Tíminn - 29.08.1992, Page 14

Tíminn - 29.08.1992, Page 14
14Tíminn Laugardagur 29. ágúst 1992 Hér birtist seinni hluti frásagnar Jó- hanns Gunnars Ólafssonar, sem byggð er á sam- tíma frásögnum og dómskjölum. í síðasta helgar- blaði Tímans voru rakin upptök málsins, sviplegur dauði Sigurðar Snorrasonar böð- uls og morðákæra á hendur Jóni. Þá flótti hans til Hol- lands, herþjónusta og heimkoma til íslands með kon- ungleg bréf upp á vasann með fyrir- mælum um endur- upptöku á málinu. Helgi Skúlason í hlutverki Jóns Hreggviðssonar I uppfærslu Þjóðleikhússins árið 1985. / á Reyn „Tók nú að fyrnast yfir mínar raunir,“ segir Jón, „hrakn- inga og eymd sem ég varð að þola saklaus eftir bestu samvisku. Og þó hefi ég ekki eftir þennan tíma haft meiri ástæöu til að gleðjast en svo að ég hef í sveita míns and- iits með erfiði orðið að sjá farborða háaldraöri móður, heilsulausum syni, sem auk þess var bilaður á geði, holdsveikri dóttur, holdsveikri systur, og ennfremur holdsveikum kvenmanni, skyldmenni mínu, eins og góð- ir menn geta vottað og staðfest." Flutt aö Reyni Jón flutti búferlum frá Fellsöxl að Efra-Reyni í Akraneshreppi. Þegar manntalið var tekið í hreppnum 26. júní 1703 bjó hann þar með konu sinni og tveimur bömum, Sigríöi og Bjarna, og voru þau bæði uppkom- in, Sigríður 33 ára gömul og Bjarni tvítugur. Vinnumenn voru tveir. Efri-Reynir voru kristljárjörð, eða eins og Páll Vídalín lögmaður segir í jarðabók þeirri, er hann gerði fyrir Akraneshrepp 23. júní 1706: „Eig- andinn telst enginn, nema Kristur og þeir hans volaðir, sem fundatzían tilgreinir." Umsjón með jörðinni hafði um þessar mundir Hannes Bjömsson, prófastur í Saurbæ, bróðir Sigurðar lögmanns. Jón virðist hafa verið mesti atorku- maður til allra verka og haft sæmi- legt bú, eftir því sem gerðist. Vom kýrnar fjórar, eitt naut, kálfur, 17 ær með lömbum, 14 sauðir, 8 sauðir veturgamlir, 2 hestar, 1 hross og ein hryssa. Á Skálatanga hafði Jón byggt upp forna sjóbúð, er Hretbyggja var nefnd. Hafði hann til þess leyfi séra Hannesar. Þar lét hann ganga áttær- ing um vor, er hann fékk því við komið, en sjómenn hafði hann heima eða annars staðar. Auk þess lét hann ganga þar tveggja manna för sín eða annarra um vertíð og vor, en eitt um sumar og haust. Var þessi útvegur Jóns þarna í óþakklæti og betalingsleysi við ábúanda á Skála- tanga, nema hvað Jón hafði á stund- um greitt lítilræði fyrir er „ábúand- inn eða hans kvinna“ styrktu hann „til fiskiræktar eða fjömburðar. Þóttist ábúandinn hafa af þessum útveg mesta átroðning, enda þótt sjómenn lægi ekki við sjóbúðina". Jón var þó enginn ójafnaðarmaður, en vanstilltur við vín, svo að af var látið. Sveitungar hans gáfu honum þann vitnisburð á leiðmóti, sem haldið var að skipun Páls Beyer landfógeta 25. júní 1710, að hann væri ófriðsamlegur við vín og illyrt- ur við fólk, en greiðagóður og sátt- fús þegar af honum væri mnnið. Þó er að sjá að illt orð hafi farið af Jóni. Er honum mjög illa borin sag- an í samtíma annálum, einkum Mælifellsannál, en eftir honum hef- ur Jón Espólín farið í frásögn sinni í Árbókunum. Jón kemst enn í stórmæli Ekki var ein báran stök fyrir Jóni. Árið 1693 komst hann enn í stór- mæli, að vísu af öðmm toga. í ölæði hafði hann haft við illyrði, sem skil- in voru á þann hátt, þó þau væm óljós, að hann hefði ráðist á persónu konungs. Þetta stórmæli Jóns var dæmt í lögréttu 8. júlí 1693, og er komist svo að orði í forsendum dómsins og ályktun: „En með því að Jón Reggason er áður þekktur af ill- mannlegum atvikum, ei síður að stráklegu og óráövandlegu orðatil- tæki, öðmm til ertinga og ófrið- semi, þá í nafni drottins er endilegur dómur... að Jón Hreggviðsson skuli líða stórkostlega húðláts refsing, al- varlega á lagða fyrir yfirdrepsskapar- lausa tilhlutan valdsmannsins Jóns Sigurðssonar ... Þar að auk skal téð- ur Jón Hreggviðsson slá sig sjálfur þrisvar upp á munninn sér og sinni óráðvandri lygitungu til minnilegr- ar smánar og fyrirlitningar, en öðr- um óráðvöndum orðstrákum til al- varlegrar viðvömnar." Var Jóni síðan refsað 10. júlí 1693 þar á þinginu. Bjó Jón síðan áfram óáreittur að búi sínu og var ekki við honum hróflað, þrátt fyrir dauðadóminn sem á honum hvfldi. Árið 1702 var þeim Árna Magnús- syni prófessor og Páli Vídalín lög- manni falið að semja jarðabók um allt ísland og að rannsaka hag lands- ins. Var erindisbréf þeirra mjög víð- tækt. Meðal annars var þeim falið að rannsaka og dæma gömul og ný kæmmál alþýðu manna á hendur höfðingjum og valdsmönnum. Ferðuðust þeir um landið á árunum 1702-1712 og unnu aðallega að samningu jarðabókarinnar, en kynntu sér jafnframt önnur atriði verkefnis síns. Réttarfarið í landinu leist þeim ekki á marga fiska, og gáfu þeir konungi skýrslur um ýmis hneykslismál gömul og ný. Sigurð- ur Björnsson var um langt skeið lögmaður sunnan- og vestanlands. Um dómstörf farast Árna orð á þá leið að leit muni á því að fátækling- ar hafi unnið mál við ríkismenn, ef hann dæmdi í málum þeirra. Stefna á hendur Sigurði lögmanni Frá Kirkjubæjarklaustri gáfu þeir Árni og Páll skýrslu til konungs 24. september 1704 um mál Hólmfasts Guðmundssonar, sem þeim hafði verið falið að athuga, og fleiri hneykslismál. Töldu þeir þar til mál Jóns Hreggviðssonar. í þessum mál- um var ekkert aðhafst fyrr en árið 1707. Oddur Sigurðsson hafði farið út haustið 1706. í þessari utanför sinni kom hann því til leiðar að hann var 16. maí 1706 skipaður sækjandi af hendi hins opinbera í þessum málum, sem Sigurður Björnsson lögmaður hafði aðalléga fjallað um. Um þær mundir var lagt fyrir þá Árna og Pál að dæma í þess- um málum. Gáfu þeir út stefnu á hendur Sigurði Björnssyni lög- manni og Jóni Sigurðssyni, sýslu- manni í Borgarfjarðarsýslu, 24. september 1707 og á hendur Jóni sjálfum. Skyldi mál þetta takast fyrir á Alþingi 1708, og var Sigurði stefnt til þess „að forsvara fyrir okkrum dómi þann samning eður contract, sem anno 1686 í lögréttu á Alþingi fram fór á milli yðar og Jóns Hregg- viðssonar hvern (Jón) þér áður fyrir tveimur árum svo sem morðingja frá lífinu dæmt höfðuð. Með hverj- um samningi eða contract þér meinist ekki alleinasta móti réttu gert hafa, heldur lög og réttan laga- Iega sýnilega niðurbrotið, svo vel sem með því, að þér nefndan Jón Hreggviðsson hafið frá þeirri tíð í svo margt ár vísvitandi Iiðið í næstu sveitum ákærulausan um fyrrsagt morðmál.“ Jóni Sigurðssyni var stefnt fyrir það, „að þér í yðar sýslu í svo langan tíma frjálsan og ákærulausan liðið hafið fýrrtéðan Jón Hreggviðsson, hvern þér af Alþingisbókinni sáuð og vissuð til dauða dæmdan vera, it- em rétttækan og ófriðhelgan hvar sem næðist." Þá var loks Jóni Hreggviðssyni stefnt „til að gera grein á fyrir okkur og sýna í hvaða frelsi eða með hverj- um rétti þú hefur dvalist hér f landi nú í vel 20 ár, síðan þú frá Dan- mörku hingað aftur komst, tveimur árum eftir að þú varst á Alþingi til dauða dæmdur." Málið uppvakiö Dómar gengu síðan í málum þess- ara manna 28. júlí 1708 með þeim úrslitum að Sigurður Björnsson var dæmdur frá embætti, Jón Sigurðs- son sýknaður, en Jón Hreggviðsson skyldaður til að útvega sér hæsta- réttarstefnu á ný og halda máli sínu áfram. Leitaði Jón nú ásjár Árna Magnús- sonar. Er ennþá til bréf frá Jóni til Árna dags. 31. júlí 1708 á Þingvöll- um, og er það ritað á dönsku. Bréf þetta er vafalaust stílfært af Árna, enda er það til ritað að mestu leyti með hendi Árna. Raunasaga Jóns er þar nákvæmlega rakin og hef ég áð- ur tilfært kafla úr bréfi þessu. Hefst það á þessa lund: „Ég fátækur, fávís, gamall, lasburða og af mótlæti, ves- aldómi og eymdarfullum ferðalög- um stórlega hrjáði maður, bið yður með tárum og gráti í guðs nafni að þér, strax og þér eruð komnir til Kaupmannahafnar, viljið senda fyrir mig auðmjúka bænarskrá til míns allra náðugasta erfðakonungs og herra, þess efnis að hans konung-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.