Tíminn - 29.08.1992, Qupperneq 18

Tíminn - 29.08.1992, Qupperneq 18
18 Tfminn Laugardagur 29. ágúst 1992 Frá David Keys fomleifafrœðingi, fréttaritara Tímans í London: Annað „Fom-Egyptaland“ fundið langt inni í Afríku Fornleifafræðingar hafa fundið annað „Forn-Egyptaland“ lengst inni í Norðaustur-Afríku. Merki um áður óþekkta 4000 ára þjóð- menningu — 300 mflum sunnar en land faraóanna — hafa fund- ist þar sem nú er Súdan. Fornleifauppgröftur í grennd nútíma- bæjarins Kerma hefur þegar leitt í ljós hof, hallir og hús, sem að því er virðist hafa staðið í stórri borg, sem náði yfir a.m.k. 24 hektara. Gæti þarna verið aö finna hið forna ríki Kúss? Til bráðabirgða hefur sú ályktun verið dregin að hér sé um að ræða landið Kúss, sem nefnt er í Biblí- unni. Eftir meira en 10 ára uppgröft hefur komið í ljós konungshöllin í að því er fornleifafræðingar álíta nú hafa verið höfuðborg konung- dæmis sem var því sem næst eins stórt og Egyptaland sjálft. Kúss-ríkið virðist hafa náð yfir 700 mflna langt landsvæði með- fram Nfl, milli Oswan og fjórða fossins, 200 mflum norðar en Khartúm stendur nú. Uppgröfturinn hefur leitt í Ijós að þjóðmenning hafi fyrst tekið að þróast í kringum árið 3200 f.Kr., og náð hátindi glæsileikans milli áranna 2400 og 1500 f.Kr. Fornleifafræðingarnir, sem eru u n d i r s t j ó r n s v i s s - n e s k a prófess- orsins dr. Charles Bonnet við Genfarhá- skóla, hafa grafið upp leifar 60 metra langrar konungshallar, hofaþyrpingu og það sem eftir er af 1 1/2 mflu langs og 12 metra þykks borgarmúrs. Hann er að hluta gerður úr eldbökuðum rauðum múrsteini. Þarna er um að ræða elstu kerfisbundnu notk- un eldhertra múrsteina í heimin- um, sem vitað er um. Það mat, sem fram hefur farið, gefur til kynna að íbúar borgar- innar hafi verið milli 2000 og 3000. í hinni miklu konungshöll, sem fannst fyrr á þessu ári, er 14 metra langur hásætissalur með upp- hækkuðum palli til annars end- ans. í hinum salarkynnunum 9 hafa fornleifafræðingarnir fundið marga tugi muna, þ.á m. nisti úr gulli og bergkristal, stóran hluta 50 cm hárrar styttu af karlmanni, málaðrar gulum og rauðum lit, og mörg hundruð örsmárra sneiða úr leir, sem tilbúnar voru til notkun- ar sem opinber- lega við- urkennd- ur gjald- miðill. Hið heljarstóra 50 metra langa aðalhof, innan veggja sem um- lykja trúarlega miðstöð, var að öll- um líkindum helgað sólardýrkun. Nú hefur fornleifafræðingunum tekist að staðsetja „hið allra helg- asta“ tengt stalli með 20 metra há- um stiga. Hópur Bonnets prófessors hefur líka rannsakað marga tugi graf- hýsa, en í mörgum þeirra hafa fundist mannfórnir. Með nokkrum sérlega háttsettum einstaklingum var komið fyrir í gröfunum allt að tylft fórnar- lamba, sem álitið er að hafi verið annað hvort þrælar eða ættingjar. Kóngurinn sjálfur var jarðsettur ásamt meira en 400 mannfórnum. í hópi fórnanna voru karlar, konur og börn. Konungsríkið Kúss leið endan- lega undir lok, þegar Egyptar lögðu það undir sig um 1500 f.Kr. Fornleifafræðingarnir hafa fundið merki um bruna eftir árásina. Nafnið Kúss er hið sama og gefið var sonarsyni Nóa, og ýmsir lærð- ir menn í Biblíufræðum hafa sett fram þá tilgátu að landið Kúss hafi dregið nafn sitt af persónunni í Biblíunni. F.A.M. 24 USA-Keflavík, Reykjavík Á árunum í kringum síðari heims- styrjöldina og jafnvel meðan á henni stóð, gerðu Bandaríkjamenn nokk- uð af því að auðkenna flugleiðir frá íslandi með tölum. Auk þess að fá ákveðin númer, voru þær allar leiðir fyrir póst og því auðkenndar með stöfunum FAM., sem þýðir „For- eign Air Mail“. Á eftir skammstöfun- inni kom svo númer flugleiðarinnar. Flugleiðin, sem lá til höfuðborga Norðurlandanna, var til dæmis númer 24. Flugleiðin til Bretlands og Frakklands, sem opnuð var rétt fyrir styrjöldina, hét svo „Foreign Áir Mail Route Number 18“. Það var hinsvegar ekki lengi sem hún náði til Frakklands. Því varð það öll stríðsárin aðeins til Englands og ef til vill áfram þaðan, sem póstur á leið 18 var sendur. Á þessari leið var þó notaður gúmmístimpill til að merkja bréfabúnt. Á stimpli þessum stóð: „FAM. 18“ í efri línu, en svo í annarri línu „Via New York For- eign". Er stimpillinn meðal annars þekktur af bréfi frá E1 Salvador þann 27. mars 1944. Aldrei hefi ég rekist á, eða verið sagt frá bréfi til eða frá íslandi, sem merkt sé þessari póstleið. Slíkt gæti þó hugsanlega átt sér stað. Þar væri þá um að ræða bréf frá íslandi, sem sent væri vestur um haf um Eng- iand, eða aftur á móti að bréf að vestan væri sent á þessum tíma um England til íslands, sem þó er ósennilegra. Önnur leið, sem þekkt er og getur varðað Evrópu sunnanverða, er leið- in „FAM 22“, sem lá til Suður-Evr- ópu og einnig til Norður-Afríku. Þessi leið lá frá Miami á Florída. Var hún opnuð þann 6. desember 1941, eða daginn áður en Japanir réðust á Perluhöfn. Þessi áætlunarleið lá síð- an um nokkrar eyjar í Karabíska hafinu, auk nokkurra borga á strönd Brasilíu og loks yfir hafið til Kongó. Leið þessi, sem brátt varð leið mik- illa flutninga á hermönnum til Afr- íkuhersins gegn Rommel, á það sammerkt með hinum að ekki er mikið þekkt af bréfum sem merkt eru með númeri hennar. Þarna þekki ég til dæmis aðeins eitt bréf. Bréf þetta er með áritun með bláum blýanti, „FA.M. 22“. Væri vel þegið að heyra um fleiri bréf sem send hafi verið á þessari leið og merkt henni. Snúum okkur síðan að leiðinni til höfuðborga Norðurlandanna. Af bréfum, sem þangað hafa verið send eða þangað farið, þekki ég aðeins fá sem merkt hafa verið leiðinni. Maðurinn minn, faðir, fósturfaðir, afi og bróðir Sigurður Karlsson Höfðahlfð 7, Akureyri lést laugardaglnn 22. ágúst. Útförin ferfram frá Glerárkirkju þriöjudaginn 1. september kl. 13.30. Fyrir hönd systkina og annan-a vandamanna Karlotta Jóhannsdóttir Jóhann Karl Sigurðsson Pálmi Pétursson og tjölskyldur __________________________________________________________J Jarðýta til sölu TD 8 B árgerð 1977. Ný belti. Sími 97-81650 og 97-81658. Iceland-OSA FÁk' 24 pipsT ccwmercial fuGht AMERICAN GVcHSEAS AIRUKES u Mr. B. E. Sherv/ood American Airlines Inc. 100 E. 42nd Street New York 17, ÍLew York í safni hérlendis er til bréf þar sem vélritað er á framhliðina: „Iceland- USA, FAM 24“. Er þetta bréf með fyrsta flugi American Overseas Air- lines, eða „FIRST NORTH ATLANT- IC FLIGHT" eins og það heitir sam- kvæmt stimpli á framhlið þess. Þetta er bréf stimplað 13.4. 1947, á Keflavíkurflugvelli, og kemur það til New York þann 20.4. Þá á ég nokkur bréf úr þessu sama flugi, sem eru með blýantsáritun neðst í vinstra horni, þar sem talan 24 er skrifuð. Hélt ég lengi vel að hér væri um rað- tölu á samstæðu umslaga að ræða. Þessa ályktun dró ég af því, að á bréfi úr þessu flugi til Helsingfors var skrifuð á sama stað talan 34 með blýanti, en talan 24 — raunar FAM 24 — vélrituð undir stimpli þar rétt fyrir ofan. Það þarf ekki að taka fram, að mér væri mikil þökk að við- bótarupplýsingum um svona merk- ingar, jafnvel ljósritum af þeim. Sigurður H. Þorsteinsson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.