Tíminn - 15.08.1996, Síða 6

Tíminn - 15.08.1996, Síða 6
6 Fimmtudagur 15. ágúst 1996 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Meginskýring á fólksflutning- um frá Egilsstöbum: Skortur á atvinnu og lág laun Um 40% þeirra sem flutt hafa frá Egilsstööum síðastlibin fje>g- ur ár gerðu það vegna starfs. Rúm 5% vísuðu til lágra launa sem meginskýringar á brott- flutningi sínum frá staönum. Þetta kemur fram í skýrslu Jóns Inga Sigurbjörssonar um bú- ferlaflutniinga til og frá Egils- stöðum en hann stjórnaði könnun sem framkvæmd var í Menntaskólanum á síöasta skólaári. Annars vegar var leitab svara hjá 77 einstaklingum sem hafa flutt burt frá Egilsstöðum og hins vegar hjá 62 sem flutt höfbu til Egilsstaöa undanfarin 4 ár. Alls var því leitað svara hjá 139 einstaklingum en heildar- fjöldi beggja hópa var 937 manns. Skýringar á brottflutningi frá Egilsstöðum, aðrar en starf og laun, voru margar og fjölbreyti- legar. Um 14% höfðu flutt frá Egilsstööum til að stunda nám og 17% vegna starfs og/eða bú- setu maka. Helmingur brott- fluttra hafbi komið sér fyrir á höfuðborgarsvæðinu en 34% höfðu sest að á landsbyggðinni, þar af 13% á Austfjörðum sem er örlítiö færra en þeir sem flutt höfbu til annarra sveitarfélaga á Héraði. Rúm 36% þeirra sem fluttu frá Egilsstöðum höfðu búið þar ábur og voru því að flytja þaðan í a.m.k. annað sinn. Um 52% brottfluttra hafbi há-, iðn- eða sérskólapróf. í könnuninni voru aðspurðir beðnir að lýsa mati sínu á ástandi ýmissa málaflokka. Nib- urstöður eru jákvæbar þegar spurt er um þjónustu, samgöng- ur, menntamöguleika og félags- og íþróttalíf en dæmið snýst við þegar spurt er um atvinnu- möguleika. Aðeins 9% sögðu at- vinnutækifæri góð eða mjög góð. Þegar skoðaður er hópurinn sem flutti til Egilsstaða á tíma- bilinu kemur í ljós að rúm 40% vísa til starfs sem meginskýring- ar sinna búferlaflutninga. Tæp 18% nefna starf eða búsetu maka eða ættingja. Rúm 45% þeirra sem fluttu til Egilsstaða höfbu búið þar áður. Athygli vekur hve jöfn skipt- ing er milli flokka þegar skoðað er hvaðan fólk flytur og segir það e.t.v. sína sögu um upp- runa Egilsstaðabúa yfirleitt. Flestir komu frá höfuðborgar- svæðinu eða um 24%. Álíka margir komu frá öðrum sveitar- félögum á Hérabi og þeir sem fluttu frá Austfjörðum, saman- lagt rúm 43%. Frá útlöndum / þessu tvöfalda tjaldi mátti sjá ýmis nútímaþœgindi eins og sjónvarp, þá héngu málverk uppi. Mjög algengt er oð abkomuunglingar á þjóbhátíb banki upp á íhús- tjöldum Eyjamanna og bibji um kaffi og/eba reyktan lunda. Þessi ung- menni litu vib í tjaldinu hjá jenný og Svenna Sveins og þábu kaffi. Lúbvík þingmabur var ab sjáflsögbu á Þjóbhátíb. Hann leit vib íþessu tjaldi á sunnudaginn og var greinilega glatt á hjalla. Austurland NESKAUPSTAÐ fluttu um 18% og rúm 14% frá landsbyggðinni utan Austfjarða og Héraðs. Um 95% aðfluttra segjast ánægbir að búa á Egils- stöbum. VESTMANNAEYJUM Björn Þorgrímsson, fram- kvæmdastjóri íþróttafélagsins Þórs: Heppnabist vel þrátt fyrir óvebur Björn Þorgrímsson, formaður þjóðhátíðarnefndar Þórs, segist ekki geta veriö annað en ánægður með hvernig til tókst á þjóðhátíð. Veður setti tvisvar strik í reikn- inginn, á laugardagsmorguninn þegar gerði mikinn hvell og taka varð um 300 manns í hús og á mánudaginn þegar ófært var með flugi frá því hálf tíu um morgun- inn og fram undir fimm. Að öðru leyti segir Björn að þjóðhátíðin hafi í heildina farið vel fram. Dagskráin hafi gengiö vel, skemmtikraftar staðið sig með mikilli prýði og engin alvarleg slys hafi orðið. Það sem gerir Þjóðhátíð Vest- mannaeyja fyrst og fremst frá- brugðna öðrum „útihátíðum" er hústjaldamenning okkar Eyja- manna. Hústjöldin eiga sér ára- tuga hefð og hafa lítiö breyst í tímans rás nema að járnsúlur eru að mestu komnar í stað trésúlna. Elsta hústjaldið í dalnum að þessu sinni, að talið er, mun vera Engum er í kot vísab hjá Sigurrós og Tómasi Njáli. Þar var margt um manninn ab venju en Sigur- rós er þekktur gítarleikari og á engan sinn líka á þjóbhátíb þeg- ar hún spilar til morguns. frá árinu 1958 en það er með tré- súlum og gömlum segldúk sem heldur vatni og vindum. Skemmtun Eyjamanna fer aðal- lega fram í hústjöldunum þar sem gítar er nánast í hverju tjaldi og lagið tekið fram undir morg- un. Á daginn er gestum og gang- andi boðið í rjúkandi kaffi og glæsilegt bakkelsi. FRÉTTAmaður fór í hústjaldarölt á sunnudegin- um og var að sjálfsögðu alls stað- ar aufúsugestur. Norburlandasamningur um abgang ab Háskólanámi: Jafn abgangur fyrir Noröur- landabúa „Megininntak samningsins felst í því að þab á ekki ab mismuna nemendum milli Norburlanda," segir Stefán Stefánsson hjá Menntamála- rábuneytinu um samning Norburlandanna sem veitir öllum námsmönnum á Norb- urlöndum jafnan abgang ab háskólum alls stabar á Norb- urlöndunum. Umsóknir nema frá Norður- löndum eiga að fá sömu með- höndlun og umsóknir heima- manna en ekki að lúta ein- hverjum kvótakerfum. Þeir verða hins vegar að beygja sig undir þær reglur sem gilda við skólana í hverju landi. Sam- bærilegur samningur var gerbur árib 1994 milli sömu landa, hann tók í raun bara til einnar innritunar og að sögn Stefáns þá reyndi lítið á innihald hans. Aðspurður segir Stefán ásókn- ina í háskólanám hafa aukist Atvinnulífib: gífurlega á síðustu árum og að í þeim skólum þar sem valið er úr umsóknum þá hafi tilhneig- inin verið sú ab láta heima- menn ganga fyrir, þ.e. vísa er- lendum stúdendum frá. Hann segir sterkan pólitískan vilja á Norðurlöndum fyrir hinu gagngstæöa, a.m.k. ab því er varðar Norburlandabúa, eins og samningurinn vitnar um. Helsta nýmælið í samningn- um er það að í honum er samið um að hvert ríki greiði meb sín- um námsmönnum sem stunda nám í einhverju hinna land- anna, slík áformsyfirlýsing fylgdi með gamla samningn- um, en ísland er undanþegið þessu greiðslukerfi. Samningur- inn tekur gildi í fyrsta lagi 1. janúar 1997 og gengur úr gildi í árslok 1999 hafi ekki verið sam- ið um annað fyrir þann tíma eöa honum sagt upp. -gos Þormóður rammi hf. rammari en í fyrra Eigið fé Þormóbs ramma hf. á Siglufirbi hefur aukist um 462 milljónir króna frá ára- mótum og er nú um 1.332 milljónir króna. Hagnaður fyrirtækisins nam um 104,2 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs sem er litlu minna en hagnað- urinn fyrir sama tímabil í fyrra. Á þessu ári var greiddur 10% arður til hluthafa að upphæð 42 milljónir króna. Þá var hlutafé félagsins aukið um 20% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa og boðið út nýtt hlutafé að nafnvirði 100 milljónir króna, eignarhlutfall fyrirtækisins er 53% en nettó skuldir þess 249 milljónir. Meginþátturinn í rekstri Þor- móðs ramma eru rækjuveiðar og rækjuvinnsla. Verð á pillaðri rækju hefur lækkaö frá því í fyrra sem er skýringin á minni hagnaði í ár. Verð annarra rækjuafurða, s.s. sjófrystrar rækju, hefur hins vegar verið mjög hátt. Þormóður rammi hf. gerir út tvo ísfisktogara, einn frystitogara, rekur rækjuverk- smiðju, frystihús, saltfiskverk- un og reykhús. Um 200 manns vinna að meðaltali hjá Þormóði ramma. Vibræður um samein- ingu við önnur fyrirtæki, þ.e. Harald Böðvarsson hf. og Krossavík hf. á Akranesi og Miðnes hf. í Sandgerði, hafa staðið yfir að undanförnu. -gos Varbskipib Óbinn. Varbskip í Smuguna: Líklega læknir um Stjórnstöb Landhelgisgæsl- unnar reiknabi fastlega meb því ab læknir yrbi um borb í varbskipi sem sent verbur í Smuguna fljótlega. Stjórnstöbin hafbi ekki feng- ið nein formleg fyrirmæli varb- andi málið þegar Tíminn hafbi samband við hana í gær en gert var ráð fyrir ab fyrirkomulagið yrði með svipubu sniði og verið hefur undanfarin ár. -ohr

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.