Tíminn - 30.03.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.03.1989, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 30. mars 1989 Tíminn 15 Yf irlýsing f rá Greenpeace Þó að Greenpeace hafi látið hjá líða að gera athugasemdir gefur það ekki til kynna að samtökin samþykki það sem fram kemur í kvikmyndinni „Lífsbjörg í Norðurhöfum“. Gerið svo vel að hafa í huga að fulltrúar Greenpeace sáu ekki myndina fyrr en 16. mars 1989. Það eru aðeins stórtækustu rangtúlkan- irnar og ærumeiðingarnar sem tilteknar eru hér á eftir í þeirri röð sem atriöin birtast í myndinni. Frekari upplýsingar verða fáanlegar þegar þær liggja fyrir. Greenpeace áskilur sér allan rétt. 1. Sýndur er talsmaöur Green- peace þar scni hann talar við spyrj- anda. Filman er klippt og sýndir hvalbátar, sem sökkt hefur verið í Reykjavíkurhöfn. Á meðan heldur talsmaður Greenpeace áfram að tala og segir „Við höfum mjög góðan málstað". Þetta er mjög mikil afbökun. I kvikmyndinni sjálfri er síðar tckið fram að það voru meðlimir í „Sca Shepherd" umhverfisverndarsam- tökunum sem sökktu hvalbátunum. Greenpeace hefur alls ekkert með „Sea Shepherd" aðgera. hefur aldrei beitt ofbeldi. fyrirgefur það ekki, cn hefur iðulega orðið fyrir barðinu á því, ekki síst þegar Rainbow Warri- or var sökkt. 2. Sögumaður heldur áfram og segir síðar: „Verndarmenn beita alls kyns þrýstingi og hafa jafnvel gripið til hryðjuverka til að neyða þessar smáþjóðir til uppgjafar." Meðan þessi orð eru töluð eru sýndar mynd- ir af skipi Greenpeace. Sirius, og er sú mynd sýnd þcgar orðið „hryðju- verk" er sagt. Næsta mvnd er af mótnrælum á götum úti gegn selveið- um. þar á eftir mynd af sökktu hvalbátunum og síðan er aftur horfið tilbaka að talsmanni Greenpeace. Þessi myndaröð er vfsvitandi tilraun til að tengja Greenpeace við hcrmd- arverk og sem slík svívirðilegur rógur. Grcenpeace samtökin hafa verið fórnarlamb hryðjuverka en hafa sjálf alltaf einörð beitt friðsam- legum mótmælaaðgerðum. 3. I kaflanum um eftirlit Islands úr lofti segir sögumaður. „Hins vegar eru verndarsinnahópar rammlega andsnúnir því" og þá er sýnd mynd úr lofti af gúmmíbát Greenpeace, þar sem greinilega er reynt að gefa í skyn að Greenpeace hafi mótmælt hvalatalningu úr lofti. Þetta er ekki rétt. 4. Kaflinn um selamynd Green- peace er algerlega ósannur og er grimmileg ærumeiðing gagnvart samtökunum. Myndakaflann senr um er rætt tók myndatökumaður Greenpeace, Steve Bowerman að nafni. 18. mars 1978. Atriðið er algerlega ófalsað. Hópur Green- peace manna á ísnum þann dag naut fylgdar Alfreds Ollerhead. emb- ættismanns við fiskiverndarstofnun í Cartwright, Labrador. Sögumaður segir myndbútinn tek- inn 1977. Það er rangt. Hann var tekinn 18. mars 1978. Sumirf mynd- inni bera svartar sólhlífar fyrir and- litunum. Einn þeirra er embættis- maður við fiskverndarstofnunina og má glögglega sjá númerið 9609 á húfunni hans. Sögumaður segir ... „sami myndbútur sást í nýlegri sænskri sjónvarpsheimildamynd sem átti að sýna ruddalegar aðferðir sem norskir selveiðimenn viðhafa nú... Fölsuðu selveiðarnar höfðu aftur tilætluð áhrif." Greenpeace sá fram- leiðendum skandinavísku myndar- innar, Scandinature films, fyrir nryndunum. í þeim útgáfum af kvik- myndinni sem fulltrúar Greenpeace hafa séð eru myndirnar frá Green- peace sýndar í samhengi, og það er skýrt tekið fram að hún vísi til athæfis Kanadamanna á áttunda ára- tugnum. Greenpeace hafði allsengin tengsl við framleiðslu kvikmyndar Scandinature „Seal Mourning" að öðru leyti en því að láta þeim í té myndbút á eðlilegum viðskiptaskil- málum. Sögumaðurinn kemur fram með ósannaða staðhæfingu um föls- un á myndum af selum sem eru flegnir lifandi. og sýnir á meðan myndir úr kvikmynd Greenpeace. „Bitter Harvest". Sögumaður segir að Kanadamaður að nafni Gustave Poirier hafi síðar játað að myndefnið hafi verið sérstaklega sviðsett fvrir myndavélarnar. Kvikmyndin „frýs" á ónafngreindri persónu í atriðinu á undan. sem e.t.v. gefur til kynna að þetta sé Poirier. Staðreyndin er að Gustave Poirier bar vitni fyrir þingnefnd kanadíska þingsins um fiskveiði og skógrækt þriðjudaginn 20. maí 1969. í vitnis- burði hans stendur: „Ég lýsi því yfir ... að hafa verið ráðinn af hópi myndatökumanna, einn þeirra hafði skegg, kringum 3. mars 1964, til að flá stóran sel í kviknrynd." Greenpcace var ckki stofnað fyrr en 1971, fór ekki til Nýfundnalands til að mótmæla kópaveiðum fyrr cn 1976 og tók ekki kvikmyndina senr um er rætt fyrr en 1978. Vitnisburður Poiriers vísar til atburðar 14 árum fyrr eða sjö árum áður en Green- peace var stofnað. Þetta er ástæðu- laus ærumeiðing scm hefði vcrið auðvelt að sannprófa ef framleið- endurnir bæru nokkra virðingu fyrir sannleikanum. Það var fjöldi fólks frá Greenpcace á ísnum daginn sem myndatakan fórfram, 18. mars 1978. Við höfum haft upp á þrem þeirra, þ.á m. myndatökumanninum, og erum að safna saman eiðsvörnum yfirlýsingum frá þeim. Allirstaðfesta að það sem var kvikmyndað gcrðist beint fyrir framan augun á þeim. Það var síður en svo að Greenpeace hefði nokkur afskipti af þeim athöfn- um sem lýst cr, þvért á nróti voru Greenpeace menn allan tímann í fylgd a.m.k. eins embættismanns fiskverndarstofnunarinnar, sem síð- ar tók forystumann Greenpcace- hópsins höndum fyrir að reyna að hindra að selur væri drepinn. Einn meðlimur Geenpeacehópsins. lög- fræðingur, skrifaði hjá sér nákvæm minnisatriði þar sem eru skráð nöfn allra viðstaddra, 1 fáum orðum sagt. eru þessar ósönnuðu staðhæfingar með öllu tilhæfulausar og ærumeið- andi fyrir Greenpeace og einstakl- ingana sem koma við sögu. Allar staðreyndirnar sem þar er lýst yfir eru rangar og skoðanir sem lýst er yfir eða vitnað í eru rangar og meinfýsnar. Greenpeace ætlar að höfða mál vegna þessa gegn öllum sem þarna eiga hlut að máli og öðrum óstaðfestum yfirlýsingum, og skaðabætur verða miklar. 5. Greenpeace framleiddi kvik- mynd um ástralska kengúruútveginn 1986. Hún var nefnd „Kangaroos under Fire". Öll filman sem tekin var sýnir það sem gerðist án hinnar minnstu hvatningar, fyrir framan myndavélina. Trevor Daly, sem starfar að baráttumálum Green- peace, sendi ýmsum meðlimum Evr- ópuþingsins bréf 25. apríl 1985, þar sem þeim var skýrt frá því að í undirbúningi væri kvikmynd um kengúrur. Sú kvikmynd varð „Kangaroos under Fire", sem er sú sama og teknir eru útdrættir úr í íslensku myndinni, atriði sem sýnt er úr meðan frásögnin heldur áfram um ósönnuðu staðhæfingarnar. Kvikmyndin sem blaðamaðurinn Leif Blædel vfsar til er, eftir því sem Greenpeace kemst næst, kvikmynd kölluð „Goodbye Joey", sem fram- leidd er í Ástralíu 1982 af kvik- myndagerðarmanni. Peter Cunning- ham að nafni. Greenpeace er á engan hátt tengd honum eða kvik- mynd hans. „Goodbye Joey" inni- heldur atriði sem Peter Cunningham virðist hafa fengið hjá kvikmynda- fyrirtæki í Brisbane í Ástralíu. Þessi atriði voru kvikmynduð í ágúst 1979 í Dirranbandi. Óueensland, til að bæta inn í kvikmynd sem verið var að gera á vegum bænda. þar kengúr- ur eru sýndar sem illgjarnar plágur. Kvikmyndin átti að heita „Shoot Roos - Don t Luv 'em" og fram- leiðendur hennar gáfu þeim scm létu gera myndina (bændunum) það ráð að halda ekki þessum ákveðnu atrið- um inni í myndinni. Myndin sýnir tvo atvinnukengúruveiðimenn, Will- iam James Young og Colin Ross Mason misþyrma kengúrum. Þegar Cunningham hafði fengið þessi atriði í hendur og sýnt þau í „Goodbye Joey" uröu hávær mótmæli í Ástra- líu. Young og Ross voru kærðir fyrir grimnrd og viðurkenndu sekt sína og voru sektaðir um 75 ástralska dollara hvor. í vitnisburði sínum fyrir Scott leynilögregluliðþjálfa í gróður- verndarsveit Queensland. sem dag- settur er 15. mars 1983. sögðu þeir báðir að þeir hefðu fengið borgað af kvikmyndafélagi sem þeir veittu að- stoð sína vegna þess að þeir vildu veita kengúruútveginum í heild að- stoð sína. Greenpeace var á engan hátt bendlað við framleiðslu eða dreifingu á „Goodbye Joey" þarsem eru þau atriði sem sakfellingin náði til. í kvikmynd Greenpeace, „Kangaroos under Fire" eru engir filmubútar úr „Goodbye Joey" né hinni fyrirhuguðu „Shoot Roos Don't Love 'em". Bæði Leif Blædel og framleiðend- ur íslensku kvikmyndarinnar hafa ruglað kvikmyndunum tveim saman. Þeir gefa yfirlýsingar um kvikmynd Cunninghams nreð filmubútum úr kvikmynd Greenpeace. Upplýsingarnar sem eru fram bornar um kengúrufilmubút Grcen- peacc eru rangar og lagðar fram á þann hátt sem ætlað er að valda Greenpeace sem mestunr skaða. Það er gert af vísvitandi og eindreginni meinfýsni ogGreénpcace mun höföa mál og fara fram á skaðabætur í samræmi. Filmubúturinn í „Kanga- roos under Fire", þar sem kengúrur eru drepnar eða misþyrmt er alger- lega ósvikinn einsogallar kvikmynd- ir Greenpeace. Kengúruveiði- mennirnir buðu einfaldlega kvik- myndagerðarmönnum Greenpeace að koma með þeinr á veiðar. Filman óróavekjandi er afrakstur þessa leiðangurs. Greenpeace er að safna saman eiðsvörnum vitnisburði kvik- myndageröarmannanna og fram- leiðandans/stjórnandans, ogannarra þar sem þetta kemur fram. 6. Það eru fleiri lygar og ærumeið- ingar í kvikmyndinni. Þetta eraðeins bráðabirgðalisti. Kvikmyndin er gerð af illgjarnri nrcinfýsi í garð Greenpeace, og hefur að geyma svo margar stórkostlega rangar staðhæf- ingar að það er erfitt að taka mark á henni. Hins vegar eru ærumeiðin- garnar mjög skaðlegar. 7. Edda Sverrisdóttir fékk í sínar hendur eintak af þessari og öðrum kvikmyndum Greenpeace á fölskum forsendum. Hvorki hún né nokkur annar sem viðriðinn er íslensku kvikmyndina hcfur nokkurt leyfi til að nota filmubúta sem Greenpeace á höfundarréttinn á í neinum tilgangi nokkurs staðar og hefur þeim verið gert það Ijóst. Notkun filmubúta Greenpeace er heimildarlaus og er margþætt brot á höfundarrétti. 8. Greenpeace hefur þá trú að engin ábyrg sjónvarpsstöð vilji taka þessa mynd til sýningar. Staðreynd- irnar sem skýrt er frá hér að framan og studdar ríkulegum heimilda- gögnum, gera að engu alla undir- stöðu myndarinnar-að Greenpeace hafi falsað kvikmyndir sínar. Þegar þessi þáttur er ekki lengur fyrir hendi vekur kvikmyndin engan áhuga. Henni er ekki viðbjargandi meðendurskoðun. Kvikmyndaatriði Greenpeace eru sýnd í heimildar- leysi. Við munum lögsækja fram- leiðendur kvikmyndarinnar og fyrir- tækið sem sjónvarpaði því fyrst á íslandi vegna ærumeiðinga og brots á höfundarrétti. Við munum líka höfða mál gegn hverju öðru því fyrirtæki sem sendir myndina út eða á annan hátt endurtekur þessar æru- meiðingar. Framleiðendurnir og íslenska sjónvarpið neituðu hvað eftir annað að útvega eintök af myndinni áður en hún var sýnd. Fulltrúar Grccn- peace hafa nú séð hana og auðvcld- lega gert trúveröuglcika hennar að engu. Að halda til streitu tilraun til að sjönvarpa henni undir þessum kringumstæðum mun gera þann skaða sem gerður er Greenpeacc meiri og auka á miskabæturnar sem farið er fram á. Greenpeace Intcrnationul 17. mars 1989. Kópavogur Steingrimur Hermannsson Almennur stjórnmálafundur með Steingrími Hermannssyni forsaetisráðherra verður haldinn í Félagsheimili Kópavogs fimmtudaginn 13. apríl n.k. Flokksstarfið Skúli Sigurgrímsson Skrifstofan að Hamraborg 5 er opin þriðjudaga og miðvik- udaga kl. 9-12 s. 41590. Alltaf heitt á könnunni. Opið hús alla miðvikudaga kl. 17.-19. Skúli Sigurgrímsson bæjarfulltrúi er til viðtals alla miðviku- daga kl. 17.30-19.00. Einnig eftir nánara samkomulagi. Vinnuhópar eru að fara í gang um hina ýmsu þætti bæjarmála. Komið, látið skrá ykkur í hópana og takið þátt í stefnumótun og starfi flokksins. Framsóknarfélögin í Kópavogi. Halldór Ásgrimsson Jón Kristjánsson Almennir stjórnmálafundir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og Jón Kristjánsson al- þingismaður boða til almennra stjórnmálafunda á Austurlandi vikuna 28. mars-2. apríl sem hér segir. í kaffistofu Hraðfrystihússins Breiödalsvík, fimmtud. 30. mars. kl. 20.30. í Félagsheimilinu Stöðvarfirði, föstudaginn 31. mars kl. 20.30. í Hofgarði Öræfum, sunnudaginn 2. apríl kl. 15.00. Reykjanes Fulltrúaráð framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi er boðað til fundar þriðjudaginn 4. apríl n.k. kl. 20.30 að Hamraborg 5, Kópavogi. K.F.R. Reykjanes Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 til 19. Sími 43222. K.F.R. Lögmenn Aðalfundur Lögmannafélags íslands 1989 verður haldinn í Skála á annarri hæði nýbyggingar Hótel Sögu á morgun, föstudaginn 31. mars, og hefst kl. 13.30. Árshóf félagsins verður haldið að kvöldi aðalfund- ardags í Átthagasal Hótel Sögu og hefst kl. 19.00. Stjórnin. Til sölu Mótunarbátur 23 fet, 4,2 tonn Ný Volvo Penta 220 ha vél, ekin 50 tíma, gengur ca. 25 mílur. Einn með öllu. Upplýsingar í síma 97-11970 ádaginn og í síma97-12061 á kvöldin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.