Tíminn - 29.08.1992, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.08.1992, Blaðsíða 15
Laugardagur 29. ágúst 1992 Tíminn 15 legu hátign mætti þóknast að veita mér þá náð að koma mætti fyrir lög- legan dóm hið gamla mál, sem lengi hefur vofað yfir höfði mér. En al- kunnugt er að ég er ákærður fyrir að hafa myrt böðul, Sigurð Snorrason að nafni.“ Áður en til kæmi að Ámi leitaði til konungs fyrir Jón, hafði Sigurður Björnsson lögmaður, með tilstyrk Ulriks Gyldenlöve stiftamtmanns, fengið konungsleyfi til þess að áfrýja máli sínu til yfirréttarins. Jón Eyj- ólfsson varalögmaður og Páll Beyer landfógeti, sem höfðu forsæti í yfir- rétti í umboði stiftamtmanns, steftidu Áma og Páli Vídalín 6. ágúst 1709 til þess að mæta í yfirréttinum 1710 fyrir dóma sína gegn Sigurði Björnssyni. Málflutningurinn fyrir yfirréttinum fór fram í júlímánuði 1710. Af hálfu Sigurðar Bjömssonar mætti Sigurður landsþingsskrifari, sonur hans, en Páll Vídalín af hálfu þeirra Árna. Rimman milli Sigurðar og Páls var svo hörð að Oddi Sig- urðssyni, sem enn var sækjandi, og Páli Beyer blöskraði. Skriftiðu þeir þeim bréf 18. júlí 1710, þar sem þeir mæltust til við þá, að þeir viðhefðu ekki framvegis önnur eins illyrði hvor um annan, „men lader see at De ere fomuftige og fomemme FoIk“, sem konungur hefði trúað fyrir virðulegu embætti. Sitji illa á þeim „paa saadan gemen Vis hin anden med saa grove Beskyldninger for Retten overfuse". Minnisgremar Árna Magnús- sonar Ámi Magnússon hefur látið eftir sig minnisgreinar um málflutning- inn fyrir yfirréttinum og fleira, sem þar fór fram. Gefa þær skýra en ljóta mynd af ástandinu í réttarfarsmál- um þeirrar aldar. Fara hér á eftir nokkur atriði úr þessum minnis- greinum. Til skýringar skal þess get- ið að í yfirrétti áttu 24 menn sæti: „Sigurður Sigurðsson talaði óvirð- ingarorð mörg fyrir réttinum til Páls lögmanns. Dómarar sjálfir höfðu mesta hávaða, deildu á lög- manninn in forma. Beyer brá hon- um um smíði Þorláks í Dal (tekið í mútu sem hann vildi skiljast láta). Þvflíkur kliður var þar af öllum, að ekki heyrðist manns mál og varð ei neitt distincte talað. Heyrðist glöggt heim að Þingvöllum. Vigfús Pétursson sagði við Jón Am- órsson og Vigfús Árnason sýslu- mann, annan eða báða (þó heimug- lega), að ef Sigurður Bjömsson hefði verið tekinn fastur, skyldi hann með afli hafa ráðist þar í, og að vísu brotið eitthvert bein í Páli lög- manni. Vigfús Pétursson stóð og upp úr sæti sínu, þá larmen varð eft- ir upplestur lögmanns Páls, búinn til aðgerða. Beyer var, svo að kalla, engan eftirmiðdag ódmkkinn. Einu sinni svo, að hann gat varla upp staðið." Yfirréttur dæmdi í málinu 21. júlí 1710. Niðurstaðan varð sú að Sig- urði Bjömssyni var dæmdur eiður og vann hann þann eið 18. septem- ber um haustið að Bessastöðum. En Jón Hreggviðsson var hins veg- ar dæmdur á Brimarhólm til þrælk- unar. Dómsniðurstaðan hljóðar svo: Hvað viðvíkur Jóni Hreggviðssyni, sem sökin hefur í fyrstu af risið og alþekktur er að langsamlegri, illri og óráðvandlegri kynningu, þar hann, skuldaður fyrir morð, hefur ekki eftir lifað þeim tveimur kóng- Iegrar majestatis vemdarbréfum og passa hann frá militzíen hafði, svo og ekki auglýst hæstaréttarstefn- una, þar að auki löglega aðvaraður, burt héðan af þinginu vikið, og vildi ei eftir sinni forpliktan hér bíða til síns máls að svara, þá sé nefndur Jón Hreggviðsson rétt tækur í fangelsi og vöktun sýslumannsins Sigurðar Jónssonar, og sendist á þessu sumri með héðan siglandi skipi, sem fyrst ske kann, til Brimarhólms, en hans búslóð dæmum vér hálfa undir kónglega majestet." Jón hafði komið á þingið, en horfið heim aftur. En 18. júlí um kvöldið sendu þeir Jón Eyjólfsson varalög- maður og Páll Beyer Sigurð Jónsson eftir honum upp á Akranes. Komu þeir snemma morguns 21. júlí á Þingvöll, en síðla dags var Jón kvaddur fyrir yfirréttinn. Mætti hann þar og sagði dómumnum „að hann væri fákunnandi að forsvara sig og beiddist því að sér væri tals- maður settur". Þeirri bón hans var ekki sinnt, enda þurfti nú að hafa hraðan á, og var dómurinn kveðinn upp þennan sama dag, eins og áður segir. Utanstefna Sigurður Jónsson sýslumaður bað þegar 24. júlí Jón Eyjólfsson vara- lögmann, sem tekið hafði til sín gerðabók yfirréttarins og skjöl máls- ins, um dómsgerðir í málinu og lýsti yfir af hálfu Jóns Hreggviðssonar að hann mundi áfrýja dómi yfirréttar- ins til hæstaréttar. Sama dag æskti Páll Beyer landfógeti þess af Oddi Sigurðssyni að hann sæi um að Jón yrði tafarlaust fluttur á Brimarhólm með Ólafsvíkurskipi sem lægi ferð- búið. Jón var síðan handsamaður 29. júlí og fluttur vestur til Ólafsvík- ur, en kaupmaður neitaði að taka hann til flutnings, sökum þess að dómsgerðir í máli hans fylgdu ekki. Var hann síðan geymdur í haldi svo mánuðum skipti, en hik kom á að hann yrði sendur á Brimarhólm. Hinn 20. október 1710 skrifaði Jón frá Görðum á Akranesi, þar sem hann var sennilega í haldi, til Jóns Eyjólfssonar varalögmanns að Nesi á Seltjarnamesi, og lýsti yfir að hann áfrýjaði máli sínu til hæstaréttar og væri Sigurður Jónsson viðskilinn þessa appellation, en Árni Magnús- son mundi aðstoða hann. Síðan bætti hann við að það væri þeim lagabrot, sem hér héldu honum í fangelsi, þar til kóngur gæfi úrskurð á því máli. Ámi Magnússon hafði Iagt sig í líma til þess að afstýra því að Jón yrði sendur á Brimarhólm. Hvað eft- ir annað skrifaði hann Sigurði Jóns- syni sýslumanni og varaði hann við að stuðla að því að Jón yrði sendur utan. í bréfi dagsettu 10. október kemst hann svo að orði: „og hyggið að, hvað yður muni síðan til forsvars verða, er þér hafið mannsins vegna appellerað og síðan framseljið hann til að setjast í eilíft fangelsi ..." Og sfðan tekur hann fram að það mundi ekki bæta málstað andstæðinga Jóns, ef hann væri settur á Brimar- hólm og gæti ekki varið mál sitt í hæstarétti. Áður hafði Ámi skrifað þeim Jóni Eyjólfssyni og Páli Beyer við Arnar- fjörð (dags. 3. sepL) og komist svo að orði: „Vil svo ykkur hér með að- varaða hafa, að þið hann [þ.e. Jón Hreggviðsson] ekki með offljótri ykkar dóms execution óforréttið á móti lögum og fyrrtéðri hans appell- ation, hvort heldur það kynni að vera á hans persónu eða fémunum, því maðurinn ætlar (sem þið vitið) ykkar yfir sér gengnum dómi til kóngsins hæstaréttar að halda." Tókst Áma að afstýra því að Jón væri sendur utan. Hinn 25. október var hann kominn til fundar við Áma, sem þá var staddur að Hvammi í Hvammssveit. Degi síðar skrifar hann Sigurði Jónssyni sýslu- manni og er þá drjúgur yfir hvemig málum er komið: ,J4ér þykir nú lík- ast að ekki muni hann vetrarlangt á Brimarhólmi gista. Annars heyrðist mér hann uggandi, að hann mundi verða í vinnumannaskálanum á Bessastöðum." Síðan bætir Ámi við að hann hafi sagt Jóni, að Sigurður mundi ekki taka hann fastan til að afhendast, en hitt þætti sér líklegra að hann tæki Jón í gæslu á heimili sitt Var Jón síðan að heimili sínu þangað til hann fór utan, sennilega árið 1712, því mál hans átti að dæm- ast í hæstarétti 1713, en af því varð raunar ekki. En meðan Jón var er- lendis var hann á vegum Árna Magnússonar og gaf Ámi honum mat. Sýknudómurinn Dráttur sá, er varð á því að lokið væri máli Jóns Hreggviðssonar, staf- aði af því að Jón Eyjólfsson varalög- maður dró ár frá ári að Iáta af hendi dómsgerðir í málinu. Ámi skrifaði honum og Páli Beyer landfógeta hvert bréfið eftir annað um þetta og hafði í hótunum við þá, að hann mundi kæra þá á hærri stöðum ef hann fengi ekki dómsgerðir í mál- inu. En ekkert stoðaði. Loks sneri hann sér til konungs. Með konungs- bréfi 10. júní 1713 var lagt fyrir Gyldenlöve stiftamtmann að útvega dómsgerðir í máli Jóns Hreggviðs- sonar, og voru tilnefndar þær réttar- gerðir sem senda átti. Meðal þeirra var dómur Sigurðar Bjömssonar lögmanns og 12 manna í máli Jóns, uppkveðinn 9. maf 1684 að Kjalar- dal. Síðan fékk Jón gjafsóknarleyfi fyrir hæstarétti og var það dagsett 2. mars 1714. í hæstarétti var loks kveðinn upp dómur í máli Jóns 25. júlí 1715 og vom þá 31 ár frá því að hann hafði verið dæmdur til dauða. Var Jón nú algerlega sýknaður af því að hafa drepið Sigurð Snorrason böðul. Ári síðar fór Jón heim til sín og kemur ekki síðan við sögu. Ámi Magnússon varð hinn glaðasti yfir þeim lyktum sem urðu á máli Jóns, enda hafði hann mikið á sig lagt til þess að bjarga Jóni. Gekk honum ekki fjárvon til eða frami. En hann var sérstaklega réttsýnn maður og eflaust hefur meðaumkun átt rík- an þátt í því að hann tók að sér mál Jóns. Ámi kemst svo að orði í bréfi til Odds Sigurðssonar Iögmanns 24. júlí 1708: „hvar fyrir nauðsynlegt og kristilegt væri að hjálpa honum van- vitmm einstæðingi hér til, svo hann (ef saklaus er) ekki komist í ólukku.“ Þegar Jón Hreggviðsson sigldi heim til Islands sumarið 1716, varð Áma Magnússyni þessi staka á munni: Líta munu upp í ár íslands búar kcerir, að Hreggviðs niður hærugrár höfuð til landsins færir. Páll Vídalín lögmaður, sem þá var staddur í Kaupmannahöfh hjá Áma, kom að og kvað: Harm ferseinna hrætetrið hann Kolur, höfuðið fglgist enn nú jafnt sem bolur. Um illt varharm lengi yfirburða þolur, til íslands færa karlinn hægar golur. Hafa þeir báðir verið mjög ánægðir með niðurstöðu hæstaréttardóms- ins og er ekki laust við að í þeim hlakki. Vom þetta eins konar sára- bætur fyrir lyktir þær sem orðið höfðu á dómi þeirra í máli Sigurðar Björnssonar Iögmanns. Hafði hæsti- réttur dæmt í því máli 1713 og sýkn- að Sigurð algerlega, en dæmt Pál Ví- dalín og Áma til þess að greiða 300 ríkisdali í málskostnað. Sönnunargögn í þessu máli vom fá- skrúðug-og Iíkur Iitlar, en á Jóni Hreggviðssyni varð aldrei lát. Það verður því ekkert um það fúllyrt hvort Jón var sýkn eða sekur um dauða böðulsins, en því verður ekki neitað að þær sögur, sem af honum fara við vín, benda eindregið til þess að hann hafi verið sekur. En hvað sem um það er, þá er þetta mál átak- anlegt dæmi um ófremdarástand aldarinnar í löggæslu og er hér sagt frá því sem dæmi um aldarháttinn. En almenningur dæmdi Jón sekan, að því er ráða má. í Mælifellsannál, sem skrifaður er samtímis atburð- unum, er þannig sagt frá máli Jóns: „Jón hét maður Hreggviðsson á Akranesi, illur og ódæll, var að mörgum stráksskap kenndur. Kom svo að vetur þennan var Jón tekinn og átti að færast á Heynessþing og hýðast þar, skyldi böðullinn fylgja honum þangað. Hann hét Sigurður Snorrason. Voru þeir tveir á ferðinni. Réðst Jón þá á böðulinn og með því að Jón var rammur að afli kom hann böðlinum undir og keyrði í pytt ofan og kæfði síðan. Strax urðu menn varir verks þessa. Var þá Jón gripinn eftir skipan Heidemanns og jámaður og fékk sinn dauðadóm. Litlu síðar slapp Jón úr jámum frá fógetanum og komst utan.“ Þessi (rásögn er síðan endursögð nálega prðrétt í Árbókum Espólíns og í öðmm annálum er Jóns getið með viðlíka ummælum. En Finnur Jónsson prófessor var á annarri skoðun. í bók þeirri er hann ritaði um ævi Áma Magnússonar, kemst hann svo að orði: ... Jón þessi, sem var fátækur bóndamaður, var einu sinni ásamt öðmm manni, sem var böðull, á leið, dmkknir báð- ir; þeir sváfu báðir úti á víðavangi; böðullinn dó um nóttina, auðvitað af dmkk og kulda, og var svo Jón sak- aður um að hafa drepið hann.“ LITAÐ BÁRUSTÁL * Á bónusverði aðeins kr. 600 Þú sparar 30% Upplýsingar og tilboð i síma 91-26911 Fax 91-26904 Markaðsþjónustan Skipholti 19, 3. hæð ISLENSK HÖNNUN ÚR ÍSLENSKRIULL HONNUNARSAMKEPPNI ÍSTEX HF. efnir til samkeppni um hönnun á handprjónapeysum úr íslenskum náttúrulitum (sauðalitum) eingöngu. Megináhersla er lögð á hönnun úr hespu- og plötulopa, en einnig er heimilt að nota aðrar bandtegundir, s.s. flos, einband eða tvíband. Stefnt er að því að velja allt að 15 hugmyndir til útgáfu í handprjóna- blaði. Fyrir hverja hugmynd sem valin er verður greitt kr. 25.000,- Fyrir útfærða hugmynd að peysu verður greitt kr. 10.000,- aukalega. Þá verða veitt verðlaun fyrir 3 bestu hugmyndirnar 1. verölaun kr. 150.000,- 2. verólaun kr. lOO.OOO,- 3. verólaun kr. 50.000,- Þátttakendur eru beðnir um að skila inn fullprjónuðum peysum til ÍSTEX í Mosfellsbæ fyrir 25. nóvember 1992. Nafn og símanúmer skal fylgja í lokuöu umslagi, merktu með dulnefni. Val og verðlaunaafhending er fyrirhuguð 4. desember 1992. Peysum, sem ekki eru valdar, verður skiiað aftur til eigenda. Nánari uppiýsingar ásamt litaspjöldum fást hjá ÍSTEX í Mosfellsbæ kl. 9-16 allavirka daga. PÓSTHÓLF 140 - 270 MOSFEKLLSBÆ - SÍMI 91-6663000 - MYNDSENDIR 91-667330

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.