Tíminn - 29.08.1992, Blaðsíða 21

Tíminn - 29.08.1992, Blaðsíða 21
Tíminn 21 Laugardagur 29. ágúst 1992 Angela Spohr sópransöngkona (tx.) og Þóra Fríia Sœmundsdóttir píanólcikari. Seinustu þriöjudagstónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Síðustu þriðjudagstónleikar sumarsins í Sigurjónssafni 1. september kl. 20.30 verða ljóðatónleikar. Þar koma fram þýska söngkonan Angela Spohr og Þóra Fríða Sæ- mundsdóttir píanóleikari. Á eftiisskrá eru lög eftir Leos Janacek, Amold Schönberg, Benjamin Britten og Enrique Granados. Sópransöngkonan Angela Spohr er fædd og uppalin í Norður- Þýskalandi. Hún stund- aði nám við Tónlistarháskólann í Freiburg á árunum 1978-83 og var síðan við fram- haldsnám í Basel. Angela Spohr, sem nú er kennari við Tónlistarháskólann í Freiburg, hefur hvarvetna hlotið mikið lof fyrir söng sinn. Svið hennar spannar nútímaverk jafnt og verk frá rómantíska og klassíska tímabilinu. Þóra Fríða Sæmundsdóttir lauk námi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1978 og stundaði framhaldsnám í Freiburg og Stuttgart Frá árinu 1984 hefur hún starfað sem píanóleikari og kennari f Reykjavík og tekið þátt í ýmiss konar tónlistarflutningi. Þóra Fríða er félagi í íslensku hljómsveitinni. Útivist: Fjörugangan — Ný raöganga 1. ganga: Eyðieyjar á Kollafíröi. í Fjörugöngunni, 8. raðgöngu Útivistar, verða teknar upp nýjungar. Ekki verður gengin samfelld leið í hverri dagsgöngu, heldur verður henni skipt í 2 til 3 áfanga innan ákveðins svæðis. f áföngunum verður lögð áhersla á fjörulífið, rekann og minjar á ströndinni. Gönguhópamir verða selfluttir á milli áfanga. Hægt verður að stytta áfangana fyrir þá sem vilja. Fyrsta gangan verður sunnudaginn 30. ágúst og hefst að venju við skrifstofu Úti- vistar, Hallveigarstíg 1. Þaðan verður gengið kl. 9:30 eftir gömlu þjóðleiðinni niður í Grófina og að Hafnarhúsinu, en þaðan verður ekið í rútu upp í Víðines og gengið með fjörunni í Gunnunes og að Þemeyjarsundi og síðan ferjað yfir í Þemey. Þar verður gengið um eyjuna og fjömlífið skoðað. Að því loknu verður selflutt yfir í Engey og þar gengið á reka og mannvistarminjar skoðaðar. Þeir, sem sleppa vilja Þemey, geta byrjað fjöm- gönguna milli kl. 18 og 19 og henni lýk- ur við skrifstofu Útivistar. Ef ekki verður gott sjóveður verður haldið áfram að ganga með Þemeyjar- sundi og yfir að Álfsnesi og þaðan selflutt yfir á annað svæði. Nýtt rit eftir Guörúnu Sveinbjarnardóttur gefiö út í Bretlandi í desember s.I. kom út hjá bókaforlag- inu Oxbow Books í Oxford bók sem heit- ir Farm Abandonment in Medieval and Post- Medieval Iceland og er eftir Guð- rúnu Sveinbjamardóttur fomleifafræð- ing. Þetta verk er gefið út í ritröðinni Ox- bow Monographs in Archaeology og er nr. 17. Bókin fjallar um þróun og eyðingu byggðar á íslandi og byggir á rannsókn- um á þremur svæðum á landinu: Eyja- fjallasveit, Austur- og Vesturdal í Skaga- firði og Fossárdal og Bemfjarðardal í Bemfirði. Stuðst er við sagnfræðilegar, fomleifafræðilegar og náttúmvísinda- legar aðferðir. Ritheimildir um byggð á svæðunum þremur em kannaðar, byggðaleifar mældar upp og rannsakaðar og stuðst er við gjóskulagafræðina til tímasetningar. Reynt er að grafast fyrir um orsakir byggðaeyðingar og þá m.a. rætt um þátt náttúmfarslegra breytinga, farsótta og efnahagsbreytinga. Bókin er í A4 broti, 206 blaðsíður að stærð og með 74 kortum, teikningum og ljósmyndum. Bókin er til sölu hjá Bóksölu stúdenta í Reykjavík og einnig er hægt að panta hana beint frá forlaginu: Oxbow Books, Park End Place, Oxford OXl ÍHN (Fax 0865-794449). Regnboginn frumsýnir „Varnarlaus" Vamarlaus eða „Defenseless" er hörku- spennandi þriller sem fjallar um ótrúleg- an lygavef og ógnvekjandi fjölskyldu- leyndarmál. Með aðalhlutverk fara Sam Shepard, Mary Beth Hurt og Barbara Hershey. Steven er virtur viðskiptajöfur og góður eiginmaður. En þegar Steven er myrtur fer ýmislegt að koma í ljós. í raun og vem var hann hataður meðlimur glæpa- gengis í Los Angeles. Skyndilega verður listi yfir þá, sem gmnaðir em um morð- ið, ansi langur. Allir sem þekktu hann, allir sem elskuðu hann, höfðu ástæðu tií að myrða hann. Konan hans er gmnuð, dóttir hans, viðhaldið og faðir hans. Nú hefst barátta upp á líf og dauða til að komast að hinu sanna um Steven. Barbara Hershey hefur leikið í myndum eins og „Shy People", ,A World Apart" og „The Last Temptation of Christ". Sam Shepard er hugsanlega betur þekktur sem rithöfundur og leikrita- skáld, en hann fékk m.a. Pulitzerverð- laun fyrir bók sína „Buried Child“. She- pard hefur á síðustu ámm haslað sér völl í kvikmyndum og hefúr m.a. leikið í myndum eins og „The Right Stuff', „Ba- by Boom" og „Homo Faber" sem Regn- boginn hefur nú sýnt í rúmlega 10 mán- uði. Sölusýning á Kjarvalsmálverk- um í Gallerí Borg um helgina Laugardag, sunnudag og mánudag verður haldin sölusýning á allmörgum málverkum eftir Jóhannes S. Kjarval í Gallerí Borg, en ár og dagar em síðan slík sýning hefúr verið haldin. Fæstar þessara mynda hafa áður sést á almannafæri og em allar í einkaeign og í umboðssölu í Gallerí Borg. Myndimar em frá misjöfnum tíma eða málaðar frá því 1920 til 1961, a.m.k. 10 olíumyndir og ein vatnslita- og túss- mynd. Um helgina er auk þess von á tveimur til þremur myndum, sem berast munu Galleríinu utan af landi meðan á sýning- unni stendur. Sýningin verður opin á milli klukkan 14 og 18 þessa þrjá sýningardaga. LEKUR : ER HEDDIÐ BLOKKIN? SPRUNGIÐ? Viögeröir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eígum oft skíptihedd í ymsár geröir bifreiöa. Viöhald og viogerðir á iðnaöarvélum — járnsmíöi. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kœnuvogsmegin - Sími 814110 Trúlofunardagurinn fyrir rúmum sex árum. Sex ára sambandi Andrews prins og Fergie er nú að ijúka með brauki og bramli: Ferill Andrews og Fergie Það var nánast sex árum upp á dag eftir að Andrew prins og Fergie tilkynntu trúlofun sína, að tilkynning um skilnað þeirra barst frá bresku hirðinni. Þegar þau tilkynntu um skilnað- inn í mars sl., lýstu bresk blöð yfir sorg sinni og undrun yfir því að svona væri komið fyrir hertoga- hjónunum. En nú er komið annað hljóð í strokkinn. Myndbirtingar af Fergie og milljónamæringi frá Texas hafa orðið þess valdandi að Hertogahjónin meö dætur sínar. Bretar eru foxillir út í hana og krefjast þess að hún verði svipt hertogaynjutigninni, bömum sín- um og helst gerð landræk. En eins og sjá má af meðfylgj- andi myndum, hafa þau Andrew og Fergie gengið í gegnum bæði súrt og sætt í hjónabandinu — eins og öll önnur hjón! Þau hafa greinilega ekki alltaf veriö upp á kant.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.