Tíminn - 30.03.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.03.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 30. mars 1989 Tímiiin MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð í lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Sumaratvinna skólafólks Á miðstjórnarfundi Sambands ungra framsókn- armanna fóru fram ítarlegar umræður um horfur í atvinnumálum skólafólks. I ályktun miðstjórnarfundarins er lýst áhyggjum yfir því atvinnuleysi sem ríkt hefur að undanförnu og nær til mikils fjölda vinnufærra manna. Fundur- inn lýsir sérstaklega áhyggjum af því að skólafólk fái ekki vinnu næsta sumar og ef fram haldi sem horfir muni stórir hópar ungs fólks ganga atvinnu- lausir þegar skólum lýkur í vor. Fundurinn bendir á að opinber fyrirtæki jafnt sem einkafyrirtæki haldi að sér höndum um ráðningu afleysingafólks í sumar. Slíkt ástand kemur við unga fólkið með margvíslegum hætti og sú hætta er fyrir hendi að af atvinnuleysi skólafólks spretti ýmis félagsleg vandamál auk þess sem það hefur bein áhrif á fjárhagsafkomu fjölskyldna, sem ekki hafa úr miklu að spila. í ljósi þessa hvetur miðstjórnarfundur ungra framsóknarmanna þau sveitarfélög sem þess eiga nokkurn kost að veita fé til sérverkefna sem tryggi skólafólki atvinnu í sumar. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi í Reykjavík ræddi þetta mál fyrr í vetur þegar fjárhagsáætlun borgarinnar var til umræðu og bar fram sérstaka tillögu í þessa veru fyrir hönd borgarfulltrúa minnihlutaflokkanna. Sú tillaga náði þá ekki fram að ganga. Nú hefur Sigrún enn vakið máls á vanda skólafólks með því að flytja tillögu í borgarráði, þar sem því er beint til borgarverkfræðings að leita allra ráða til þess að útvega skólafólki vinnu í sumar. Tillögu Sigrúnar var vel tekið í borgarráði og var hún samþykkt á fundi ráðsins fyrir páska. Um tillöguna urðu talsverðar umræður í borgar- ráði, þar sem fram kom fullur skilningur á mikilvægi þessa máls. í borgarráði var rædd sú hugmynd að veita aukalega fé til þess að búa til störf fyrir skólafólk í sumar. Samkomulag varð um að kanna hugmynd- ina um aukafjárveitingu betur og sjá hverju fram vindur í atvinnumálum þegar lengra líður. Þessi samþykkt borgarráðs verður tekin fyrir á næsta fundi borgarstjórnar og þarf vart að efa að borgarstjórn í heild mun gera hana að sínu máli. Án efa er nauðsynlegt að setja skýrari ákvæði um framkvæmd þessarar hugmyndar. Það er vel að borgarráðsmenn í Reykjavík hafa tekið hana upp á sína arma og ætla að fylgja henni eftir í stjórnkerfi borgarinnar. Hitt er ekki síður nauð- synlegt að önnur sveitarfélög geri ráðstafanir að sínu leyti til þess að skólafólki verði tryggð atvinna í sumar. Skal tekið undir með miðstjórnarfundi Sambands ungra framsóknarmanna um að sú skylda hvíli á sveitarstjórnum að sinna þessu hagsmunamáli skólafólks. Hreindýr Nú um páskana sýndi Sjónvarpiö einkar fróðlega niynd um hreindýr og lifnaóarhætti þeirra. Meðal efn- is í myndinni var stutt viðtal við bónda á Austurlandi sem tekið hafði ungan hreintarf í fóstur. Þetta var bráðfalleg skepna og var ekki annað að sjá en að hann yndi fóstrinu á bænum aldeilis prý’ði- lega. Áhugi bóndans á þessu dýri leyndi sér lieldur ckki, og í viðtal- inu lýsti hann því að sig fýsti að fá fleiri slík dýr á bæ sinn og þá að hefja eins konar hreindýrabúskap, þótt í smáum stíl kynni aö verða. Ný búgrein? Það hcfur mikið verið rætt um nýjar búgreinar á síðustu árum, og má inikið vera ef þarna hefur ekki verið vikið að áhugaverðu máli fyrir bændur. í það minnsta máli sem full ástæða sé til fyrir þá að taka til nánari athugunar. Hér eystra ganga allstórar hjarðir hrcindýra sjálfala á heiöum uppi. Nýting þessara dýra er sáralítil. Aftur á móti er vitaö að hreindýr eru gagnsöm húsdýr víða i norður- héruðum Skandinavíu. I’að er vitað, og kom reyndar fram í uniræddum sjónvarpsþætti, að hreindýrakjöt er herramanns- matur. Það hefur líka þann kost fyrir nútímafólk að það er mun fltuminna en margt annað kjöt og því ólíkt hollara kyrrsetufólki. I.appar liafa sýnt það, svo ekki vcrður um villst, að tiltölulega einfalt mál cr að temja hreindýr. Aö vísu nota þeir þau mikið sem dráttardýr, sem ekki er þörf fyrir hér. En á hinn bóginn er að því að gæta að til þess að gera auövelt ætti að vcra fyrir bændur að temja hæfllega stórar hjarðir hrcindýra nægilega til að gcra þau hagvön heima fyrir og halda þcim síðan undir eftirliti hcima við bæ. Slíkt ætti raunar að gcta orðið hcldur fyrirhafnarlítill búskapur, því að hreindýr eru harðgeröar skepnur og hafa sýnt sig að þola vel útigang árið um kring. Þess vegna ætti ekki að vera þörf á að taka þau í hús nema kannski í allra verstu veðrum. Aftur á móti er trúlegast að verulegur þrifnaðarauki yrði að því fyrir skepnurnar ef þeim væri gefíð reglubundiö og vel um þær hirt. Yrði slíkur búskapur þá kannski ekki svo ýkja mikið frá- brugðinn venjulegum hrossabú- skap, þar sem skcpnurnar gætu gengið ineira eða ntinna úti allt árið. Dýr að austan Dýrastofn í slíkan búskap yrði vitaskuld að sækja i hjaröirnar á heiðum Austurlands. Þær eru friðaðar eins og er, en undanþágu yrði þá að veita til að taka þar þau dýr sem þyrfti til að konta hér upp tömdum stofni. Að því er aö gæta að með tamningu og umhirðu cr þess að vænta að ná megi umtalsverðum afurðum af slíkum stofni. Þá getur hver skepna orðið verulega miklu arðmeiri heldur en er í hjörðum sem ganga sjálfala á heiöum uppi, með þeim afföllum sem slíku fylgja óhjákvæmilega. Um það gildir í rauninni nákvæmlega það sama og um sauðkindina. Allir geta ímyndað sér hvers konar afurðir fengjust af fjárhóp- um sem gengju villtir og umhirðu- lausir á heiðum uppi áriö um kring. Að ekki sé talað um ef lömbin væru einungis fórnarlömb skot- veiðimanna á haustin, líkt og nú á sér stað um hreindýrin. Sauðfjárbúskapur er vissulega hcfðbundinn hér á landi, og síst skal hér löstuð hlessuð sauðkindin. En hitt er annað mál að þessi árin stendur yflr skipuleg fækkun sauðfjár í landinu, og ókleift hefur reynst að flytja dilkakjötið úr landi fyrir ásættanlegt verð. f sveitum landsins standa menn þess vegna frammi fyrir þvi að þurfa að taka upp nýjar búgrcinar. Til þessa hefur einkuni verið horft til flskeld- is og loðdýraræktar. Á hreindýr hefur varla verið minnst. Allt fyrir hendi Aftur á móti verður ekki bctur séð en að í þeirri grein geti leynst margir möguleikar. Að því er að gæta að hér er allt fyrir hendi sem þarf til að stunda slíka búgrcin. Á sama hátt og önnur húsdýr okkar lifa hreindýrin af landinu. Og ekki skortir hér heldur sláturhús né vinnslustöðvar fyrir kjöt. Þá verður að teljast mjög trúlegt að markaður fyrir kjötið ætti að geta reynst býsna drjúgur. Á það við bæði hér innanlands og í ná- grannalöndunum, a.m.k. ef kjötið er jafn gott og heilsusamlegt og af er látið. Við eigum nóg af fólki sem kann til verka við nútíma sölu- mennsku, þannig að ekki ætti að verða neinum umtalsverðum vanda bundið að markaðssetja afurðirnar. Þetta er þannig mál sem full ástæða virðist vera fyrir menn til að athuga nánar. Garri. VÍTTOG BREITT ísland á sölulista fyrir slikk Um það leyti sem íslendingar fóru að gera sig gildandi í ferða- mannabransanum var komið á fót meira og minna ríkisreknum nefndum og ráðum þar sem menn með „sérþekkingu" skópu þjóðinni framtíðarauð með ráðagerðum og illa grunduðu skipulagi ferðamála. Eitt sinn var birt framtíðarspá einnar samansullsnefndar ferða- málaspekúlanta og ríkiskassans. Þar var spáð mjög bjartri framtíð og sýnt fram á að móttaka ferða- manna yrði aðalatvinnuvegur landsmanna innan tiltekis ára- fjölda og allir bankar myndu fyllast af gjaldeyri. Til að plata sveitamanninn var notaður einfaldur framreikningur til að fá æskilega útkomu. Þá tók sig til náungi, sem var svo klár í stærðfræði að hann lét sér detta í huga að framlengja fram- reikninginn eftir sömu reiknikúnst og ferðamálaspekúlantarnir not- uðu til að fá sín fjárframlög. Útkoman varð sú, að um næstu aldamót mun hver einasti jarðarbúi koma til íslands tvisvar á ári sem ferðamaður. Dellumakarar Raunin er sú að það er alveg sama hvað gamlir og nýir útreikn- ingar sýna, íslensk ferðamál eru því marki brennd að alltaf liggur miklu meiri ferðamannastraumur út úr landinu en inn í það, og er staðan á ferðagjaldeyri samkvæmt því. Islendingar eyða miklu meiri peningum í útlöndum en útlend- ingar hér. Fyrir nokkrUm árum bættust nýir dellumakarar í hóp ferðamála- spekúlanta og grundvölluðu umsvif sín á sviði uppbyggingar á mark- aðssetningu og framtíðarspám úr þjóðsögum. Menn fundu það út að á íslandi vantaði hótel, stór, glæsileg og rándýr. Ómældar upphæðir runnu úr gnægtahornum sjóða og lána- stofnana til að gera ævintýrahallir þjóðsögunnar um ferðamanna- paradísina að veruleika. Eru jafn- vel dæmi um að einhverjir hafi lagt eigið fé, og það eigi alllítið, í svona hugarfóstur. Nú berast fréttir um að hvert stórhótelið af öðru sé tekið til gjaldþrotaskipta. Veitingarekstur og vertshús eru óðum að komast undirstjórn hinnarnýju örtvaxandi stéttar, bústjóranna. Þrálátur orðrómur er um að bústjórar eigi eftir að taka við enn fleiri hótelgímöldum og veitinga- sölum. Landinn tapar, útlendingar græða Gjaldþrotin og vandræðin öll stafa einfaldlega af því að engir útreikningar um ferðamannafjölda og eftirspurn hótelþjónustu standast. Til að bæta gráu ofan á svart fara flottheitin langt fram úr öllum kostnaðaráætlunum og eftir stendur ekkert nema krómslegin og marmaralögð skuldasúpa. Nú eru sjóðir og bústjórar farnir að reyna að selja hótel. Eftirspurn er lítil og það eru leiðar fréttir sem heyrast af tilboðum í glæsihótelið við Sigtún. Þar bjóða erlendir auð- hringar um helming kostnaðar- verðs í fyrirtækið. Einn innlendur aðili mun vera meðal þeirra sem sýna áhuga á að kaupa. Málin standa þannig að íslend- ingar leggja fram mikið fjármagn til að koma eigninni upp og bera straum af ofurkostnaði sem fátt getur staðið undir. En svo koma útlendingar og bjóða smánarverð í góssið og fari svo að þeir hreppi það bera íslenskir aðilar kostnað- inn en útlendir auðhringar fá hótel- ið fyrir slikk og þurfa ekki að borga nema hluta af öllum þeim kostnaði sem íslendingar bera á einn hátt eða annan og eigandinn fyrrver- andi fer slyppur og snauður út úr ævintýrinu, og tapar sýnilega mest allra, því hann lagði mikið eigið fé í fyrirtækið og hefur sýnt betra viðskiptasiðferði en títt er um marga aðra þrotamenn. Ef það á að verða regla að íslendingar selji útlendingum of- fjárfestingu sína langt undir kostn- aðarverði er tími til kominn að fara að endurskoða þær fjármálastofn- anir sem fíflast til að leggja peninga í vonlaus ævintýrafyrirtæki, sem byggð eru upp á kolvitlausum kalk- úlasjónum og hillingum sem ferða- málasérfræðingar sjá fyrir sér. Þegar svona aulalega er á spilum haldið vaknar sú spurning hvort við höfum yfirleitt nokkuð með fjárhagslegt sjálfstæði að gera eða eigum það skilið. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.