Tíminn - 29.08.1992, Blaðsíða 17

Tíminn - 29.08.1992, Blaðsíða 17
Laugardagur 29. ágúst 1992 Tíminn 17 William Vinicombe eignaöist barn meö tiu ára gamalli stúlku. Róbert var kennt aö hata fööur sinn og aö lokum fékk þaö hatur harkalega útrás. sagði hann. „Ég hef ekki efiii á að veita þér það sem þú átt skilið, en ég ætla að sjá til þess að mannskepnan, sem eyðilagði líf okkar, fái að gjalda fyrir það dýru verði.“ Móðir háns reyndi að stöðva hann og bað hann um að hlusta á það sem hún hefði að segja. En það var til einskis, Róbert gekk út og skellti á eftir sér. Róbert ók sem leið lá heim til föður síns, sem bjó í mjög glæsilegu húsi. Þegar þangað var komið spurði hann eftir William Vini og var vísað inn á skrifstofu hans. Róbert virti fyrir sér íburðinn, sem alls staðar mætti augum hans, og hugsaði til helsjúkrar móður sinnar í fátæklegri íbúðinni. ,Att þú erindi við mig?“ sagði grá- hærður maður er sat við skrifborðið. Róbert hélt það nú. Hatrið vamaði honum nær máls, er hann tjáði Willi- am Vini að það væri sonur hans er stæði fyrir framan hann. William Vini spurði hvort það væru peningar sem hann vildi. Róbert kvað svo vera. Hann og móðir hans hefðu barist í bökkum alla ævi sök- um þess, er hann gerði henni er hún var aðeins tíu ára gömul. „Þú hefur aldrei spurt um mig, aldr- ei sent mér svo mikið sem krónu. Ef þú lætur mig ekki fá peninga núna, mun ég láta konu þína vita fyrir hvað þú sast í fangelsi í fimm ár,“ sagði Ró- bert William Vini starði á hann. „Þú get- ur fengið alla þá peninga sem þú vilt Ég hóf að senda móður þinni pen- inga um leið og ég losnaði úr fangels- inu. Ég hef alltaf sent peninga, en þeir voru alltaf endursendir ásamt gjöfiim og bréfum sem ég sendi líka." Nú tapaði Róbert sér alveg. „Þetta er ekkert annað en andskotans lygi. Þú myrtir móður mína og hún deyr ein- hvem næstu daga fyrir þinn tilverkn- að,“ æpti hann. Faðir hans sagði að frekari samræð- ur þeirra á milli væru greinilega gagnslausar og bað hann um að fara. Þá sortnaði Róbert fyrir augum og áður en hann vissi af hafði hann dregið upp marghleypuna og skotið föður sinn. Fyrsta skotið hæfði Vini í kviðarholið, annað í hjartað og það þriðja í höfuðið. Róbert féll allur ketill í eld, er hann gerði sér grein fyrir því hvað hann hafði gert. Hann flúði út um glugg- ann og keyrði beina leið heim til sín. Sannleikurinn kemur í Ijós Þegar heim var komið skýrði hann móður sinni frá því, sem hann hafði gert, og sagði henni að hann yrði að fara burt til þess að hann yrði ekki handtekinn. Þá sagði móðir hans honum allan sannleikann. Hún sagði að um leið og fáðir hans hefði losnað úr fangels- inu, hefði hann byrjað að senda þeim peninga. Þegar hann auðgaðist urðu upphæðirnar stöðugt hærri. En móðir hennar, amma Róberts, end- ursendi allt sem frá honum kom. Einnig kort, bréf og gjafir sem bár- ust Róbert á afmælisdögum hans og jólum. Hún endursendi líka bréfið þar sem William Vini fór fram á það að fá að ættleiða son sinn. Hatur Rítu á manninum, sem getið RÁDNING Á KROSSGÁTU hafði Róbert, var svo skefjalaust að hún vildi ekkert af honum þiggja, þó svo að fjöiskyldan væri bláfátæk og hefði ekki veitt af fjárhagsaðstoð. Róbert lá grátandi við rúmstokk móður sinnar, er lögreglan kom að sækja hann. Það hafði einungis tekið smástund að komast að því hver var banamaður Williams Vini, því Róbert hafði skilið eftir sig fingraför út um allt Móður Róberts var hlíft við því að horfa upp á að sonur hennar yrði dæmdur fyrir morð. Hún missti meðvitund daginn eftir handtökuna og lést tíu dögum síðar. Mildandi aöstæöur Róbert játaði sekt sína fyrir rétti og skýrði samviskusamlega og rétt frá öllum málsatvikum. Við réttarhöldin kom ennfremur í Ijós að William hafði skýrt konu sinni frá öllu í sambandi við Róbertu og Róbert áður en þau giftust. Lög- fræðingur hans bar og að hann hefði ávallt sent háar fjárupphæðir til son- ar síns, sem hefðu verið endursendar jafnharðan. Ennfremur kom í ljós að Wiliiam Vini hafði búið svo um hnútana að sonur hans fengi eina milljón dollara, þegar hann yrði 21 árs gamall. Dómurinn leit svo á að margt væri til að milda sekt Róberts. Honum hafði frá unga aldri verið innrætt hatur og fyrirlitning í garð föður síns og verið sagt ósatt um það að faðir hans hefði alveg yfirgefið hann. Litið var svo á að ef Róbert hefði verið sagður sannleikurinn og hann feng- ið að njóta þeirra fjármuna, sem fað- ir hans vildi að hann fengi, hefði morð þetta aldrei verið framið. Róbert fékk því óvenju vægan dóm fyrir föðurmorðið. Tólf ára fangelsi og þurfti að öllum líkindum ekki að afplána nema átta. INNRITUN I PROFADEILD (ÖLDUNGADEILD) FRAMHALDSDEILD Æskilegur undirbúnirigur er grunnskólapróf eða Fomám. MENNTAKJARNI - þrír áfangar kjamagxema: ís- lensku, dönsku, ensku og stærðfræði. Auk þess fé- lagsfr., eðlisfr., tjáning, þýska, hollenska, ítalska, stærðfr. 122 og 112. HEILSUGÆSLUBRAUT - tveggja vetra sjúkra- liðanám - kjarnagreinar auk sérgreina s.s. heil- brigðisfr., sálír., líffærafr., efnafr., líffr., næringarfr., skyndihjálp, líkamsbeiting og siðfr. Lokaáfanga til sjúkraliðaprófs sækja nemendur í Fjölbraut í Ár- múla eða Breiðholti. VIÐSKIPTABRAUT - tveggja vetra nám sem lýk- ur með verslunarprófi. Kjarnagreinar auk sérgreina s.s. bókfærsla, vélritun, verslunarreikningur o.fl. GRUNNSKOLASTIG GRUNNNÁM - samsvarar 8. og 9. bekk í gmnn- skóla. Ætlað þeim sem ekki hafa lokið gmnnskóla- prófi eða vilja rifja upp frá gmnni. FORNÁM - samsvarar 10. bekk í gmnnskóla. Ætl- að þeim sem ekki hafa náð tilskildum árangri í 10. bekk. Undirbúningur fyrir nám í framhaldsdeild. Kennslugreinar í gmnnnámi og fomámi eru: ís- lenska, danska, enska og stærðfræði. Kennt er fjög- ur kvöld í viku, hver grein er tvisvar í viku. Nemendur velja eina grein eða fleiri eftir pörfum. Skólagjald miðast við kennslustundafjölda og er haldið í lágmarki. INNRITUN fer fram 1., 2. og 3. september kl. 17-20 í Miðbæjarskólanum, Fríkirkjuvegi 1. Kennsla hefst 14. september. Innritun í almenna flokka, tómstundanám, fer fram 17., 18., 21. og 22. septetnber. Útboð Rafgirðing á Vatnsskarði 1992 Vegagerö rikisins óskar eftir tilboðum í gerö 11,9 km langrar rafgirðingar á Vatns- skarði. Verki skal lokiö 1. júni 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerö ríkisins á Sauðárkróki og í Borgartúni 5, Reykjavík (aöalgjaldkera), frá og með 2. september n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 14. september 1992. Vegamálastjóri ___________________!______________________________/ Varanleg lausn á vatnsbrettum, sterk, rakaþétt og viðhaldsfrí. Margir litir. Staðgreiðsluafsláttur. Einnig sólbekkir og boröplötur í mörgum litum. Ótrúlega lágt verð á legsteinum með rafbrenndum álplötum. Sterkt og fallegt. Marmaraiðjan, Höfðatúni 12. Sími 629955. Fax 629956.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.