Réttur - 01.07.1937, Blaðsíða 13
T)úinn að ná fullum þroska og yfirstíga ýmsa ann-
marka, sem eru óhjákvæmilegir fylgihnettir hinnar
.gömlu æsku, án þess þó, að þig sé farið að gruna, að
nokkur elli sé til. Þú ert einmitt á þeim kapítuia,
"þegar þrár manna hafa tekið á sig fast form, og þeir
hafa fundið aðferð til þess að fullnægja þeim, án þess
að eyða tímanum í dýrkeyptar tilraunir, sem b'era
misjafnan árangur. Þú hefir sem sé fengið mikla lífs-
reynslu, sem þó hefir ekki skilið eftir spor sorgarinnar
á þínu hrukkulausa andliti.
Þú hefir tamið þér örugga framkomu og óaðfinn-
anlega eftir aðstæðum; hefir á þér snið auðmannsins,
.sem veit, að hann er hornsteinn tilverunnar og þolir
því allan mannjöfnuð, við hvaða manntegund sem er.
Lífsskoðun þín er heilsteypt og laus við allaf efa-
semdir og heilabrot. Kjarni hennar er að hafa fjár-
hagslegan hagnað af því að vera til.Allt annað: trú,
siðgæði, hugsjónir og álíka óáþreifanlegir hlutir, eru
bara skurn utan um þann kjarna. Þess vegna ert
þú alltaf ánægður með gerðir þínar, og þess vegna
hefir þér tekizt að safna auði, sem nægir til þess að
fullnægja þrám þínum og framkvæma óskir þínar, þó
þær séu heimtufrekari en hjá flestum samborgurum
þínum.
Já, það er rétt, þú ert úr sveit, fjarlægri, lítilfjör-
legri sveit. En þú komst ungur til borgarinnar og áttir
þá enga aðra gjaldvoð, en skapgerð þína og áeggjan
fátækra aðstandenda þinna um að komast áfram í
heiminum. Þessi áeggjan var uppeldi þitt og trúar-
játning, en takmark þitt settir þú þér sjálfur. Þ,ú áttir
aldrei neina æskudrauma, sem stálu tíma þínum,
hann fór óskiptur í köllun þína.
Þú byrjaðir skeið þitt sem skósmíðalærlingur, en
sást það fljótt, að verzlun var ólíkt máttugra tæki til
þess að koma sér fram með, heldur en handiðn, eins
og það er fljótvirkara til fjáröflunar að drepa fisk en
að yrkja jörðina.
173