Tíminn - 10.07.1996, Qupperneq 9

Tíminn - 10.07.1996, Qupperneq 9
Mi&vikudagur 10. júlí 1996 ðfMÉm 9 Glæsilegasta fjórbungsmót sem haldið hefur verib Þá er lokið stærsta móti sumars- ins. Það fór fram á Gaddstaöa- flötum viö Hellu en þaö móts- svæöi ber af öbrum stööum og enginn staöur hæfir stórmóti jafn vel og Gaddstabaflatir gera í dag. Þetta var sterkt mót bæöi hvað varðar gæðinga og kynbótahross. Það hefur áður komið fram í HESTAMÓTUM að þess hafi verið vænst að mótið svaraði styrkleika landsmóts. Þær væntingar rættust fullkomlega eins og fram kom í umsögn Kristins Hugasonar hrossa- ræktarráðunautar um kynbótaþátt mótsins. Sunnlendingar mega vera stoltir yfir þeim miklu framförum sem ræktunin hefur tekið á þessu svæði. Það gerðist hins vegar í sam- bandi við þetta mót að hrossum var komið inn á mótið, bæði kyn- bótahrossum og gæðingum frá öðr- um fjórðungum, með því að skrá meðeiganda sem búsettur er í fjórðungnum eða menn úr öðrum Á fjórbungsmótið komu áhugasamir kaupendur ís- lenskra hrossa. Nokkur hross munu hafa selst en merkileg- asta salan mun þó vera á gæö- ingnum Þyrli frá Vatnsleysu. Þyrill er einn allra besti klár- hestur meö tölti sem komi hef- ur fram á seinni ámm og vann B-flokkinn á Gaddstaðaflötum á fjóröungsmótinu. Samkvæmt heimildum HESTAMÓTA var fjórðungum gengu í hestamannafé- lög á Suðurlandi til þess að vera hlutgengir með sín hross inn á mótið. Þetta er ekki viðeigandi þeg- ar um fjórðungsmót er að ræða. Bæði skekkir það myndina af hestakosti svæðisins og svo ryðja þessi hross iðulega heimahrossum út. En þetta er kannski liðin tíð ef fjórðungsmótin verða lögð af og landsmótin verða annað hvert ár. Þá geta menn keppt með sín hross í sínu heimahéraði. Aðsókn að þessu móti var á fjórða þúsund manns. Mótið fór allt vel fram í blíðviðri. En blíð- viðrið kann einnig að hafa hamlað aðsókn eitthvað því um þessa helgi var besti heyþurrkur sem komið hefur á Suðurlandi það sem af er sumars. Aðstandendur mótsins höfðu gert sér vonir um fimm þús- und manns, þar af fimm hundruð útlendinga. En hvorki var fjöldi ís- lendinga né útlendinga sá sem vænst var. Mér finnst hins vegar að þaö þýsk kona sem keypti þennan gæöing handa dóttur sinni. Þyrill var í eigu Jóns Friö- rikssonar, úr hans ræktun, og Vignis Siggeirssonar sem þjálf- aö hefur hestinn og sýnt hann undanfarin ár. Þyrill er undan Þyt 1028 frá Enni í Viövíkur- sveit, en móöirin er Dáö frá Kolkuósi. Söluverö hefur ekki veriö gefiö upp. ■ HE£TA- MOT KARI ARNORS- SON miðað við aðsókn á hestamanna- mót undanfarin ár geti menn verið nokkuð sáttir með þessa útkomu. Þorkell flutti kvebjuávarp Þættir dagskrárinnar stóðust vel enda komin góð reynsla á móta- hald á þessum stað og mikil þekk- ing til staðar. Mótið var sett á mið- vikudag og telja verður hæpið að vera með formlega setningu þá þegar fáir em komnir á svæðið. Þá athöfn mætti kalla opnun. Sunnu- dagurinn, sem var hápunktur mótsins, hófst með hópreið hesta- mannafélagnna. Að henni.lokinni vom flutt ávörp. Þá er rétt að for- maður framkvæmdanefndar komi fram. Við þetta tækifæri flutti Þor- kell Bjarnason ráðunautur kveðju- ávarp. Hann lét af störfum sem hrossaræktarráðunautur Bænda- samtaka íslands 1. júlí síðastliðinn og hafði þá gegnt starfinu í 35 ár. Sr. Sigurður Jónsson prestur í Odda annaðist helgistund. Þessi háttur hefur alla tíð verið viðhafður á stærstu mótum og hefur unnið sér farsælan sess. Eftir hádegið var svo verðlauna- afhending vegna kynbótahrossa og úrslit í gæðingakeppni í öllum flokkum. Þess er rétt að geta að það fyrir- komulag sem nú var haft vegna kynbótahrossa, að helga þeim einn dag, var vel heppnað. Þarna gat að líta í samanburði hæst dæmdu hrossin og þannig var hægt að fá góða yfirsýn og átta sig á framför- um, en þær eru greinilagar. Þetta fengu menn líka að sjá í ræktunar- bússýningunum. Þetta mót var ræktendum og hestamönnum á Suðurlandi til sóma. Framkvæmdanefnd og fram- kvæmdastjóri eiga þakkir skildar fyrir gott skipulag og góða fram- kvæmd. Fréttir af fjórðungsmótinu verða einnig í Tímanum á morgun, fimmtudag. Þá birtast m.a. úrslit úr gæðingakeppni. ■ Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992-11. útdráttur 4. flokki 1994 - 4. útdráttur 2. flokki 1995 - 2. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. september 1996. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis- stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa- fyrirtækjum. [S] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS || HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900 Þyrill seldur til Þýskalands

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.