Tíminn - 08.08.1996, Síða 5
Fimmtudagur 8. ágúst 1996
5
Flest höfum viö einhvern tím-
ann upplifaö íslenska nátt-
úru meö þeim hætti aö þykja
sem viö séum stödd í paradís og
viljum varöveita minningu
augnabliksins sem lengst í hug-
anum. Þaö umhverfi sem kallar
fram slík hughrif er sennilega í
fæstum tilvikum þaö umhverfi
sem viö lifum og hrærumst í dag-
lega þó flest eigum viö sem betur
fer okkar eigin griöarstaö.
Tilefni þessara vangaveltna er
ferö sem ég fór nýverið um Ár-
neshrepp á Ströndum en dvöl þar
norður frá hefur ætíö sömu áhrif
á mig, mér þykir sem ég sé kom-
inn í paradís á jörðu. Það skal að
vísu viðurkennt að ég hef ekki
komið norður í Norðurfjörð
nema svona átta eða tíu sinnum
um ævina og aldrei nema að
sumarlagi. Þó ekki sé unnt að
lofa eilífri sól á Vestfjörðum frek-
ar en á öðrum stöðum vil ég
hvetja sem flesta til að ferðast um
Vestfirði til að sjá og upplifa nátt-
úrufegurð hins óspillta lands.
Ferð norður í Árneshrepp virðist
e.t.v. nokkuð úr leið fyrir þá sem
aldrei hafa út fyrir hringveginn
komið en slík ferð er þó minna
mál en margur heldur. Ferðin frá
Hólmavík og norður í Árnes-
hrepp tekur hagvana um tvo
klukkutíma en þar sem margt
spennandi er að sjá á leiðinni
ætti ferðamaður að ætla sér rýmri
tíma. Það verður að vísu að viður-
kennast að vegurinn úr Bjarnar-
firði og í Norðurfjörð er víða
harður, jafnvel grýttur, en þó vel
fær venjulegum fólksbíl ef hóf-
lega er ekið. Ástand vegarins vek-
ur upp hugleiðingar um þá
skammsýni sem þjóðin sýnir í
fjárveitingum til vegabóta í dreif-
býli því vegir til staða eins og
norður í Árneshrepp á Ströndum
þjónar ekki bara þeim íbúum sem
þar búa heldur einnig þeim þús-
undum ferðamanna sem leita út
á vegi landsins á sumrin í leit að
einhverju nýju til að skoða og
upplifa. Góðir gistimöguleikar
standa ferðamanni til boða á
Ströndum, má nefna bæði gisti-
heimili og hótel sem starfa allt
árið á Hólmavík, sumargistingu á
Klúku í Bjarnarfirði sem og Bæ
við Drangsnes en á öllum þessum
stöðum eru góðir gististaðir. Þeg-
ar norðar dregur er einnig góða
gistingu og veitingar að fá bæði
hjá hjónunum Ásbirni og Evu á
Hótel Djúpuvík sem og hjá henni
Bergþóru sem rekur gistiheimili í
Norðurfirði. Þá hefur Ferðafélag
íslands nýlega fest kaup á jörð-
inni Norðurfjörður II með það
fyrir augum að hafa þar gistingu
fyrir ferðahópa sem stunda
göngur um þetta fagra land-
svæði. Það er mikill akkur að því
fyrir svæðið að fleiri en einn aðili
bjóði gistingu því margir ferða-
menn eru nú einu sinni þeirrar
gerðar að ferðast ekki til svæða
þar sem ekki er unnt að ganga að
því sem vísu að fá gistingu án
þess að gera ráðstafanir með
löngum fyrirvara.
Þegar komið er norður fyrir
Bjarnarfjörð liggur leið ferða-
mannsins um svokallaða Bala
áður en komið er í Kaldbaksvík.
Víða eru góðir áningarstaðir á
leiðinni, ströndin vogskorin með
skemmtilegum víkum þar sem
fjaran heillar bæði fullorðna og
börn með öllum þeim marg-
breytilegu hlutum sem sjórinn
skilar á land. Skammt er milli
fjalls og fjöru og gnæfa fjöllin há,
þverhnípt og tignarleg og eiga
sinn þátt í að skapa sérstöðu
þessa skemmtilega svæðis. Áður
en komið er í Reykjarfjörð er far-
ið um Veiðileysufjörð og er auð-
velt að komast í rómantískar hug-
leiðingar þegar horft er heim að
eyðibýlinu sem stendur í botni
fjarðarins.
Gamla síldarmjölsverksmiðjan
á Djúpuvík, lýsistankarnir og
skrokkurinn af Suðurlandinu í
fjörunni eru sérstakir minnis-
varðar um athafnasemi og iðandi
mannlíf sem að vísu stóð ekki
lengi en ber þó athafnaþrá
mannshugans órækt vitni. Suð-
urlandið var dregið þarna upp í
fjöruna til að nota sem gistiað-
stöðu fyrir aðkomufólk sem kom
til að vinna við silfur hafsins,
síldina. Annar gististaður verka-
fólks, Kvennabragginn, hefur
verðið endurbyggður á skemmti-
legan hátt og hýsir nú Hótel
Djúpuvík. Þegar ég kom fyrst í
verksmiðjuna á Djúpuvík fyrir
um aldarfjórðungi síðan og gekk
þar um sali var auðvelt að í-
mynda sér að maður heyrði
skröltið í vélunum og hróp og
köll starfsfólks, og mikið af þeim
búnaði sem til þurfti við rekstur
verksmiðjunnar var þar enn rétt
eins og starfsfólkið hafi skroppið
frá í kaffi og á hverri stundu væri
von á að sjá dekkhlaðinn síldar-
bát birtast á víkinni með síld í
bræðslu.
Á Gjögri er nú fátt manna og sá
skemmtilegi fréttaritari Regína
Thorarensen á Gjögri hætt að
senda fréttir úr byggðarlaginu.
Stutt er frá Gjögri og norður í
Norðurfjörð þar sem er töluvert
undirlendi sé miðað við vest-
firskar sveitir. Flestir bæir í Norð-
urfirði nýta rekavið þó mikll sam-
dráttur hafi á seinni árum orðið í
framleiðslu á girðingarstaurum
samfara samdrætti í landbúnaði.
Flestir bændur eiga stórviðarsagir
og Sigursteinn vinur minn í
Litlu-Avík er með heila sögunar-
verksmiðju þar sem hver einasti
kubbur sem til fellur er nýttur og
fer einungis minnsta afsag í lur-
kaketilinn til að hita upp íbúðar-
húsið. Árneshreppur hefur um
aldir átt marga hagleikssmiði og
enn er að finna þar listasmiði
eins og bræðurna í Arnesi, þá Val-
geir og Ingólf, en unun er að
skoða handverkið á þeim gripum
sem þar eru smíðaðir. Meðan við
drekkum góðan kaffisopa hjá
Þórdísi í Litlu-Ávík kemur þar Sig-
fús læknir á Hólmavík. Sigfús er
vellátinn læknir sem sinnir þessu
afskekkta byggðarlagi jafnt að
vetri sem sumri, fer oft á göngu-
skíðum norður í Árneshrepp yfir
háa fjallgarða með læknistösk-
una í bakpoka ef ekki gefur ann-
ann ferðamáta.
Höfn og verslun og sparisjóður
er í Norðurfirði og þar rekur odd-
vitinn Gunnsteinn Gíslason litla
fiskverkun sem tekur við fiski frá
þeim trillusjómönnum sem það-
an gera út. Gunnsteinn er einn af
þessum mönnum sem ekki gefst
upp þó móti blási og er hann ný-
búinn að byggja fallegt tvílyft
einbýlishús á stað sem kenndur
er við Thor Jensen, þann kunna
athafnamann sem eitt sinn átti
hús í Norðurfirði. Hávarður á
Kjörvogi er að landa afla en lætur
lítið yfir, segir að grásleppuvertíð-
in hafi algjörlega brugbist í ár og
er það erfitt fyrir svo lítið byggð-
arlag þar sem öll abföng skipta
miklu máli. Eftir kvöldmat förum
við hjónin í heimssókn að Steins-
túni, en sú aldna kempa, Guð-
mundur Valgeirsson í Bæ, segir
mér að Steinstún sé fallegasta
bæjarstæði á íslandi öllu og víst
er útsýnið fallegt yfir Trékyllis-
víkina og tignarleg Reykjarnes-
hyrnan blasir við. Undir mið-
nættið er haldið í sundlaugina á
Krossnesi, en laugin er skemmti-
lega staðsett niðri í fjöru og öll
aðstaða til babana til fyrirmynd-
ar. Upp úr miðnætti fjölgar fólki í
lauginni og líflegar samræður
hefjast um landsins gagn og
nauðsynjar. Við hjónin kveðjum
þetta líflega fólk og höldum yfir
að Munaðarnesi til ab njóta þess
VETTVANGUR
að vera í Paradís, njóta þess að
horfa á sólarlagið fyrir norðan
Drangaskörð. Þab þarf meiri rit-
höfund en mig til ab lýsa þeirri
stemmningu sem því fylgir að
sitja í kyrrðinni í hlíðinni fyrir
ofan Munaðarnes og horfa á
geisla sólar umlykja Drangana og
gylla sjávarflötinn. Stundin er
fullkomnuð þegar lítil trylla gárar
sjávarflötinn dragandi fjölmarga
rekaviðardrumba til sögunar í
Munaðarnesi. Þarna em komin
þau hjón, Guðmundur hrepps-
stjóri og Sólveig í Munaðarnesi.
Þó rómantíkin sé okkur hjónum
efst í huga vib þessar aðstæður
dylst okkur ekki að það er hörð
lífsbarátta sem þetta fólk býr við.
Þab er ekki á færi neinna aukvisa
ab halda á tryllu á fjarlægar fjör-
ur, velta stærbar trjádrumbum
niður í sjávarmál og hafa ekki
önnur tæki til en handaflið, járn-
kall og kaðalspotta.
Ferbalangar geta vafalítið feng-
ið keypta þá þjónustu að fá sig
ferjaða á báti frá Munaöarnesi og
norður að Dröngum en ganga
svo suður í Ingólfsfjörð eða yfir í
ísafjarðardjúp. Um sjö til átta
tíma ganga er frá Dröngum í Ó-
feigsfjörð, og einhvern tíma tek-
ur svo ab fara yfir í Ingólfsfjörð
þar sem bíllinn bíbur. Nútíma
göngugörpum í Goretexgöllum
og sérsmíðuðum gönguskóm ætti
ekki að verba skotakuld úr slíkri
göngu því Selma í Steinstúni,
sem uppalin er á Dröngum, segir
mér að ungmennin hafi skokkab
þetta áður einungis til ab komast
á ball í Ingólfsfirði. Sjálfur hef ég
lengst komist norður í Ófeigs-
fjörð en ég hef hinsvegar ferðast
mikið um miðhálendi íslands og
ætla ekki að bera saman hversu
mikilfenglegri náttúran er þarna
noröur frá og meira spennandi til
útivistar en hrjóstrugir sandar
miðhálendisins.
Á heimleiðinni er dvalið um
stund yfir kaffisopa og líflegum
samræbum hjá Hjalta og Guð-
björgu í Bæ og síðan heilsab upp
á hjónin á Melum, þau Björn og
Bjarnheiöi. Guðmundur sonur
þeirra varð þjóbkunnur fyrir frá-
bæran árangur í liði MR í spurn-
ingakeppni framhaldsskólanna
og sú stutta viðkynning sem ég á
þarna vib þennan myndarlega og
glaðlega dreng gleður mitt gamla
MR hjarta. Guðmundur er á för-
um til Japans til ársdvalar að
kynna sér háttu þarlendra og
þykir ekki tiltökumál ab fara svo
langa leið enda sennilega minna
mál að fljúga frá Keflavík til Jap-
ans en að brjótast norður í Norð-
urfjörð í jólafrí á erfiðum vetri.
Þau hjón, Björn og Bjarnheiö-
ur, segja mér af áhyggjum sínum
af skólamálum en skólastjórinn á
Finnbogastööum er að hverfa á
braut til annarra starfa. Á heim-
leiðinni impra ég á því við konu
mína að ég gæti vel hugsað mér
ab dvelja eins og einn eða tvo
vetur sem skólastjóri og kennari á
Finnbogastöðum. Sé fyrir mér í
hillingum þann frið og þá ró sem
dvöl á Finnbogastöðum biði upp
á og allt það sem mig hefur ætíb
langað til að lesa og kynna mér
en aldrei fundið tíma til. Konan
mín, sem ég veit að mundi elska
slíkt líf, kippir mér hinsvegar inn
í raunveruleikan aftur meb því að
minna mig á að ég hafi ekki
kennararéttindi og gæti því aldrei
orðið annab en leiðbeinandi. Já
hún er orðin undarleg þessi sér-
fræbiveröld, ég hef ekki réttindi
til að kenna fámennum hópi
barna að reikna og lesa en hef þó
háskólapróf bæbi í heimspekileg-
um forspjallsvísindum og við-
skiptafræbi, hef verið treyst til að
leysa af prófessor í Háskóla ísland
í ein þrjú misseri, rek fyrirtæki
með yfir fjörutíu starfsmenn og
fæst auk þess við löggjafarstörf.
En konan mín lætur slíkar mót-
bárur sem vind um eyrun þjóta,
segir að það þurfi sérmenntun til
að kenna börnum og unglingum
og mótbárur mínar séu einugis
dæmi um skilningsleysi stjórn-
valda á mikilvægi kennarastarfs-
ins. Hún klykkir reyndar út með
því að minna á, ab hún sjálf hafi
þab kennarapróf sem til þurfi og
það megi skoba þann möguleika
síðar að hún sæki um skólastjóra-
stöðuna en ég verði leiðbeinandi
undir hennar stjórn. Já hver veit.
Höfundur er alþingismabur.
Frá Djúpuvík.