Réttur - 01.07.1937, Blaðsíða 11
þér aldrei þykja eins vænt um þær og þetta hús,
því með byggingu þessa húss hefir þú náð því þráða
takmarki, að stryka út alla forsögu þess. Það er eins
og aðalsmerki, sem ótiginborinn maður hefir hlotið.
Við móttöku þess er fyrri æfi hans gleymd; hann
er aðalsmaður, og bæði honum og öðrum finnst hann
alltaf hafa verið það. Og með tilorðningu þessa húss
eru gleymd öll önnur hús,sem þú hefir átt. Ódýr
hús og lítilf jörleg, smíðuð úr timbri, með ósmekklegu
byggingarlagi.
Þetta hús er aðeins gler og steinn; það hefir fagr-
ar, hreinskilnar línur og opinskáa glugga, sem engu
virðast hafa að leyna. Það er tákn hátternis þíns,
umsögn um það, hve vel þér hefir tekist að komast
áfram í lífinu. Það er stórt og mikilfenglegt hús og
atendur í virðulegri fjarðlægð frá öðrum húsum. Eng-
an húsbraskara mundi nokkurn tíma dreyma um að
Æreta eignazt það. Menn bera lotningu fyrir því eins
og drambsömum þjóðhöfðingja.
Lítill, grænn blettur kringum húsið minnir á það,
að jafnvel í lífi hins hreinræktaðasta kaupsýslu-
manns, sem mælir alt á kvarða hagsýni og ágóða,
er ofurlítill, gróinn blettur, sem ekki hefir verið
ræktaður til fjár, heldur unaðar. Þú hefir uppáhald
á þessum bletti, hlúir að honum og skreytir hann með
fallegum blómum og dýrum þægindum.
Þú horfir eitt augnablik upp í gluggan á borð-
stofunni, þar sem þú varst að ljúka við að kveðja
konuna þína með vingjarnlegum kossi, áður en þú
fórst út. Hún tók báðum höndum um hnakkann á
þér og sagði hálf-sýtileg, en þó með yndislegri glettni,
að það væru meiri stjórnarfundirnir, sem þú værir
alltaf á, ekkert kvöld gætuð þið verið ein saman.
Dásamleg kona. Alltaf jafnfalleg og alltaf jafnskot-
in. Þú hefðir ekki getað valið þér neina konu, sem
hefði hæft þér betur og þessu fullkomna húsi þínu.
Þér þótti vænt um kveðjuorð hennar, þau full-
171