Réttur


Réttur - 01.07.1937, Blaðsíða 21

Réttur - 01.07.1937, Blaðsíða 21
þeim lögum var tekið í fyrstu þjóðvegatölurnar þessar leiðir: 1. Frá Reykjavík til ísafjarðar. 2. — ----- norður um land um Akureyri til Seyðisfjarðar. 3. — ---— sunnanlands til Eskifjarðar. Þá fellur alveg niður styrkur til sýsluveganna. En framlögin hækka nú ört til landssjóðsveganna, með síðasta tug aldarinnar. Árin 1892 og 1893 eru fram- lögin full 36 þús. hvort ár og næstu tvö árin eru þau yfir 70 þús. Þá kemur enn til greina breyting á vega- lögnum og eru nú flutningabrautirnar frá kauptún- unum og upp á héröðin teknar yfir á landssjóðinn, því að nú voru þær að verða höfuðleið hinnar borg- aralegu menningar, til yfirráða í byggðum landsins. En fjárframlögin til vegagerða fara þó hægt hækk- andi úr þessu næstu árin og eru frá 80—90 þús. fram yfir aldamótin, en úr því fer það aftur að hækka að mun. Á síðasta tug aldarinnar er vegagerð, þó komin á það stig að, það er barist við það eitt að fá minni ófærð í staðinn fyrir meiri ófærð, heldur ekki aðeins að fá góða vegi í staðinn fyrir klungur og kafhlaup, heldur er nú einnig farið að stefna að því að fá breytta flutningshætti. Það er farið að leggja vegi fyrir kerr- ur og vagna. Nú var jafnframt ráðist að hinum ægilegu váguð- um íslenzku ferðamannanna, ánum og fljótunum. Á þeirra tíma mælikvarða voru unnin hin hraustlegustu stórvirki á sviði brúargerðanna. 1889 eru samþykkt lög um brúargerð á Ölfusá, 1893 um brúargerð á Þjórsá, 1895 á Blöndu, 1897 á Þverá í Borgarfirði, 1900 um brú á Lagarfljóti, 1902 á iJökulsá á Fjöllum. Þannig eru á hálfum öðrum áratug brúaðar flestar stærztu ár landsins, að undanteknum skaftfellsku stórfljótunum. Á þessu umrædda tímabili frá 1874 og fram yfir 181

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.