Réttur - 01.07.1937, Síða 12
vissuðu þig um það, hve mikilsvirði þú ert í augum
hennar og hve hamingjusama þér hefir tekizt að
gera hana. En þú hafðir samt ekkert samvizkubit
af því að yfirgefa hana, því gerðir þínar stjórnast
ekki af óhugsuðu ráði, svo að þú þurfir að sjá eftir
þeim. Þú hefir aldrei séð eftir neinu, sem þú hefir
gert, því lífið er í þínum augum reikningur, og allir
þínir reikningar hafa jafnan verið réttir.
Svo heldur þú leiðar þinnar. Þú hefir kosið að fara
gangandi, þótt bíllinn þinn sé heima og þú hafir yndi
af því að aka í honum. ánægju af því að hafa stjórn
á þessum mörgu hestöflum, sem knýja hann áfram,
og ráða sjálfur ferðinni. Þú hefir alltaf haft um-
ráð fyrir miklum krafti og haft sjálfur stjórnina.
Hvert spor, sem þú stígur, er fjaðrandi af ánægju,
hver hreyfing hlaðin eftirvæntingu; vellíðan þín er
þér nautn, í vitundinni um það, að þú hefir unnið til
hennar og veitt þér hana sjálfur. Reykurinn úr góða,
hollenzka vindlinum þínum þyrlast út í dökkleitt,
draumþrungið september loftið og skilur eftir rák af
dularfullum ilmi. Þú veifar gullbúnum göngustaf
hversdagslega og raular nýjan jazz á milli tannanna.
Engar lamandi hugsanir um kreppu eða flókin við-
fangsefni stjórnarfundarins í hinu mikla fyrirtæki
þínu þyngja skap þitt. Hugur þinn er léttur á sér
eins og fugl að vorlagi.
Þú ert að vísu úr sveit og flestir ættingjar þínir
fást ennþá við búhokur, en það eimir ekki eftir af
neinum einkennum sveitamannsins hjá þér, nema
hið hrausta og fjöruga blóð, sem þú hlauzt í vöggu-
gjöf frá foreldrum þínum, sem alizt höfðu upp v"5
erfiðan heyskap og mikið útiloft og mjólk. Alt annað:
útlit þitt, fas og hugmyndaheimur hefir fengið á sig
stimpil borgarinnar. Þú hefir tileinkað þér menningu
hennar til fulls; engan grunar uppruna þinn, frem-
ur en hússins þíns.
Þú ert fallegur maður á bezta aldursskeiði lífsins;.
172