Réttur


Réttur - 01.07.1937, Blaðsíða 5

Réttur - 01.07.1937, Blaðsíða 5
landslýðs sem sá flokkur er sýndi 'langsamlega mest- an pólitískan þroska í þessum örlagaríku kosningum. f>eir sýndu, að þeir voru eini flokkurinn í landinu sem var full alvara í baráttunni gegn íhaldinu, sá flokkur sem á úrslitastund var reiðubúinn að fórna-flokks- hagsmunum og persónulegum dutlungum fyrir grund- vallaratriðið í framsóknarbaráttu alþýðunnar, ein- inguna. FIRRUR SEM ENGINN TRÚIR. Héðinn Valdimarsson er að ýmsu leyti ötull foringi, en hann mundi gera alþýðu meira gagn ef hann væri ekki bundinn hinum illræmda breska olíuokurshring, British Petroleum. En það er annar ljóður á ráði Héð- ins Valdimarssonar sem stjórnmálamanns, ákaflega hættulegur — fyrir hann sjálfan. Hann virðist ekki hafa áttað sig á því, að það er ómögulegt til lengdar að reka nokkra pólitík, hvorki fyrir alþýðu eða óvini hennar, ef maður er alveg gersneyddur öllu sálfræði- legu skynbragði, ef maður hefur ekkert hugboð um hugsunarhátt eða stemningu þess fólks sem maður hefur félag við. Því miður hefur blað Héðins Valdi- marssonar nú um langan tíma talað ,,út í ljósvana gjörauðn og nótt“. Boðskapur þess hefur ekki snert nokkurt hjarta, — sennilega af því að hann hefur ekki komið frá neinu hjarta. Það er ófyrirgefanlegt að nota jafn vel gefna menn eins og Finnboga Rút og Stefán Pétursson til að skrifa jafn mikla vitleysu. Það er náttúrlega erfitt að segja upp á atkvæði, hve marga menn það hefur fælt frá A-listanum í Reykjavík við síðustu kosningar, þegar Alþýðublaðið birtir mynd af Einari Olgeirssyni, vinsælasta verklýðsforingja lands- ins, við hlið einhvers fyrirlitnasta íhaldsniðursetnings Reykjavií;ur og prentar neðan undir ,,félagarnir“, en skrifar samtímis mikla æsingagrein um bandalag Ein- ars Olgeirssonar og íhaldsins. Það getur ekki hefnt sín nema á einn veg að segja í pólitísku áróðursskyni 165

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.