Tíminn - 29.08.1992, Side 2

Tíminn - 29.08.1992, Side 2
2 Tíminn Laugardagur 29. ágúst 1992 Meirihluti þjóðarinnar andvígur EES samningnum. Almenn þekking á málinu virðist lítil: Þýðir eitthvað að bera EES undir þjóðaratkvæði? Páll Pétursson, Framsóknarflokki: Meirihluti svarenda er andvígur EES „Það sem stendur upp úr þessari skoðanakönnun er það að meiri- hluti þeirra sem tóku afstöðu er andvígur EES-samningnum,“ segir Páll Pétursson, þingflokksformað- ur Framsóknarflokksins. Páll segir að það sé spurning um kjark að svara um hvað menn viti mikið um málið. „Ég er ekkert hissa á því þó maðurinn á götunni treysti sér ekki til að fullyrða í síma að hann þekki málið mjög vel. Það er auðvitað einhver hluti þjóðarinnar sem ekki er vel með á nótunum ennþá en ég held að menn megi ekki gera of mikið úr því,“ segir Páll. Þannig hafi m.a. nýkjörinn formaður utanríkis- málanefndar verið einn af þeim sem töldu sig þekkja þessi mál mjög vel. „Ég er ekkert viss um að aðrir nefndarmenn utanríkismála- nefndar, sem eru þó búnir að vinna í málinu í allt sumar treysti sér til að fullyrða svona,“ bendir Páll á. „Menn mega ekki gera of mikið úr því þó að það sé ekki há prósenta svarenda sem telji sig þekkja mjög vel þessar tíu þúsund síður sem þarna eru,“ heldur Páll áfram. Hann bendir á að misvægi sé milli landsbyggðar og Reykjavíkur í svarendahópnum og vegi Reykvík- ingar meira en landsbyggðin. Þá fari það alls ekki eftir flokkslínum nema að hluta til hvort menn eru fylgjandi samningnum eða ekki. Vantraust á samningnum nái langt inn í raðir stjórnarflokkanna. „Þannig sést að fullyrðing utan- ríkisráðherra í framsöguræðu hans um EES-málið, þar sem hann taldi þjóðina svo vitlausa að hún gæti ekki tekið afstöðu til málsins og Páll Pétursson, Framsóknar- flokki. myndi kjósa eftir flokkslínum, er sýnilega alröng," segir Páll. Þá sé það íhugunarefni að þessi könnun sé gerð af krataráðherrum og sé kostuð af þeirra ráðuneytum. Páll segir það vera einkennilegt að ráðuneyti sjálfstæðismanna skuli ekki koma nærri könnuninni, alla vega ekki sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneyti. „Það er athyglisvert að könnun- inni var stungið undir stól þegar í ljós kom að hún var óhagstæð mál- stað utanríkisráðherra því meiri- hluti var á móti EES-samningnum. Þá ákveður hann að stinga þessu undir stól en gloprar því út úr sér á Alþingi að þeir sem viti mikið um málið hafi meira traust á samn- ingnum en hinir,“ segir Páll. Hann bætir við að það hafi fengist með Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kvennalista: Þjóðaratkvæði mun upplýsa þjóðina ,JVlér sýnist á könnuninni að af- staða manna farí alls ekki eftir flokkspólitískum línum. Niður- staða þjóðaratkvæðagreiðslu færi því ekki eftir þeim nema í litlum mæli,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kvennalistaþingmaður. „Þar að auki finnst mér þetta sýna betur en margt annað hvfiík nauð- syn það er að upplýsa þjóðina. Ég held að besta leiðin til þess sé þjóð- aratkvæðagreiðsla þar sem upplýs- ingin kemur frá aðilum með mis- munandi skoðanir. Þessi könnun sýnir betur en margt annað að svokölluð upplýsingarher- ferð utanríkisráðherra hefur alger- lega mistekist. Utanríkisráðherra hefur ekki komið neinum upplýs- ingum á framfæri við þjóðina af því að hún treystir ekki þeim upplýsing- um sem hún fær þaðan. Fólk er ekki móttækilegt fyrir upplýsingum sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kvennalista. það treystir ekki,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að lokum. 31,7% landsmanna andvíg EES en 26,9% fylgjandi ef marka má könnun ÍM Gallup sem geró var fyrir ut- anríkisráðuneytið og fór leynt þar til í fyrradag. Af könnun- inni má einnig ráða að um 80% þjóðar- innar vita ekkert um EES. Nokkrir forsvars- menn stjómarand- stöðunnar voru inntir eftir því hvort eðlilegt væri að efna til þjóð- aratkvæðagreiðslu um málið í Ijósi þessa og jafnframt hvort at- kvæðagreiðslan myndi snúast um allt annað og fara eftir flokks- pólitískum línum eins og m.a. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra hefur haldið fram. eftirgangsmunum að birta könn- unina og þá hafi utanríkisráðu- neytið verið búið að liggja lengi á henni. Önnur felukönnun „Á fundi utanríkismálanefndar í morgun kom í ljós að ein svona könnun hefur verið gerð áður fyrir utanríkisráðuneytið og falin þar. Hún mun hafa verið gerð einhvern tímann í fyrravetur. Við erum bún- ir að krefjast þess að fá hana birta. Ég hef krafist þess í utanríkismála- nefnd að fá aðrar kannanir sem hafa verið gerðar og faldar í ráðu- neytinu. Öll þessi málsmeðferð er ákaflega einkennileg og afar tor- tryggileg. Það eru ráðnar auglýs- ingastofur til þess að kynna málið. Þær vinna skrumauglýsingar upp úr fullyrðingaromsu utanríkisráð- herra og svo er ætlast til að þjóðin taki mark á því,“ segir Páll. „Það þarf að standa allt öðruvísi að kyrtningu málsins með hlutlægari hætti en utanríkisráðherra gerir. Hann er fyrst og fremst í því að selja samninginn svo ég er ekkert undrandi á því þó að þjóðin gleypi ekki allt hrátt sem frá utanríkisráð- herra kemur um þetta mál,“ segir Páll. „Ef utanríkisráðherra hefur kynnt sig þannig hjá þjóðinni að hún trúi honum ekki lengur þá verður bara að hafa það. Þetta er af- drifaríkasta mál sem þjóðin hefur staðið fyrir frá lýðveldisstofnun. Það er ákaflega eðlilegt að þjóðin fái að segja sitt álit á þessu. Þjóðar- atkvæðagreiðsla yrði ekki bindandi heldur leiðbeinandi. Ég lít svo á að stjórnarflokkunum sé mikil nauð- syn á slíkri leiðbeiningu," sagði Páll að lokum. Ólafur Ragnar Grímsson, Alþýðubandalagi: Könnunin styiur kröfuna um þjóðarat- kvæðagreiislu „Þessi könnun styður mjög kröfur um þjóðaratkvæðagreiðslu. í fyrsta lagi kemur fram, alveg þveröfugt við það sem Jón Baldvin sagði á þing- inu, að afstaða manna til EES-samn- ingsins fer ekki eftir stjómmála- flokkum þannig að Jón Baldvin hef- ur beinlínis farið rangt með enn á ný í fyrri ræðu sinni,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðu- bandalagsins. „Það kemur t.d. fram í könnuninni að það er minnihluti kjósenda ríkis- stjómarinnar sem styður EES- samninginn. Það gera 41,6% kjós- enda Sjálfstæðisflokksins og 52,8% kjósenda Alþýðuflokksins. Þegar þetta er lagt saman er niðurstaðan minnihluti kjósenda stjórnarflokk- anna.“ Ólafur Ragnar bendir á að í öllum flokkum sé einhver stuðningur við EES-samninginn og öllum flokkum andstaða. „Þessi könnun staðfestir það að afstaða fólksins í landinu til EES fer ekki eftir afstöðunni til stjómmálaflokka. Það em auðvitað veigamestu rökin fyrir því að láta þjóðina dæma. Þessi könnun leiðir í ljós að stjórn- arflokkarnir hafa ekki lýðræðislegt umboð meirihluta kjósenda sinna þegar þeir leggja saman og það er auðvitað mjög merkilegt að aðeins 52,8% kjósanda Alþýðuflokksins em fylgjandi en minnihluti allra ann- arra flokka þannig að utanríkisráð- herra rétt mer 2,8% umfram helm- ing í sínum eigin kjósendahópi. í öllum öðrum flokkum, þar með töldum Sjálfstæðisflokknum, er það minnihluti kjósenda sem styður samninginn. {öðm lagi finnst mér ályktun skoð- anafyrirtækisins um vankunnáttu almennings ekki vera á rökum reist þegar ég fer sem fræðimaður að skoða þessa könnun. Þegar skoðuð em svörin um erlenda fjárfestingu, vinnuafl o.fl. þá kemur greinilega fram að mikill meirihluti fólks hefur ályktað alveg rétt. Það virðist alveg hafa nægilegar og skýrar upplýsing- ar um það,“ segir Ólafur. Hann nefnir sem dæmi að menn séu spurðir um það hvort íslending- ar geti stjórnað aðsókn vinnuafls frá aðildarríkjum EB með aðild að EES. Með réttu segi 43% að þetta sé ekki rétt fullyrðing. „Þannig er hægt að taka fjölmargar spurningar sem af- gerandi hluti svarenda svarar efnis- lega alveg rétt. Ég sé nú ekki á hverju þessi ályktun er í raun og veru byggð. Það er alveg ljóst af þessari könnun að ríkisstjórnin hef- ur ekkert lýðræðislegt umboð frá þjóðinni til að afgreiða samning- inn," segir Ólafur. Hann er ánægður með að í könn- uninni komi fram stuðningur við stefnu Alþýðubandalagsins um það að reyna verði á það hvort hægt sé Ólafur Ragnar Grímsson, Al- þýðubandalagi. að ná hagstæðari samningi en EES samningnum í tvíhliða viðræðum milli íslands og EB. „Það kemur fram að 33,5% eru sammála því og 28% eru ósammála," segir Ólafur. „Ég hlýt að draga þá ályktun af þessari könnun að ég hafi sem for- maður í Alþýðubandalaginu afger- andi stuðning við stefnu okkar um tvíhliða samning meðal þjóðarinnar. Jón Baldvin hefur alls ekki stuðning við sína stefnu um EES-samning. Það kemur fram afgerandi vantraust gagnvart þeirri kynningu sem fer fram á vegum ráðuneytanna en að- eins 13% treysta upplýsingum það- an en 31,8% treysta upplýsingum frá Alþingi og 27,7% frá fjölmiðlum. Tíu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs: Bryndís Schram nýr stjórnandi Menntamálaráðherra setti í gær Bryndísi Schram fram- kvæmdastjóra Kvikmynda- sjóðs í eitt ár AUs bárust 10 umsóknir um starfið og var Bryndís róðin að tillögu sjóðstjómar sem mælti með henni til starfans. Þá hefur menntamálaráð- herra nýlega sett Halidór Har- aldsson í embætti skólastjóra Tónlistarskólans í Reykjavík en tvær umsóknir bárust um það starf. -HÞ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.