Tíminn - 10.07.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.07.1996, Blaðsíða 11
Mibvikudagur 10. júlí 1996 11 Tet-sóknin TET, eftir Ronnie E. Ford. Frank Cass, 224 bls., ib. £28, ób. £15. Tet-sókn Vietcong og norður- víetnamsks herliðs 30.-31. janúar 1968 markaði tímamót, straum- hvörf, í stríöinu í Víetnam, hvort heldur þab var sakir pólitísks eða hernaðarlegs ávinnings. Höfund- ur bókar þessarar, Ronnie E. Ford, höfuðsmaður í leyniþjónustu bandaríska hersins, styðst við bandarískar heimildir og að nokkru víetnamskar, sem og við- töl við bandaríska herforingja. í ritdómi í Times Literary Supple- ment 7. júlí 1995 sagöi: „Sókn Norður-Víetnama, sem að óvörum kom, var frábærlega vel tímasett. Til forsetakosninga dró í Bandaríkjunum. Án þess að Þjóðþingið hefði lýst yfir stríði, hafði Johnson forseti beitt banda- rísku herliði í Suöur-Víetnam (þá 470.000 manna), sem hrakti af höndum sér skæruliða Vietcong og hélt uppi loftárásum á Norður- Víetnam. Það var hernaðarleg þolraun; um 16.000 Bandaríkja- menn höfðu þegar fallið í valinn. Ráðgjafa Johnsons forseta greindi á um baráttuaðferðir." „Eins og Ford hefur orð á, höfðu helstu forystumenn í Hanoi — meöal þeirra Ho Chi Minh forseti, Ngo Nguyen Giap landvarnaráðherra og herforingj- ar þeirra í víglínunni — lengi rætt, hvernig hinir voldugu Bandaríkjamenn yrðu hraktir úr landi „og suðurhluti landsins leystur úr ánauð". Þrátt fyrir efa- semdir Giaps afréðu þeir á miðju ári 1967 að leggja til „allsherjar sóknar og uppreisnar"." „Þeir, sem lögðu á ráðin í Hanoi, hugðu á þrepkennda at- lögu. í fyrstu atrennu „jarð- fylgsna"-flokka (sapper) Viet- cong, sem yrðu undanfari árásar reglulegra hersveita Vietcong og Norður- Víetnama. Stefndu þeir að því að ná yfirráðum í öllum Fréttir af bókum borgarhlutum Saigon, í Danang, Hue og sem flestum fylkis-höfuð- borgum, um leið og stuðnings- menn Vietcong í þeim hæfu upp- reisn. ... Liösflokkum Vietcong var ætlað að fara huldu höfði til borga í hinu árlega áramóta- vopnahléi, 27. janúar-3. febrúar, sem stjórnvöld í Hanoi lýstu yf- ir." „Áður en fram til áramóta leið, varaði Westmoreland, yfirhers- höfðingi Bandaríkjanna í Víet- nam, Johnson forseta við, að óvinurinn hygði á einhvers konar mikils háttar sókn. Bandaríska leyniþjónustan, CIA, hafði meira Handrit Cuömundar Guömundssonar bóksala á Eyrarbakka: Ævi og feröalag Út er komin bókin Æfiágrip og ferðadagbók Guðmundar Guð- mundssonar bóksala á Eyrarbakka. í henni eru prentuð tvö handrit Guðmundar sem hafa ekki áður birst á prenti. Hið fyrra er ferðadag- bók, sem hann hélt í ferð sinni til Kaupmannahafnar 1904, og hið síðara æviágrip sem hann hóf að rita 1910. Guðmundur fæddist á Minna- Hofi á Rangárvöllum 1849 og lést í Reykjavík 1937. Lengst af var hann þó búsettur á Eyrarbakka. Fyrstu ár sín þar kenndi hann við barnaskól- ann, en gerðist svo bókhaldari við Lefoliisverslun og rak jafnframt bóka-, ritfanga- og glerverslun, blaðsölu og bókbandsiðn. Auk þess gegndi hann lykilhlutverki í öllu félagsstarfi á Eyrarbakka á sinni tíð, mddi kvenfélaginu t.a.m. braut og var meðal stofnenda stúkunnar Eyrarrósarinnar og Sparisjóðs Ár- nessýslu. Viggó Ásgeirsson bjó bókina til prentunar, útbjó mannanafnaskrá og ritaði formála. Viggó er sagn- fræðinemi og vinnur nú að rann- Æfiágrip og ferðadagbók Guönuindar Guðniundssonar bóksala á Eyrarbakka Viggó Ásgeirsson bjó til prentunar Fréttlr af bókum sóknum á spánsku veikinni á veg- um Læknafélags íslands, auk þess sem hann fæst við val á myndum í Sögu Reykjavíkur 1940-1990 sem kemur út á þessu ári. Útgefandi bókarinnar er Viggó V fÁ v>, t L .*»»»» / o G 4? '***<> * ^ ^Gæðabækur** að segja komist á snoðir um hinar djarflegu Tet-fyrirætlanir óvinar- ins. Við því var eyra þó ekki lagt í Hvíta húsinu.... Hvað Westmore- land viðvék, gat hann einfaldlega ekki lagt trúnaö á aðvaranir um „allsherjar sókn að og í borgum". ... Þremur vikum fyrir áramótin hvatti Westmoreland engu að síð- ur Thieu forseta og stjórnvöld í Washington til að afturkalla vopnahléð. ... Loks taldi hann Thieu á að stytta vopnahléð úr 48 í 36 klukkustundir." „Sakir þessa hröðuðu stjórn- völd í Hanoi sér til að fyrirskipa, að árásir hæfust á nýársdag. Að gamla dagatalinu, viðhöfðu í Hanoi, er hann 30. janúar, en að nýja dagatalinu, viðhöfðu í Saig- on, er hann 31. janúar. Vegna þessa lögðu fyrirliðar kommún- ista í Suður- Víetnam ýmist til at- lögu hinn fyrri eða hinn síðari, þannig að liðsveitir Suður-Víet- nama og Bandaríkjamanna bmgðust degi fyrr við en þeir höfðu vænst. Verr kom þeim, að fyrri daginn lögðu jarðfylgsna- flokkar og árásarlið þeirra að Saig- on og Danang, börðust þar og féllu einar síns liðs. Alstaðar nema í Hue var fátt um annarrar atlögu liðsveitir til að fylgja fyrstu atlögunni eftir. í Hue stóöu bar- dagar í 24 daga." -----------> / ágjafverði! \ . r- ^ ! 4ej»*.krónur i ^ '*•**« W *»»•. V w tjm 15 bóka afmælisútgáfa Viggó Ásgeirsson. Ásgeirsson og er hún prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Uppsetn- ing og hönnun hennar var í hönd- um útgefanda og er hún til sölu hjá honum í síma 562 1409 og í „Hús- inu" á Eyrarbakka. Bókin er 85 bls. og kostar 1.000 kr. Bókaforlagið Vaka-Helgafell gaf nýverið út 15 nýjar bækur í til- efni af 15 ára afmæli fyrirtækis- ins á þessu ári. Efni bókanna er hið fjölbreyttasta: íslenskar fornbókmenntir, smásögur, ljóð, tilvitnanir og fræðsla og fróðleikur af ýmsu tagi. Bækurn- ar eru innbundnar og í hand- hægu broti, 80 síður að lengd og kosta á sérstöku tilboðsverði í sumar, aðeins 495 krónur hver bók. Fullt verð bókanna er 995 krónur, þannig að kaupendur spara 500 krónur áhverjueintaki. Fl*éttÍr Með utgafu __________ bókanna ætlar Vaka-Helgafell að gera alvarlega tilraun til þess að breyta þrennu, sem oft ber á góma þegar rætt er um bækur: - { fyrsta lagi eru bækurnar gefnar út utan hefðbundinnar bókatíðar fyrir jólin, en oft heyrist kvartab yfir því að ekki sé nægilegt fram- boð bóka á öbrum árstímum. - í öðm lagi verba bækurnar seld- ar á ótrúlega lágu verði, aðeins 495 krónur bókin, en margt fólk hefur reynst tregt til að kaupa bækur handa sjálfu sér verðsins vegna. - í þriðja lagi verba landsmenn óspart hvattir til að taka sér bók í hönd og lesa í sumar, en kannan- ir hafa sýnt aö bóklestur hefur verið takmarkaður yfir sumar- mánuðina. Afmælisátakið ber yfirskriftina „Bókasumar Vöku-Helgafells" og verður það kynnt meb áberandi hætti á sölustöðum um allt land. Hafnarabstaba er ónauðsynleg í Kópavogi Formaður atvinnumálanefndar Kópavogs skrifar um uppbyggingu í Kópavogi undanfarin ár. Ekki hef ég undirritaður orðiö var við mikla uppbyggingu í atvinnutækifæmm í Kópavogi og allra síst undir stjórn núverandi formanns atvinnumála- nefndar. Þess má geta að fundar- gerðir formanns undanfarið, eða frá ráðningu hans, em með þvílíkum endemum og ólíkindum að það hálfa væri nóg. Eins og t.d. það ab komast í skoðunarferðir og heim- sóknir til allra átta á kostnað bæjar- búa. Ég bið formann ab reyna ekki ab mótmæla þessu. Formaður segir í grein sinni að mikið hafi verið unnið við höfnina í Kópavogi. Hún minnist ekki á einn einasta þátt, en á sennilega við að vinur hennar, hr. Gunnar Birgis- son verktaki, og menn hans hafi keyrt í höfnina nokkmm bílhlöss- um af grunnargrús fyrir 30-40 millj- ónir. Undirritaður hefur ekki orðib var við stórt svæði né mikla umferð við höfnina í Kópavogi. Óskhyggja frú Sigurrósar er þvílík draumsýn að með ólíkindum er, og það á degi sjómanna sem haldinn er hátíðleg- ur um land allt, nema í Kópavogi. Flestir bæir við sjó, eins og formab- ur bendir réttilega á, sem hafa ein- hvern bryggjustúf, halda sjó- mannadaginn hátíðlegan, en svo er ekki í Kópavogi. Af hverju? Ef til vill vegna þess að þab vantar höfnina hennar Sigurrósar. Af hverju skyldu þingmenn ekki LESENPUR hafa áhuga á bryggjunum hennar Sigurrósar? Af hverju heldur þú að fjárveitingavaldið á Alþingi hlusti ekki á þig og þína líka? Vegna von- lausrar fjárfestingar í bryggjum í Kópavogi. Þetta eru hlægilegar ábendingar hjá þér, kæra Sigurrós. Höfn í Kópavogi hefur aldrei og verður aldrei neitt, nema fólkið sjálft, sem byggir þennan bæ, þrýsti á um slíkar framkvæmdir og að út- gerðarmenn og innflytjendur fari að flytja og landa fiski nú þegar hér í Kópavogi. Að lokum, virbulegi formaður, það er mikill munur á að láta sig dreyma og að horfa á raunveruleik- ann eins og hann er. Ég segi við þig: Vektu á þér athygli meö atvinnu- skapandi störfum í Kópavogi. Til þess varstu kosin formaður at- vinnumálanefndar, eða var ekki svo? Kópavogsbúi Sumarbækurnar fimmtán, sem verið er að setja á markað í vik- unni, eru þessar: Hrafnkels saga Freysgoða. Út- gáfa Halldórs Laxness frá 1942, sem var meðal fyrstu fornsagna sem gefnar voru út með nútíma- stafsetningu. Ljóðaperlur. Úrval ljóba skáld- snillingsins Jónasar Hallgríms- sonar. Valgerður Benediktsdóttir valdi ljóðin. Hlini kóngsson og fleiri íslensk œvintýri. Sverrir Jakobsson valdi _______ ævintýrin og af bókum ritaöi inn __ gang. Fugl á garð- staumum og fleiri smásögur eftir Nóbelsskáldið Halldór Laxness. Stjómari himintunglanna og fleiri smásögur eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Nýju fótin keisarans og fleiri œv- intýri eftir danska skáldið H.C. Andersen í þýbingu Steingríms Thorsteinssonar. Svala Þormóðs- dóttir valdi efnib. Stjómarskrá lýðveldisins íslands. Gildandi grundvallarlög um stjórnskipan ríkisins og mann- réttindi. Snjallyrði. Tilvitnanir og spak- maeli frá ýmsum tímum. Kjartan Örn Ólafsson tók saman. Samkvœmisleikir fyrir hresst fólk á öllum aldri. Sigurður Helgason þýddi og staðfærði. Djákninn á Myrká og fleiri ís- lenskar draugasögur. Sverrir Jak- obsson valdi sögurnar 26 og rit- abi inngang. Hvern dreymdi þig? Skýringar á 300 mannanöfnum í draumum. Símon Jón Jóhannsson þjóðfræb- ingur tók saman og ritaöi for- mála. Hvenaer gerðist það? Atburðir og ártöl í íslandssögu. Jón R. Hjálm- arsson sagnfræðingur tók saman. Hvað segja stjömumar um þig? Stjörnuspeki og stjörnuspár eftir merkjum og fæðingardögum. Grétar Oddsson tók saman. Púkinn og fjósamaðurinn og fleiri tslenskar þjóðsögur. Sverrir Jakobsson valdi sögurnar 23 og ritaði inngang. Hávamál. Spekikvæðin fornu með myndskreytingum eftir Gro Eriksson Stoll. Pétur Már Ólafs- son ritaði inngang og Pétur Ást- valdsson tók saman skýringar við kvæbin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.