Tíminn - 29.08.1992, Síða 10

Tíminn - 29.08.1992, Síða 10
10 Tíminn Laugardagur 29. ágúst 1992 Sagt frá tillögum Ráðgjafanefndar um upplýsinga og tölvumál: Lækka kostnað viö tilboðsgerö í frétt frá fjármálaráðuneyti segir að ráðgjafanefnd um upp- lýsinga- og tölvumál (RUT) hafi nú gert fjármálaráðherra grein fyrir niðurstöðum ítarlegrar könnunar á reynslu opin- berra stofanana og þjónustyfyrirtækja af útboðum á tölvu- búnaði. Nefndin starfar á vegum fjármálaráðuenytisins og í henni sitja einstaklingar með víðtæka reynslu í upplýsinga- tækni, bæði úr opinberri stjórnsýslu og einkarekstri. í framhaldi af könnuninni hefur nefndin lagt fram tillögur til úrbóta um framkvæmd útboða, störf ráð- gjafa og aðra þætti sem snerta tölvu- mál hins opinbera. Neíndin leggur áherslu á að lækka kostnað og umstang við útboð og tilboðsgerð. TVyggja þarf aukið upp- lýsingastreymi til markaðarins. Samdar verði sérstakar reglur fyrir alútboð og gerður staðall að útboði algengra kerfa. Þá telur nefndin að endurskoða eigi tilhögun á innkaup- um einmenningstölva fyrir ríkið enda sé það ekki nauðsynlegt til að ná hagstæðu verði. Nefndin telur mikilvægt að ríkið velji staðla í upplýsingatækni og gefi út leiðbeiningar þar um. Stofnaður verði sérstakur vettvangur, tækni- nefnd, skipuð fulltrúum hagsmuna- aðila til ráðgjafar við þetta verkefni. Reglumar verði í stöðugri endur- skoðun. Nefndin telur mikilvægt að störf ráðgjafa verði gerð markvissari. í garð starfandi ráðgjafa á markaðin- um gætir vissrar tortryggni sem nefndin telur að þurfi að eyða. Leggja verður áherslu á að störf ráð- gjafa beinist að lausn viðfangsefnis fremur en tæknilegri útfærslu bún- aðar. Greina þarf á milli ólíkra starfa ráðgjafa svo sem hönnunar, verk- efnastjómar, stjómunar- og rekstr- arráðgjafar og eftirlits. Nefndin leggur áherslu á að til ákveðinna tölvukerfa sem nefnd hafa verið landskerfi verði gerðar sérstakar kröfur. Lagt er til að eig- endur landskerfa skilgreini hlutverk þeirra og að settar verði reglur um hönnun og notkun þeirra. Skýrsluvélar ríkisins gegna mikil- vægu hlutverki í opinberri tölvu- vinnslu. Að mati nefndarinnar er tímabært að ræða hlutverk og fram- tíðarstefnu Skýrr. Þá telur hún að gefa beri einkafýrirtækjum kost á að hanna opinber tölvukerfi til vinnslu í tölvum Skýrr hafi þau getu til slíkra verkefna. Tölvunotkun er mikilvægur þáttur í opinberri stjómsýslu. Nefndin bendir á að huga verði sérstaklega að þætti tölvuvæðingar þegar lög em sett og reglugerðir gefnar út. Mest selda fartölvan í Evrópu, Macintosh PowerBook, hefur löngu sannað yfirburði sína varðandi afköst, notendaviðmót og vinnslugetu við hefðbundna tölvuvinnslu. Hún vegur aðeins 2,3 kg, tekur svipað pláss og A4-blað og er með einstakan gæðaskjá. Evrópumeistarinn... Vegna hagstæðra samninga getum við nú boðið þessa vinsælu fartölvu á aðeins 127.553,- kr. eða 119.900, - stgr. (með VSK). Grunnverð var áður: 196.900, - PowerBook 100 er meðfærileg og er einstaklega þægileg fyrir þá sem vilja vera á ferð og flugi og geta unnið á fullkomna Macintosh-tölvu hvar sem þeir eru staddir. Við tölvuna má tengja mótald sem gerir mögulegt að tengjast við tölvur á íslandi þótt notandinn sé í öðrum heimshluta auk þess að senda fax beint úr tölvunni. Hún er með alíslenskan kerfishugbúnað og hægt er að nota öll helstu Macintosh-forritin í henni. Sé hún tengd við aðra Macintosh-tölvu ræsist hún sem harðdiskuf á þeirri tölvu, tilbúin til gagnaflutnings eða frekari vinnslu. Macintosh PowerBook 100: 4 Mb vinnsluminni, 40 Mb innbyggður harðdiskur, 1,4 Mb diskadrif, 9" baklýstur Supertwist-fljótandi krystalsskjár, íslenskur kerfishugbúnaður, innbyggt net-tengi, innbyggður hátalari og tengill íyrir magnara, möguleiki á minnisstækkun og innbyggðu faxmótaldi. Þyngd: 2,3 kg. Apple-umboðið Skipholti 21, Rvk. Sími: 91-624800 Upplýsingamark- aöur — mikilvæg- ur og vaxandi Það færist í vöxt að opinberar stofnanir og einkafyrirtæki bjóði út kaup á upplýsingabúnaði. Á markaði fyrir tölvur og upplýsingabúnað rík- ir hörð samkeppni sem hefur lækk- að verð og þannig reynst kaupend- um hagstæð. Verð á ýmsum upplýs- ingabúnaði, sérstaklega einmenn- ingstölvum, er lágt hér á landi samanborið við önnur Evrópulönd. Má vafalítið rekja það til samkeppn- innar og þess hve tölvunotkun er út- breidd. Upplýsingamarkaðurinn hefur vax- ið hröðum skrefum og er talið að hann velti liðlega 9 milljörðum króna á ári. íslensk fyrirtæki og op- inberar stofnanir veita hlutfallslega ekki minna fé til tölvuvæðingar en gerist í grannlöndunum. Innan fárra ára gæti upplýsingamarkaður- inn að óbreyttu velt jafnmiklu og varið er til nýbygginga íbúðarhús- næðis. Þörf á skýrum reglum Reglur um viðskipti á svo mikil- vægum markaði verða að vera skýr- ar. Lengi vel skorti formlegar reglur til að fylgja við útboð á vélbúnaði og hugbúnaði. Að undanfömu hefur komist nokkur festa á útboðin. Má meðal annars rekja það til útgáfu staðals um útboð tölvubúnaðar, ÍST 32, og handbókar RUT-nefndar um val á upplýsingakerfúm og mat á valkostum sem fjármálaráðuneytið gaf út (Upplýsingakerfi ríkisstofnana — mat á valkostum 2. útg. 1991). Nefndin hefur um árabil haft for- göngu um samningu reglna fyrir ríkið sem einkaaðilar hafa oft not- fært sér. Hinn almenni markaður lítur mjög til opinberrar forystu í þessum efnum og fyrirtæki sem selja upplýsingabúnað gera almennt strangar kröfur til þess að ríkið fylgi stöðlum og reglum við tölvukaup. Könnun á opin- berum útboðum á tölvubúnadi Nokkur opinber útboð á tölvubún- aði hafa nýverið verið gagnrýnd af seljendum. í nokkrum tilvikum hafa verið lagðar fram formlegar kvart- anir og blaðaskrif orðið. RUT- nefnd- in ákvað, með hliðsjón af fyrri störf- um sínum, að kanna hvemig útboð ríkisstofnana á tölvubúnaði hefðu þróast og gera jafnframt úttekt á nú- verandi ástandi. Tveir nefndar- manna, Kjartan Ólafsson viðskipta- fræðingur, varaformaður nefndar- innar, og Stefán Ingólfsson verk- fræðingur gerðu könnunina. Þeir ræddu ítarlega við seljendur þjón- ustu, fulltrúa opinberra stofhana sem keypt hafa tölvubúnað nýlega og ráðgjafa, alls 20 óskylda aðila. Niðurstöður könnunarinnar og reynsla af öðrum málum liggja til grundvallar tillögum sem nefndin gerir til úrbóta og setur fram í sér- stakri skýrslu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.