksmibja. En þab hefur vakib athygli á nýhafinni lobnuver- tíb hversu lengi skipin verba ab bíba í höfn ei'tir löndun ábur en þau mega halda aftur á mib- in. Dæmi eru um ab skip hafi þurft ab stoppa í 48 tíma eftir löndun ábur en vibkomandi verksmibja gaf grænt ljós á brottför. Sverrir segir æskilegt að af- kastageta verksmiðjanna væri meiri en raun er á ef það á að vera hægt að ná eitthvað af kvót- anum. Hann telur einsýnt að stjórnendur verksmiðjanna muni naga á sér handarbökin vegna þessa þegar líða tekur á mánuðinn. En Sverrir segist hafa það á tilfinningunni að botninn muni detta úr veiðinni um næstu mánaðamót og eftir það muni menn lemja sjóinn í leit að veiðanlegri loðnu eitthvað fram Steytir á atvinnumálunum í bœjarmálasamstarfi í Hafnarfiröi: Hafa algjörlega setiö á hakanum „Þab er rétt ab þab hefur ekki ríkt mik.il eining á milli fulltrúa at- vinnumálanefndar og svo aftur þeirra sem sitja ofar í stjórnunars- trúktúrnum, þ.e.a.s. þeirra sem sitja í bæjarrábi," svarabi Armann Eiríksson atvinnumálafulltrúi Hafnarfjarbar þegar hann var spurbur hvort bæjarstjórnin í Hafnarfirbi stæbi sig illa í at- vinnumálunum. En þab mátti skilja af skrifum sem komu fram í Atvinnumála-Fréttum, sem er fréttabréf atvinnumálanefndar, en þar segir m.a. ab atvinnumálin hafi algeriega setib á hakanum. „Mönnum hefur greint svolítib á um vinnubrögð. Atvinnumála- nefndin vildi á sínum tíma að það yrði farib í svonkallaba stefnumót- unarvinnu til þess ab henni yrbi gert kleift ab vinna skipulega að at- vinnuuppbyggingu í bæjarfélaginu. En það má segja að hún hafi verið eiginlega hunsuð og sett út í kuld- ann," segir Ármann. Hann segir nefndina hafa valið þá leið að gefa út fréttabréfin með það í huga að gera atvinnumálaum- ræðuna opinberari þannig ab menn gætu séð hvernig málin gengju og þróuðust. „Menn geta þá dæmt þetta svolítið með því að vita hvernig þetta er." -ohr Rokkur og fóta- nuddtæki Þjóðminjasafninu er ekki eingöngu ætlað ab blása ryk og grafa upp for- ugar minjar. Clairol fótanuddtækin sem seldust í þúsundum eintaka í upphafi níunda áratugarins og voru notub í eitt ár að sögn Lilju Árna- dóttur, safnstjóra, eru meðal þeirra nútímatóla sem talin eru hafa menningarsögulegt gildi. Lilja sagbi eitt fótanuddtæki á safninu og bætti því vib meb hraði að ekki væri þörf á fleirum — væntanlega til að koma í veg fyrir að safninu taki að berast í stríðum straumum frjáls framlög í formi ónotaðra fótabaða. á haustið og jafnvel fram í vetrar- byrjun. Síöan muni taka við heföbundið munstur þegar kom- ið verður fram í seinnihluta janúar með tilheyrandi veiði í febrúar, mars og til vertíðarloka í vor. „Maður segir bara takk vib öllu því sem við mann er sagt," segir Sverrir og er ekki síður óánægður með það verö sem heyrst hefur að verksmiðjurnar greiði fyrir tonn af loðnu uppúr sjó. Miðað við fitu- ' og þurrefnainnihald loðnunnar, sem er full af átu og geymist því illa, hefur verið haft eftir rekstrarstjóra SR-Mjöls hf. á Siglufirði að verðið fyrir tonn af loðnu uppúr sjó sé eitthvað í kringum 5 þúsund krónur. Sverr- ir segist líka hafa heyrt svipaða „hlægilega" verðhugmynd sem hann telur vera „alveg út úr kort- inu". Sjálfur telur hann það vera algjört lágmark að fá 6.500 krón- ur fyrir tonnið. Hann staðhæfir hinsvegar að hann viti ekki ná- kvæmlega hvaða verð verði greitt fyrir þá þrjá farma sem Súl- an EA hefur komið með til lands til þessa. Hann gefur jafnframt í skyn að í loðnubransanum ríki samtrygging á milli verksmiðja og engin munur sé á samskiptum né verðlagningu þeirra sem standa fyrir utan SR-Mjöl hf. Þar fyrir utan sé stór hluti af loðnu- skipunum í eigu verksmiðja og því eiga sjálfstæðir útgerðar- menn í þessum bransa á brattan að sækja í samskiptum sínum við verksmiðjurnar. -grh Lilja Arnadóttir sýnir tímana tvenna, þjóblega rokkinn og fótanuddtcekib, afkvœmi stresssamfélagsins. Tímamynd CVA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.