Réttur - 01.07.1937, Qupperneq 17
kjörum fólksins, orsökum örbirgðar og annara þjóð-
félagsmeinsemda, sem er glæpur að vilja ekki útrýma.
Það verður að hefjast ný og máttug gagnrýi á menn-
ingarstarsemi landsmanna, svo sem skóla, styrktarsjóði,
Eíkisútvarp. Öll þessi tæki, sem almenningur leggur fé
til, verða að vera í hans þjónustu, en ekki í þjónustu
óvina hans, eða notuð með yfirskyni hlutleysis til að
fimbulfamba um hluti, sem engum koma við, og er ein-
göngu til að gera áheyrendurna menn að heimskari. Öll
menningarmál þjóðarinnar í heild verður að taka hið
bráðasta fyrir til ítarlegrar rannsóknar, og það verður
að hefja baráttu fyrir nýrri og heilbrigðari skipun
þeirra. Hinum róttæku skáldum og menntamönnum er
þegar orðið fullljóst hlutverk sitt á þessui sviði.
Þó mun enn| verða nokkur bið á því, að hinir róttæku
kraftar njóti sín í opinberu menningarlífi þjóðarinnar.
Aftur á móti þolir starfsemin fyrir uppfræðslu almenn-
ings enga bið .Hinir róttæku kraftar getaþarhertsókn-
ina. Þeim liggur á hjarta menntun fólksins. Það er
krafa þeirra, að menntunin nái til allrar alþýðu, eins
hinna fátæku. Það stendur líkt á fyrir alþýðunni og
hinum róttæku rithöfundum: hún er útilokuð frá
menntastofnununum, hún hefir ekki ráð á að notfæra
sér skólana, hún verður að gera sér að góðu að hlusta
á þrugl og vaðal dauðsljórra manna í útvarpinu kvöld
eftir kvöld, þó hún eigi brennandi löngun; til að heyra
lifandi rödd. Jafnvel bækur eru alþýðunni forboðnar,
vegna þess hvað dýrar þær eru, eða hvað fátæk hún
er. Og hefir þó verið aðalmark íslenzkrar alþýðu að
nema fræði af bókum, og verða gáfuð af og glögg-
skyggn á hlutina. En nú, í flóði bókanna, er henni til-
finnanlega meinað að njóta þeirra.
Þennan ís verður að brjóta, og til þess treysta sér
strax hin róttæku skáld og menntamenn, með hjálp al-
þýðunnar sjálfrar. Það vill svo vel til að hún getur
þar unnið mest að sjálf, eins og í allri frelsisbaráttu
sinni. Hún getur í samstarfi við menntamennina gert
177