Réttur - 01.07.1937, Blaðsíða 15
þau sannvirði. Stjórnmál eru, að áliti þínu, verzlunar-
vara en ekki hugsjón.
Menntun þín takmarkast við eftirspurn.
Nú átt þ ú allt: Þetta makalausa hús, sem að utan
og innan ber af öllu, sem þekkist af því tagi í borg-
inni. Það er gætt öllum nútímaþægindum og skrauti.
Málverk eru þar, hljóðfæri og bækur; þú hefir keypt
það. Bíla áttu, hesta, sumarbústað og seglbát.
Svo áttu þessa konu. Fallegustu konuna, sem þú
gazt fengið í þessari borg — rík var hún líka. Hún er
ennþá ung og ákaflega lífsglöð. Þér þykir mjög vænt
um hana og ert henni góður; gefur henni allt, sem hún
óskar og margt fleira. Hún hefir aldrei þurft að hafa
neinar áhyggjur. Þú hefir vanalega aðskilið heimilið
og skrifstofur þínar. Um störf þín talar þú aldrei við
hana, bara um skemmtanir, ferðalög, skáldsögur og
bæjarfréttir. Heimili ykkar er stjórnað af afburða-
ráðskonu og börn ykkar hafa sitt þjónustulið og einka-
kennara. Konan þín á sinn tima sjálf og getur ráðstaf-
að honum eftir eigin geðþótta. — í kvöld er hún ein
heima.
En það er satt, þú ert úr sveit og átt ennþá heitt
bióð og velþroskaða kirtla. Þú hefir aldrei skemmt
þessa fjársjóði á vínnautn eða öðrum eiturlyfjum.
Þvert á móti hefir þú ávaxtað þá (eins og alla aðra
fjársjóði þína). Þú hefir elft þá með íþróttum. Fyrst
hljópstu, svo syntir þú og nú ert farinn yfir í golf.
Og þú átt í lífi þínu grænan blett, sem ekki er í
neinum skyldleika við kaupsýslu og auðsöfnun, en á
uppsprettu sína í þínum hrausta líkama: Þú elskar
konur.
Þú hefir elskað margar konur, og síðan þú kvæntist
hefir þú jafnan átt hjákonur. Þú ert nú á leiðinni til
þeirrar seinustu.
Þú stanzar við húsið sem hún býr í, tekur upp lykil
og opnar dyrnar. Síðan hverfur þú inn.
í sama mund eru dyrnar á þínu eigin íbúðarhúsi
opnaðar og inn um þær fer — ég.
175