Réttur - 01.07.1937, Síða 16
Nýtf bókmentafélag
atofnað.
Eftir Krcstlnn E. Andrésson.
Hinir róttæku menntamenn þjóðarinnar hafa að
mestu leyti verið útilokaðir frá þátttöku í hinu opin-
bera menningarstarfi þjóðfélagsins. Það var t.d. ein-
stakt tækifæri fyrir kosningarnar að heyra rödd stærstu
skálda þjóðarinnar í Ríkisútvarpinu, þegar hlutleysis-
grímunni var svipt burtu þrjú kvöld. Annars fær þjóð-
in ekki að heyra til sinna beztu manna, fæstra þeirra.
sem eitthvað raunverulegt hafa að flytja henni. Þeirra
nýtur ekki frekar við aðrar menntastofnanir, t.d. skól-
ana, þaðan eru þeir útreknir
Engu að síður eru það hinir róttæku rithöfundar,
skáld og menntamenn, sem nú halda sterkustu lífi í ís-
lenzkri menningu. Með dugnaði og fórnfýsi hafa þeir
af eigin rammleik brotið sér leið til áheyrnar fólksins,
aðallega með bókum sínum eða, ritgerðum.
Fyrir nokkrum árum stofnuðu byltingarsinnaðir rit-
höfundar félag með sér og sköpuðu síðan ársritið
„Rauða penna“, sem komið hefir út í tvö ár, og markað
hefir tímamót í íslenzkri bókmenntasögu. Með aðstoð
nokkurra frjálslyndra manna stofnuðu þeir einnig
„Bókaútgáfuna Heimskringlu", til þess að tryggja al-
þýðu sem beztar og ódýrastar bækur. Þessi fyrirtæki
þeirra hafa heppnazt, þau hafa vaxið og aukizt að vin-
„sældum. Hinir róttæku frumherjar á sviði menningar-
málanna hafa þrátt fyrir allar skorður náð góðri áheyrn
fólksins.
En þeir ætla sér ekki að láta hér við sitja. Þeir hugsa
til ennþá víðtækari starfsemi. í rauninni verður hið
allra fyrsta að koma nýju skipulagi á alt menningar-
starf þjóðarinnar, veita fræðslu til almennings, og það
fræðslu, sem vekur skilning á þjóðfélagsháttunum, lífs-
176