Tíminn - 30.03.1989, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMAR :680001 — 686300
VERBBRÉRtVIBSKIPTI SAMVINNUBANKANS SUÐURIANDSBRAUT 18, SlMI: 688568 „LÍFSBJÖRG i NORDURHÖFUM" Útvegsbankinn Seltj. Gíró—1990 Gegn náttúruvernd á villigötum ASr00/
RÍKISSKJP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Tryggvagötu. S 28822 ÞRDSTUR 685060 VANIR MENN
Tímiiiii
FIMMTUDAGUR 30. MARS 1989
Vinnumálaskrifstofa félagsmálaráðuneytis þarf sífellt að greiða stærri upphæðir
vegna ríkisábyrgða á laun. Ekkert lát virðist á gjaldþrotum fyrirtækja:
-
Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hefur ríkissjóður þurft
að greiða 38,5 milljónir, vegna ríkisábyrgða á launagreiðslur
gjaldþrota fyrirtækja. Þetta svarar til um 13 milljóna á mánuði
og ef fram heldur sem horfir þarf ríkið að greiða á milli 150 og
160 milljónir vegna vangoldinna launa gjaldþrota fyrirtækja á
þessu ári.
Ekkert lát virðist vera á gjald-
þrotum fyrirtækja og samkvæmt
heimildum vinnumálaskrifstofu
félagsmálaráðuneytisins virðist
þeim fara fjölgandi á þessu ári.
Fjöldi þeirra einstaklinga sem
þurftu að yfirgefa vinnustað sinn
á síðasta ári og sækja laun sín til
ríkissjóðs vegna gjaldþrota á síð-
asta ári, svarar til 0,7% af heildar
mannafla á vinnumarkaði.
Launagreiðslur ríkissjóðs nær
Ijórfölduðust á milli áranna 1987
og 1988, af þessum sökum. Úr 23
milljónum árið 1987, í 86milljónir
á síðasta ári. Þetta kom fram á
samráðsfundi ríkis og sveitarfé-
laga um atvinnumál sem haldinn
var í Borgartúni 6 í gær. Þar sagði
Óskar Hallgrímsson forstöðu-
maður Vinnumálaskrifstofu fé-
lagsmálaráðuneytisins að gjald-
þrot fyrirtækja hefðu aukist gífur-
lega á síðasta ári. Á síðasta ári
hefðu gjaldþrot fyrirtækja í land-
inu farið stig vaxandi eftir því sem
á leið og námu heildar greiðslur
ríkisins vegna ríkisábyrgðar á laun
gjaldþrota fyrirtækja að meðaltali
sem samsvarar 7,2 milljónum á
mánuði. Þessar greiðslur féllu til
850 aðila vegna 84 gjaldþrota og
svarar það til þess að hver kröfu-
hafi hafi átt inni 100.000 kr. að
meðaltali vegna vangoldinna
launa. Fjöldi starfsmanna hjá
hverju gjaldþrota fyrirtæki, var að
meðaltali 10 manns.
Óskar spáði að þróunin yrði sú
að gjaldþrot færu vaxandi á þessu
ári og varpaði fram þeirri spurn-
ingu hvort árið 1989, yrði í sög-
unni nefnt ár gjaldþrotanna?
- ÁG
Verið er að vinna að ákveðinni
áætlun um lækkun vaxta:
HEIMILDIR
NÝTTAR EF
ÞÖRF ER Á
„Þessum heimildum verður beitt
ef nauðsyn krefur," sagði Steingrím-
ur Hermannsson forsætisráðhcrra
aðspurður hvort ríkisstjórnin færi
fram á það við Seðlabankann að
hann nýtti heimildir sínar til að
lækkunar vaxta.
Steingrímur sagði að verið væri að
vinna innan ríkisstjórnarinnar og á
vegum viðskiptaráðherra, að ákveð-
inni áætlun um lækkun vaxta. Þá
áætlun er einnig verið að ræða við
Seðlabankann 'og sagði hann að
æskilegast væri að samstaða næðist
um slíka lækkun vaxta án þess að
beita þvingunarleiðum. „Hitt vitum
við mæta vel að það er erfitt að eiga
við þessi affallaviðskipti og lögfræð-
ingar hafa hvað eftir annað sagt að
ef maður kýs að selja slík bréf, gefin
út af þriðja aðila, þá séu engin lög
sem nái til þess. Þó svo að ég segi
hiklaust að hér sé ekkert um annað
en okur að ræða, þá hefur því miður
aldrei reynst auðvelt að koma í veg
fyrir það,“ sagði Steingrímur.
Til að koma megi í veg fyrir okur.
sagðist Steingrímur telja að heil-
brigðara ástand þyrfti að ríkja hér í
peningamálum almennt svo og í
þjóðfélaginu, þannig að dragi úr
þenslu. -ABÓ/SÁ
Valsmenn meistarar
Valsmenn tryggðu sér í gær- jafntefli 24-24.
kvöldi íslandsmeistaratitilinn ann- f Vestmannaeyjum náðu heima-
að árið í röð með öruggunt og rnenn sér í dýrmæt stig með stór-
sanngjörnum sigri á FH-ingum 28- sigri á KA 27-19 og í hinum
23 í íþróttahúsinu í Hafnarfirði í fallleiknum náðu Framarar að
gærkvöldi. vinna góðan sigur á Víkingum
Á Seltjarnarnesi léku Gróttu- 28-22.
menn við Stjörnuna og gerðu liðin _pc
Það var fremur létt brúnin á nemendum MR og þeint Svavari Gestssyni, Steingrími Hermannssyni og Ólafi Ragnari
Grímssyni. Guðni Guðmundsson rektor virðist af myndinni að dæma hins vegar vera eitthvað öðruvísi stemmdur.
Tímamynd; Pjelur.
Þrem ráöherrum sýnd þrengsli og aöstöðuleysi nema og kennara í MR:
Trodið í öll skot
Ráðherrarnir Steingrímur Her-
mannsson, Ólafur Ragnar Grímsson
og Svavar Gestsson gengu um svæði
Menntaskólans í Reykjavík ásamt
Guðna Guðmundssyni rektor, Þóri
Auðólfssyni inspector scholae og
fleirum í gær.
Ráðherrarnir voru þarna að til-
hlutan húsnæðisnefndar skólafélags-
ins sem vildi sýna ráðherrunum við
hvílík þrengsli skólinn býr.
Gengið var um sjálft skólahúsið
og útihúsin en að því loknu var farið
með ráðherrana í félagsaðstöðu
nemenda í kjallara Casa Nova.
Ráðherrarnir sem allir eru gamlir
nemendur skólans og áhrifamenn í
félagslífi nemenda ávörpuðu við-
stadda og tóku allir undir það að
þrengsli væru mikil og húsnæðismál
skólans þyrfti að leysa með einum
eða öðrum hætti.
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra sagði að varðandi
fyrirhuguð kaup á ísafoldarprent-
smiðju sem þótt hafa áhugaverð
lausn, þá settu núverandi eigendur
hússins upp svo hátt verð að ekki
væri verjandi að ríkið keypti það og
standsetti. Það myndi kosta upp
undir hundrað milljónir og hleypa
upp fasteignaverði í miðbænum.
Hann lagði til að sami háttur yrði
hafður á við eigendur ísafoldar-
prentsmiðju, sem teldu sig hafa
sterka markaðsaðstöðu vegna sárrar
húsnæðisþarfar skólans. Þeim yrði
líka sýnd þrengsli þau sem nemend-
ur og kennarar þurfa nú að búa við,
í þeirri von að verð hússins lækkaði.
-sá