Tíminn - 29.08.1992, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.08.1992, Blaðsíða 11
Laugardagur 29. ágúst 1992 Tíminn 11 Nú er verið að vinna að uppsetningu tölvu- búnaðar í grunnskólum Reykjavíkur, en það er liður í átaki í tölvuvæðingu þeirra: Tölvuvæðingunni lokið á næsta ári Nú stendur yfir átak í tölvuvæðingu grunnskólanna í Reykjavík og er gert ráð fyrir að á næsta ári verði all- ir grunnskólar í Reykjavík komnir með vel útbúna tölvustofu. Ragnar Júlíusson hjá Skólaskrif- stofu Reykjavíkur segir átak í tölvu- væðingu grunnskólanna í Reykjavík ganga mjög vel og þessa dagana er verið að setja upp tölvur í þeim grunnskólum sem hafa alla bekki grunnskólans, frá fyrsta til tíunda bekkjar. Það sé hins vegar stefnt að því að þeir skólar sem ekki eru með alla bekkina, verði tölvuvæddir eftir áramótin og að verkinu verði lokið á næsta ári. í sumum skólanna hefur verið undanfarin ár sérútbúin tölvustofa en það hafa verið tölvur sem skólum hafa verið gefnar af foreldrafélögum, fyrirtækjum og fleiri aðilum. Ragn- ar segir það misjafnt hvað hver skóli fær af tækjum, en gert er ráð fyrir að allir grunnskólar í Reykjavík hafi Grunn- og framhaldsskól- ar heljast 1. september: 60 þúsund í skóla 1. sept. Um sextíu þúsund nemendur setj- ast á skólabekk þann fyrsta næsta mánaðar, en þá eiga grunn- og framhaldsskólar að hefjast, sam- kvæmt upplýsingum frá mennta- málaráðuneytinu. Er þetta mjög svipað og í fyrra. Samkvæmt upplýsingum Grunn- skóladeildar menntamálaráðuneyt- isins, munu nemendur í grunnskól- um landsins verða um 43 þúsund talsins, sem er svipað og í fyrra. Ekki munu vera miklar sveiflur í nem- endafjölda, en þó eru dæmi til að fjöldinn hafi farið niður í 39 þúsund fýrir nokkrum árum, en þá útskrif- aðist fjölmennur árgangur úr grunnskóla, en fámennur árgangur kom í sex ára bekk, eða fyrsta bekk eins og það í raun heitir. Um 16 þúsund nemendur setjast á framhaldsskólabekk í ár, sem er einnig svipaður fjöldi og í fyrra. Að sögn Karls Kristjánsson, deildarsér- fræðings í menntamálaráðuneytinu, er þó frekar um fjölgun að ræða og er reiknað með þvt' að allir þeir sem sótt hafi um skóla hafi fengið skóla- vist. -PS Knattspyrna, 2. deild: ÍBK á toppinn í gær fóru fram þrír leikir í annarri deild karla í knattspyrnu og einn í fyrstu deild kvenna. Keflvíkingar tylltu sér á toppinn með sigri á Fylkismönnum, en að öðru leyti voru úrslitin eftirfarandi: 1. deild kvenna ÍA-ÞórAk..................7-0 2. deild Selfoss-Þróttur...........1-3 Víðir-ÍR .................3-3 Fylkir-Keflavík...........0-1 Staðan Keflavík.....16114 137-15 37 Fylkir .... 16 12 1 3 34-16 37 Grindavík .... 15 82 5 31-24 26 Þróttur .... 16 81 7 28-29 25 Leiftur 15 63 6 27-20 21 BÍ ‘88 15 46 5 20-28 18 Stjaman 15 45 6 22-21 17 ÍR .... 16 36 7 20-30 15 Víðir 16 26 8 18-26 12 Selfoss 16 141017-47 7 eina kennslustofu vel útbúna tölv- um. Ekki er ljóst hvað tölvuvæðing- in kemur til með að kosta í heild sinni, en þó er vitað að kostnaður- inn verður eitthvað á annan tug milljóna króna en verkefnið var boð- ið út. Nú standa yfir námskeið fyrir kennara til að kynnast þessum nýju tölvum og sagði Ragnar að það væri almenn ánægja hjá þeim með nýju tölvumar. -PS Viktor Guðlaugsson, skólastjóri Árbæjarskóla, situr hér við nokkrar af nýju tölvunum sem verið var að koma upp í skólanum í gær. Tfmamynd Ámi Bjama Viktor Guðlaugsson, skólastjóri Árbæjarskóla, um átak í tölvuvæðingu: „Mikil bót“ „Hjá okkur er ekki um byltingu að ræða heldur mikla bót því hér í Ár- bæjarskólanum er um hreina end- uraýjun á búnaði að ræða. Ég hef verið með tölvufræðslu í skólanum í mörg ár. En auðvitað koma með betri vélakosti, nettengingu o.fl. miklir viðbótarmöguleikar," sagði Viktor Guðlaugsson, skólastjóri Ar- bæjarskóla. Hann sagði ennfremur að kennslan yrði áfram með svipuðu sniði og áð- ur, en við bættust nýir möguleikar, en sagði jafnframt að endurnýjunin bætti mikið aðstöðuna til tölvu- kennslu í skólanum. -PS VIANNALINA BUNAÐARBANKANS SVARAR KRÖFUIW NAMSMANNA ANVFÆRSLU í TENGSLUM VIÐ LIN LÆGRI VEXTIR ALLT AÐ 100% LANSHLUTFALL SVEIGJ ANLEGAR endurgreiðslur IMíBh GJAEDEYRSS BUNAÐARBANKINN - Tmustur banki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.