Réttur - 01.07.1937, Síða 19
fólkið. Þetta skilja hin róttæku skáld og þessvegna
helga þau starf sitt alþýðunni. Þau líta á það sem sitt
mikla hlutverk, að skapa íslenzku alþýðunni, íslenzku
þjóðinni menntun og frelsi, menntun til að vinna sér
fullt frelsi, frelsi til að hefja menningu sína á nýtt og
hærra stig. Hinir róttæku rithöfundar líta á stofnun
hins nýja bókmenntafélags sem stórt sögulegt spor í
þessa átt, en þó aðeins sem einn áfanga á leiðinni að
því marki, að taka forustuna á öllum sviðum menning-
armálanna, vinna að nýrri skipun á menningarstarfi
íslenzku þjóðarinnar í heild, svo að það ástand haldist
ekki til lengdar, sem nú er.
Eni að þessu sinni heita rithöfundarnir á íslenzka al-
þýðu, að veita sér öflugt fulltingi við sköpun hins nýja
bókmenntafélags. Hún getur á afarmargan hátt létt
þeim starfið, fyrst og fremst með því að skipa sér í fé-
lagið og að fá aðra til þess. Það er mjög nauðsynlegt
að vöxtur félagsins verði ör strax, að það þegar á þessu
ári nái sem allra hæstri meðlimatölu, því meiri getur
starfsemi þess orðið þegar á næsta ári. Það flýtir mjög
fyrir öllu starfi og afgreiðslu, að menn sendi umsóknir
sínar og árgjald í tíma, dragi það ekki fram á haust að
innrita sig, Er nú sérstaklega heitið á kaupendur Rétt-
ar að vinna ótrautt að eflingu hins nýja bókmenntafé-
lags, að gera „Mál og menning“ að voldugri menningar-
stofnun fyrir íslenzku þjóðina.
Landbúnaðaimálin
á Alþingi.
(frá 1874 fram yfir aldamót).
Úr inngangi að sögu Framsóknarflokksins.
Eftir Gunnar Benediktsson.
Um leið og þjóðin hafði fengið fjárráð í eigin hend-
ur, þá fer Alþingi að veita styrk atvinnuvegunum. Til
17cí