Tíminn - 10.07.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.07.1996, Blaðsíða 6
6 Mi&vikudagur 10. júlí 1996 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM f nt ttn n l nn i n SELFOSSI Skriöufell í Þjórsárdal: Skógræktin krefst útburbar ábúenda Skógræktin hefur krafist þess fyrir Héraðsdómi Suöurlands að Björn Jóhannsson, ábúandi á Skriðufelli í Þjórsárdal, verði borinn út af jörðinni með lög- regluvaldi. Skógræktin er eig- andi jarðarinnar og hafa litlir kærleikar verið milli hennar og Björns bónda. Á síðasta ári var Björn sýkn- aður af kröfu um að honum yrði gert að víkja af jörðinni, þegar Skógræktin höfðaði til þess einkamál á hendur hon- um. Á síðasta hausti var Birni birt almennt útbyggingarbréf, samkvæmt 30. gr. ábúðarlaga, og gert að víkja á fardögum í vor. Þar sem Björn situr enn á jörðinni, krefst Skógræktin nú útburðar. Meðferð slíks máls tekur mjög skamman tíma og er úrskurðar að vænta hjá héraðs- dómi í lok mánaðarins. Forsögu deilna milli Björns og Skógræktar má meðal annars rekja til útleigu Björns á tjald- og hjólhýsastæðum í óþökk eig- endanna, sem starfrækja tjald- stæði á öðrum stað í dalnum. Heimsfrægur rithöfundur á íslandi: Margit Sandemo fer á jökla Hinn heimsfrægi rithöfundur Margit Sandemo — sem meðal annars hefur skrifað bækurnar um ísfólkið, Ríki ljóssins, Galdrameistarinn og fleiri vin- sælar bókmenntir — hefur dval- ið á íslandi að undanförnu ásamt átján manna hópi ætt- ingja sinna, sem hún býður með sér til landsins. Þetta er í annað sinn á tveim- ur árum sem Margit kemur til íslands. Á ferð sinni um landið hefur hópurinn m.a. dvalið uppi á Vatnajökli. Bæði fyrir og eftir jöklaferðina gisti fólkið á gistiheimilinu á Leirubakka í Landsveit. Húsavík: Reiöhjólaleiga ungra athafna- manna Að nýju fyrirtæki um rekstur reiðhjólaleigu á Húsavík standa þrír ungir menn, sem fyrir starfa í öðrum rekstri. Ari Páll Pálsson er verslunarstjóri í Bókaverslun Þórarins Stefáns- sonar, Þór Gíslason á og rekur eigin ljósmyndastofu á neðri hæð framangreindrar bóka- verslunar og Bjarni Páll Vil- hjálmsson rekur hestaleigu í Saltvík við Húsavík. „Við ráðgemm að hafa hjólin bæði hérna við bókaverslunina og í Saltvík; hugsanlega verður boðið upp á hjólreiðaferðir í tengslum við hestaferðir. Það verður svo bara að koma í ljós hvernig undirtektir þetta fram- tak fær, við vitum ekki til að þetta hafi verið reynt áður á Húsavík," sagði Ari Páll, þegar blm. Dags hitti hann í önnum við að taka umbúðirnar af nýju reiðskjótunum. Borgfirðingur BORGARNESI Samvinnuháskólinn á Bifröst: Rekur eigin um- hverfisstefnu Samvinnuháskólinn á Bifröst hefur nú um nokkurt skeið haft sína eigin umhverfisstefnu, fyrstur íslenskra skóla. Með henni vill skólinn undirstrika hversu mikilvægt það er að flétta umhverfissjónarmið sem mest inn í allt starf mennta- stofnunar, sem býr fólk undir þátttöku og stjórnun í atvinnu- lífinu. Með umhverfisstefnunni er m.a. stefnt að því að fræðsla um umhverfismál verði fléttuð inn í námsefni á viðeigandi stöðum á öllum námssviðum skólans og umhverfissjónarmiðum verði gerð glögg skil, umhverfi skólastofunnar myndi kjörað- stæður fyrir andlega og líkam- lega vellíöan við nám og störf, reynt verði að lágmarka pappír- snotkun í skólastarfi og nota endurunninn pappír þar sem ekki er bein krafa um annað. Vörur, sem eru vistvænar eða með lágmarksinnihald eitur- efna, verði valdar eftir þörfum og einungis notuð umhverfis- væn efni í lágmarksmagni við ræstingu. Við innkaup verði miðað við að halda magni um- búða í lágmarki og þær verði endurnýttar sem mest, einungis verði keypt tæki sem nýta vel orku, eru umhverfisvæn í notk- un og nýta vistvæn viðhalds- efni. í sambandi viö ytra umhverfi á Bifröst verður stefnt að því að nýjar byggingar falli að húsa- gerðum, sem fyrir eru, og að öðru umhverfi, sorpílát verði tiltæk og hafi rými fyrir þær tegundir sorps sem til falla, ræktun verbi meb skipulegum hætti og í samræmi við flóruna í umhverfinu, rotþrær verbi af fullkominni gerð og sjálfbærar, ferðamönnum og annarri um- ferð verði beint á stíga og reynt verður að hlífa viðkvæmum gróðri og jarðmyndunum. Að sögn Sigrúnar Jóhannesdóttur, aðstobarrektors Samvinnuhá- skólans, er reynt að fara eftir þessari stefnu, en eins og búast má við ganga breytingarnar hægt fyrir sig. Hún sagbi ab bæði nemendur og kennarar hefðu mótað þessa stefnu og væru allir mjög sáttir vib hana. Fjór&ungsaukning hjá Herjólfi Ef heldur sem horfir hjá Her- jólfi, bendir allt til þess að árib í ár verði enn eitt metárib í flutn- ingum. Meðaltalsfjölgun far- þega er 27% og í maímánuði urðu þeir 7267, sem er 67% fjölgun frá í fyrra. Á fimmtudegi fyrir skemmstu flutti skipib t.d. liðlega 700 far- þega. Aukning í bifreiðaflutn- ingi er 23%, en heldur hefur dregið úr vöruflutningum og flutningabílum. Senn er lokiö viöamiklum framkvæmdum í og viö kirkjugaröinn í Eyjum. Brautir hafa veriö steinlagöar og aöalaö- koma veröur aö noröaustanveröu frá Túngötu. Þar eru bílastæöi og gámasvœöi fyrir rusl og annaö sem til fellur viö fegrun garösins, en hann hefur sjaldan veriö fegurri en einmitt nú. Birkiö aö þessu sinni búiö aö skila frjókornum sínum strax í maí: Júní frjóríkasti mánuöur frá því mælingar hófust Nýliðinn júní er sá frjóríkasti frá því mælingar hófust 1988, þegar tillit er tekið til þess að birkið, sem oftast er í blóma í byrjun júní, var að mestu bú- ið að skila sínum frjókomum strax í maí. Gras- og súmfrjó hafa aldrei áður mælst jafn mörg í júnímánuði, segir í yf- irliti um frjómælingar í júní frá Margréti Halldórsdóttur í Raunvísindastofnun HÍ. Al- gengasta frjónæmið hér á landi er af völdum grasa. Grasfrjó, sem í venjulegu ári er langmest um í júlí, hafa ver- ið stöðugt í loftinu frá því 31. maí, ab þessu sinni. Alls 153 grasfrjókorn mældust í hverj- um rúmmetra andrúmslofts í Reykjavík í júní, borið saman við 17-63 næstu fimm árin þar á undan og um 120 í júní 1990. Enginn dagur hefur heldur ver- ið án súrufrjókorna frá 3. júní. Súrufrjó voru 157 í júní, en súmfrjó hafa aldrei áður mælst yfir hundrað í þeim mánuði. Mest er um frjókorn á þurrum og heitum dögum, en minna þá daga sem úrkoma er eða loftraki er hár. Vakin er athygli á því að frjó- tölur fyrir birki, gras og súrur (frjótala = meðalfjöldi frjókorna í m3 á sólarhring) eru birtar á bls. 168 í Textavarpi RÚV. Um 8-9% Reykvíkinga hafa ofnæmi fyrir grasfrjóum, sam- kvæmt könnun á tíöni frjónæmis sem gerð var fyrir fá- um árum. En frjónæmi er um helmingi sjaldgæfara í dreifbýli. Einkenni vegna frjónæmis byrja gjarnan með heiftarlegum hnerra og kláða í augum, en bólgur og bjúgur fylgja svo oft í kjölfarið og jafnvel asmaein- kenni, leiti fólk sér ekki hjálpar. Góðaksturs- keppni á strætó Jóhann Þorvaldsson stóð sig best í góðaksturskeppni Akst- ursklúbbs Starfsmannafélags SVR á strætisvögnum þetta ár- ið. Hann mun, ásamt fimm manna liði, taka þátt í keppni milli norrænna strætóbílstjóra sem fram fer í Helsinki bráð- lega. Independence Day slœr aösóknarmet: Tekjuhæsta helgi í sögu Hollívúdd Kvikmyndin Independence Day hefur slegiö mörg helstu aösóknarmet í Bandaríkjunum frá því myndin var frumsýnd á þeim kórrétta tímapunkti, að kveldi 3. júlí, nokkrum klukku- stundum ábur en þjóbhátíbar- dagur Bandaríkjamanna rann upp. Strax á forsýningu 2. júlí tóku metin ab falla, því tekjur af absókn nábi rúmum 11 milljónum miðað við fyrra met Die Hard 2, sem náði inn litlum 3,7 milljónum. Jurassic Park er tekjuhæsta mynd sögunnar og halaði inn yfir 900 milljónir dollara, eða um helming íslensku fjárlaganna. Júra- garðurinn hlaut gríðarlega aðsókn til að byrja með og þénuðu menn 81 milljón dollara á henni fyrstu 7 sýningardagana. „ID4" hefur nú þegar slegið þetta met, því fyrstu 5 sýningardagana eru samanlagðar tekjur af myndinni áætlaðar 94,6 milljónir dollara. Síðasta helgi var því tekjuhæsta einstaka helgi í allri sögu Hollywood. Umrædd kvikmynd segir frá því er geimverur setjast að jarðarbúum og ráöast að þeim með ofbeldi og eyðileggingu. Gríðarstór geimskip hefja árás á stærstu borgir heims. Jarðarbúar verða að sameinast gegn mestu vá sem sótt hefur aö mannkyninu. Myndin verður frumsýnd um miðjan ágúst á ís- landi. -LÓA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.