Tíminn - 30.03.1989, Page 2

Tíminn - 30.03.1989, Page 2
2 Tíminn Fimmtudagur 30. mars 1989 Fulltrúi flóttamannastofnunar SÞ í viðræðum við ráðamenn (slands: Leggur til lágmarks- kvóta á flóttamenn Hagnaður Flugfélags Norður- lands varð á síðasta ári rúmar 11 milljónir króna: Eitt besta ár í sögu félagsins Fulltrúi flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum, Sören Jessen-Petersen, er nú staddur hér á landi. Hann hefur í heimsókn sinni meðal annars rætt við íslenska ráðamenn um málefni flóttamanna. F.v. Sören Jessen-Petersen fulltrúi flóttamannastofnunar Sameinuöu þjóð- anna, Hólmfríöur Gísladóttir frá Rauða krossi íslands og Hannes Hauksson framkvæmdastjóri Rauða krossins hér á landi. Tímamynd: Árni Bjarna Flóttamannastofnunin starfrækir skrifstofur víða um heim en annars staðar sér Rauði krossinn um mál- efni stofnunarinnar eins og verið hefur hér á landi. Sören sagði á blaðamannafundi sem haldinn var í gær, að ástandinu í heiminum mætti lýsa með tveimur orðum, von og erfiðleikar. Flóttamannastraumur til og frá löndum víðsvegar um heiminn hefur aukist á undanförnum árum. Sem dæmi nefndi hann að þótt ein fimmtán ár séu frá stríðslokum í Víetnam jókst straumur flótta- manna frá landinu um 42% á síðasta ári. Aðstæður eru mismunandi í hverju landi til að taka á móti flóttamönnum og á döfinni er að halda nokkrar ráðstefnur þar sent leitast verður við að finna lausn á vandanum. Málefni Austurlanda verða á dagskrá í Genf í sumar, annar fundur verður um málefni Suður-Ameríku í Guatemala og þannig mætti lengi telja. Þá verða málefni Afríkuríkja einnig tekin fyr- ir en ástandið þar er víða mjög bágborið. Sem dæmi má nefna við- stöðulausan straum flóttamanna til og frá Eþíópíu. Á síðasta ári komu þangað 750 þúsund flóttamenn frá Súdan og Sómalíu. Innfæddir flýja síðan fátækt landsins í stríðum straumum og mikil spenna hefur skapast í samskiptum þjóðanna. Norðurlöndin hafa tekið á móti nokkrum fjölda flóttamanna. Sören sagði þessi lönd lengi hafa verið í broddi fylkingar hvað það varðar að halda mannréttindum og mannúðar- sjónarmiðum á lofti. Þó hafa komið upp nokkur vandamál nýlega sem rakin hafa verið til flóttamannanna. Sören sagði að þau mætti í raun rekja til innfæddra íbúa landsins að miklu leyti. Þessi aukni flóttamanna- straumur gerði það að verkum að Norðurlandabúar hefðu, í stað þess að vera eingöngu í ráðgefandi hlut- verki, orðið að takast á við vanda- málið augliti til auglitis og sýna mannúð í verki. Hann vildi ekki meina að flótta- mennirnir ógnuðu atvinnutækifær- um innfæddra. Einkum þar sem iðnaður væri víðast í vexti og því full þörf á vinnukrafti. Eins vegna þess að flóttamennirnir væru yfirleitt sett- ir f verst launuðu störf þjóðfélagsins sem í sjálfu sér mætti segja að væri vandamál. Sören minntist þó einnig á ákveðna erfiðleika sem skapast hefðu í löndum eins og Danmörku, þar sem við húsnæðiseklu væri að etja. Þar gæti skapast viss spenna við úthlutun íbúða, en að þá reyndi einmitt á mannúðina í verki. Leitað hefur verið eftir því að íslendingar settu ákveðinn kvóta varðandi fjölda flóttamanna sem veitt yrði landvistarleyfi árlega. Einnig að við almennt opnuðum landið frekar en verið hefur og veittum fleiri landvistarleyfi en kvót- inn myndi segja til um. Sören átti viðræður við Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra og Þorstein Geirsson ráðuneytisstjóra í dóms- málaráðuneytinu og sagði undirtekt- ir hafa verið góðar. jkb Hagnaður Flugfélags Norður- lands hf. var á síðasta ári rúmar ellefu milljónir króna, en þar af er söluhagnaður af flugvél rúmar sex milljónir króna. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem haldinn var á" Akureyri nýlega. í skýrslu stjórnarformannsins Einars Helgasonar kom fram að árið 1988 hefði verið eitt hið besta í langri sögu félagsins. Verkefni hefðu verið næg og vel af hendi leyst og þakkaði hann starfsmönnum vel unnin störf í þágu félagsins og viðskiptavina þess. Félagið rekur umfangsmikla flugstarfsemi og notar til þess þrjár Twin Otter flugvélar, tvær Piper Chieftain og eina Piper Aztec flugvél. Þá notar félagið til flugkennslu tvær Piper Toma- hawk flugvélar. Flugfélag Norðurlands hefur með höndum áætlunarflug til 10 staða og var farþegafjöldi á síð- asta ári 19.554 farþegar. Þá flutti félagið 488 tonn af vörum, 202 tonn af pósti og farið var í 96 sjúkraflug á árinu. Flugstundir flugvéla félagsins urðu 5.421 á árinu og lendingar samtals 7.765. Hjá félaginu unnu að jafnaði 26 manns á síðasta ári, þar af 10 flugmenn og 8 flugvirkjar. -ABÓ __ Landssamband hestamannafélaga: Ráðist í útgáfu reiðleiða-korta Ferðanefnd sem skipuð var á síðasta þingi Landssam- bands hestamannafélaga hyggst gefa út kort þar sem merktar eru inn helstu reiðleiðir á landinu. Með kortunum fylgir upplýsingahandbók þar sem fjallað er um helstu áningarstaði og margt fleira. Nokkuð hefur staðið á upplýsingum sem falast hefur verið eftir í þessu sambandi og vonast aðstandendur útgáfunnar til að sem flestir bæti úr því snarlega. Á þessu ári verða gefin út kort yfir Mið-Vesturland, mið-hálend- ið, Mið-Suðurland og Norð-austur- land. Kortin eru unnin í samvinnu við Landmælingar. Eins og greint var frá í Tímanum fyrir skömmu hafa verið unnin mjög nákvæm grunn- kort af landinu öllu á vegum Landmælinga. Við prentun korta varðandi reiðleiðir verður bætt inn upplýsingum um helstu leiðir, landamerki, sæluhús og fleira sem getur komið ferðalöngum að gagni. Vonast er til að hægt verði að merkja inn mæðiveikigirðingar og hvar eru hlið á þeim til að forðast megi óþarfa óþægindi og jafnvel skemmdir á girðingum. Kortin koma til með að gefa betri heiidar- svip af leiðunum en hingað til hefur verið þar sem þau verða í mælikvarðanum 1:250 þúsund. Einnig verða merktar sérstak- lega inn leiðir milli bæja þar sem ferðaþjónusta bænda býður upp á gistingu, er með beitaraðstöðu og fleira. Með kortunum sjálfum verða einnig gefnar út lausblaðamöppur þar sem finna má nytsamlegar upplýsingar varðandi hverja leið fyrir sig. „Þar verður sagt frá því hvernig gatan lítur út undir hófnum. Hvar er hægt að hafa vatn ef maður fer yfir þurrt land, hvort farið er yfir stórgrýtt hraun, mikið hæðótt land. mýrlendi og fteira í þeim dúr. Það er auðvitað ekki vinnandi vegur að vera með tæm- andi upplýsingar varðandi þetta í fyrstu atrennu. En með tíð og tíma vonast ég til að safnist í sarpinn og skora á menn að þeir sendi mér umsagnir unt leiðir sem þeir fara og síðar meir leiðréttingar við kortin," sagði Ólafur B. Schram formaður ferðanefndarinnar í sam- tali við Tímann. Þá verða í möppunni upplýsing- ar um eigendur einstakra skála og hvernig má hafa uppi á þeini til að panta húsin í tíma. Einnig verða ýmsar upplýsingar um þá aðstöðu sem skálarnir hafa upp á að bjóða, hvað þeir rúma marga og fleira. „Að auki verður fjallað um vöð á ám og helstu kennileiti á leiðum. Þarna verður hægt að vara við ef villugjarnt er á svæðinu og koma upplýsingum á framfæri um æski- lega framkomu manna á stöðum þar sem hætt er við skemmdum landi. Náttúruverndarráð hefur fengið að líta á kortin og gera sínar athugasemdir við þau og í því efni verður reynt að fara bil beggja. Einnig verður reynt að merkja inn á kortin hvar einhver aðhalds- eða girðingarhólf eða réttarbrot er að finna sem hugsanlega má nota sem áningarstaði og fleira," sagði Ólaf- ur. Ferðanefndin hefur þegar sent út fjölda bréfa til félaga og einstak- linga þar sem falast er eftir upplýs- ingum varðandi leiðirnar. Ólafur sagði að því miður hefðu svörin nokkuð látið á sér standa og vonað- ist hann til að sem flestir bættu úr því hið snarasta. Hann vildi benda mönnum á að hafa samband við sig símleiðis eða bréfleiðis og á það einnig við þá sem hafa áhuga á að gerast áskrifendur að kortunum. Þau koma til með að kosta um átta hundruð krönur hvert og koma þau fyrstu út í maí. En verkefnið er í raun margþætt. Auk þess að gefa út kort og upplýsingahandbók með þeim. er á döfinni að á vegum Landssam- bandsins verði skrifað almennt um leiðirnar og þeim lýst nánar. Þegar hefur verið gefinn út fyrsti hlutinn, bókin Áfangar. Þar er lýst leiðum frá Hvítá í Borgarfirði að Þjórsá. Nú er verið að vinna að bók um reiðleiðir frá Þjórsá og austur svo sem Fjallabaksleiðirnar og fleira. Auk leiða frá Hvítá vestur á Snæ- fellsnes. „Þetta er svona meiri lýsing á leiðunum sem fólk getur lesið og kynnt sér heima án þess endilega að taka bækurnar með sér í ferðalög. f ferðum er aftur á móti hentugt að hafa kortin,“ sagði Hjalti Pálsson framkvæmdastjóri j-andssambands hestamanna að lokum. jkb Gimbrin Heiða komin heim að Jaðri eftir langa útivist á Tvídægru. Mynd: Kristján ísfeld LAMB FINNST Á TVÍDÆGRU Fyrir skömmu fannst gimbur lif- andi á Tvídægru ásamt hræi af öðru lambi sem drepist hafði nokkru áður. Heimamenn brugðu skjótt við og fóru nokkrir menn á vélsleðum til leitar á heiðina en fundu ekki fleira fé og telja kunnugir engar líkur á að þar finnist kindur lifandi úr því sem komið er, enda er mikill snjór á heiðinni. Lambið sent fannst er í eigu Kristján ísfelds, bónda á Jaðri í Hrútafirði. Kristján sagði í samtali við Tímann að lambið hefði verið þokkalega sprækt en mikið aflagt enda ekki haft nema mosa til að nærast á síðustu vikurnar að sögn þess sem fann það. Kristján sagði að þarna væri um að ræða tvílembinga sem hefði vantað í haust ásamt móðurinni sem líklega hefði drepist í sumar. Lömbin hefðu síðan haldið saman eins og algengt væri með tvílembinga en lágfóta sem mikið virðist vera af um þessar mundir hefði líklega drepið hitt lambið. Kristján sagði að það þætti nokk- uð sérstakur viðburður að lamb fyndist á lífi á heiðum á þessum árstíma, en jarðbönn hafa verið á þessum slóðum í um tvo mánuði. „Ég tel það undravert miðað við það tíðafar sem verið hefur í vetur, á heiðum sést varla í dökkan díl. Að mínu mati var lambið ótrúlega vel á sig komið miðað við aðstæður. Ég vigtaði það fimm dögum eftir að það fannst og þá vóg það 27 kíló.“ Örlög bróður gimbrarinnar urðu grimmileg, sem fyrr segir. Kristján sagði að hann hefði sennilega frosið niður. Búið var að éta allt innan úr ullarreifinu. Þrjú smábein fundust og hálft lambamerki yfir eyranu, hitt var allt farið; lappir, haus og horn. Kristján vildi kalla gimbrina Úti- legu-Móru eftir hrakningarnar, en húsfreyjunni á bænum þótti það nafn ljótt og heitir gimbrin því Heiða. ~ “ SSH

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.