Tíminn - 30.07.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.07.1996, Blaðsíða 1
Það tekur einn ¦virkan dag að boma póstinum É^^^v pínum ttl sktla STOFNAÐUR 191 7 80. árgangur Þriöjudagur 30. júlí 142. tölublað 1996 Klœönabur karlanna vib emb- œttistöku Ólafs Ragnars: Margir leigja kjólföt — ein- hverjir munu mæta í íslenska hátíðarbún- ingnum Fjölmargir bobsgesta við embættistöku Ólafs Ragnars Grímssonar á fimmtudaginn eru búnir að festa sér kjólföt á leigu, en til þess er ætlast aö karlmenn, sem verba í stór- um meirihluta vib athöfnina, klæoist þeim búningi. Búast má viö ab einhverjir muni klæbast nýja, íslenska hátíb- arbúningnum vib hátíoina. Nokkrar leigur eru starfandi og leigja meðal annars kjólföt, smókinga, íslenska hátíðarbún- inginn, og síökjóla fyrir kven- fólkib. „Ef eitthvað er um að vera eins og konungskomur og álíka stórviðburðir, er ævinlega tals- vert um pantanir hjá okkur," sagði Hulda Þórðardóttir hjá kjóla- og smókingaleigu Brúð- arbæjar að Hjallabrekku 37 í Kópavogi. „Núna hafa pantanir verið að berast og fötin verða tilbúin á miðvikudag. Sólarhringsleiga á kjólfötum er 4.200 krónur, en íslenski hátíðarbúningurinn er dýrari í útleigu, vegna þess að hann er dýrari í innkaupum, leigan á honum er 6.500 krón- ur á sólarhring, og einhverjir munu eflaust klæðast honum á fimmtudaginn," sagði Hulda. Kjólfafaleiga Katrínar Óskars- dóttur í Grjótaseli 16 hefur líka mikið framboð af kjólfötum og öðrum samkvæmis- og við- hafnarfatnaði fyrir konur og karla. „Það eru svo margir þessara karla sem eru nánast í áskrift hjá mér. Það er miklu praktísk- ara að taka svona dýran fatnað á leigu öðru hverju," sagði Katrín í gær. Það kostar 4.500 krónur hjá henni að fá lánuð kjólföt. Hún vissi ekki til að karlar mundu klæðast smókíng eða íslenska hátíðabúningnum við embætt- istökuna, í boðskortiriu væri áskilið að menn mættu kjól- klæddir. Þó er vitað um í það minnsta tvo alþingismenn sem munu hunsa þessi tilmæli um kjól og hvítt, þá Össur Skarp- héðinsson og Ögmund Jónas- son. -JBP Katrín Óskarsdóttir er meb kjólfötin tilbúin fyrir embœttistóku nýs forseta. Búast má vib ab einhverjir gesta muni klœbast íslenska hátíbabúningnum, sem sést til hcegri á myndinni og hefur náb miklum vinsceldum. Tímamynd: C5 JónKristjánsson, formaöur fjárlaganefndar: Áfram niöurskuröur í næstu fjárlögum Jón Kristjánsson alþingismab- ur og formaður fjárlaganefnd- ar alþingis segir ab til þess ab geta skilab næstu fjárlögum hallalausum verði ab skera út- gjöldin nioiir um 4 milljarba króna. „Sá niburskurbur skiptisl hlutfallslega nibur á rábuneytin, en sérstaklega þarf ab draga saman í útgjald- afrekum málaflokkum, abal- lega í heilbrigbis-, félags- og menntamálarábuneytí. Þau sleppa ekki undan niður- skurðarhnífnum. Það auðveld- ar málið nokkuð að það eru meiri tekjur í ár, og uppsveifla í atvinnulífinu. Hinsvegar hefur orðið fyrirsjáanleg aukning í Skattskráin á Reykjanesi: Aðalverktakar hæstir íslenskir abalverktakar sf. greiða lang hæsta skatta lögað- ila í Reykjanesumdæmi álagn- ingaráriö 1996, eða 337.960.538 krónur. Næst kemur varnarliðið með rúmar 144 milljónir og Hafnarfjarð- arkaupstaður er í þriðja sæti með rétt rúmar 54,3 milljónir króna. Þá koma Pharmaco (53 m.kr.), Kópa- vogskaupstaður (50,3 m.kr.), Byko hf. (47,6 m.kr), Sparisjóður Hafnar- fjarðar (46,9 m.kr.), Byggingaverk- takar Keflavík (35,2), Fjarðarkaup (34 m.kr.), og P. Samúelsson (33,7 m.kr). ¦ útgjöldum, þannig að við reiknum ekki með því að tekju- aukinn á þessu ári auðveldi okkur róðurinn á næsta ári. En það verður auðveldara að standa við það markmið á þessu ári að fjárlagahallinn verði ekki meiri en 4 milljarðar. Ef okkur tekst ekki að ná end- um saman núna við þessar að- stæður, þá gerum við það ekki í niðursveiflu." Jón sagði það vissulega áhyggjuefni ef einkaneysla færi úr böndunum. í því sambandi væri talað um að hagvöxtur mætti ekki vera meiri en 3-4% ef komast eigi hjá aukinni þenslu í þjóðfélaginu. Og við værum á þeim mörkum. Jón benti jafnframt á að vegna hættunnar á þenslu væri nauð- synlegt að stilla útgjöldum rík- isins í hóf. Nærtækara væri að auka útgjöldin þegar að færi að kreppa í þjóðfélaginu. Jón sagði ennfremur að verið væri að skoða það hvernig skera mætti niður útgjöldin án þess að það kæmi harkalega niður á þeim sem verst standa. „Vandamálið er að útgjöldin t.d. í heilbrigðisgeiranum halda áfram að vaxa, sérstaklega lyfja- kostnaðurinn sem vex stöðugt, þrátt fyrir aðgerðir til að halda honum niðri. Útgjöld vaxa líka mjög í tryggingakerfinu. Þetta tengist því að það er að verða aldurskipting í þjóðfélaginu, hlutfall eldra fólks er að aukast og því fjölgar þeim sem þurfa á bótum að halda". Samkvæmt áætlun ríkis- stjórnarinnar er sterht að því að fjárlagahallinn í ár verði ekki meiri en 4 milljarðar króna, og er það í samræmi við fjárlaga- áætlun síðasta árs. Útgjöld munu fara fram ur áætlun á þessu ári, en á móti kemur mik- il tekjuaukning ríkissjóðs, sem rekja má til almenns efnahags- bata í þjóðfélaginu, og aukinn- ar neyslu því samfara. í ljósi þessara aðstæðna stefnir ríkis- stjórnin að því að skila halla- lausum fjárlögum á næsta ári. -sh Skattgreiöendur á Reykjanesi: Pétur Stefánsson skattakóngur Pétur Stefánsson, Arnarhóli í Mosfellsbæ, er hæsti skatt- greiðandi úr hópi einstak- linga á Reykjanesi í ár. Hann greiðir 14.145.897 kr í skatta. Næstir koma: Reynir Jó- hannsson, Ránargötu 3, Grindavík með 11,6 m.kr; Benoný Þórhallsson, Staðar- hrauni 13, Grindavík (10,8 m.kr.), Steinn Sveinsson, Sæ- vangi 20, Hafnarfirði (10,3 m.kr.), Magnea Rósa Tómas- dóttir, Látraströnd 3, Seltjarn- arnesi (8,3 m.kr), Helgi Vil- hjálmsson, Skjólvangi 1, Hafn- arfirði (7,9 m.kr.), Werner ívan Rasmusson, Birkigrund 53, Kópavogi (7,8 m.kr.), Ágúst Valfells, Hrauntungu 46, Kópa- vogi (7,6 m.kr.), Einar Sædal Svavarsson, Hraunsvegi 10, Reykjanesbæ (7 m.kr.), Sólveig Eggerz Pétursdóttir, Skólabraut 3 Seltjamarnesi (6,9 m.kr).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.