Réttur - 01.07.1937, Page 8
stefnu sem ein getur bjargað flokki hans í þrenging-
unum, samfylkingarstefnunni. Ætli það hefði ekki ver-
ið nær fyrir Héðinn Valdimarsson að reyna að vekja
traust almennings á Alþýðuflokknum eftir ósigurinn
með því að stinga upp á að endurreisa Sjómannafélag-
ið, sem hefur í rauninni verið dautt í mörg ár, með
þeim árangri að mikill hluti meðlima þess hefur verið
afhentur íhaldinu, eða gera ráðstafanir til þess að
Dagsbrún'yrði opnuð og gerð að raunverulegu verk-
lýðsfélagi á nýan leik!
UPPLÝSTIR KJÓSENDUR ERU RÓTTÆKIR,
EYMDIN KÝS ÍHALDIÐ.
Heildsölukaupmenn og stórútgerðarmenn halda því
fram, að eymdin sé vatn á myllu róttæku flokkanna,
að þar sem takist að skapa eymd, þar verði allir bols-
ar. Þetta er rangt. Hungurtryllt fólk getur orðið ræn-
ingjar, satt er það, en það getur ekki orðið sósíalist-
ar. Það sem framar öllu gefur róttækum þjóðfélags-
stefnum byr í seglin, það er upplýsingin. Upplýstu
kjördæmin eru sterkust vígi vinstriflokkanna.
Þar sem eymd og menntunarskortur ýmist fer sam-
an eða skiftist á, eins og til dæmis á Snæfellsnesi og
Suðurnesjum, hinum fornu slóðum Bessastaðavalds-
ins þar sem trúin á kúgarann og vöndinn er landlæg,
þar er fylgið við íhaldið öruggast. Hér í Reykjavík
lokkar íhaldið með ölmusum og allra handa mútum
eða hótunum einkum það fólk sem sefur andlegum
fastasvefni, fólk sem er neðan við normalskynsemi,
vitfirringa, fáþjána, sjúklinga og allskonar aumingja,
bónbjargafólk af öllum tegundum, skoðunarlaust
kvenfólk, sljó gamalmenni; með svo blygðunarlaus-
um ruddaskap, að sæmilegum mönnum hrýs hugur
við, er öllum þessum aumingjum á kjördegi sópað út
úr skúmaskotum sínum, og dregnir eins og varnalaus-
ar skepnur upp að kjörborðinu og látnir kjósa þar um-
168