Tíminn - 30.03.1989, Page 4

Tíminn - 30.03.1989, Page 4
Borgnesingar, nærsveitir. Spilum félagsvist í samkomuhúsinu Borgarnesi föstudaginn 31. mars kl. 20.30. Fyrsta kvöldið í 3 kvölda keppni. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Borgarness. Konur á Höfn og nágrenni Fundur um sveitarstjórnarmál verður haldinn á Höfn Hornafirði föstudaginn 31. mars kl. 20.30. Gestir fundarins verða: Guðrún Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og Unnur Stefánsdóttir formaður LFK. Allar áhugakonur um sveitastjórnarmál eru velkomnar. Stjórn LFK U nnur Stefánsdóttir Sigrún Magnúsdóttir Létt spjall á laugardegi Er sameiginlegt framboð stjórnarandstöðunnar í borgarstjórn Reykja- víkur vænlegur kostur í næstu borgarstjórnarkosningum sem verða vorið 1990? Þetta og margt fleira munum við taka til umræðu á léttum spjallfundi laugardaginn 1. apríl n.k. Fundurinn verður haldinn í Nóatúni 21 og hefst kl. 10.30. Stefnt er að því að fundinum sé lokið kl. 12.00. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi mun á fundinum reifa þær hug- myndir sem uppi hafa verið að undanförnu um hugsanlegt sameigin- legt framboð stjórnarandstöðuflokkanna i borgarstjórn Reykjavíkur. Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Reykjavík. Suðurland FUF í Árnessýslu og Félag framsóknarkvenna i Árnessýslu áformar að halda félags- málanámskeið í lok mars og i apríl. Um er að ræða byrjenda- og framhaldsnámskeið. Námskeiðin eru öllum opin sem áhuga hafa. Þátttaka tilkynnist sem fyrst til formanna félaganna. Sigurðar Eyþórssonar í síma 34691 og Ólafíu Ingólfsdóttur í síma 63388. FUF og FFÁ. Sunnlendingar Framsóknarfélögin í Árnessýslu halda sína árlegu árshátíð síðasta vetrardag 19. apríl í Hótel Selfoss. Allir velkomnir. Nánar auglýst síðar. Nefndin. Kópavogur Skrifstofan í Hamraborg 5 er opin þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-13. Sími 41590. Heitt á könnunni. Opið hús alla miðvikudaga kl.17-19. Félagsmenn eru hvattir til að líta inn og taka með sér gesti. Eflum flokksstarfið. Framsóknarfélögin í Kópavogi. Páskahappdrætti SUF 1989 Útdráttur í Páskahapprirætti SUF er hafinn. Vinningsnúmer eru sem hér segir: 20. mars, vinningur nr. 1, 5242 vinningur nr. 2, 3145 21. mars, vinningur nr. 3, 1995 vinningur nr. 4, 144 22. mars, vinningur nr. 5, 538 vinningur nr. 6, 7401 Vegna fjölda áskorana eru númerin fyrir dagana 23. til 26. mars í innsigli hjá borgarfógeta til 5. apríl 1989. Vinsamlegast gerið skil fyrir þann tíma. Enn er tækifæri til að hljóta glæsilega vinninga. Hvert miðanúmer gildir alla útdráttardagana það er 20. til 26. mars 1989. Munið, ykkar stuðningur styrkir okkar starf. SUF Fimmtudagur 30. mars 1989 Astbjörn Egilsson t'ramkvænidastjóri Miöbæjarsanitakanna og Helga Mogensen veitingakona sem stendur á bak viö hugmyndina aö Markaðstorginu í Kolaportinu, bílageymslunni undir Seðlabankanum. Líf og fjör í Kolaportinu um helgar: Markaðstorg í öllum veðrum Laugardaginn áttunda apríl verður opnað markaðstorg í Kolaportinu undir Seðlabankahúsinu. Þar mun hver sem er geta selt hvað sem er og eitt af meginmarkmiðum aðstand- enda markaðarins er að skapa skemmtilega stemmningu. I Kolaportinu stcndur til að gefa mislyndum veðurguðum langt nef. En þeir hafa hingað til oft minnt óþægilcga mikið á sig þegar halda hefur átt markaði utan dyra. með rigningu, snjókomu og því um líku. Til stendur að markaðurinn verði opinn á hverjum laugardegi frá tíu á morgnana til fjögur um eftirmiðdag- inn. Alls verða um 180 sölubásar á svæðinu sem hægt verður að leigja. Leigan fyrir daginn kemur til með að vera 2500 krónur fyrir einstaklinga og 3500 fyrir fyrirtæki. Hver sölubás er fimmtán fernretrar að flatarmáli en auk básanna verður hægt að leigja söluborð og slár á vægu verði. Tekið er við pöntunum á skrifstofu Markaðstorgsins. Á torginu verður hægt að selja allt sem mönnum dettur í hug, svo lengi sem það cr innan ramma laga og velsæmis. Þó verða þeir sem ætla að selja veitingar að semja um það sérstaklega. Áhersla verður lögð á að fá fjöl- skyldur til að rýma geymslur sínar og bjóða náunganum varninginn til kaups. Þá munu kaupmenn bjóða gamlar og nýjar birgðir til sölu, félagasamtök selja varning mark- miðum sínum til stuðnings og fleira. „Ætlunin er að ná upp skemmti- legri stemmningu. Með fullri virð- ingu fyrir kaupmönnum stefnum við að því að þetta verði öðruvísi mark- aður en allir þeir útsölumarkaðir sem eru svo víða. Að þarna konti fólk til að sýna sig og sjá aðra, auk þess að selja og kaupa vörur,“ sagði Jens Ingólfsson í samtali við Tímann en hann er einn þeirra sem unnið hefur að framkvæmdinni. Hann sagði hugmyndina vera þá að fólk gæti nýtt bílastæðin á móti Kolaport- inu á meðan það bregður sér á markaðinn. En ef vel viðrar kemur jafnvel til greina að snúa dæminu við. geyma bílana í Kolaportinu og halda markaðinn utan dyra. Aðstandendur Markaðstorgsins eru Helga Mogensen, annar eigandi veitingahússins „Á næstu grösurn" og Miðbæjarsamtökin með aðstoð Reykjavíkurborgar. Til að byrja með verður markaðurinn haldinn. til reynslu. á hverjum laugardegi í tvo mánuði. Að þeim tíma liðnum verða málin athuguð á ný og haldið áfram ef aðsókn verður góð. jkb Þorrablót í Björgvin Þorrablót var haldið á vegum íslendingafélagsins í Björgvin og nágrenni 25. febrúar s.l. en þá var jafnframt haldið upp á 30 ára afmæli félagsins. Að því tilefni var fyrsta stjórn félagsins heiðruð ásamt öðr- um upphafsmönnum þess. Hátíðina sóttu um 150 manns, þar á meðal sendiherra íslands í Noregi, Níels P. Sigurðsson. Maturinn var sendur frá íslandi og rann hann Ijúft niður við undirleik hljómsveitar Ingimars Eydal, sem hélt uppi dansi ogsöngfram á nótt. Nokkrum blaðamönnum frá stærsta dagblaðinu í Björgvin var boðið að vera við þorrablótið og birtist löng grein í fyrrgreindu blaði með myndum. Á forsíðu blaðsins birtist mynd af íslenskri blómarós þar sem hún gæðir sér á súrsuðum hrútspungum eða „surna vérpung" upp á norsku. SSH Núverandi stjórn og fyrsta stjóm íslendingafélagsins. F.v. Anna Stella Karlsdóttir, Júlíana Vaktskjold, Gottfred Kvinge, Jóhanna Saxvig, Anna Kristín Helgadóttir, Páll Snorrason, Sigurlína Gunnarsdóttir og Guðmundur Gunnarsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.