Réttur


Réttur - 01.07.1937, Síða 9

Réttur - 01.07.1937, Síða 9
boðsmenn heildsölukaupmanna og gjaldþrotabrask- ara. Gott dæmi um hvernig róttækt kjörfylgi og mikil upplýsing fylgist að, eru sveitakjördæmi eins og Suð- urþingeyjarsýsla, sem gefur Jónasi Jónssyni vísbend- iugu, sem ekki er hægt að misskilja, og kaupstaður eins og Akureyri, þar sem róttækir kjósendur, sam- vinnumenn og sameignarmenn, eru í glæsilegum meiri hluta, enda þótt fjandmönnum samfylkingarinnar, með Jón Baldvinsson í broddi fylkingar, hafi að þessu sinni tekizt að vinna þar hervirki á vinstrimönnum. SAMFYLKINGIN ÓG NÆSTU KOSNINGAR. Samfylkingin er löngu orðin málstaður fólksins í landinu. Samfylkingin er hin sterkasta þjóðarvakning sem gripið hefur íslenzkan almenning síðan sjálfstæð- isbaráttunni lauk við Dani. Nýafstaðnar kosningar hafa sýnt, að allir þeir vinstriforingjar sem börðust gegn þessari kröfu frambjóðenda sinna ristu sér val- rúnir. Sá verklýðsforingi sem óhlýðnast kröfu fólksins um samfylkingu, hann hefur innsiglað sinn pólitíska dauðadóm. Með samfylkingu Alþýðuflokksins og Kommúnista- flokksins í Reykjavík eru allar líkur til að íhaldinu verði sigurinn torsóttur hér í bænum við næstu bæjar- stjórnarkosningar, og eitt er víst, eina vonin til að taka bæinn af íhaldinu er sú, að þessir flokkar fylki sér saman til þeirra kosninga. Með sameinuðu átaki þessara tveggja flokka eru möguleikar á því að takast megi að herja svo á tregð- una, kyrstöðuna og sjösofendaháttinn í bænum, að jafnvel þeir sljóustu rumski. Með sameinuðu átaki er hugsanlegt að hægt sé að hrífa jafnvel hina bág- stöddu, að minnsta kosti alla sem eru með fullu viti, fram úr myrkrum kyrstöðunnar og sljóleikans, þar sem þeir híma milli kosninga sem skyni skroppinn búpeningur Reykjavíkuríhaldsins, kalla þá ti) þjón- 169

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.