Tíminn - 06.10.1994, Page 13

Tíminn - 06.10.1994, Page 13
Fimmtudagur 6. október 1994 Wl 9 W’W 13 Stúdentaráö Háskóla íslands. Brynhildur Þórarinsdóttir framkvœmdastjóri: Hagsmunasamtök stúdenta mnan Háskóla íslands Stúdentaráb Háskóla íslands er hagsmunasamtök stúdenta vib skólann og sér rábib um ab gæta og berjast fyrir hagsmun- um nemenda, bæbi á vett- vangi skólans og gagnvart stjórnvöldum. Brynhildur Þór- arinsdóttir, framkvæmdastjóri rábsins, segir starf rábsins gríb- arlega umfangsmikib, ekki síst nú, þar sem æ meira er sótt ab menntakerfi landsins af hálfu hins opinbera. Húsnæbismiblun stúdenta er umfangsmesta leigumiblun á landinu, enda eru' nemar í Há- skólanum nú um fimm þúsund talsins. Húsnæbismiblunin er ekki hluti af húsnæbisdeild Fé- lagsstofnunar, en á hverju ári eru á milli fjögur og fimm hundrub íbúbir og herbergi leigb út á veg- um miblunarinnar. Yfir sumartímann er starfrækt Atvinnumiblun námsmanna, þar sem reynt er ab abstoba stúdenta í atvinnuleit, auk þess sem á vet- urna er starfrækt hlutastarfamibl- un. ■ Brynhildur Þórarinsdóttir, framkvœmdastjóri Stúdentarábs Háskóla ís- lands. Tímamynd C S Brynhildur segir baráttuna innan skólans helst beinast ab bættum kennsluháttum, betri kennslu og ab gæta réttinda nemenda, t.d. varbandi próf. Ut- an skólans er ekki síbur háb mik- il barátta, en þar ber hæst barátta gegn niburskuröi í menntamál- um og fyrir sanngjarnri fjárveit- ingu til Háskólans, auk þess sem stööugt er unniö aö því ab ná fram breytingum á lánasjóbnum. Brynhildur segir ennfremur aö endurgreibslur og eftirágreiöslu- kerfiö sé gjörsamlega ósættanlegt eftir aö regium sjóösins var breytt áriö 1992. Þá er sumar- misseriö stórt mál hjá Stúdenta- rábi. „Þetta eru auövitaö þau mál sem taka mestan tíma hjá okkur þessa dagana, en auövitaö fer mikill tími í aö veita stúdentum þá þjónustu sem viö veitum," segir Brynhildur. Hún segir aö ýmislegt hafi áunnist, en lengri tíma taki ab koma stærri málum í höfn. „Þab er auövitaö erfitt ab ná einhverju fram, þegar hib opinbera sýnir ekki mikinn skilning á mennta- málum og þörfinni fyrir öflugan háskóla í landinu," segir Bryn- hildur. Varbandi þá yfirlýsingu mennta- málaráöherra aö aöild nemenda aö Stúdentaráði eigi aö hans mati ab vera frjáls í framtíöinni, segir Brynhildur þessa yfirlýsingu ekki einungis spurningu um framtíö stúdentasamtakanna, heldur einnig um sjáifstæði Háskólans. í þessari yfirlýsingu hóti rábherra því að breyta reglugerð Háskól- ans, án þess að fá tillögu þess efn- is frá háskólaráði, eins og standi í lögum um háskólann. „Þetta veldur okkur miklum áhyggjum og þá sérstaklega meö það í huga hvaö gerist í framtíðinni, ef ráö- herra telur sig hafa vald til aö breyta reglugerö skólans án sam- ráös viö háskólayfirvöld, eins og hann virbist halda. Brynhildur segir aö til aö fjár- magna starfsemina leiti þau eftir auglýsingum og styrkjum fyrir því sem upp á vantar, en öll þjónusta Stúdentaráðs er nem- endum aö kostnaöarlausu. Ekki síbur þjónustu- skrifstofa Eins og sjá má hér að ofan, fer talsverður tími og orka forsvars- manna Stúdentaráðs í að berjast fyrir réttindum stúdenta viö skólann, en skrifstofa Stúdenta- ráðs er ekki síöur þjónustuskrif- stofa fyrir þá. Þar er mebal annars rekin atvinnumiölun, húsnæöis- miölun, kennslumiðlun, barna- gæslumiölun og þar er einnig stabsettur lánasjóösfulltrúi. Macintosh LC 475 er tilvalin tölva hvort heldur er íyrir heimili, skóla eða fyrirtæki. Hún er meira en tvöfalt öflugri en Macintosh LC III og verðið á sér engan líka. Tölvan er með 14" hágæða Apple-litaskjá, hnappaborði, mús, 4 Mb vinnsluminni og 160 Mb harðdiski. Vinnsluminnið má auka í allt að 36 Mb og með auknu skjáminni getur tölvan birt þúsundir lita. Nettenging er innbyggð og þannig má tengja hana við aðrar tölvur til að samnýta t.d. prentara, senda upplýsingar á milli tölva og vinna í sameiginlegum gögnum. Svo er stýrikerfi Macintosh-tölvanna auðvitað allt á íslensku. Somanbur&ur ó vinnslugetu: Macintosh Classic Macintosh Colour Classic Macintosh LC~ Macintosh LCIII Macinlosh LC 475 Umboðsmenn: Haftækni, Akureyri Póllinn, Isafirði Nýtt skjal (S) Rituinnsla O Teikning O Máluerk O Töflureiknir OGagnagrunnur O Samskipti Bréfsefni |Engin ▼"] [Hætta uið) ^__Nag^ Að auki fylgir tölvunni íslensk útgáfa hins marg- verðlaunaða forrits ClarisWorks, en það er með sex mismunandi vinnslumöguleikum: ritvinnslu, teiknun, málun, töflureikni, gagnagrunni og samskiptum. Andvirði forritsins er um 22.000,- kr. en í takmarkaðan tíma fylgir það Macintosh LC 475-tölvunum ókeypis. Verð á Macintosh LC 475 er aðeins: 136.737,- kr. eða Apple-umboðið hf. Skipholti 21, sími: (91) 62 48 00

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.