Tíminn - 30.03.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.03.1989, Blaðsíða 7
I Fimmtudagur 30. mars 1989 Tíminn 7 Tímamyndir OÓ Sjórinn bullaði og sauð þegar fjörið var hvað mest þegar æðurin var að para sig. Ástin á ytri höfninni Víða eru teikn á lofti og á sjó að vorið er í nánd. Þótt fannfergi og freri mæði fólk og fé til landsins er tími til kominn fyrir æðina að fara að para sig og gera klárt fyrir eggtíð. Annan í páskum var haluin ein mesta samkoma æðarfuglsins sem um getur á ytri höfninni við Reykja- vík. Fuglinn sótti víða að í sollinn við borgina og var fjörið slíkt að á stundum sauð og bullaði sjórinn í atganginum. Blikar og kollur gerðu sig til hvert fyrir annað og það var synt, kafað og buslað með vængjum eins og orkan leyfði. Gömul kynni voru endurnýj- uð og stofnað til nýrra og héldu mörg haminjusöm pörin burtu frá Reykjavík og munu nú setjast að hér og hvar, koma sér upp hreiðri, eggjum og ungum og efla velmegun þeirra sem eiga ísland á pappírnum, mannfólksins. Æðarvarp er meðal þeirra hlunn- inda sem best gefa af sér og eykst heildarverðmæti dúnsins ár frá ári. Æðarfuglinn sem er sjálfum sér nógur um alla lífsbjörg og kostar mennina bókstaflega ekki neitt, síst af öllu fjármagnskostnað, gcfur af sér meiri tekjur en öll loðdýraræktin samanlögð og er svo sannarlega guðsgjöf, samkvæmt gömlu og nýju mati. Sá mikli fjöldi kolla og blika sem þátt tók í pörunarhátíðinni miklu utan við Örfirisey í lok páska, mun í fyllingu tímans færa þjóðinni uppi á landinu mikinn auð, sem stofnað var til með frábærlega vel heppnuð- um buslugangi við bæjardyr höfu- ðborgarinnar. Vorþing æðarfuglsins var haldið rétt utan við hafnarkjaftinn, eða í aðeins um kílómetrafjarlægð frá alþingisluisinu. Nýjungar hjá Pósti og síma Nýlega tók til starfa í Reykjavík Fyrirtækjaþjónusta póstsins. Þjón- ustan felst í því að starfsmaður Póststofunnar kemur á ákveðnum tíma einu sinni eða tvisvará dag með allan póst til viðkomandi fyrirtækis, þar með talin ábyrgðarbréf og böggla. Enn fremur er póstur sóttur til fyrirtækja. Þá hefur einnig rutt sér mjög til rúms sú þjónusta Pósts og síma sem kallast EMS-forgangspóstur, enda býður þessi þjónusta í senn upp á öryggi og hraða sem margir kunna að meta, eins og segir í tilkynningu frá Póst- og símamálastofnuninni. Skammstöfunin EMS merkir Ex- press Mail Service, sem á íslensku kallast einkar mikils'æg sending. Til þess að flýta fyrir því að tollskyldar forgangspóstsendingar berist viðtakendum ábyrgist Póstur og sími nú greiðslu tollgjalda. Send- ingin er flutt beint til viðtakenda á höfuðborgarsvæði um leið og hún berst eða með fyrstu ferð út á land. Viðtakandi undirritar aðeins sér- stakt eyðublað þar sem hann heitir því að greiða öll gjöld sem á sending- una kunna að falla innan sjö daga frá móttöku. Sendimaður Pósts og síma með fyrir- tækjapóst. Menntamálaráðuneytið: Málræktarátak Menntamálaráðuneytið mun standa fyrir sérstöku málræktar- átaki á þessu ári og beinist það að þremur höfuðþáttum. - Sú mál- ræktarstarfsemi sem fyrir er verður efld. Efnt verður til herferðar í skólum og fjölmiðlum á síðari hluta þessa árs tii að auka veg móðurmálsins. Ennfremur verður staðið að lagahreytingum og verk- efnum í málrækt. Á fundi sem menntamálaráð- herra, Svavar Gestsson. hélt með blaðamönnum kom fram, að ráð- gert er að unnið verði aö fyrrnefnd- um verkefnum frá sumarmálum og fram til fullveldisdagsins 1. des- ember n.k. en þá er ætlunin að minnast sérstaklega sjá.lfstæðisbar- áttu þjóöarinnar í skólum landsins. Menntamálaráðherra sagði einnig að lögð yrði áhersla á sam- vinnu hinna ýmsu aðila í þjóðfélag- inu við að sinna þessu vcrkefni. „Við leggjum á það áherslu að hér er ekki um að ræða einn einstakan viðburð, ekki einstakan fund eða samkomu, hcldur leggjum við á það áherslu að rcynt verði að setja af stað straum sem heldur áfram út í þjóðfélaginu, bæði hjá opinber- um aðilum og einkaaðilum eftir að þessu sérstaka átakstímabili er lokið,“ sagöi menntamálaráð- herra. Áherslur málræktarátaksins eru margvíslegar. Til dæmis má nefna að efnt verður til samstarfs viö fjölmiðla og reynt veröur að bæta málfar í þeim. Þá veröur sérstök áhersla lögð á þátt skólanna og á að ná til yngstu kynslóðarinnar. í því sambandi má nefna að efnt verður til móðurmálsviku í öllum framhalds- og grunnskólum landsins. Þá mun ráðuneytið beita sér fyrir „móðurmálsskóla" fyrir yngstu börnin og veröur hann ætl- aður börnum á forskólaaldri og uPPbyggður á svipaðan hátt og umferðarskólinn. Einnig mun verða gerð áætlun um talsetningu alls barnaefnis í sjónvarpi og stefnt að því að allt barnaefni verði á íslensku. Einnig má nefna að fyrirhugaðar cru breytingar á íslenskri málnefnd, og mun ætlunin vera sú að fleiri aðilar taki sæti í þcirri nefnd, sem í dag er skipuö fimm mönnum. íslenskunám í Há- skólanum mun vcrða endurskoðað og stefnt verður að því að koma á framfæri niðurstöðum þeirra rann- sókna sem gerðar hafa verið á framburði íslendinga. Auk þeirra áherslá scm hér hafa veriö nefndar er stefnt að margvíslegum verkefn- um bæði á vegum hins opinbera og cinkaaðila. Til að hafa yfirumsjón með þcssu átaki hcfur Guðmundur G. Krist- mundsson verið ráðinn í hlutastarf sem verkefnisstjóri og mun hann hafa yfirumsjón með þeirn málum sem unnið er að í samvinnu við sérstaka verkefnisstjórn sem verð- ur skipuö fljótlega. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.