Tíminn - 30.03.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.03.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 30. mars 1989 Tíminn 5 Frosthópurinn og Toghópurinn togast á um sparisjóðinn á Súðavík: Sparisjóðurinn bitbein í hörðum flokkadráttum Flokkadrættir miklir eru í gangi á Súðavík og skiptast menn í tvo flokka. Annars vegar er svokallaður Tog- hópur, hins vegar er Frost- hópurinn. Bitbein þessara tveggja hópa virðist sumum vera yfírráð yfír atvinnu- og fjár- málalífí staðarins. Að minnsta kosti er nú tekist hart á um yfírráð yfír Spari- sjóði Súðavíkur. Mitt í milli í þessum slag stendur Bankaeftirlitið sem jafnframt því að reyna að hafa áhrif á að sjóður- inn starfi eðlilega, hefur þurft að gera athugasemdir við stjórnarkjör á aðalfundum sjóðsins. Ekki er langt síðan um málefni sjóðsins var fjallað í fjölmiðlum. Meðal annars flæktist hann í vand- ræðamál í sambandi við tískuversl- un á ísafirði. Eigendur verslunar- innar gáfu út innistæðulausa tékka á sparisjóðinn fyrir á þriðju milljón og var afkoma hans afleit á þessu tímabili. Þau mál eru nú fyrir Hæstarétti Til að rétta hag sjóðsins tók þáverandi sparisjóðsstjóri sig til og keypti bíla í Reykjavík sem hann staðgreiddi og fékk því á góðu verði. Hann flutti bílana vestur og seldi þá síðan þar - í nafni sparisjóðsins - með því að lána verulegan hluta andvirðisins. Þannig var sparisjóðnum nánast komið upp á núllið árið 1987 með bílasölu. Þetta athæfi kærði Bankaeftirlit- ið til ríkissaksóknara enda lagaleg- ur tilgangur og eðli sparisjóða augljóslega ekki bílasala. Tíminn grennslaðist fyrir um hvað því máli liði og fékk þau svör að það væri enn til rannsóknar hjá embættinu og ekki náðist í fulltrúa þann sem um það fjallar. En um hvað snúast þessar deil- ur? Hvað segir Hálfdán Kristjáns- son fyrrverandi sparisjóðsstjóri um málið? Frost eða Tog „Þetta er lítið samfélag. Hér skiptast menn í tvo hópa út af Frostamálinu sem fjallað var um í fjölmiðlum fyrir um tveim árum. Á aðalfundinum í fyrra fór svo við stjórnarkjör að tveir aðilar urðu jafniraðatkvæðum. Kosning- in var óhlutbundin þannig að allir eru í kjöri. Fundarstjóri úrskurð- aði þá að greidd skyldu atkvæði milli hinna jöfnu. 1 samþykktum sjóðsins segir að varpa skuli hlut- kesti. Skilningur meirihluta fund- armanna var hins vegar sá að þegar atkvæði séu jöfn skuli greiða at- kvæði. Samþykktirnar ganga út frá því að kosið sé milli manna í trúnaðarstöður en ekki varpað hlutkesti. - Bankaeftirlitið var ósammála þessari túlkun? Já, en lögfræðingur okkar leit svo á að eðlilegt væri að fara þá leið sem var farin, að kjósa ef hægt væri. Þannig skyldi kjósa um þá sem jöfn atkvæði hlytu. Fengju þeir aftur jöfn atkvæði, þá skyldi varpa hlutkesti. Á framhaldsaðalfundinum sl. sumar var sá skilningur okkar stað- festur að ekki hefði verið kosið milli manna og það þyrfti að kjósa aftur, enda hlýtur tilgangur kosn- inga að vera sá að fá niðurstöðu með eðlilegum hætti, sem hlutkesti er ekki.“ SPARISJÓÐUR SÚDAVÍKUR » Húsnæði Sparisjóðs Súðavíkur. Tímamynd Pjetur Hálfdán sagði að kjarni málsins væri sá að verið væri að takast á um hverjir sætu í stjórn sjóðsins. Hann sagði efnislega að í grófum dráttum mætti skipta aðilum upp í Toghóp- inn og Frostahópinn og væri sá síðarnefndi að reyna að sölsa undir sig sparisjóðinn jafnframt Frosti h.f. „Við viljum ekki gefast upp. Við viljum ekki samþykkja það að þeir séu búnir að vinna Frost h.f. en þessir menn vilja gína yfir öllu.“ Hálfdán sagði að ekkert tilefni væri nú til athugasemda um rekstur sparisjóðsins. Hin svokölluðu bíla- mál hefðu verið ólögleg þ.e. ákveð- in bókhaldslög hefðu verið brotin þegar hagnaður af bílaviðskiptum var bókfærður sem vaxtatekjur í tveim tilfellum af fjórum. Hann sagðist hvorki vera spari- sjóðsstjóri né í sjóðsstjórninni og því ekkert tilefni til að ráðast að sjóðnum þess vegna. „Ég sá það hins vegar að þessum mönnum er alveg sama um spari- sjóðinn ef þeir geta komið höggi á mig,“ sagði Hálfdán Kristjánsson. Faðir Hálfdáns, Kristján Svein- björnsson, hefur um langt skeið verið stjórnarformaður sjóðsins. Hann vildi ekki tjá sig um deilurnar sem nú eru uppi um sjóðinn og endurspeglast í stjórnarkjöri tveggja síðustu aðalfunda. Deilur um stjómarkjör Árið 1988 fór fram stjórnarkjör á aðalfundi Sparisjóðs Súðavíkur og urðu þá tveir menn jafnir að atkvæðum í þriðja sæti. Samkvæmt samþykktum sjóðsins á þá að varpa hlutkesti á milli þeirra sem jafn mörg atkvæði hljóta. Það var hins vegar ekki gert, heldur kosið á milli þeirra. Á fyrsta stjórnarfundi eftir þenn- an aðalfund óskaði einn stjórnar- manna, Halldór Jónsson skrif- stofustjóri Frosta h.f., eftir því að þetta yrði leiðrétt og álits Banka- eftirlitsins yrði leitað. Leiðrétting- in fékkst ekki. Hins vegar var leitað úrskurðar Bankaeftirlitsins. Hann var á þá lund að fara hefði átt eftir samþykktum sparisjóðsins. Þær hefðu þarna verið brotnar og boða þyrfti því til aukaaðalfundar þar sem fram færi hlutkesti milli mannanna tveggja. Til þessa fundar var boðað og lagði Halldór fram í upphafi hans tillögu um að hlutkesti færi fram milli þessara tveggja jöfnu manna. Meirihluti fundarins felldi þá til- lögu en samþykkti hins vegar aðra frá Hálfdáni Kristjánssyni, fyrrver- andi sparisjóðsstjóra, þar sem lýst var trausti á gerðir síðasta fundar. „Þegar þetta lá fyrir þá yfirgaf ég þessa samkomu og tilkynnti síðan hlutaðeigandi aðilum að ég treysti mér ekki til að sitja stjórnarfundi í stofnun sem ekki færi eftir sínum eigin samþykktum," sagði Halldór Jónsson við Tímann. Bankaeftirlitið hefur síðan ítrek- að rukkað stjórn sjóðsins eftir því að hlutkestismálin verði leiðrétt en meirihluti stjórnarinnar hefur dregið lappirnar og hefur það verið látið gott heita þar sem sá tími nálgaðist að nýr aðalfundur skyldi haldinn. Hann var svo haldinn laugardag- inn fyrir páska og við stjórnarkjör gerist hið undarlega að ekki tveir, heldur þrír menn verða jafnir að atkvæðum í öðru sæti. Halldór Jónsson skrifstofustjóri Frosta óskaði þá eftir því að farið yrði að samþykktum og varpað yrði hlutkesti milli þessara þriggja. Kristján Sveinbjörnsson stjórn- arformaður og stuðningsmenn hans vildu hins vegar kjósa á ný milli þeirra. Halldór lagði þá fram tillögu um að fundinum yrði frestað, leitað yrði álits Bankaeftir- litsins. Við tillöguna kom fram viðauka- tillaga um að leitað yrði einnig álits Tryggingasjóðs sparisjóða og Sam- bands ísl. sparisjóða og var hún samþykkt. Fundinum var síðan frestað þar til umsagnir þessara aðila liggja fyrir. Umvandanir Bankaeftirlitsins Að sögn heimildamanna blaðs- ins sem vel þekkja til innan banka- kerfisins hefur Bankaeftirlitið ít- rekað gert athugasemdir við rekst- ur sparisjóðsins undanfarin ár og meðal annars hafi við borð legið að fulltrúi embættisins yrði viðstaddur á síðasta aðalfundi til að gæta þess að allt færi þar fram samkvæmt lögum og samþykktum. Þetta er að sögn afar óvenjuleg hótun. Henni var þó ekki framfylgt. Þórður Ólafsson forstöðumaður Bankaeftirlitsins sagði við Tímann í gær að Bankaeftirlitið hefði á undanförnum árum haft töluvert amstur af starfsemi Sparisjóðs Súðavíkur og ýmsum vafasömum stjórnunaraðferðum stjórnarinnar. Eftirlitið hefði efnt til nokkurra funda með stjórnendum spari- sjóðsins og fulltrúum Bankaeftir- litsins þar sem leitast var við að lagfæra það í starfseníi sjóðsins sem eftirlitið taldi að úrskeiðis hefði farið eða beinlínis í andstöðu lög og samþykktir. Þórður sagði síðan: „Við höfum jafnframt gert við- skiptaráðuneytinu grein fyrir að- gerðum Bankaeftirlitsins eins og lög standa til um. Því miður virðist eins og meirihluti stjórnar spari- sjóðsins hafi ekki sama skilning á málum og Bankaeftirlitið og þver- skallasst við að verða við tilmælum eftirlitsins og í sumum tilvikum virðast þeir ekki hafa skilið ábend- ingarnar. Hvað varðar stöðu málsins í dag þá hafa okkur ekki borist neinar upplýsingar um síðasta aðalfund, en við töldum að með fyrri afskipt- um málefnum sjóðsins mundu ann- markar þeir er urðu við fyrra stjórnarkjör, ekki endurtaka sig. Um önnur atriði þessa máls vil ég ekki tjá mig,“ sagði Þórður Ólafsson forstöðumaður Bankaeft- irlitsins. Raunverulegar orsakir? Þá hafa viðmælendur Tímans fyrir vestan sagt að orsök þessara væringa sé einkum sú að fyrrver- andi sparisjóðsstjóri, Hálfdán Kristjánsson, og faðir hans, for- maður sjóðsstjórnar um langt skeið, hafi rekið sjóðinn sem sitt eigið fyrirtæki og fyrirgreiðsla sjóðsins hafi einskorðast við vini þeirra og viðhlæjendur. öll starfsemi sjóðsins hafi verið á mörkum hins löglega og Banka- eftirlitið sífellt á hælum hans. Þessu til stuðnings voru nefnd sem dæmi viðskipti við tískuverslunina fyrr- nefndu, bílasölumálið og viðskipti sjóðsins við eigendur skemmtistað- ar nokkurs og fleira. Annars vegar séu því þeir stjórn- armenn og aðilar að rekstri spari- sjóðsins sem reka vilja hann á hinum „þrönga vegi dyggðarinn- ar“, en hins vegar þeir feðgar Hálfdán og Kristján Sveinbjörns- son og vinir þeirra sem enga íhlut- un vilja frá utanaðkomandi í „sín“ málefni. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.