Réttur - 01.07.1937, Side 18
sér margfalt léttara fyrir að afla sér nytsamra og góðra
bóka. Það er óþarfi að lestur fólks falli niður, enda má
það ekki henda íslenzka alþýðu, sambandið við beztu
skáldin má heldur aldrei slitna, þeirra orð verða að
vera henni styrkur, örvun og leiðbeining, ekki síður nú
en allar liðnar aldir.
Nú færir Réttur lesendum sínum þau tíðindi, að stofn-
að hefir verið nýtt bókmenntafélag, „Mál og menning“,
til að viðhalda og efla alþýðumenntun íslendinga og
gefa almenningi kost á að eignast ágætustu bækur með
miklu lægra verði en áður. Félagið „hefir sett sér það
takmark að ná á tveim árum 3000 kawpendum og veita
þeim 8—12 arka bók (128—192 bls.) annan hvern
mánuð, eða allt að 1200 bls. á á/ri fyrir einar tíu krónur.
Innifalið í þessum 6 bókum er ársritið „Rauðir perim
ar“, sem nú kosta 8 krónur“. Með þessu hefti Réttar
fylgir boðsbréf frá stjórn félagsins, þar sem nákvæm-
lega er skýrt frá þeim ástæðum, sem liggja til þessarar
félagsstofnunar og tilgangi félagsins.
Það eru hinir sömu róttæku kraftar, sem sköpuðu
„Rauða penna“ og gengust fyrir stofnun „Heims-
kringlu“, sem enn á ný — og í þetta sinn með auknum
liðstyk — sýna dugnað sinn og menningaráhuga, og
hrinda þessu nýja bókmenntafélagi af stokkunum. Ég
veit, að alþýða manna um allt land mun fagna þessu
nýja afreki rithöfundanna. Með stofnun þessa bók-
menntafélags eiga að vera skapaðir möguleikar til að
brjóta niður múrinn, sem enni er milli rithöfundanna
og fátækrar alþýðu. Alþýðan getur á þennan hátt sjálf
með því að flykkjast inn í bókmenntafélagið „Mál og
menning“ unnið hröðum skrefum að því, að afla sér
svo ódýrra bóka, að ekki sé henníi f járhagslega um megn.
Hin róttæku skáld og menntamenn hafa tekið að sér
forustuna á sviði bókmenntanina. Nýtt og glæsilegt
tímabil er að rísa í sögu íslenzkra bókmennta, stærri
skáld koma nú fram en þjóðin hefir átt um langt skeið.
En; skáldin eru fyrir fólkið, bókmenntirnar eru fyrir
178