Tíminn - 29.08.1992, Blaðsíða 20

Tíminn - 29.08.1992, Blaðsíða 20
20 Tíminn Laugardagur 28. ágúst 1992 I ÚTV./S JÓNV.f rh. \ 9.03 9 - Qflgur Ekki bara undirspil I amstri dags- Ins. Umsjón: Þorgeir Astvaldsson, Magnús R. Ein- atsson, Margrét Blöndal og Snorri Sturiuson. Sagan á bak viö lagiö. Furöufragnir utan úr hinum stóra heimi,- Fotöalagiö, ferðagetraun, fetöatéögjöf. Slg- mar B. Hauksson. Umra dagsins Afmæliskveöjur. Slminner 91 687123. 12.00 FrfltUyfirlH og raflur. 12.20 HádktgiafréHir 12^45 9 - fiflgur- heldur áfram. Umsjón: Margrét Blöndal, Magnús R. Einatsson, Srtotri Sturiuson og 12.45 FriHahaukur dagslns spurflur út úr. 16.00 FréHir. 16.03 Dagskré: Dægurmálaútvarp og frétti Starfsmenn dægurmálaútvatpsins Anna Kristine Magnúsdóttir, Kristln Ólafsdóttir, Kristján Þotvalds- son, Llsa Páls, Sigutöur G. Tómasson, Stefán Jðn Hafstein og fréttaritarar heima og eriendis rakja stór og smá mál. - Kristinn R. Ólafsson talar frá Spáni. 17.00 Frétör,- Dagskrá heldur áfram, meöal annats meö máli dagsins og landshomafréftum- Meinhom- iö: Óöurinn til gremjunnar Þjóöin kvartar og kveinar yfir öllu þvl sem ahaga fer. 18.00 FréHir. 18.03 Þjéflarsálin ■ Þjéflfundur f boinni út- tfingu Siguröur G. Tómasson og Stefán Jón Hafstein sitja viö slmann, sem er 91 - 68 60 90. 19.00 KvflldfréHir 19.30 Ekki frénir Haukur Hauksson endurtekur fiétímar slnar ftá þvi fytr um daginn. 19.32 Út um alltt Kvölddagsktá Rásar 2 fyrir ferðamenn og úíverufólk sem vill fylgjast meö,- Fjörng tónlist, Iþtóttalýsingar og spjall. Umsjón: Ándraa Jónsdóttir, Gyöa Dröfn Tryggvadóttir og Darri Ólason. 21.00 Vinaældaliéti gfltunnar Hlustendur velja og kynna uppáhaldslögin sin. (Einnig útvarpaö nk. laugatdagskvöld). 22.10 Landiö og miflin Umsjón: Dani Óiason. (Úrvali útvarpaö kl. 5.01 næstu nótt). 00.10 f háttinn Gyöa Dtöfn Tryggvadóttir leikur Ijúfa kvöldtónlist. 01.00 Næturútvarp á samtengdum ráaum til morguns. Fréttir kl. 7.00, 7.30,8.00,8.30,9.00,10.00, 11.00,12.00,12.20,14.00,15.00,16.00,17.00, 18.00,19.00,22.00 og 24.00. Samlesnar auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00,8.30,9.00,10.00,11.00,12.00,12.20,14.00, 15.00,16.00,17.00,18.00,19.00,19.30, og22.30. NÆTURÚTVARPIÐ 01.00 Sunnudagsmorgunn mafl Svavari Gests (Endurtekínn þáttur). 02.00 Fréttir,- Þáttur Svavars heldur áfram. 03.00 Næturténar 03.30 Glefsur Úr dægurmálaútvaipi mánudagsins. 04.00 Næturlflg 04.30 Veéurfregnir.- Næturiögin halda áfram. 05.00 Fréttir af veflri, færö og fiugsam- gflngum. 05.05 Landié og miéin Umsjón: Datri Ólason. (Endurtekiö únral ftá kvöldinu áður). 06.00 Fréttir af veflri, færfl og flugsam- 06.01 Morgunténar Ljúf lög I morgunsáriö. LANDSHLUTAÚTVARP A RÁS 2 Útvaip Norflurland kl. 8.10-8.30 og 18.35- 19.00. livlK9inav:viJ Mánudagur31. ágúst 18.00 Töfraglugginn Pála pensill kynnir teikrú- myndir úr ýmsum áttum. Endursýndur þáttur frá miövikudegi. Umsjón: Sigrún Halldórsdóttir. 18.55 Táknmálsfréttir 19.00 Auölegó og ástríóur (2:168) (The Power, the Passion) Astralskur framhaldsmynda- flokkur. Þýöandi: Jóhanna Þráinsdóttir. 19.30 Fólkió í Forsaelu (18:23) (Evenin Shade) Bandarískur gamanmyndaflokkur meö Burt Reynolds og Marílu Henner I aöalhlutverkum. Þýö- andi: Ólafur B. Guönason. 20.00 Fréttir og veóur 20.35 Úr ríki náttúrunnar Meindýravamir (Bugs in the System) Nýsjálensk heimildamynd þar sem Qallað er um hvemig dýr leggjast á simaleiösl- ur og önnur mannvirki og aöferöir sem beitt er til aö hamla gegn slíku án þess aö útrýma dýmnurn. Þýö- andi og bulur Ingi Karl Jóhannesson. 21.05 Iþróttahorniöl þættinum veröur Qallaö um iþróttaviöburöi helgarinnar. Umsjón: Logi Bergmann Eiösson. 21.35 Kamilluflót (1:5) (The Camomile Lawn) Breskur myndaflokkur byggöur á sögu eftir Mary Wesley um fimm ungmenni, Ijölskyldur þeirra og vini í upphafi seinna striös. Leikstjóri: Peter Hall. Aöat- hlutverk: Paul Eddington og Felicity Kendal. Þýö- andi: Veturliöi Guönason. 22.30 Bráóamóttaka (5:6) (Bellevue Em- ergency Hospital) Fimmti þáttur af sex sem sýna lif og störf á Bellevue-sjúkrahúsinu í New York en þar er tekiö á móti öllum sem þangaö leita i neyö. Þýö- andi og þulun Ólafur B. Guönason. Atriöi í þættin- um eru ekki viö hæfi bama. 23.00 Ellefufróttir 23.10 Þingsjá Umsjón: Ingimar Ingimarsson. 23.30 Dagskráriok STOÐ agur 31.ágúst r Astralskur framhaldsmynda- Mánudagur31 16:45 Négrannar flokkur sem fjallar um líf og störf góöra granna. 17:30 Itrausti hrausti (Rahan) Trausti og vlnir hans lenda I mötgum skemmtilegum ævintýmm á feröalagi slnu. 17:50 Sééi Teiknimyndasaga fyrir yngri aldurs- hópa. 16rf>0 Mímisbrunnur Ftóólegur myndaflokkur fyrir böm og unglinga. 18:30 Kæri Jón (Dear John) Endurteklnn þáttur ftá siðastiiönu fösludagskvöldi. 19:19 19:19 20:15 Eerie Indiana Skemmtilegur bandariskur myndaflokkur fyrir fjölskylduna og það er strákpatt- inn Marshall Teller sem er aðal söguhefjan. (12:13) 20:45 Á fertugsaldri (Thirtysomething) Það gengur á ýmsu I þessum vinahópi. (11:24) 21:35 Foihoöiö hjénaband (A Marriage of In- convenience) Árið 1947 varö svartur, afriskur nemi Bratlandi yfir sig ástfanginn af hvitri sfúlku frá Lond- onBraska stjómin gerði allt sem I hennar valdi stóð til að koma I veg fyrir að elskendumir ungu glftu sig. Þetta er fym Nuti en seinni hluti er á dagskrá aö viku liöinni. 22:30 Svarfnætti (Nighf Heat) Bandariskur spennumyndaflokkur sem fjallar um tvo rannsóknar- lögreglumenn og blaöamann sem fást við ýmis sakamál. (13:24) 23:20 Skotln niöurf (Shootdown) Sannsöguleg kvikmynd um aögeróir móður fómariambs hryðju- verks. Aðalhlutverk: Angela Lansbury, George Coe og Molly Hagen. Leikstjóri: Michael Pressman. 1988. Lokasýning. Bönnuð bömum. 00:55 Dagtkiárfok Stflévar 2 Vié tokur næturdagskrá Oytgjunnar. Leikfélag Reykjavíkur: Leikfélag Reykjavíkur hóf nýlega starfsemi sína að afloknu sumar- leyfi. Yfír 80 þúsund manns sóttu leikhússýningar síðasta vetrar. Þeir leikhúsmenn hyggjast frumsýna 8 verk á leikárinu og þar af eitt nýtt ís- lenskt leikrit eftir Björa Th. Björas- son. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá félaginu. Dunganon heitir leikrit Bjöms Th. Bjömssonar og verður það fmmsýnt í september. í tilkynningunni segir að það fjalli um ævintýramanninn Karl Einarsson sem þekktur er sem Dung- anon og hertoginn af SL Kilda. Á haustönn félagsins verða m.a. sýnd tvö verk eftir Anton Tsjékov, gamleikur eftir Neil Simon og í desember verður Ronja Ræningjadóttir sýnd í leikgerð Astrid Lindgren. Söngleikur verður á íjölunum í janú- ar eftir Willy Russel sá hinn sama og samdi Educating Rita. Þá verður fmm- sýnt „sálfræðilegt og pólitískt spennu- verk“ eftir Chilebúann Ariel Dorfman. Síðasta fmmsýning vetrarins verður svo leikrit eftir Moliere sem nefnist Tartuffe. Jafnframt segja þeir leikhúsmenn frá því að síðasta leikár hafi gengið vel og yfir 80 þúsund manns hafi sótt sýning- ar Leikfélags Reykjavíkur. Að lokum minnir félagið á opið hús nk. sunudag en þá munu Ieikarar og annað starfs- fólk sýna húsið og jafnframt kynna starfsemi vetrarins. Rauði krossinn og Hjálparstofnun kirkjunnar: Sameinast í landssöfnun Rauði kross íslands og Hjálpar- stofnun kirkjunnar munu efna til landssöfnunar til hjálpar hrjáðum íbúum Júgóslavíu og íbúum Sómal- íu þann 3. september nk. Þessir að- ilar hafa ekki sameinað krafta sína í söfnunarátaki um langt árabil. „Söfnunin mun fara fram á útvarp- stöðvunum Bylgjunni og Rás 2,“ seg- ir Skafti Jónsson hjá Rauða krossi Is- lands. Hann segir að leitað hafi verið eftir stuðningi ríkisstjórnarinnar sem ræddi málið á fundi nú í vik- unni. Skafti hafði ekki heyrt af lykt- um þeirrar málaleitunar. Skafti bætir við að tvær stofnanir hafi lík markmið sem er hjálparstarf út í heimi og því ætti ekkert að standa í vegi fýrir áframhaldandi samvinnu þessara stofnana. Skafti segir að ekki þurfi að fara mörgum orðum um ástandið í Júgóslavíu og Sómalíu sem sé hrikalegt um þessar mundir. Skafti segir að ekki hafi verið safnað áður fyrir Júgóslavíu en á árunum 1984 og 1985 var safnað til handa Sómalíu. „Það hefur verið talsvert um það undanfarna daga að fólk sendi inn fé til hjálpar bágstöddum í þessum löndurn," sagði Skafti að lok- um. -HÞ Sýning á verkum Ludvig Eikaas opnuð í Norræna húsinu: Sýning á grafíkverkum norska norskc Bokklubben, segir frá út-, listamannsius Ludvig Eikaas gáfúnni og kynnir verkið. Einnig verður opnuð á morgun kl. 16:00 ætlar Jahn Otto Johansen ritstjóri í anddyri Norræna hússins. að kynna listamanninn sem einn- Myndefnið er Henrik lbsen og ig mun sjálfur taka tíl máls og persónur hans en Eikaas var feng- segja eilítið af sjáJfum sér. inn til að myndskreyta heildarút- Iíikaas er fæddur árið 1920 og gáfu áverkum skáldsins sem Den hefur starfað sem prófessor við norske Bokldubben gaf ÚL norska listaháskólann frá 1970. í tengslum við opnunina verður Hann er fjölhæfur í listsköpun dagskrá í fundarsal Norræna sinni; máiar, vinnur með grafík og hússins þar sem Kristinn Einars- gerir höggmyndir. son, framkvæmdastjóri Den —GKG. Kópavogshæli verður að spara en foreldrar segja: „ER AÐ VERÐA GEYMSLUSTOFNUN" „Kópavogshæli er á leiðinni með að verða geymslustofnun,“ segir for- maður foreldrafélags Kópavogshæl- is. Það að loka sundlaug og hætta við þroskaþjálfun þeirra verst settu er meðal þeirra sparaaðarleiða sem yfirstjóra hælisins ræðir. „... einhveijar þrengingar í nokkra mánuði..." segir Davíð Á Cunnars- son, forstjóri Ríkisspítala. Verið að bijóta niður starfsemi „Kópavogshæli er á leiðinni með að vera geymsiustofnun með lágmarks- þjónustu. Það er verið að brjóta nið- ur þá starfsemi sem búið er að byggja upp á löngum tíma. Við höf- um sent heilbrigðisráðherra bréf um að Ríkisspítalar séu ekki færir um að reka hælið og að það heyri undir fé- lagsmálaráðherra eins og aðrar stofnanir fatlaðra en engin viðbrögð fengið," segir Birgir Guðmundsson, formaður foreldrafélags Kópavogs- hælis. „Þetta tal um að reksturinn sé kom- inn fram úr áætlun er ekki rétt. Á síðasta ári var launakostnaður lækk- aður um 9 milljónir króna miðað við verðgildi og því er ekki hægt að miða niðurskurð um 6% miðað við þetta,“ heldur Birgir áfram. Birgir er ánægður með góða aðsókn foreldra og starfsfólks á fund með forstjóra Ríkisspítala og stjórn Kópa- vogshælis í vikunni. Hann bætir við að í undirbúningi sé að leita eftir stuðningi fjölmiðla og ráðherra. Hann segir að yfirstjórn stofnunar- innar hafa gert tillögu um þrennt. í fyrsta lagi átti að hætta kaupum á kvöldmáltíð frá eidhúsi Vífilsstaða- spítala og elda þess í stað á stofnun- inni sjálfri. í öðru lagi að hætta allri starfsemi við sundlaug hælisins. í þriðja lagi var sú hugmynd uppi að leggja niður þroskaþjálfun illra staddra vistmanna en við þá starf- semi hafa starfað fjórir þroskaþjálfar. Þessi síðasta hugmynd er að mati Birgis sú alvarlegasta. Hann bætir við að á fundinum í vikunni hafi komið fram nokkuð breyttar áhersl- ur. „Með því að spara matarkaup og leggja niður hæfingu illra staddra vistmanna eigi að vera hægt að ráða í 19 stöður af 29 sem vantar og hætta við að loka sundlauginni,“ segir Birgir. Hann segir forstjóra ríkisspítala hafa sett þetta fram en að starfsfólk og foreldrar ætli að mótmæla þessu. .Ástæðan fyrir þessu er sú að það er ákafiega knappt skammtað. Þegar koma tilmæli um flatan spamað er ekki hægt að spara nema draga bein- línis úr þjónustunni. Við getum ekki eins og aðrir spítalar lokað deild- um,“ segir Pétur J Jónasson, fram- kvæmdastjóri Kópavogshælis. „Við erum að leita leiða til að halda þessari starfsemi opinni þ.e. endur- hæfingu og sundlaug," segir Pétur. Hann bætir við að kvöldmatur verði líkiegast eldaður á hælinu sjálfu en ekki aðkeyptur eins og nú er. Pétur segir að starfsfólki muni líklegast fækka á vinnustofum og á skrifstofu. Pétur staðfesti að það vantaði núna í 29 stöður og væri búið að veita heimild fyrir ráðningu í 19. „Við ætl- um með útsjónarsemi að reyna að vinna okkur út úr þessu," segir Pét- ur. Þá segir Pétur að hætt verði við þroskaþjálfun þeirra sem verst séu staddir. „Það er samt ekki á döfinni að senda neinn vistmann heim. Það er engin lausn," segir Pétur. „Við erum þegar komnir 4% um- fram og það er allt of hátt,“ sagði Pétur að lokum. Snertir eitthvað þjónustuna „Það er fyrst og fremst heilbrigðis- ráðuneytið sem tekur ákvörðun um aukafjárveitingu," segir Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítala, aðspurður um hvort það væri á döf- inni. Hann segir þennan vanda svo nýtilkominn að ráðherra hafi ekki verið tilkynnt um hann. „Fyrir örfá- um mánuðum stóð Kópavogshæli það vel að mér finnst undarlegt hvað þetta verður allt í einu að miklu fjöl- miðlamáli," segir Davíð. Um það hvort Kópavogshæli geti sparað án þess að draga úr þjónustu segir Davíð: „Eins og Ríkisspítalarn- ir hafa verið reknir á undanförnum árum þá erum við búnir að hagræða og spara mjög mikið. Það er ekki sparað um 6,7% , eins og á öðrum ríkisfyrirtækjum, nema það snerti eitthvað þjónustuna. Okkar hlutverk er að það komi sem minnst við hana,“ segir Davíð. Hann segir að stjórnendur Kópavogshælis verði sjálfir að meta hvar sparnaðurinn komi mýkst niður. „Þetta er ekki það stórkostleg lag- færing sem þarna þarf að gera. Þetta getur þýtt einhverjar þrengingar í nokkra mánuði en síðan get ég ekki séð annað en að það hljóti að vera hægt að leysa úr þeim vanda," sagði Davíð að lokum. -HÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.