Tíminn - 29.08.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.08.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 29. ágúst 1992 Tíminn 7 Svavar Gestsson, alþingismaöur og fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins. Tímamynd Ámi Bjarna dómari í mínu eigin máli.“ Staðfestir þetta ekki að hluti af þeim deilum sem verið hafa í Al- þýðubandalaginu snýst um per- sónur? „Út af fyrir sig er ekki óeðlilegt að menn dragi þá ályktun. Þá er spurningin hvort ekki sé best fyr- ir flokkinn að þeir menn sem helst hafa verið nefndir í því sam- bandi, þ.e.a.s. ég og Ólafur Ragn- ar, hætti að gefa fólki ástæðu til að ætla að slík átök eigi sér stað. Við þurfum að eyða ágreiningi með skipulögðum hætti. Aðalatriðið í stjómmálum eiga að vera stjómmálin sjálf, efni þeirra og innihald. Við emm núna að hefja eitt örlagaríkasta þing sem nokkurn tímann hefur farið fram. Evrópskt efnahags- svæði er tvímælalaust stærsta mál lýðveldisins. Það liggur alveg fyrir að þeir sem munu mæla með EES munu í framhaldinu nota það sem vörðu, svo ég noti orð Bjöms Bjarnasonar, á leið- inni inn í Evrópubandalagið. Þess vegna er það alveg rétt, sem ég sagði fyrir síðustu kosningar, að þær yrðu kannski síðustu kosningamar sem háðar væm í sjálfstæðu íslandi sem er óháð EB að öllu leyti. Einmitt af þeim ástæðum er það svo brýnt að menn nái vel saman og láti ekki persónuleg vandamál, ef þau em til staðar, valda erfiðleikum. Við í Alþýðubandalaginu höfum lagt áherslu á að stjórnarandstaðan standi saman og þess vegna þurf- um við í okkar hópi að sína þann þroska að menn vinni vel sam- an.“ Sleppti Ólafur tæki- færi til sátta? Sýnir þessi kosning, og aðdrag- andi hennar, ekki að Alþýðu- bandalagið er ekki búið að jafna sig á þeim átökum sem urðu þeg- ar Ólafur Ragnar var kosinn for- maður flokksins? „Það vom gríðarlega mikil átök í kringum þessa kosningu haust- ið 1987. Þau vom satt að segja al- veg óvenjulega óvægin. Ég var þeirrar skoðunar að það væri mjög skynsamlegt fyrir Alþýðu- bandalagið að gerast aðili að rík- isstjóminni haustið 1988 vegna þess m.a. að praktísk dagleg verkefni myndu sameina flokk- inn. Ég tel að í grófum dráttum hafi það tekist mjög vel. Síðan komu upp átök vorið 1990 um framboðslistann í Reykjavík al- veg sérstaklega. Engu að síður var það mín afstaða að reyna að stuðla að samvinnu milli manna og það tókst prýðilega frá og með hausti 1990. Ég satt að segja hélt að það væri búið að skera niður þennan fortíðardraug ágreinings. Ég segi alveg eins og er að ég var alveg grandalaus og áttaði mig ekki á því að þetta gæti komið upp með þessum hætti núna. Það bendir til þess að það eimi meira eftir af þessu deilum hjá ákveðn- um aðilum, en ég hélt að væri. Eftir að búið er að jafna pólitísk- an ágreining í öllum meginatrið- um er þetta þeim mun sérkenni- Iegra. Eg er hins vegar fjarska sáttur við það að Ragnar Arnalds fari í fremstu víglínu á nýjan leik sem formaður þingflokksins og þessi mál munu ekki hafa nein eftir- köst af minni hálfu. Ég hef hins vegar orðið var við það á flokksfé- lögum um allt land, sem mjög margir hafa haft samband við mig síðustu daga, að það er mikil óánægja með þetta mál og þá fyrst og fremst að með þessu er andstæðingum flokksins gefinn kostur á því að geta sér til um hluti sem eiga sér kannski enga stoð í veruleikanum. Bent hefur verið á að Ólafur hafi í raun og veru sleppt gullnu tækifæri til þess að innsigla með varaniegum hætti þá góðu sam- stöðu sem tekist hefur að rækta á undanfömum ámm innan flokksins. Vonandi kemur það tækifæri einhvern tímann aftur, en það er alltaf hætt við því að svona atburðir valdi erfiðleikum, kannski ekki hjá mér, en meðal flokksmanna og stuðnings- manna flokksins um allt land.“ Hrun kommúnism- ans styrkir vinstri- menn Þú minnist á fortíðardraug ágreinings, en það er annar for- tíðardraugur sem Alþýðubanda- lagið á og hefur verið mikið í um- ræðunni í sumar. Ég á þar við samskipti íslenskra vinstrimanna við a- evrópska kommúnista- flokka. Margir telja að Alþýðu- bandalagið þurfi að gera þar hreint fyrir sínum dyrum. Hver eru þfn viðhorf til þessarar um- ræðu? „Ég er náttúrlega síðara tíma fyrirbrigði í þessari sögu. Það má segja að ég komi inn í virka pólit- ík 1978. Þannig að sá tími sem ég hef yfirsýn yfir er tiltölulega stuttur. Meðan ég var ritstjóri Þjóðviljans reyndi ég að halda mig frá pólitísku vafstri. Ég tel að Alþýðubandalagið hafi fyrir löngu gert hreint fyrir sín- um dyrum. Ég bendi á þau svör sem komu frá flokknum í sumar með birtingu fundargerða. Um birtingu þeirra var algjör sam- staða í flokknum." Þú telur sem sé að Alþýðu- bandalagið hafi fast land undir fótum í stjómmálum, en svffi ekki um í lausu lofti eftir breyt- ingarnar sem orðið hafa í A- Evr- ópu? „Nei, drottinn minn dýri. Ég tel reyndar að þær breytingar sem hafa orðið í A-Evrópu hafi styrkt Alþýðubandalagið vegna þess að meðan þetta almiðstýrða einræð- iskerfi var þarna fyrir austan þá var það raun og veru fjötur um fót öllum vinstrimönnum í Evr- ópu, hvort sem þeir kölluðu sig jafnaðarmenn, sósíalista eða samvinnumenn. Þannig að það er, að mínu mati, séð frá sjónar- miði vinstri manna, stórkostleg- ur þrifnaður af því að þetta al- miðstýrða einræðis- og harð- stjórnarkerfí hrundi. Þetta var ekki aðeins jákvætt fyrir mann- kynið allt og þjóðirnar fyrir aust- an heldur var það sérstaklega já- kvætt fyrir vinstrimenn. Þarna eru hins vegar alveg skelfilegir hlutir að gerast og ég er þeirrar skoðunar að það sé eitt brýnasta verkefni Vesturlanda í dag að standa þannig að stuðningi við þjóðir A-Evrópu að þar verði ekki til nýtt og kannski ennþá verra og blóðugra harðstjórnarkerfi en þama var fyrir. Ég held að ís- lenska ríkisstjórnin eins og flest- ar vestrænar ríkisstjórnir hafi haldið of mikið að sér höndum í þessu máli. Það er því mitt álit að staða vinstrimanna hafi styrkst við hmn þessa kerfis. Þær umræður sem hafa verið í fjöl- miðlum um skjöl frá Sovétríkj- unum hafa allar verið jákvæðar. Ég tel að félagshyggjufólk hafi af því pólitíska hagsmuni að þessir hlutir verði opnaðir upp á gátt. Ég tel nauðsynlegt að fara yfir þessa tíma kaldastríðsins, en menn verða að átta sig á því að barátta, t.d. Kommúnistaflokks- ins og Sósíalistaflokksins, snerist um allt annan tíma en er í dag. Að ætla t.d. að dæma Jónas frá Hriflu og hans handaverk eftir stjómmálum dagsins í dag er ekki bara barnaskapur, heldur heimskulegt. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.