Tíminn - 30.03.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.03.1989, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 30. mars 1989 Tíminn 11 SAMVINNUMÁL ■iiiiiiiiiiiiinm iiiiiiiii liiiiiin Frá kaupfélaginu í Nýir aðiiar hafa nú komið inn sem meðeigendur að Bifreiða- og trésmiðju Borgarness hf. Þetta fyrirtæki var áður alfarið í eigu Kaupfélags Borgfirðinga, en eftir nýiega breytingu á eignaraðild að því á KB aðeins 40% hlutafjár. Nýir eignaraðilar að BTB eru Vírnet hf., Vélar og þjónusta hf., Kraftur hf., Bílanaust og Borgarverk, auk starfsmanna og nokkurra einstaklinga í Borgarnesi. Frá þessu skýrir Þórir Páll Guð- jónsson kaupfélagsstjóri í nýút- komnu hefti af Kaupfélagsritinu, tímariti KB. Hann segir einnig að unnið sé að breytingum á rekstri BTB og standi vonir til að þær skili sér í bættri afkomu og verði til að bæta og auka þjónustu þess við viðskiptavini. Þá kemur einnig fram í blaðinu að rekstur útibús KB á Hellissandi hafi verið afar erfiður á síðasta ári og taprekstur verulegur. Þetta hafi m.a. stafað af samdrætti í sölu vegna harðnandi samkeppni í verslun á Snæfellsnesi. Af þessum sökum hafi öllu starfsfólki útibúsins verið sagt upp fyrir nokkru vegna breytinga á rekstrinum og nýr útibússtjóri ráðinn. Ákveðið hafi verið að halda rekstrinum áfram um sinn með starfsmannafjölda í lágmarki og gæta fyllsta aðhalds í öllum tilkostn- aði. Þá segir þarna einnig að í sumar leið hafi verið ákveðið að ráðast í verulegar byggingaframkvæmdir við sláturhús kaupfélagsins í Brákarey. Var elsti hluti hússins rifinn og byggt í staðinn um 300 fermetra hús, sem ætlað er undir kjötsögun, pökkun, slátursölu, söluskrifstofu og e.t.v. einhverja vinnslu. Líka voru gerðar ýmsar aðrar lagfæringar á sláturhús- inu og ný fláningskeðja tekin í notkun í sláturtíð. Reyndist hún allvel, m.a. varð verulegur sparnað- ur í mannafla við fláningu og kjötið varð mun hreinna en fyrr. Þá efndu félagið og Rannsókna- stofnun landbúnaðarins til samstarfs um stórbrytjun á kjöti sem pakkað var í stóra kassa. Alls voru brytjuð rúm 100 tonn af dilkakjöti í sláturtíð með þessari nýju aðferð. Sparar þetta umtalsvert pláss í frystigeymsl- um og auðveldar afgreiðslu og með- höndlun kjötsins síðar. í lok október var svo öllu fast- ráðnu starfsfólki í sláturhúsi, frysti- húsi og pakkhúsi í Brákarey sagt upp vegna endurskipulagningar. Óhjákvæmilegt var talið að stokka upp rekstur þessara deilda vegna þess mikla samdráttar sem orðið hefur í starfsemi þeirra. Hins vegar reyndi félagið að útvega þeim starfs- Ný frímerki, Færeyjar Evrópumerki þessa árs hafa myndefnið, börn að leik eða leikföng barna. Færeyjar hafa leyst þetta verkefni á einstaklega skemmtilegan hátt. Þar hefur myndefnið verið tekið frá Víkingatímabilinu. Síðastliðna þrjá áratugi hafa forn- leifafræðingar fundið fjölda menja frá þessu tímabili. Nær því ekkert hefir fundist af vopnum, en aftur á móti mikið af leikföngum. Gæti verið að þetta segði okkur eitthvað um hverskonar menn það voru sem við nefnum „víkinga" í daglegu máli? Farmenn voru þeir miklir, á því er enginn vafi. Það sýnir skipið sem er myndefni annars frímerkis- ins. Leikfangið er úr útgreftri á Kirkjubæ frá 1955. Það er 24,7 cm langt, skorið út í rekaviðarbút. Virð- ist þarna vera um hafskip að ræða, frekar en bát, eða byrðing, sem mun hafa komið til Færeyja öðru hvoru á þessum tíma. Þó eru engin merki um dekk, þóftur eða mastursfestingu. Það er flatbotna og hefir því verið notað sem leikfang innanhúss. Frímerki þetta er að verðgildi kr. 3,50 og er teiknað af Bárði Jákups- syni. Það er prentað hjá Courvoisier í Sviss, einsog raunar bæði merkin. Hesturinn, sem er myndefni hins frímerkisins, fannst í Kvívík við útgröft árið 1957. Hann er 13,2 cm langur. Er hann skorinn út úr þunnri fjöl. Allar hliðar eru flatar, en makkinn sem er skorinn í þunnan kamb. Gerð hans líkist handföngum trafabretta frá síðari tíma. Þetta frímerki er að verðgildi 6,00 kr. og er einnig teiknað af Bárði. Leikföng- in sjálf eru geymd og sýnd í Föroya Forminnissavn í Þórshöfn. Merkin eru einstaklega skemmti- lega útfærð og eru aðallitir lægra verðgildisins grænn og blár og þess hærra rauður til gulur. Þá kemur út samstæða tveggja merkja sama daginn, eða 10,4. Þessi merki sýna færeyska þjóðbúninga. Sýna merki þessi annarsvegar karl- mann í sjóstúku með stafnhettu á höfði og er það merki að nafnvirði kr. 3,50. Þetta er sparibúningur sem notaður var við hátíðleg tækifæri. Sjóstúkan sem í fyrstu var hvers- dagsbúningur, varð síðan sparibún- aður um miðja nítjándu öld. Er þetta knésíður vaðmálsfrakki úr svörtu efni. Með sjóstúku eru notað- ar hvítar hosur og leðurskór með silfurspennu. Stafnhettan var höfuð- búnaður ríkra bænda og annarra mektarmanna. Betri helmingurinn, konan, fær svo búning sinn á dýrara merkinu. sem er að verðgildi 6,(K) kr. Stakkur- inn er þekktur sparibúnaður kvenna og til er lýsing af honum frá 1673. í honum er gjarnan verið í brúðkaup- um. Slík brúðarklæði gengu í arf í bestu fjölstyldum. Stakkur er heill síður kjóll úr himinbláu, skarlatsra- uðu eða grasgrænu efni. Brjóst og mansjettur í í öðrum lit en kjóllinn. Silkikragi og silfurbelti tilheyra bún- ingnum. Beltið er gjarna með sprota sem hangir niður á kjólinn. Á höfði ber svo konan kórónu eða hlað. Merkin eru grafin af Cz. Slania og prentuð hjá Joh. Enschéde en Zon- en í Hollandi. Sigurður H. Þurstcinsson. NOREGUR Þann 20. febrúar gáfu Norðmenn út þrjár samstæður frímerkja, til að mæta burðargjaldsbreytingum þann 1. mars. Þann 20. febrúar var gefið út frímerki til að minnast heimsmeist- arakeppninnar í víðavangshlaupi. Leif S. Anisdal hefir teiknað merkið sem er að verðgildi 5 norskar krónur og er prentað hjá Emil Moestue A/S í 10 milljóna upplagi. Þá verða gefin út þrjú merki með myndum dýra. Verðgildi þeirra er 2,60, með mynd af rauðref, 3.00 með mynd af hreysiketti. Þá er merki að nafnverði 4,00 með mynd af íkorna. Knut Lökke-Sörensen hefir teiknað og grafið fyrsta merkið, en Sverre Mörken hefir teiknað og grafið hin tvö. Seðlaprentun Noregs- banka hefir svo prentað merkin. Þar sem þarna er um almenn notkunar- frímerki að ræða hefir upplag þeirra ekki verið gefið upp. Þá kemur um leið út frímerkja- hefti með tveim mismunandi merkj- um í, tíu stykki af hvoru í hverju hefti. Myndefnið er matarsveppir, en verðgildið er 3,00 krónur, hvort merki. Hedwig Wright Östern hefir teiknað sveppina^en frímerkin eru prentuð marglit í prentsmiðju Emil Moestue A/S í offset. Þarna er um að ræða ný merki í samstæðunni matarsveppir, og eru myndirnar af smjörsvepp, Suillus luteus, og kantarell eða Chantarellus cibarius. FINNLAND Kennelklúbbur Finnlands verður 100 ára, þann 11. maí næstkomandi. Þetta er hundavinaklúbbbur og af tilefni afmælisins, gefur finnska póst- stjórnin út smáörk án viðbótarverðs. Eru öll frímerkin 1,90 mörk að verðgildi, með mynd af mismunandi hundategundum. Tvö verðgildin hafa mynd þekktustu hundategunda Finnlands. Svo er mynd af smala- hundi lappanna, sem þeir nota við gæslu hreindýra, en einnig af Kar- elska bjarnarhundinum. Finnska smáörkin. Norsku merkin. Talið er að um 400 þúsund hundar séu í Finnlandi, og þar af um 275 þúsund hreinræktaðir. Upplag smáarkanna er ein milljón tvö hundruð og fimmtíu þúsund. Þau eru teiknuð af Þorsteini Ek- ström og prentuð hjá Joh. Enshede en Zonen í Hollandi. Sigurður H. Þorsteinsson. Borgarnesi mönnum, scnt ekki var unnt að endurráða, önnur störf. Þá er líka áformað að Bílastöð KB flytjist út í Brákarey og yfirtaki þar fóðurvöru- og áburðarsölu. Síðast en ekki síst er þess að geta að samningar hafa verið undirritaðir við fyrirtækið Sprota hf. unt blöndun á vodka til útflutnings, og er sú starfsemi hal'in. Fer hún fram í kjallara Mjólkursamlags KB, sem áður var lítið nýttur. Einnig annast Bílastöð KB flutninga að og frá samlaginu. Þessi vinnsla er núna komin í fullan gang og starfa við liana cllefu manns. -esig LESENDUR SKRIFA Guðrún Hclgadóttir. Þorleifur Einarsson. Gáfnatrekt á þrumumunni Vegna umræðuþáttar um kvikmyndina „Lífsbjörg í Norðurhöfum“ og framkomu Þorleifs Einarssonar frá Landvernd, sem kom með trektina í þáttinn, og Guðrún- ar þingforseta, sem sagðist vera slyngur stjórnmálamað- ur, en hefði ekkert vit á hvölum, urðu þessar stökur til: Ekki blessast ágætt starf uppgræðslan í banni, meðan Landvernd lúta þarf leiðum trektar-manni. Gegnum Þorleifs gáfnatrekt Grænfriðungar tala. Eigi er þeirra andleg spekt á við gáfur hvala. Margan liefur manninn blekkt mælska slægra fljóða. Forscti þingsins þyrfti trekt á þrumuntunninn góða. Virðing hennar ekki ögn eykst í þingsins sölum. en slyng hún er að cigin sögn með ckkert vit á hvölum. Þeir, sem ekkert þekkja til, þurfa oft mest að tala. Guðrún kann á Grænum skil og gjörist móðir hvala. Grænfriðunga gjarnan má hún gæla við og kjassa. Þinginu má hún fara frá og fá sér Itvali að passa. 17.03.1989 .lón Einarsson, prófastur Saurbæ. TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðír eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. __ PRENTSMIOI AN Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sxmi 45000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.