Tíminn - 10.07.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.07.1996, Blaðsíða 10
10 Mibvikudagur 10. júlí 1996 Enn frekari íslenskir landvinningar: íslendingur út í geim Þrír Kanadamenn hafa verib valdir til aö veröa sendir út í geiminn á vegum banda- rísku geimferbastofnunar- innar NASA og er einn þeirra fimmtugur íslendingur, Bjami Valdimar Tryggvason, en þetta kemur fram í Degi á Akureyri. Faöir Bjarna er Svarfdæling- ur, Svavar Tryggvason sem nú býr í Vancouver í British Col- umbia í Kanada, en móbir Bjarna er Sveinbjörg Haralds- dóttir frá ísafirði. Fram kemur einnig að Bjarni verður sendur út í geiminn innan tveggja ára, jafnvel inn- an átta mánaða. - ohr Umferöin gekk von- um framar Önnur mesta ferðahelgi sumarsins, næst á eftir versl- unarmannahelginni, er nú afstaðin. Umferðin var víba þung, en einna þyngst var hún á Hellisheiðinni og um Suðurlandsveg langt austur úr. Enda sumarbústaöa- byggð mikil á þessu svæði og nokkuö um mannamót, t.d. afmælishátíð í Hveragerbi, hestamannamót á Gadd- staðaflötum, fjölmenni í Þórsmörk og humarhátíð á Höfn. Að sögn lögreglunnar á Sel- fossi og Hvolsvelli gekk um- ferðin slysalaust fyrir sig, þrátt fyrir mikla umferð og langar bílalestir. Mikið var um ölv- unarakstur í umdæmi lögregl- unnar á Hvolsvelli, tuttugu manns teknir, og nokkuð um hraðakstur. „Helgin gekk vonum fram- ar," segir Helga Sigrún Harðar- dóttir hjá Umferðarráði, en minnir jafnframt á að framúr- akstur getur veriö mjög vara- samur og „ekkert annab en rússnesk rúlletta ef ekið er fram úr bíl á blindhæð". -gos Ein afþessum dónalega háreistu dómkirkjum Bretlands. Þessi ersú stœrsta og heitir York Minster. Enginn verður óbarinn biskup Ekki alls fyrir löngu var birt lítil ferðasaga frá Englandi í tímaritinu Samhjálp, sem gef- ib er út af hvítasunnumönn- um. Ferbasagan vakti kátínu lesenda og veröur hún því rakin hér í stórum dráttum, svo aðrir megi njóta hennar. „í vetur rak á fjörur mínar boð um að sækja brúðkaup á Englandi. Þetta var kvaðning sem ég gegndi alls hugar feg- inn, án þess að treystast til þess fyrir kostnaöarsakir. Skamm- degið lagðist þungt á mig og ekkert jafnast á við enska hlý- viðrisdaga á röngum árstíma. Ensk brúðkaup em líka eins og alþjóð veit rómuð fyrir glens og gaman, sem kárnar stundum nokkuð óvænt öllum til vel- þóknunar, jafnvel þótt jarðar- för fylgi á eftir. Það væri sam- viskusök að hafna slíku boði." Brynjólfur Ólason, sem boðið fékk og söguna ritar, hætti ekki á ab fá slíka sök á samviskuna og skellti sér því til Lundúna. Þaðan hugðist hann taka lest til Birmingham og slást þar í för með vinum sínum. „Á lestar- stöðinni brá svo við að gjörvall- ir íbúar Lundúna voru saman komnir einmitt á þessari stundu til þess að hleypa sam- eiginlega heimdraganum. Ég fékk sterklega á tilfinninguna að mér væri ofaukið." Brynjólf- ur komst að lokum á brautar- pallinn með miðana í hend- inni, en var enn iðandi ringlað- ur af ösinni. „Mér varð villu- gjarnt í þessum niflheimi og var að því kominn að játa ósigur minn þegar ég loks kom auga á bakhlutann á þeirri mannveru sem í raun réttri er aðalpersóna þessarar frásagnar. Þetta var roskinn maður í síðum frakka sem gekk við staf. Hann virtist ekki af þessum heimi, því hann fór sér að engu óðslega eins og afgangurinn af heimsbyggðinni virtist gera. Þab skipti því eng- um togum að ég greip undir handlegg hans og krafðist þess í nafni mannúðar að hann vísaði mér veginn. Það var líkast því sem hann hefði átt von á þess- ari áreitni, því ég haföi varla borið upp hjálparbeiðnina þeg- ar hann tók mig undir verndar- væng sinn undanbragðalaust. Hann hafði heiðríkan svip og augu hans voru djúp og samúð- arfull. Hann sannfærði mig um að við væmm báðir á sömu leið." Heiðríki maðurinn fylgdi Brynjólfi í lestina, færbi honum Brynjólfur málóöi Ólason. kaffi og bandaði frá sér borgun. Brynjólfur margþakkaði fyrir sig og fór að segja raunasögu sína. „Þegar gamli maðurinn færði sig úr yfirhöfninni, birtist mér alveg að óvömm hvítur kragi um háls hans, svo ekki varð um villst hverrar náttúru þetta spakmenni var. Þetta var semsé fulltrúi Gubs í mannúð- arlausum heimi." Maðurinn gerði þó lítið úr uppgötvun Brynjólfs, sem sveigði þá um- ræðunni að kirkju og kristni. Hitaveita Suöurnesja: Notar svín til hreinsunar Sú nýjung hefur verið tekin upp af Hitaveitu Suðumesja að nota svín til hreinsunar á aðalæð vatnsveitunnar. Við abgerðina vom 4 svín send 3,2 km langa leið í gegnum æb- ina, og var mebalhraði þeirra um 1,4 metrar á sekúndu. Til aðstoðar, ef svínin skyldu fest- ast í æðinni, vom fengnir tveir sérfræðingar í lekaleit, þeir Gunnar Johnsen og Dag- ur Jónsson. Notubu þeir til verksins sérstök hlustunar- tæki, sem staðsett gátu svínin í lögninni með mikilli ná- kvæmni. Einnig var tiltækur subumabur, ef opna þyrfti æð- ina. „Svín", eins og þeir hjá Hitaveit- unni nefna það, er sívalningur úr svampi með mis- munandi yfir- borði, s.s. vír- bursta og sand- pappírsáferð sem losar útfellingar og er rekið áfram með vatnsþrýst- ingi. Mjög brýnt var að hreinsa lögnina, þar sem hún er orðin 20 ára gömul og þrýstifall í henni óþarflega mikið. Hreins- aðir voru 3,2 km, en æðin, sem nær frá Svartsengi til Njarövík- jónas og Garöar, starfsmenn HS, setja inn fyrsta svíniö. ur, er í heild sinni 12 km löng. Byrjað var á verkinu á hádegi og því lokið að kvöldi sama dags. Framkvæmdin tókst að flestu leyti vel, og reyndist vatn- ið sem með svíninu kom, einkar gruggugt. Bráðlega verba svo gerðar nýjar mælingar á þrýsti- falli til að meta árangur hreins- unarinnar. -sh Brynjólfur fór þó að mestu ein- fömm í umræðunni og gat sér til að ástæða þagmælsku klerks- ins „væri ef til vill sú að hann væri saddur lífdaga köllunar sinnar og útvalningar og biði þess eins að komast á eftirlaun. Á meðan ég lét móðan mása um hinstu rök tilverunnar, varð guðsmaðurinn undirleitur og hnyklaði brúnirnar." Brynjólfur tók að veita klerki hlutdeild í þeirri skoöun sinni að gotneskar dómkirkjur væru fullstórar og jafnvel dónalega háreistar. Klerkurinn brosti í kampinn og spurði hvort engar dómkirkjur væm á íslandi. „Jú, ein, en hún rúmast í anddyri Sankti Pálskirkju í Lundúnum." Klerkurinn kímdi og fékk þá fyrirlestur um „guðrækniskapp- hlaup íslenskra fríkirkjuhreyf- inga, kreddufestu og kenninga- hroka, og annað þaðan af verra, sem leiðir ekki til neins, heldur lengir aðeins þverrifuna út fyrir eymn." Þrátt fjnir málæðið kemst lestin á leiðarenda og klerkur- inn ákveður bersýnilega ab bíba með Brynjólfi eftir móttöku- manni. „Skömmu síbar brá svo kynlega við að vinur minn, sem allajafna fagnar mér meb hýrri há, birtist standandi hissa á hinum enda brautarpallsins og hraut ekki orð af vömm." Þegar klerkur hafði kvatt og þeir vinirnir komnir inní leigu- bíl, lagði vinur Brynjólfs fyrir hann spurningu sem hafði djúpstæð áhrif á andlega líðan hans: „Hvernig má það vera ab þegar þú ferðast um England er samferðamaður þinn enginn annar en biskupinn af Worcest- er?" Nú ætti sögu að vera lokið. En Brynjólfi tókst að rækta með sér vænan skammt af sjálfsfyrir- litningu og skrifaði biskupi af- sökunarbréf þegar heim var komið. „Til þess að gera langa sögu enn styttri hefir mér nú hlotnast sá óverðskuldaði heið- ur að fá bréf frá biskupinum, þar sem hann slær á létta strengi og rifjar upp ferð okkar með lestinni. Því næst klykkir hann út með því ab bjóða mér heim í biskupsdæmið sitt til þess að dvelja meb sér og fjöl- skyldu sinni í Hartlebury-kast- alanum." ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.