Tíminn - 30.03.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn
Fimmtudagur 30. mars 1989
FRÉTTAYFIRLIT
MOSKVA - Mikhaíl Gorbat-
sjov aöalritari sovéska komm-
únistaflokksins kallaöi alla
helstu ritstjóra Sovétríkjanna á
sinn fund til aö skýra þeim frá
viðhorfum sínum til úrslita
kosninganna um helgina þar
sem margir háttsettir kommún-
istar biðu afhroð.
VALDEZ-íbúar Alaska eru
illir út í þaö hve hægt gengur
aö hreinsa upp olíuna sem
runnið hefur úr risaolíuskipi er
strandaði í Prins Vilhjálms-
sundi, en þar eru ein gjöfulustu
fiskimiö Bandaríkjanna. Telja
heimamenn að lífríki hafi þeg-
ar skaðast verulega og alger
eyðing blasi við verði ekki unn-
ið af meiri krafti við mengunar-
varnirnar.
MOSKVA - Stjórnvöld í
Moskvu hafa sent sérstaka
rannsóknarnefnd til sovétlýð-
veldisins Moldavíu eftir að 20
þúsund þjóðernissinnar héldu
í ólöglega mótmælagöngu þar.
í Prövdu mátti lesa að árekstr-
ar á milli innfæddra Moldaviu-
manna og annarra þjóðar-
brota, þar með talinna Rússa,
væru á mörkum þess að verða
harmsaga.
PEKING - Wang Hanbin
varaforseti kínverska þingsins-
tók snarlega fyrir þann mögu-
leika að pólitískum föngum í
Kína yrði sleppt, aðeins nokkr-
um klukkustundum eftir að
hópur frá Hong Kong hafði
beðið kínversk stjórnvöld um
að sleppa slikum föngum.
PARÍS - Ajatollah Hossein
Ali Montazeri sem sagði af sér
sem arftaki Ajatollah Ruhollah
Khomeinis hafði tvisvar beðið
Khomeini um að láta af enda-
lausum aftökum í landinu.
Blóðþorsti Khomeinis þoldi
það ekki. Þetta kom í Ijós
þegar fyrrum forseti írans,
Abolhassan Bani-Sadr, opin-
beraði ýmis bréf.
HARARE - Margaret
Thatcher forsætisráðherra
Bretlands sagðist hafa átt ein-
staklega góoar viðræður við
Robert Mugabe forseta Zim-
babve um málefni Suður-Afr-
íku og Namibíu.
FLÓRENS - Bílstjórar sem
vilja aka um miðborg Flórens
þurfa nú að borga sem sam-
svara 250 krónum til að fá að
aka inn i dýrðina. Með þessu
hyggjast borgaryfirvöld stöðva
þá umferðaráþján sem allt er
að drepa i miðborginni.
ÚTLÖND
llllllllllililii
Tékkóslóvakía:
UNGUNGAR RÆNA
FARÞEGAFLUGVÉL
Tveir tékkneskir unglingar, fímmtán og sextán ára gamiir,
rændu ungverskri farþegaþotu á flugvellinum í Prag í gær og
neyddu flugmanninn til að fljúga þotunni til Frankfurt í
Vestur-Þýskalandi. Þar gáfust þeir upp fyrir vesturþýsku
lögreglunni.
Piltarnirtveir réðust inn íTupolev
134 farþegaþotu ungverska flugfé-
lagsins Malev rétt fyrir flugtak á
ílugvellinum í Prag vopnaðir riffli og
afsagaðri haglabyssu. Talið var í
fyrstu að þeir væru einnig vopnaður
handsprengjum.
Hundrað og tíu farþegar voru í
þotunni sem var á leið til Amster-
dam. Hluti farþeganna náði að forða
sér út um neyðarútgang aftast á
vélinni, en piltarnir slepptu öllum
farþegunum nema tíu eftir að ung-
verski konsúllinn í Prag bauðst til að
verða gísl þeirra.
Piltarnir kröfðust fyrst að flogið
yrði til Bandaríkjanna, en þegar
flugstjórinn hafði fullvissað þá um
að flugþol þotunnar væri ekki nægi-
legt til þess skipuðu þeir að flogið
yrði til Barcelona á Spáni. Þeim
snerist síðan hugur og lenti þotan á
flugvellinum í Frankfurt klukkan
hálf eitt að staðartíma, tveimur og
hálfum tíma eftir ránið. Eftir hálf-
tíma samningaviðræður við vestur-
þýsk yfirvöld gáfust piltarnir upp.
Piltarnir töluðu slóvensku, en í
fyrstu var þó talið að þeir væru
pólskir. Svo mun ekki vera og hyggj-
ast tékknesk yfirvöld krefjast fram-
sals þeirra. í yfirlýsingu Tékka vegna
ránsins voru piltarnir kallaðir
hryðjuverkamenn. Ekki er ljóst
hvort Vestur-Þjóðverjar framselja
piltana, en þeir voru færðir til yfir-
heyrslu í gær. Lögreglan yfirheyrði
einnig farþegana tíu og flugáhöfn-
ina.
Fyrstu fregnir hermdu að piltarnir
hefðu gefist upp fyrir bandarískum
hermönnum á flugvellinum í
Frankfurt, en Bandaríkjamenn eru
með stóra herflugbækistöð og her-
flugvöll við hlið alþjóðaflugvallarins
í Frankfurt. Kurt Kraus talsmaður
vesturþýsku lögreglunnar vísaði
þeim orðrómi á bug.
Blóðugar kosning-
ar á Filippseyjum
Kosningarnar í Sovétríkjunuin á
sunnudaginn skyggðu ntjög á aðrar
merkar kosningar, en það voru sveit-
arstjórnarkosningar á Filippscyjuin.
I*ar hafa skæruliðar koinnuínista
háð blóðuga baráttu við stjórnvöld í
tuttugu ár og ætíð reynt að gera sem
incstan usla kringum kosningar.
Engin hrcytinga var á því nú, en
sextíu og cinn niaður féll í átökuni á
Filippscyjuni dugana i kringum
kosningarnar.
Hermenn beittu herþyrlum í árás-
um á stöðvar skæruliða í fjöllunum
vestur af Manila og felldu þeir ellefu
kommúnista. Þá féllu sautján skær-
uliðar í bardögum á cynni Ifugao.
Einnig féllu rúmlega þrjátíu manns
í skothríð skæruliða á kjörstaði.
Þrátt fyrir blóðbaöið var kjörsókn
nokkuö góð. Nú eru liðin nákvæm-
lega tuttugu ár síöan kommúnistar
mynduðu Nýja alþýðuherinn til þess
að berjast fyrir kommúnískum Fil-
ippseyjum. Kommúnistaflokkurinn
sem er bannaður á eyjunum lýsti því
yfir í gær að hann muni verða búinn
að vinna fullnaðarsigur í borgara-
styrjöldinni á Filippseyjum innan tíu
ára. Þeir útiloka þó ekki að komm-
únistaflokkurinn muni láta af hern-
aði og taka þátt í samsteypustjórn,
standi þeim það til boða.
Corazon Aquino forseti Filipps-
eyja hafnaði þessunt samsteypu-
stjórnarhugmyndum kommúnista
Herinaður á hlaupum nieð kjörkassa.
hið snarasta, en hún setti í gang
sérstaka herferð stjórnarhersins
gegn kommúnistum fyrir þremur
árum. Hefur því oft slegið harkalega
á brýnu milli stjórnarhersins og
skæruliða kommúnista. Hafa stund-
um vestrænir ævintýramenn lent illa
í þeim átökum. Má þar nefna fyrrum
formann ungliðahreyfingar sænskra
kommúnista, en hann var handtek-
inn á síðasta ári fyrir að vera í
slagtogi við skæruliða. Hann var
nokkurn tíma í fangelsi þartil Svíar
fengu hann lausan.
Kosovo:
Skriðdrekar
og hermenn
halda reglu
Hermenn og óeirðalögregla
dyggilega studd af skriðdrekum
létu mikið á sér bera í Kosovohér-
aði í gær til að koma í veg fyrir
átök, en að minnsta kosti tuttugu
og einn maður hefur fallið í
kynþáttaátökunum í Kosovo
undanfarna daga. Eru þetta
mestu átök í Júgóslavíu frá því í
síðari heimsstyrjöldinni.
Brenndir bílar á hvolfi lokuðu
götum þar sem óeirðaseggir af
kynþætti Albana höfðu farið
hamförum til að mótmæla laga-
setningu sem tryggir Serbum
mikla hlutdeild í stjórn Kosovo,
þrátt fyrir að Serbar séu einungis
lítið brot íbúa héraðsins. Hylki
utan af táragasi, glerbrot og götu-
vígi eru dreifð urn borgir og bæi
í Kosovo þar sem átök voru livað
hörðust.
lnnanríkisráðuneyti Júgó-
slavíu kallar átök og mótmæli
Albana í Kosovo vopnaða upp-
reisn. Bendir viðbúnaður her-
manna til þess að stjórnin muni
auka hörkuna gegn mótmælend-
um frekar en hitt. Útgöngubann
ríkir næturlangt í Kosovo. Engin
átök urðu þar í gær.
Vopnahlé og bar-
dagar í Beirútborg
Vopnahlé komst á í nokkrar
klukkustundir í Beirút í gær þegar
Aoun leiðtogi kristinna manna
samþykkti vopnahlésskilmála Ar-
ababandalagsins eftir harða bar-
daga undanfarna daga. En Adam
var ekki lengi í Paradís, því Sýr-
lendingar og hersveitir múslíma
voru ekki á því að veita kristnum
grið og hófu á ný stórskotaliðsárás-
ir á hverfi kristinna nianna í borg-
inni.
Eftir nokkurra klukkustunda
skothríð Sýrlendinga komst ró á að
nýju. Fjórir menn féllu í sprengju-
árásum Sýrlendinga eftir að vopna-
hlé komst á og hafa því að minnsta
kosti áttatíu og þrír fallið í átökum
kristinna manna og múslíma frá
því bardagar brutust út t síðustu
viku.
Hvorir tveggja aðilanna virðast
nú ætla að gefa utanrtkisráðherrum
Arababandalagsins tækifæri til
þess að koma á friði í Líbanon að
nýju. Hins vegar eru múslímar og
kristnir menn það bitrir hvorir út í
aðra, að líkur eru taldar hverfandi
á nokkru friðarsamkomulagi.
Sjö andstæðingar aðskilnaðarstefnunnar:
Leita í sendiráð
Sex suðurafrískir blökkumenn
sem barist liafa gegn aðskilnaðar-
stefnunni í Suður-Afríku leituðu
hælis í breska sendiráðinu í Pretoríu
í gær og sá sjöundi leitaði hælis hjá
bandaríska konsúlnum í Jóhannes-
arborg.
Er það í annað. skiptið á skömm-
um tíma sem baráttumenn gegn
aðskilnaðarstefnunni leita hælis í
sendiráðum. I síðustu viku struku
tveir pólitískir fangar af sjúkrahúsi
og leituðu hælis í vesturþýska sendir-
áðinu. Þeir hlutu frelsi sitt eftir að
stjórnvöld lofuðu að sækja þá ekki
til saka, en þeir höfðu verið í haldi
án dóms og réttarhalda.
Blökkumennirnlr sex héldu í
breska sendiráðið til að vekja athygli
á ntálstað sínum þar sem þeir hafa
oft verið teknir höndum og haldið í
fangelsi í lengri eða skemmri tíma
án ákæru, hvað þá dóms.
Tveir þeirra losnuðu úr fangelsi í
síðustu viku, en verða að melda sig
til lögreglu tvisvar á dag og mega
ekki taka þátt í mótmælaaðgerðum.
þá bíður þeirra dýflissan á ný.
Hins vegar var ævintýrablær yfir
flótta sjöunda blökkumannsins sem
flúði af sjúkrahúsi í hafnarborginni
Durban þar sem hann var í strangri
lögreglugæslu, enda verið í varð-
haldi án ákæru um nokkra hríð.
Maðurinn fór huldu höfði og náði til
Jóhannesarborgar sem er í 500 km
fjarlægð frá Durban til þess að ná á
fundi bandaríska konsúlsins.